Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 20
20 SPORT 9. águst 2019 SPÁ DV FYRIR ENSKU ÚRVALSDEILDINA n Þrír Íslendingar leika í deild þeirra bestu n Er hægt að stöðva lærisveina Peps Guardiola? 1. umferðin: Föstu dag ur 11. ág úst: 18.45 Arsenal - Leicester Laug ar dag ur 12. ág úst: 11.30 Wat ford - Li verpool 14.00 Chel sea - Burnley 14.00 Crystal Palace - Hudderfield 14.00 Evert on - Stoke 14.00 Sout hampt on - Sw- an sea 14.00 WBA - Bour nemouth 16.30 Bright on - Manche- ster City Sunnu dag ur 13. ág úst: 12.30 Newcastle - Totten ham 15.00 Manchester United - West Ham 1. Manchester City 2. Liverpool 3. Manchester United 4. Tottenham 5. Arsenal 6. Chelsea 7. Leicester 8. Everton 9. Wolves 10. Watford 11. West Ham 12. Bournemouth 13. Newcastle 14. Crystal Palace 15. Burnley 16. Aston Villa 17. Southamptn 18. Brighton 19. Norwich 20. Sheffield United Spá DV fyrir ensku úrvalsdeildina Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 V insælasta íþróttaefni um allan heim byrjar aftur með látum um helgina, þá fer fram 1. umferðin í ensku úrvalsdeildinni. Íslendingar elska þessa vinsælu keppni en nú er það Síminn sem mun sýna frá deildinni, síðustu ár hefur Stöð2 Sport verið heimili enska boltans en nú er breyting þar á. Tvö bestu liðin berjast aftur Tvö bestu lið Englands á síðustu leiktíð voru Manchester City og Liverpool. City vann deildina með 98 stig en Liverpool fékk stigi minna. Ekkert bendir til annars en að þessi sömu lið muni slást um sig- ur í deildinni í ár. Manchester City hefur þétt raðir sínar á miðsvæð- inu, en leiðtogi liðsins, Vincent Kompany, er hins vegar horfinn á braut. Liverpool hefur ekkert styrkt lið sitt í vetur og það gæti komið í bakið á Jurgen Klopp þegar fram líða stundir. Manchester City er nýi risinn í enska boltanum, félag- ið hefur mikið fjármagn og besta þjálfara deildarinnar, Pep Gu- ardiola. Erfitt verður að sjá annað lið vinna deildina í ár. Íslendingar í sviðsljósinu: Þrír íslenskir leikmenn verða með í deildinni í ár. Gylfi Þór Sigurðsson verður í lykilhlutverki hjá Everton. Liðið ætl- ar sér stóra hluti og hefur keypt nokkra öfluga leikmenn en Gylfi verður áfram stjarna liðsins. Hann sér um að skapa færi fyrir sóknarmennina, þá skorar Gylfi iðulega í kringum 10 mörk, afar sterkt vopn hjá miðju- manni. Jóhann Berg Guðmunds- son mun leika stórt hlutverk hjá Burnley eftir erfitt síðasta tímabil þar sem Jóhann var mikið meiddur. Þó er talið að Jóhann verði algjör lykilmaður. Hann spilaði vel þegar hann var heill heilsu á síðustu leik- tíð. Þá er Birkir Bjarnason á mála hjá Aston Villa en ekki er víst hvaða hlutverk hann fær. Hann lék lítið á síðustu leiktíð þegar Villa kom sér aftur í deild þeirra bestu. Birkir skoraði á undirbúningstímabilinu og vonast eftir því að fá tækifæri, og grípa það. Risar sem vilja vakna Manchester United hefur sitt fyrsta heila tímabil með Ole Gunnar Sol- skjær við stýrið, varnarlína liðsins hefur styrkst mikið en miðsvæðið er veikasti hlekkur liðsins. Ander Herrera hefur horfið á braut og ekkert hefur komið í hans stað, liðið vonast til að komast aftur í hóp þeirra bestu en til þess þarf allt að smella. Chelsea er með Frank Lampard í stjórastólnum, liðið hefur ekkert getað verslað í sumar vegna félagaskiptabanns. Það er því óvíst hvað Chelsea gerir, enda fór besti maður liðsins, Eden Haz- ard. Arsenal hefur styrkt sóknarleik sinn en varnarlína liðsins er brot- hætt, þar hefur Unai Emery ekk- ert styrkt sinn veikasta hlekk. Tottenham, sem hefur staðið sig vel síðustu ár, er með lítið breytt lið og spurning hvort ólgan í Mauricio Pochettino, stjóra liðsins, h fi áhrif. Spá DV Blaðamenn DV hafa sett saman spá fyrir deildina en því er spáð að Manchester City vinni deildina, Liverpool og Manchester United komi þar á eftir. Arsenal og Chelsea missa svo af sæti í Meistara- deildinni ef spáin gengur eftir. Því er spáð að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar endi í áttundi sæti, Burnley með Jóhann Berg Guðmundsson endi í 15 sæti og Aston Villa með Birki Bjarnason sæti neðar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.