Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 38
Iðnaðarblaðið 17. maí 2019KYNNINGARBLAÐ Núna er þaktíminn runninn upp í byggingariðnaðinum og margir eru farnir að huga að þak efnum og uppsetningu þaka fyrir næsta haust. Áltak býður upp á afar breitt vöruúrval af þakklæðningarefni úr áli, aluzinki, kopar og fleiru. Áltak er einnig með fjölbreytt úrval af þakgluggum sem auðvelt er að nota í bland við þakefnið. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og búa starfsmenn yfir gífurlegri reynslu sem snýr að húsbyggingum. „Sölumenn okkar eru sérlega fróðir um þakefni og allt sem tengist því og geta ráðlagt öllum, bæði vönum húsa smiðum og leikmönnum, um val á þakefni, þakpappa, festingum og fleiru,“ segir Guðmundur Hannesson, sölustjóri hjá Áltaki. Fjölbreytt þakefni í óskalengdum „Við erum með eigin framleiðslu á þakefni úr bæði áli og aluzinki. Þá erum við með afar breiða línu í bæði litum og formi. Við bjóðum t.a.m. upp á hátt í 30 liti í álinu. Svo bjóðum við upp á sex mismunandi prófíla, þ.e. trapisu- prófíl, stallað þakefni og svo fjórar mismunandi stærðir og þykktir af bárum. Stallaða þakefnið fæst einnig í steinskífuútliti. Við getum framleitt allt þakefni í hvaða útliti sem er og afhent á einungis fjórum til fimm dögum í þeirri lengd sem viðskiptavinurinn óskar eftir.“ Grundvallaratriði að allt passi saman Það þarf margt að hafa í huga þegar kemur að því að setja upp þak eða skipta um þakefni. Það er ekki bara útlitið sem skiptir máli heldur líka efnisval, val á undirlagi, tegund og efni festinga og margt fleira. „Við erum með tvær gerðir af þakpappa sem passar undir allt þakefni sem við bjóðum upp á. Pappinn er vatnsheld- ur og fæst í tveimur þykktum og er valinn út frá þakefninu sem fólk hefur hug á að nota. Einnig erum við með allar festingar og annan auka búnað sem þarf. Það er mikilvægt að fá ráðleggingar hjá okkur varðandi val á vörutegundum því þegar komið er upp á þak þá er algert grundvallaratriði að allt passi saman, þakefni, þakpappi og festingar.“ 60 ára gömul álþök í stakasta lagi „Álið hefur sýnt sig og sannað hér- lendis. Til eru dæmi um hús með sextíu ára gömul álþök sem enn eru í fínu standi. Það er deginum ljósara að það borgar sig að velja vel þegar kemur að þakefni. Sérstaklega í loftslagi eins og á Íslandi. Hér geta komið mikil rigninga sumur eins það í fyrra, sem er enn ferskt í minni allra Reykvíkinga. Einnig getur veturinn verið snjóþung- ur og stormasamur sem gerir það að verkum að það reynir enn meira á húsþökin. Þakefnið og annað sem við bjóðum upp á hjá Áltaki stenst ströngustu gæðakröfur fyrir íslenskt veðurfar.“ Ylklæðningar: Hagkvæmar lausnir „Einnig bjóðum við upp á ylklæðn- ingar eða samlokueiningar úr bæði PIR og steinull.“ Samlokueiningar eru með hagkvæmustu lausnum á þök. Með einni einingu sem skrúfuð er á stál- eða tréburðargrind er kominn fullbúinn útveggur og/eða þak – full- búið að utan sem innan. „Á Íslandi eru mjög strangar kröfur um brunaþol og við hjá Áltaki þekkjum reglurnar og bjóðum einungis það sem hentar hverju verkefni.“ Hægt er að hafa samband í síma 577-4100 eða koma við hjá Áltaki í Fossaleyni 8, 112 Reykjavík. Einnig er hægt að senda póst á altak@ altak.is og skoða vörur nánar á heimasíðu Áltaks, www.altak.is. Þaktíminn er runninn upp! ÁLTAK:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.