Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Blaðsíða 56
56 17. maí 2019 W alburga „Dolly“ Oesterreich var banda- rísk húsmóðir og eigin- kona vellauðugs textíl- framleiðanda, Freds Oesterreich. Dolly fæddist árið 1880, en áhöld eru um hvort það var í Þýska- landi eða í Milwaukee í Wiscons- in-fylki í Bandaríkjunum. Hvað sem því líður þá var um hana sagt að hún hefði alltaf ver- ið með karlmann innan seilingar, alla jafna fleiri en einn. Um eigin- mann hennar var sagt að hann hefði verið harður nagli, gef- inn fyrir sopann og, eins og áður sagði, afar loðinn um lófana. Fred hafði auðgast á höndlun með textílvörur; aðallega kven- fatnaði og þá mestmegnis svunt- um. Otto táldreginn Dolly og Fred bjuggu fyrst saman í Milwaukee, en fluttu síðar til Los Angeles. Það var í Milwaukee, í kringum 1913, sem Dolly kynnt- ist Otto nokkrum Sanhuber. Otto vann í verksmiðju Freds og sá þar um viðgerðir á saumavélum. Dolly sá sér leik á borði og ákvað að draga Otto, sem þá var sautján ára, á tálar. Fyrsti leik- ur Dolly í stöðunni var að hr- ingja í mann sinn, sem þá var í vinnunni og segja að saumavél hennar væri biluð. Þegar Otto kom á heimili hjónanna, grun- laus með öllu, tók Dolly á móti honum íklædd nælonsokkum og silkislopp. Björninn var unninn og það sem síðar varð er lyginni líkast. Fred kemst að sannleikanum Innan skamms varð Otto sem leir í höndum Dolly og síðar lýsti hann sjálfum sér sem „kynlífs- þræl“ hennar. Þau hittust á laun á nálægu hóteli eða annars staðar. Einnig hittust þau á heimili Dolly og Freds ef svo bar undir. En tíðar heimsóknir Ottos fóru ekki fram hjá nágrönnum hjónanna sem færðu þær í tal við Fred. Kokkállinn brást hinn versti við og skipaði Otto að halda sig fjarri Dolly þaðan í frá. Dolly stakk þá upp á því að Otto segði starfi sínu í verksmiðju Freds lausu og flytti inn á heim- ili þeirra hjóna, með leynd; hann gæti komið sér fyrir uppi í risi og látið lítið fyrir sér fara. Skrifar í frístundum Það fannst Otto þjóðráð því ekki aðeins yrði hann nær ástkonu sinni heldur fengi hann að auki tækifæri og tíma til að láta draum sinn um að skrifa glæpareyfara rætast. Við tók daglegt líf. Otto sinnti heimilisverkum og skyldum sín- um gagnvart húsmóðurinni. Hann fékk matarleifar úr eldhúsinu. Í „frítíma“ sínum var hann í næði í risinu, las reyfara og skrifaði sjálf- ur ævintýrasögur þar sem losti og rómantík léku stórt hlutverk. Otto tókst meira að segja að selja tímaritum einhverjar sagna sinna, en það er önnur saga. Hjónin flytja og Otto með Tilvist Ottos á heimilinu fór full- komlega fram hjá Fred þótt stund- um hafi litlu munað að hann kæm- ist að blekkingunni. Árið 1918 fluttu Oesterreich-hjónin til Los Angeles. Dolly hafði hugsað fyrir öllu og sent Otto þangað á undan og skyldi hann bíða komu þeirra. 13 ára dóttir Barböru Opel, Heather, var á meðal þeirra fimm unglinga sem Barbara réð til að myrða 64 ára yfir-mann hennar, Jerry Duane Heimann. Unglingarnir myrtu Heimann þann 13. apríl, 2001. Þá bjó Barbara með Heimann og 89 ára gamalli móður hans, sem hún reyndar sá um. Barbara ágirntist 40.000 Bandaríkjadali sem Heimann hafði fórum sínum og daginn þann sátu unglingarnir fyrir honum er hann kom heim frá vinnu og réðust á hann með hnífum og hafnabolta- kylfu. Lík hans fannst átta dögum síðar í grunnri gröf í um sextán kílómetra fjarlægð frá húsi hans í Snohomish-sýslu í Washington. Kyle Boston, 14 ára, fékk 220 dali fyrir vikið, og síðar 18 ára dóm, og SAKAMÁL LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM verifone@verifone.is S: 544 5060 Verifone á Íslandi, leiðandi fyrirtæki í greiðslulausum Ný greiðslulausn fyrir sjálfsala DRAUGURINN Í RISINU n Dolly Oesterreich var ekki við eina fjölina felld n Átti um tíma þrjá ástmenn n Otto geymdi hún í risinu í áratug n Rifrildi hjónanna breytti öllu„Eiginmaðurinn og ástmaðurinn tók- ust á og þegar upp var staðið hafði Fred verið skotinn þremur skotum, þar af einu í hnakkann Hús Oesterreich-hjónanna í Milwaukee Dolly geymdi ástmann sinn í risinu um nokkurra ára skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.