Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 17
9. águst 2019 FRÉTTIR 17 Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is SKILTAGERÐ BÍLAMERKINGAR BANNER-UP SÓLARFILMUR Ráðgjöf Hönnun Framleiðsla Uppsetning er ekki með eiginlega heima- síðu. Ef farið er inn á slóðina ixi. is birtist aðeins texti sem vísar gestum á að hafa samband með tölvupósti. Eins hefur alheim- ur.is enga vefsíðu. Ice X Invest- ments hefur jafnframt leyfi til að starfa sem upplýsingamiðstöð samkvæmt lögum um Ferða- málastofu. Undarlegir greiðsluseðlar Nokkrir einstaklingar greindu frá því á Facebook-síðunni Bak- land ferðaþjónustunnar að hafa fengið reikninga frá Ice X Invest- ments inn á heimabanka sinn án þess að hafa átt í viðskiptum við fyrirtækið. „Kannast forsvarsmenn fyrir- tækja við hér inná að hafa feng- ið reikninga í heimabankann frá Ice X Investments ehf. án þess að fá nokkra skýringu fyrir hvað er ætlast til að sé greitt. Engin leið að ná heldur á þessa aðila svara engum síma og ekkert email ásamt því að skráður stjórnar- formaður segist ekki vera stjórn- arformaður. Veit einhver hvern- ig maður snýr sér í þessu þegar bankinn segist ekkert geta gert?“ Þónokkrir aðrir könnuðust við að hafa fengið slíka kröfu og áttu erfitt með að fá svör frá meintum fyrirsvarsmönnum fyr- irtækisins. Samkvæmt skráningu þá var það barnsmóðir Jóhann- esar Gísla sem var í forsvari, en einn einstaklingur greindi frá því á þræðinum að í samtali við hana kannaðist hún ekki við að vera í forsvari fyrir fyrirtækið. Eftir að hafa fengið samband við hana fékk viðkomandi þó símtal frá starfsmanni Ice X Investments sem greindi frá því að fyrirtækið hefði áður heitið Íslensk skrán- ing og héti í dag Icelandicinfo. Lénið icelandicinfo.is er skráð á Ice X investments ehf. Skjalafals DV hefður verið í sambandi við einstakling sem hefur stöðu grunaðs manns í máli meintra fjársvika úr Ábyrgðarsjóði launa. Hann kýs að stíga fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist ekki skilja með hvaða hætti hann hafi dregist inn í málið þar sem hann hafi enga kröfu gert í sjóðinn. Nafn hans kom þó fyrir skjöl- um nokkurra fyrirtækja tengd- um Eggerti Skúla, bæði sem vitundavottur og meintur þátt- takandi í fyrirtækjarekstrinum. Þessi maður kannast ekkert við aðkomu sína og segir kennitölu sína misnotaða og undirskrift falsaða. Blaðamaður hefur undir höndum afrit af löggildum skil- ríkjum þessa einstaklings og get- ur vottað að undirskrift hans þar er gerólík þeirri undirskrift sem birtist í skjölum tengdum fyr- irtækjum Eggerts. Hins vegar ef þessi meinta falsaða undir- skrift er borin saman við rit- hönd Eggerts Skúla í sömu skjöl- um, má þar sjá þónokkur líkindi. Þessi einstaklingur hefur stöðu grunaðs manns í málinu og segir það aðeins vegna þess að Eggert Skúli hafi misnotað kennitölu hans. Hann segir það alveg með ólíkindum hversu auðvelt er á Íslandi að misnota kennitölu annarra. „Þá var hann búinn að vera með eitthvert fyrirtæki skilst mér og sendi kröfu til Ábyrgðar- sjóðs og gaf mig upp sem starfs- mann hjá þeim. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en um 2016. Þá fékk ég reikning frá skattinum um að ég skuldaði skatt.“ Þessi einstaklingur þekkti til Eggerts og þegar Eggert hafði samband og bað um aðstoð þá hafi hann grunlaus reitt fram hjálparhönd. „Þá hafði hann samband og sagði mér að hann væri að fá eitthvert uppgjör varðandi eitt- hvert slys sem hann og fyrrver- andi kona hans hefðu lenti í. Hann væri orðinn gjaldþrota og væri í einhverju veseni með kon- una sína og spurði hvort það væri í lagi að peningurinn kæmi inn á reikning hjá mér. Og ég sagði við hann: Það er allt í lagi. Svo fæ ég greiðslu frá lögfræði- skrifstofu á Íslandi. Lögfræðing- ur 101 eða eitthvað. Ég var ekkert að pæla í þessu. Millifæri svo yfir á hann. Þá voru þetta aurarnir sem komu frá Vinnumálastofn- un. Þetta voru ekki peningar út af neinu slysi. Síðan í framhaldinu fæ ég reikning frá RSK um að ég skuldi skatt vegna þessara greiðslna. Það stóð bara á yfir- litinu hjá bankanum – Uppgjör – ekkert annað. Stóð bara lög- fræðiskrifstofa 101 eða eitthvað. Það var ekkert sem sagði mér að þetta kæmi frá einhverjum opin- berum aðilum. Það stemmdi allt fyrir mér.“ Eftir að reikningurinn barst frá skattinum fór heimildarmað- ur DV að grafast fyrir um mál- ið og komst að því að krafa hafi verið gerð í Ábyrgðarsjóð launa í hans nafni. Í kjölfarið segist hann hafa sett sig í samband við sjóðinn og þá hafi hjólin farið að rúlla og rannsókn á meintu mis- ferli Eggerts hafist. Hótanir Eftir umfjöllun Fréttatímans árið 2016 um meint svik úr Ábyrgðar- sjóði launa barst Þóru Tómas- dóttur, þáverandi ritstjóra Fréttatímans, sem jafnframt skrifaði fréttina, eftirfarandi hót- un frá gerviaðgangi á Facebook: „Sæl, hlakka til að sjá þig í dag. Djöfull hlakkar mig til að leika mér að þér helvítis hór- an þín og fokkings krökkunum þínum líka. Þykist búa á Þýska- landi en býrð í raun á [X]. Fokk- ings hóran þín ég sé þig á eftir ef eki þá mjög fljótlega og það sem „Þá var hann bú- inn að vera með eitthvert fyrir- tæki skilst mér og sendi kröfu til Ábyrgðarsjóðs og gaf mig upp sem starfsmann hjá þeim. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en um 2016. Þá fékk ég reikn- ing frá skattinum um að ég skuldaði skatt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.