Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 41
FÓKUS - VIÐTAL 4117. maí 2019
„Ég er að kenna
fólki að njóta
sköpunarverksins“
Margrét Erla er önnum kafin meðan hún bíður frumburðarins
M
argrét Erla Maack hefur
verið í sviðsljósinu á sjón
varpsskjáum og skemmt
unum landsmanna í
fjölda ára. Starfstitlarnir í dag eru
fjölmargir: skemmtikraftur, veislu
stjóri, danskennari, plötusnúður,
karókískrímsli og sprellikerling og
í haust bætist nýtt hlutverk við, en
Margrét á von á sínu fyrsta barni í
lok september.
Blaðamaður fór og hitti Mar
gréti á Mokka kaffi, þar sem hún
tók á móti henni ólgandi af krafti
og áhuga og það er farið að sjá
á henni að hún er ekki kona ein
sömul. Margrét er skemmtileg og
talar hratt, alvön að veita viðtöl
og segja frá og greinilegt að hún
á marga vini og kunningja en svo
hefur það ekki alltaf verið.
„Ég var ekki rosavinsæl í grunn
skóla, en ég fór nokkrum sinn
um til útlanda í alþjóðlegar sum
arbúðir á vegum CISV og það
hjálpaði mér að komast í gegnum
grunnskólann að sjá að heimurinn
er stærri en 7. bekkur Austurbæjar
skóla, og milli tvítugs og þrítugs
fór ég þrisvar út með börn á veg
um CISV og gaf þannig til baka,“
segir Margrét. Aðspurð hvort hún
hafi lent í einelti í grunnskóla,
svarar hún neitandi. „Orðum það
frekar þannig að þau hafi ekki fatt
að hvað ég er skemmtileg. Ég átti
alveg góða vini og vinkonur. En
það var fólk sem var opinberlega
illa við mig og svona hatursfélög.
Þetta hefur ekkert gert mér nema
gott og ég vil bara nota tækifær
ið til að þakka þeim kærlega fyrir
mótlætið. Þetta sýndi mér líka að
það þurfa ekki allir að fíla mann,
þetta var erfitt á þessum tíma, en
ég er þakklát fyrir þetta í dag.“
Herranætur og
heilahimnubólga
Að loknum grunnskóla ákvað Mar
grét að fara í MR, og segir hún að
mesti hvatinn hafi verið að enginn
úr Austurbæjarskóla fór þangað.
„Ég var búin að fara á sýningar á
Herranótt, þar sem eldri frændi
minn og uppeldisbróðir, Ólafur
Egils, var í MR. Ég heillaðist af fé
lagslífinu í MR og fann mína rödd
svolítið þar. Ég var í nollabekk og í
nokkur ár var ég tossinn í bekkn
um, þar sem ég var svo mikið í fé
lagslífinu og mátti lítið vera að
því að sinna náminu. Á lokaárinu
tók ég mig á, en fékk heilahimnu
bólgu í janúar/febrúar rétt fyrir út
skrift þannig að þrátt fyrir að ég
hefði tekið mig á skilaði það sér
ekki í einkunnum, sem var svolítið
leiðinlegt.“
Margrét tók þátt í sýningum
Herranætur öll árin í MR, var í
stjórn í eitt ár og segir MR hafa
verið ótrúlegan skóla. Hún fagnar
því að í dag sé horft á hvað stúd
entar hafi gert í félagslífinu þegar
þeir sækja um atvinnu, hvort þeir
hafi komið að skólablaðinu, kunni
að gera fjárhagsáætlun og annað
slíkt. „Það er gleðilegt að það sé
orðinn stór hluti af því sem skoðað
er í fari fólks.
Eftir MR ætlaði ég í leiklist eða
eitthvað tengt leik eða sýningar
stjórn. Svo komst ég ekki inn í leik
listarskólann og fór að læra ensku
í Háskóla Íslands. Síðan komst
ég inn í sýningarstjórnun í
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
M
Y
N
D
IR
: H
A
N
N
A
/D
V Lífsglöð Margrét
hefur erft lífsgleðina
frá ömmu sinni.