Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Síða 21
KYNNINGARBLAÐ Sérblaðið xx. xxxxxxx 201x Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn Leiðni slf. var stofnað árið 2012. Síðan hefur megin uppistað-an verið sala og uppsetning á öryggismyndavélum. Síðustu tvö ár hafa sífellt fleiri keypt snjallör- yggiskerfið Ajax System en Leiðni er dreifingaraðili þess á Íslandi. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki og sveitarfélög eru meðal sífellt fjölgandi viðskiptavina Leiðni sem reiða sig á einfaldan og öruggan búnað til þess meðal annars að fylgjast með eigum sínum, vakta vinnusvæði eða fylgjast með sauðburði svo eitthvað sé nefnt. Öryggiskerfi þurfa ekki að vera ljót! Það er rétt, Ajax snjallöryggiskerfið er alveg einstaklega vel hannað út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og hefur fengið mikið lof fyrir það. Öryggis- kerfið er stílhreint og einfalt og er eitt mest verðlaunaða kerfið í Evrópu á sínu sviði. Alveg þráðlaust og Grade 2 Ajax notast við eigin þráðlausa tækni sem allir íhlutir kerfisins eiga sam- skipti í gegnum með áberandi góðu þráðlausu sambandi. Þess má geta að þessi tækni, sem kallast Jeweller, hefur drægni allt að 2 kílómetrum sem er mun lengra en önnur þráðlaus samskipti sem algengast er að notuð séu hjá öðrum framleiðendum. Íhlutir kerfisins eru allir með rafhlöðum, með allt að 7 ára líftíma, sem gerir notendum kleift að ganga frá þeim á heimili sínu án þess að nokkur snúra sjáist. Það undirstrikar einmitt stíl- hreina hönnunina sem Ajax hefur að leiðarljósi til þess að gera nauðsynleg öryggistæki að fallegum hlutum sem stinga ekki í stúf á nútíma heimilum. Vottaðir reykskynjarar EN14604 og frábær rafhlöðuending Hægt er að velja um tvær gerðir reykskynjara, þ.e. reykskynjara með innbyggðum hitaskynjara, eða reyk-, hita- og gasskynjara. Ýmsar still- ingar eru á skynjurunum eins og hve hratt hitastigið þarf að hækka til að skynjari gefi neyðarboð. Skynjarana má nota eina sér án stjórnstöðvar eða tengja fleiri saman með aðstoð stjórnstöðvarinnar sem er falleg og stílhrein og fellur inn í svo að segja hvaða rými sem er án þess að vera áberandi. Þú getur hannað þitt eigið kerfi Nokkrar gerðir hreyfiskynjara eru í boði en allir hreyfiskynjarar gera ráð fyrir gæludýrum sem eru allt að 20 kílóum að þyngd svo hætta á fals- boðum er minnkuð til muna. Vilji fólk sírenur er auðvelt mál að finna eitt- hvað sem hentar, allt frá fullkomlega stillanlegum sírenum upp í sannkall- aða lúðra sem gefa frá sér fælandi blikkljós og 113 dB hávaða. Þegar kemur að stýringu kerfis- ins er enn gert ráð fyrir að notendur hafi mikið val og þar er um að ræða möguleika á að nota hefðbundna fjarstýringu og/eða talnaborð, tölvu eða snjallsíma. Fjarstýring og talna- borð gefur fólki kost á að virkja kerfið og slökkva á því en með tölvu eða snjallsíma eykst notagildið til muna. Með því er t.a.m. hægt að gefa gest- um tímabundið notkunarleyfi, nú eða láta kerfið bara kveikja á kaffivélinni og lampanum við hægindastólinn áður en þú kemur heim. Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt! Þú ert alltaf með símann við höndina, hann er notaður til þess að versla, sinna bankaerindum og kaupa flugmiða svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er það ekki nema sjálfsögð þróun að þú getir stýrt heimilinu þegar þú ferð að heiman og getir vaktað það á meðan þú slakar á á hvítri strönd, því það geturðu gert fyrir sparnaðinn. Með Ajax snjallöryggiskerfi og myndavélum hefurðu fulla yfirsýn, en getur sleppt því að greiða föst mánaðarleg gjöld til þriðja aðila. – Gerðu frekar eitthvað skemmtilegt fyrir sparnaðinn. Myndavélar í Ajax appinu Ajax appið býður upp á að tengja nánast hvaða myndavél sem er við kerfið, en nýlega kom frá Ajax sér- staklega einföld lausn til að tengja það við myndavélar frá einum stærsta myndavélaframleiðanda í heimi, Dahua. Leiðni hefur selt búnað frá Dahua síðan í byrjun árs 2012. Síðan þá hafa vinsældir Dahua aukist það mikið að jafnvel eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum landsins þurfti að bregðast við aukinni samkeppni með því að bæta þeim í eigin vörufram- boð. Vörur Uniview og Dahua myndavélakerfi, Ajax systems snjallöryggiskerfi, Amadeo aðgangsstýrikerfi, Comelit dyrasímakerfi, Tellsystem. Amadeo aðgangskerfi Austurríski framleiðandinn Amadeo framleiðir aðgangskerfið sem er full- komin og vönduð lausn fyrir hótel og fyrirtæki. Amadeo býður viðskiptavin- um upp á nýja nálgun í rekstri og um- sjón aðgangsstýrikerfa. Hurðabúnað- urinn er með IP68 vottun og þolir því vel hvers konar íslenska veðráttu. Comelit dyrasími Comelit er ítalskur dyrasímafram- leiðandi með heildarlausnir fyrir allar aðstæður. Comelit býður upp á tengingu dyrasímans við snjallsíma húsráðenda. Það gerir þeim mögu- legt að svara gestum og hleypa þeim inn hvar sem þeir eru staddir, hvort sem þeir eru heima í stofu eða á skíð- um í Bláfjöllum. Eyþór veit allt um Ajax snjallöryggiskerfið. LEIÐNI SLF:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.