Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 6
6 9. águst 2019FRÉTTIR Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS F æðingatíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Á seinasta ári var frjósemi íslenskra kvenna rúmlega 1,7 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Þeim fer fjölgandi sem hafa kos- ið að eignast ekki börn. Einstak- lingar sem DV ræddi við nefna meðal annars fjárhag, heilsu, tak- markað frelsi og umhverfisáhrif sem ástæður fyrir því að þeir hafa kosið að lifa barnlausu lífi. Sérfræðingar hafa bent á að bæta þurfi skilyrði til barn- eigna hér á landi; lengja fæðingar- orlof og hækka greiðsluþakið. Auka þurfi stuðning stjórnvalda við barnafjölskyldur. Ástæður sem nefndar hafa verið eru meðal annars þrengri fjár- hagsleg staða ungs fólks samhliða vaxandi kostnaði við barneignir og daggæslu auk versnandi stöðu á húsnæðismarkaði. Sömuleiðis aukin ásókn ungs fólks, þá sérstak- lega ungra kvenna, í háskólanám. Árið 2016 flutti fjármála- og efnahagsráðherra Alþingi skýrslu um þróun á efnahagslegri stöðu fólks á aldrinum 20–35 ára  Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að hlutfall ráð- stöfunartekna ungs fólks af heild- arráðstöfunartekjum hefur farið lækkandi á undanförnum árum. Þróunin hér á landi hefur því að einhverju leyti verið svipuð og er- lendis. Atvinnuleysi, auknar skuldir og aukin hnattvæðing Í mars síðastliðnum birtist röð greina í breska dagblaðinu The Guardian sem fjölluðu um stöðu svokallaðrar aldamótakynslóðar (e. millennials), en til kynslóðar- innar teljast þeir sem fæddir eru á milli 1980 og 1995. Umrædd kyn- slóð gengur einnig undir nafninu kynslóð Y (e. generation Y). Niðurstöður rannsókna The Guardian benda til þess að í sjö ríkjum Norður-Ameríku og Evrópu standi umrædd kynslóð verr að vígi í efnahagslegu tilliti í samanburði við aðra þjóðfélags- hópa heldur en raunin var fyrir til dæmis þremur áratugum síðan. Í greinaröð The Guardian kem- ur fram að kynslóðin taki til sín umtalsvert lægra hlutfall heildar- tekna en jafnaldrar hennar 30 árum áður. Þá kemur einnig fram að aukið atvinnuleysi ungs fólks standi kynslóðinni fyrir þrifum. Aðrir þættir sem The Guardian tel- ur að hafi dregið úr möguleikum ungs fólks til að fóta sig í nútíma- samfélagi eru meðal annars aukn- ar skuldir, aukin hnattvæðing og hækkun húsnæðisverðs. Meðalaldur frumbyrja 28 ár Í apríl á þessu ári greindi Hagstofa Íslands frá því að frjósemi kvenna á Íslandi árið 2018 hefði verið minni en nokkru sinni áður. Yfir- leitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Þá fer meðalaldur frumbyrja sífellt hækkandi. Frá byrjun sjö- unda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja und- ir 22 árum. Eftir miðjan tíunda áratuginn fór meðalaldurinn að hækka. Á seinasta ári var meðal- aldur frumbyrja 28,2 ár. Algeng- asti barneignaaldurinn er á milli 25–29 ára. Skipuleggja þarf barneignir „Þetta er áhyggjuefni þar sem að samfélagið byggir á öllum aldurs- hópum. Það myndi raskast mjög mikið jafnvægið ef okkur fer að fækka og þjóðin samanstend- ur fyrst og fremst af eldra fólki,“ sagði Ragnhildur Magnúsdótt- ir læknir í samtali við Kastljós fyrr á þessu ári. Ragnhildur telur fólk ekki nógu upplýst um eðlilegan frjósemisaldur og skipuleggi ekki barneignir í samræmi við það. „Ef þú ætlar að eignast þrjú börn og tölfræðin er tekin og reiknuð út, þá segir hún að ef þú ætlar að verða 90 prósent viss um það, þá þarftu að byrja sirka 23 ára. Þetta er eitthvað sem ég held að konur geri sér ekki grein fyrir.“ Í samtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum benti Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagn- fræði, að fækkun barneigna væri áhyggjuefni stjórnvalda víða um heim. Hins vegar mætti ekki gleyma þeim vandamálum sem stafa af fjölgun jarðarbúa. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is BARNEIGNATÍÐNI Í SÖGULEGU LÁGMARKI„Mig langar ekki að fæða barn inn í þennan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.