Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 29
Iðnaðarblaðið 17. maí 2019 KYNNINGARBLAÐ
„Fólk hættir seint að
nudda sér utaní“
Bílasmiðja SGB var stofnuð þegar ég keypti húsnæðið á Ísafirði og tækin sem ég nota
í starfsemina árið 2013. Ég var þá
aðallega í sprautun og réttingu og
hélt það yrði tæplega nóg að gera
fyrir mig og einn starfsmann í við-
bót. En sú varð ekki raunin og síðan
þá hefur starfsemin undið töluvert
upp á sig, sérstaklega eftir að ferða-
mennskan tók að aukast hér á Vest-
fjörðum,“ segir Sindri Gunnar Bjarnar-
son, eigandi Bílasmiðju SGB.
Fjölbreytt þjónusta við heimamenn
og ferðalanga
Fyrirtækið býður upp á réttingar,
breytingar á bílum, nýsmíði og fleira.
„Við erum þó aðallega í bílasprautun.
Einnig erum við aðeins komnir með
puttana í dekkjabransann til þess að
auka þjónustuna við ferðamenn. Við
erum svo með Ford 350-dráttar-
bíl með spil og kerru og vörubíl,
sér útbúinn með krana og palli, á
staðnum, aðallega til þess að sækja
bilaða eða tjónaða bíla, en við bjóðum
líka upp á bílaflutning milli landshluta.“
Hugar að stækkun
Aðspurður segir Sindri almennt
mikið að gera í bílabransanum. „Fólk
hættir seint að nudda sér utaní, eins
og maður segir, og bílarnir hætta
ekki að bila. Því er alltaf nóg að gera
hjá okkur, þótt auðvitað séu hæðir
og lægðir í þessum bransa eins og
öðrum. Þrátt fyrir það þá stefni ég á
stækkun. Hugmyndin er þá að auka
þjónustu og bjóða upp á viðgerðir og
fleira.
Við erum tveir á verkstæðinu eins og
er og ég þarf að ráða fleiri menntaða
og góða starfskrafta,“ segir Sindri.
Hafðu samband við Bílasmiðju SGB
með því að hringja í síma 847-3413
eða senda netpóst á
bilasmidja@gmail.com
Bílasmiðja SGB er staðsett að
Seljalandsvegi 86, 400 Ísafirði.
BÍLASMIÐJA SGB: