Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 46
FÓKUS 9. ágúst 201946
8 hinsegin kvikmyndir sem þú verður að sjá
Tangerine (2015)
Rafmögnuð, lifandi og frumleg. Tangerine fjallar um transvændiskonuna
Sin-Dee sem hefur leit um alla Los Angeles að dólgnum Chester sem hélt
framhjá henni meðan á mánaðarlangri fangelsisdvöl hennar stóð. Myndin
er öll tekin upp með iPhone 5-snjallsíma en það sést ekki að fyrra bragði.
Andrúmsloftið angar af fallegri litadýrð og má dást að orku leikstjórans,
Seans Baker, við stjórnvölinn (en Baker gerði seinna meir hina þrumugóðu
The Florida Project) og ekki síður persónanna sem söguna prýða.
Weekend (2011)
Raunsæ og ótrúlega hrífandi saga um samband tveggja ungra Breta.
Leikurinn í myndinni er nánast eins og hann sé spunninn á staðnum en það
gefur myndinni hversdagslegan og öflugan keim. Weekend fjallar einnig
almennt um upplifun og sambönd samkynhneigðra manna af miklu innsæi
og einlægni ofan á það. Einföld en gríðarlega marglaga kvikmynd.
The Birdcage (1996)
Gleði, drag, vandræðalegheit, gamanleikarar í góðu stuði og einhver
hressasti tengdóhittingur sem sögur fara af. The Birdcage býr yfir hjarta-
hlýjum móral og tekur fyrir umburðarlyndi, skilning og hreinlega syndir í
æðislegri dýnamík leikhópsins. Um er að ræða endurgerð á frönsku myndinni
La Cage aux Folles og um leið sjaldgæfan fjársjóð þar sem endurgerðin er
betri en frummyndin.
Bound (1996)
Eflaust er einhverjum kunnugt hverjir Wachowski-bræðurnir voru (sem urðu svo
Wachowski-systkinin og að lokum systurnar). Tvíeykið malaði gull með Matrix-þrí-
leiknum en skömmu áður en þær vinsældir komu, útbjó það lítinn en þrælspennandi
trylli þar sem kemistrían lak af þeim Ginu Gershon og Jennifer Tilly. Blanda af ástar-
sögu, svikamyllu og spennumynd í sígildum Hitchcock-stíl, Bound ætti að halda þér í
heljargreipum.
Hedwig and the Angry Inch
(2001)
Rocky Horror er svo sannarlega ekki eini „költ-rokksöngleikurinn“ um leitina
að hinu sanna sjálfi. Hedwig and the Angry Inch inniheldur skemmtilega tón-
list með enn betri textum og fer John Michael Cameron – leikstjóri, handrits-
höfundur og aðalleikari myndarinnar – heldur betur á kostum. Cameron gæðir
Hedwig dýpt, reisn, húmor og kynþokka og er mælt með að þessari sé gefinn
séns, í fyrsta sinn sem á ný.
Hinsegin dagar eru í fullum gangi þessa dagana og af því
tilefni erum við öll hinsegin og fögnum fjölbreytileikanum.
En hvernig hefur kvikmyndasagan fjallað um og talað til
hinsegin hópa?
Hvaða gullmolar standa upp úr og hvers vegna?
Könnum það.
The Adventures of
Priscilla, Queen of
the Desert (1994)
Vegamyndir kvikmyndasögunnar eru jafn
margar og þær eru mismunandi, en fáar eiga
séns í stuðið sem prýðir ferðalag þeirra Berna-
dette (Terrence Stamp), Mitzi (Hugo Weaving)
og Feliciu (Guy Pearce) um eyðimerkurlandslag
Ástralíu. Tilgangur ferðalagsins er að sýna hvað
í þeim býr með sturlaðri dragsýningu. Priscilla er
einfaldlega allt sem hún þarf að vera; fyndin og
skemmtileg og þríeykið er alveg í essinu sínu.
Carol (2015)
Það er erfitt að sogast ekki inn í þessa vönduðu og fallegu
kvikmynd, sem byggir á skáldsögunni The Price of Salt
eftir Patriciu Highsmith frá 1952. Titilpersónan er leikin af
kjarnaleikkonunni Cate Blanchett og unga konan sem hún
hrífst af, Therese, er leikin af Rooney Mara – og báðar eru
hreint út sagt gallalausar í hlutverkum sínum. Myndin er
hvort tveggja dáleiðandi ástarsaga og merkileg hugleiðing
um stöðu samkynhneigðra kvenna, sem voru nær ósýnilegar í
samfélaginu á þessum tíma.La vie Adéle / Blue is the
Warmest Color (2013)
Ást. Uppgötvun. Þroski. Mistök. Sundrun. Minningar.
Það er fjári margt sem Blue is the Warmest Color tekst á við úr hinum
súrsæta hversdagsleika og þótt hundlöng sé (þrír tímar eða svo) breytir
hún áhorfandanum í flugu á vegg í lífi þeirra Adéle og Emmu. Firnasterk
frammistaða skjáparsins, persónuleikar þeirra og viðtengjanlegar tilfinn-
ingar beggja halda öllu gangandi.