Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 11
11 Glæpur og refsing „Svo á svipuðum tíma kom hann til mín og sagði við mig: „Mamma ég á að fara fyrir dóm og ég á að sitja inni. Ég fer aldrei aftur þarna inn“.“ Albert átti að mæta fyrir dóm núna í haust. Hann vissi ekki fyr- ir hvað hann var ákærður og var mjög kvíðinn. Hann hafði áður setið inni á Hólmsheiði og sagði móður sinni að það væri mik- ið um fíkniefnaneyslu í fangels- inu. Brotið reyndist vera akstur án ökuleyfis, því komst móður hans að eftir að hún hringdi í verjanda hans. „Hvernig er hægt, þegar fólk er loksins farið að standa sig, að kippa svona undan þeim fótun- um.“ Brotið hafði átt sér stað áður en Albert varð edrú og því ljóst að það hafði töluverður tími liðið frá brotinu og þar til ákæran var gefin út. „Hann átti bara að fara að detta þarna inn út af þessum tittlingaskít.“ Sigrún segir að kerfið hafi þarna unnið gegn bata hans, í staðinn fyrir að hjálpa honum áfram var honum hrint afturábak. „Af hverju er þetta látið ganga svona, þetta gengur ekki,“ seg- ir Sigrún og vísar til þess hversu langan tíma það tekur fyrir ís- lenska réttarkerfið að dæma fyrir brot. En það er sérstaklega íþyngj- andi þegar brotin eru smávægileg, framin þegar fólk er undir áhrif- um vímuefna, en svo er dæmt þegar fólk er komið í bata, og jafn- vel búið að vera lengi í bata. Ekki er þar þó eina brotalömin heldur geta dæmdir einstaklingar þurft að bíða lengi eftir að vera boðaðir í afplánun „Fólk er jafnvel búið að stofna fjölskyldur og eignast börn þegar á að kippa þeim inn. Svo eru hvítflibbaglæpamenn hér níðandi fólk og gera grín að fötl- uðum, bara ógeðslegt pakk sem kemst upp með allt. Þetta er bara svo heimskulegt. Ekkert breytist, aldrei. Alveg sama hvað maður talar mikið um þetta.“ Uppgjöf „Eftir svona tíma, edrúmennsku, þá kemur niðursveifla. Hjá öllum fíklum. Hann nefndi þetta við mig og við töluðum einmitt um það. Hann fór að hafa samband niður á geðdeild og svo var hann kallaður í viðtal. Hann pakkaði niður föt- um til að taka með sér í þeirri von að hann yrði lagður inn. Það kom einhver kraftur í hann,“ segir Sig- rún. Þarna leið Albert illa. Hann var atvinnulaus og fannst hann vera kominn langt á eftir á í lífinu. Hann dreymdi um vinnu, sína eig- in íbúð, bíl og fjölskyldu. Einstak- lingar með ADHD-röskun eiga oft erfitt með að sýna biðlund. Albert gat því varla beðið eftir að byrja framtíðina. Í staðinn hafði hann fengið afsvar frá Virk, og átti yfir höfði sér afplánun. Hann gerði þó eina tilraun enn og fór vongóður upp á geðdeild. „Svo kom hann til baka með lyf. Hafði bara fengið lyfseðil. Hann sagði bara: „Ég er fíkill, ég get ekk- ert gert við lyf“. Hann þurfti inn- lögn og hann þurfti meðferð.“ Geð- deild taldi hann ekki nógu veikan til að leggjast inn. Þarna var Al- bert þó farinn að glíma við sjálfs- vígshugsanir og hafði greint móð- ur sinni og vinum frá því. „Hann sagði: „Mamma ég er í sjálfsvígs- hugsunum en ég vil ekki fara. Ég er hræddur við þetta“.“ Þó svo að Sig- rún viti ekki fyrir víst hvað Albert og starfsmönnum geðdeildar fór á milli er hún þess fullviss að hann hafi greint þeim frá sjálfskaðandi hugsunum sínum: „Ég tel það ör- uggt.“ Um tveimur vikum eftir að hon- um var vísað burt af geðdeildinni, fannst Albert látinn heima hjá kunningja sínum. „Þeir byrja að brjóta hann niður í skólakerfinu. Hann fær nei frá Virk og nei frá geðdeild og enginn bendir hon- um á nein úrræði sem standa honum opin. Auðvitað gafst hann upp.“ Albert deyr Sunnudaginn 7. júlí keyrði Albert til Reykjavíkur og fór til kunningja síns. „Hann fór til manns sem ég vil ekkert vera að nefna á nafn. En sá maður vissi vel að Albert hafði verið edrú til lengri tíma. Albert var þarna mjög neikvæður og leið mjög illa. Hann sagði við vin sinn: „Mig langar að deyja, langar þig ekkert stundum að bara fara?