Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 22
HEI MEDICAL TRAVEL:
HEI Medical Travel er íslenskt fyrirtæki sem aðstoðar fólk við að velja sér góða heilbrigðisþjónustu
erlendis, en markmið þess er að auð-
velda fólki að sækja sér góða heilbrigðis-
þjónustu með hagkvæmum hætti.
Þéttur hópur bak við fyrirtækið
Bak við fyrirtækið standa þau Guðjón
Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Leifur
Steinn Elísson hagfræðingur og Sigrún
Lilja Guðjónsdóttir viðskiptakona, en öll
hafa þau fjölþætta reynslu úr atvinnulíf-
inu. „Hópurinn sem stendur bak við HEI
Medical Travel gerir sér grein fyrir því að
langtíma velferð viðskiptavina er lykil-
atriði varðandi velgengni þeirra,“ segir
Guðjón Sigurbjartsson.
Ýmis þjónusta í boði
HEI Medical Travel býður upp á þá
heilbrigðisþjónustu sem mest þörf er á
og tengir viðskiptavini sína við fagaðila í
hinum ýmsu löndum.
Megrunaraðgerðir
Talsverður fjöldi fólks, sem er í ofþyngd,
leitast við að bæta heilsu sína með því
að fara í þyngdarstjórnandi aðgerðir
svo sem magaermi eða magahjáveitu.
Magabandið er á undanhaldi og læknar
almennt hættir að mæla með því.
Aðal samstarfsaðili þeirra á þessu
sviði er KCM sjúkrahúsið í Suður-Póllandi.
Kostnaðurinn er 5.490 € eða um
750.000 miðað við núverandi gengi.
Innifalið er nánast allt sem lýtur að að-
gerðinni, en flugið sem er ódýrt beint flug
með Wizz air, er ekki innifalið.
Tannlækningar
Vinsælt er að fara í tannviðgerðir til
Búdapest en HEI Medical Travel er í
samstarfi við Helvetic Clinics, en hún er
marverðlaunuð hágæða tannlæknaklíník
í miðborg Búdapest. Helvetic er fornt
rómanskt heiti á Sviss, enda er stofan að
hluta til í eigu Svisslendinga, sem hefur
góð áhrif á gæði þjónustunnar. Helvetic
er sambyggð hótelinu 12 Revay, sem er
mjög þægilegt þegar oft þarf að fara
á milli. Bílstjóri sækir fólk á flugvöllinn
og skilar því aftur að dvöl lokinni. Stöð-
in er með ISO vottun og kappkostar að
stunda vönduð vinnubrögð og forðast
oflækningar.
Kostnaður hjá Helvetic er um það bil
helmingurinn af því sem gengur og gerist
hér á landi. Ferðakostnaður bætist við
en hann er mjög hagkvæmur og gott að
vera í Búdapest sem er áhugaverð borg í
Ungverjalandi og vinsæll áfangastaður.
Fegrunarlækningar – Lýtalækningar
Fyrir stuttu bætti HEI Medical Travel við
lýtalækningarþjónustu og bjóða upp á
nokkra valkosti hjá framúrskarandi og
öruggum heilbrigðisstofnunum í Búda-
pest, Póllandi og Tyrklandi. Stofan í
Búdapest heitir Dr. Rose og er lúxusstofa
á fallegum stað við Dóná.
Það er auðvelt að hafa samband við
okkur gegnum heimasíðuna hei.is
Svo má senda póst á hei@hei.is og
hringja í síma 820-0725.
Fjölbreyttar læknismeðferðir erlendis
9. ágúst 2019KYNNINGARBLAÐ