Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 9. ágúst 2019 Svarthöfði Það er staðreynd að… Ef þú þjáist af dentófóbíu stendur þér stuggur af tannlæknum. Að meðaltali gleypir hver manneskja þrjár köngulær á ári. Það eru til fleiri en þrjátíu þúsund tegundir af rósum. Moskítóflugur eru með 47 tennur. Japanski þjóðsöngurinn er elsti þjóðsöngur í heimi. Hver er hún? n Hún er fædd árið 1957. n Hún stundaði nám við Laugalækjarskóla og Verzló. n Eftir menntaskólaárin gerðist hún flugfreyja. n Hún hefur sungið í kántríhljóm- sveit og fjórum sinnum tekið þátt í undankeppni íslensku söngva- keppninnar. n Hún er þekkt fyrir ýmis barna- og jólalög. SVAR: HELGA MÖLLER Svarthöfða hreinlega leiðist fordómafólk, þótt hann vilji taka sér það bessaleyfi að segjast vera sjálfur með grimma fordóma gagnvart fordómafólki. Hann er hreinlega kominn með upp í kok af fólki sem misbýður LGBT+ samfélagið og líferni þess. Trans- eða hómófóbískt fólk finnst víða og finnst mörg- um hreinn viðbjóður að hugsa til kynleiðréttinga eða sam- ræðis samkynhneigðra – svo mikið að enn eru óskiljanlega framdir glæpir gegn hópum að tilefnislausu árið 2019! Þarna vaknar eingöngu upp sú gamla spurning: Hvern er verið að særa? Hvernig hefur það áhrif á þinn dag, þinn heimavöll eða þína tilvist? Tökum Rússland sem dæmi. Það var ekki fyrr en árið 1993 að samkynhneigð var afglæpavædd þar, en ofsóknir gegn hópum eru enn afar ríkjandi og fordómar gríðarlegir. Þú kennir auðvitað ekki gömlum hundi að sitja, en ef þú getur ekki kennt honum að halda kjafti, þarf þá því miður að svæfa hann. Svarthöfði leyfir að vísu ekki kyni að skilgreina sig, en á móti er hann í engri aðstöðu til þess að setja út á hátterni annarra þegar hann er sjálfur umlukinn svörtum glansfatnaði af lífsnauðsyn og hrukkótt, miðaldra mannfýla undir yfirborðinu. En hann þekk- ir sínar mannfýlur úr fjarska og veit vel hvenær sótt er í að dreifa hatri og bulli og afsaka það sem leið til að hlífa börnunum und- an einhverju meintu afbrigðilegu „normi“ í samfélaginu. Börnin okkar verða alltaf betri en við sjálf og umburðarlyndi skiptir ætíð meira máli heldur en vafasöm gildi eldri kynslóða sem þola hvorki samkynhneigð né breytilegar skilgreiningar á kynjum. Svarthöfði lifir eingöngu eftir þeirri lífsreglu að aðrir megi gera nákvæmlega það sem þeir vilja, svo framarlega sem þeir skaða ekki Svarthöfða á neinn máta. Aðeins ein undantekning verður til úr þessari reglu og það er þegar floti uppreisnarmanna reynir að velta nústandandi valdapýramída um koll eða reynir að eyðileggja allt það flotta dót sem Svarthöfði á. Þetta er að vísu meira prinsipp heldur en undantekning. Félagslegu „normin“ sem öfgakennda fordómafólkið básúnar hljómar í eyrum Svarthöfða eins og meiri fantasía en nokkurn tímann Mátturinn eða loðbangsar á tveimur fótum. Í því samhengi eigum við einmitt að taka öllum bangsasamfélög- um opnum örmum, ekki skjóta þau niður. Svarthöfði var ekki á þessari skoðun fyrir nokkrum áratugum, en heilabúið breytt- ist. Hann er gamli hundurinn sem breytti sínum brögðum, þótt hann eigi enn eftir að læra það trix að sitja á skoðunum mínum. Svarthöfði verður nefnilega alltaf svolítið argur á Hinsegin dögum, ekki síður þegar illa gengur hjá náunganum að vera hýr í garð annarra. Argur á Hinsegin dögum H insegin dagar standa nú yfir í Reykjavík en hátíðin fagnar 20 ára afmæli í ár. Að venju boðið upp á fjölda viðburða í boði á hverjum degi. Hápunkturinn er að sjálf- sögðu Gleðigangan fræga og úti- hátíð sem fer fram laugardaginn 17.ágúst næstkomandi. Hátíðin var sett í gær þegar mál- aðar vori gleðirendur í miðborg Reykjavíkur. Regnbogi Hinsegin daga er að þessu sinni málaður á Klapparstíg á milli Laugavegar og Grettisgötu. Sá hluti Klapparstígs verður göngugata meðan á hátíð- inni stendur og mun auk þess að fá hið nýja nafn Gleðigata. Með því að mála regnboga á þennan hluta Klapparstígs fær eitt hýrasta svæði borgarinnar loks verðskuldaðan regnboga en hinsegin næturlíf á sér ríflega 30 ára sögu á Laugavegi 22, sem stendur á horni Laugavegar og Klapparstígs. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, og Dag- ur B. Eggertsson borgarstjóri ávörpuðu setningargesti áður en málningarvinnan hófst. Ljós- myndari DV var á staðnum þegar setningarhöfnin fór fram í gær og fangaði stemninguna. Upplýsingar um Hinsegin daga og viðburði næstu daga má finna á hinsegindagar.is. n Myndir: Eyþór Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.