“ Það endaði með því að hann féll. Fékk sér eitthvað og það fór svo að þessi vinur hans fór með hann upp í Frú Ragnheiði því hann hafði áhyggjur af Albert.“ Þar hitti Albert fyrir starfsmann Frú Ragnheiðar og var ástand hans ekki gott. „Hún gerði alls konar próf á honum, lífsmörk og alls konar læknisfræðileg atriði sem ég get ekki munað. Hún sagði að það væri ekki að ræða það að hann hefði dáið af því sem hann var vímaður af þá, hann hefði fengið sér annan skammt til að fara. Þau vildu senda hann upp á bráðamóttöku en hann brotnaði þá niður og sagði: „Ég vil bara fara, ég vil bara deyja“.“ Sigrún hafði samband við starfsmann Frú Ragnheiðar sem sagði vanlíðan Alberts hafa ver- ið mjög mikla þetta kvöld. „Hún sagði við mig að hann hefði bara verið yndislegur, góður og al- mennilegur við hana og hann hefði leitað í fangið á henni og hún hefði knúsað hann og tek- ið utan um hann og talað hlýlega til hans. Og hann bara grét. Þarna virkilega þurfti hann hjálpina, og allar vikurnar þar á undan. Hugs- ið ykkur ef hann hefði komist að hjá Virk eða ef hann hefði komist í innlögn.“ Í kjölfarið sneri Albert aftur til vinar síns. Þar fannst hann látinn aðfaranótt þriðjudagsins 9. júlí. Dánarorsök var ofneysla vímu- efna, en Sigrún telur öruggt að Albert hafi viljandi tekið of stóran skammt. „Hann fór af því að hann ákvað að fara. Hann gafst upp. Það er ekki það að hann hafi dottið í það út af fíkninni, hann tók með- vitaða ákvörðun því hann hafði ákveðið að fara.“ Eftir situr sársaukinn „Það var svo margt líkt með okkur,“ segir Sigrún. „Við erum bæði fædd í september, ég 23. og hann 26. Við erum bæði með ADHD, margt það sem öðru okkar fannst gott fannst hinu líka gott og svo höfðum við bæði unun af því að mála. Albert þrætti fyrir þetta á árum áður, en í seinni tíð viðurkenndi hann að við værum mjög lík. Hann fór jafnvel að monta sig af mér þegar við hitt- um kunningja hans og tilkynnti sérstaklega: „þetta er mamma mín“.“ Áður en Sigrún frétti að son- ur hennar væri látinn birtist hann henni í draumi. „Ég vaknaði um sex leytið um morguninn og mig hafði dreymt hann. Þar sá ég hann í draumi ganga í burtu, brosandi sínu fallegasta, eins og honum liði betur. Ég vaknaði og hugsaði „Á ég að hringja í hann?“.“ Sigrún taldi þetta þó bara móðursýki í sér og hristi þetta af sér. Um daginn virt- ist hún þó stöðugt vera minnt á Albert. Hún rótaði í skúffu og dró þá óvart upp mynd af honum og rakst svo á lyklakippu með nafni hans á. Síðan bárust sorgartíð- indin. Eftir situr óbærilegur sársauki, enda martröð flestra mæðra að sjá á eftir börnum sínum í gröfina. En eftir situr líka reiðin. Reiðin yfir að Albert hafi alls staðar kom- ið að lokuðum dyrum þegar hann þurfti á hjálp að halda. Að kerf- ið hafi brotið hann niður í stað þess að byggja hann upp. Að kerf- ið hafi brugðist Albert svo hrylli- lega að hann vildi ekki lifa leng- ur. Einstaklingar með tvíþættan vanda geta lent milli þilja í kerf- inu. Meðferðaraðilar vísa á geð- deild, geðdeild vísar á meðferðar- aðila. Enginn heldur utan um þessa einstaklinga. „Það er eigin- lega ekkert hægt að segja í svona aðstæðum, en það er hægt að gera eitthvað svo þetta fari ekki og hverfi bara svona. Mér dettur ekki til hugar að kæfa þessa sögu niður. Ég vil segja hana og ég veit að Albert hefði viljað hjálpa og segja frá. Ég skammast mín ekkert fyrir son minn, ekki neitt. Ég skammast mín fyrir samfélagið og kerfið. Við erum að missa glæsilegt og gott fólk. Fólk eins og hann Albert.“ n PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 VIÐTAL9. ágúst 2019„Mamma, ég á að fara fyrir dóm og ég á að sitja inni. Ég fer aldrei aftur þarna inn. Listin: Málverk eftir Albert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.