Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 18
18 9. águst 2019FRÉTTIR EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI ég geri við þig mun ekki boða gott fokkings tussan þín.“ Hótunin barst sama dag og umfjöllunin fór í loftið og taldi Þóra engan vafa leika á að hót- unin tengdist umfjöllun hennar um Eggert Skúla. DV birti brot úr þessari um- fjöllun á dv.is á þriðjudaginn. Í kjölfarið barst blaðamanni hót- un um ákæru fyrir meiðyrði frá Ólafi á Lögmannastofu Reykja- vík. Ekki er neinum upplýsing- um er fyrir að fara á netinu um þessa stofu og enginn af þeim lögmönnum sem bera fornafnið Ólafur starfar á stofu með þessu nafni samkvæmt upplýsingum úr félagatali Lögmannafélags Ís- lands. Blaðamaður reyndi jafnframt að hafa samband við son Eggerts Skúla og tengdadóttur vegna málsins en fékk engin svör. Hins vegar virðist téður Ólafur hjá Lögmannastofu Reykjavík hafa fengið veður af fyrirspurnunum, því skömmu síðar sendi hann blaðamanni aftur tölvupóst. „Vil vinsamlega biðja þig um að hætta að ofsækja fólk út í bæ sem að hefur ekkert við þig að tala og hefur enga aðild.“ Blaðamaður spurði þá hvort hún væri að ræða við Eggert sjálfan eða Jóhann, son hans, undir dulnefni, en „Ólafur“ vís- aði því alfarið á bug. „Þú ert hvorki að ræða við Eggert eða Jó- hannes og er undrandi á þeirri hugmynd þinni.“ Yfirlýsing vegna umfjöllunar Þar sem „Ólafur“ virðist þó hafa einhverja tengingu við þá feðga bauð blaðamaður honum að koma yfirlýsingu fyrir þeirra hönd á framfæri. Í þeirri yfir- lýsingu er minnst á nafngreind- an mann og hann sagður heim- ildarmaður DV og er ráðist að persónu hans. Verður sá hluti yfir lýsingarinnar ekki birtur. „Eins og fram hefur komið, þá er þessum röngu ásökunum vís- að á bug og mun þér verða stefnt persónulega og ábyrgðarmönn- um DV fyrir dómstólum vegna meiðyrða. Detti ykkur í hug að birta þetta þrátt fyrir að hafa ver- ið leiðrétt. Mér hefur verið tjáð hver standi að baki þessari aðför en það er áðurgreindur [mað- ur er nafngreindur og vegið að persónuheiðri hans] eins og þú væntanlega veist sjálf og gott að það komi fram hér hversu óöruggar heimildir þínar eru. Það vegur þungt fyrir dómi. Við skipti á þessum tveimur hluta- félögum sem Eggert átti og fóru í þrot í hruninu, var ekkert sak- næmt og lokuðu skiptastjórar þeim án þess að neitt væri við þau að athuga. Verið er að fjalla um eldgamla upplogna grein sem kóperuð er úr tímariti.is og er fyrnd og ekki einu sinni talað við viðkomandi aðila. Að vera að bendla óviðkom- andi aðilum, eins og fyrrverandi tengdadóttur sem er í einhverju félagi og son sem er varamaður er fáránlegt og ég trúi því ekki að þér detti í hug að birta það eftir að þú hefur verið leiðrétt. Eggert er t.d. með hreina sakaskrá og stundaði heiðar- leg viðskipti með kvóta og skip í um 15 farsæl ár og hefur verið í viðskiptum í yfir 30 ár án þess að hafa nokkurn tímann komist í kast við lögin. Jóhannes átti við fíknivanda að stríða sem ung- lingur og hefur verið ofsóttur af DV í 10 ár vegna afleiðinga þess. En hann hefur verið edrú í um fimm ár en reglulegar ofsókn- ir DV hafa ekki gert honum það léttara fyrir. En á því verður tek- ið. Ráðlegg þér að sleppa þessari birtingu á þessari „frétt“ því að það verða miklir eftirmálar af þessum meiðyrðum og vísvit- andi rangri frásögn.“ Fjöldi fyrirtækja sem tengist fjölskyldunni Rannsókn blaðamanns leiddi í ljós fjölda fyrirtækja sem virð- ast með einum eða öðrum hætti tengjast Eggerti Skúla. Yfir- leitt er hann sjálfur ekki skráð- ur beinn þátttakandi en finna má undirskriftir hans sem vit- undarvott á nokkrum stöðum. Hins vegar eru fyrirtækin skráð á eiginkonu hans, syni, tengda- dóttur, fyrrverandi maka hans, kunningja og aðra venslamenn. Fjöldi fyrirtækja kemur þar við sögu, áðurnefnd Ice X Invest- ments ehf. Alexandra ehf., Is info ehf., Fisksalan ehf., H32 ehf., Ís- lensk skráning ehf. og Icelandic market and sales ehf. svo dæmi séu tekin. Jóhannes Gísli hefur ítrekað verið dæmdur fyrir fjár- málamisferli og Eggert Skúli sætir nú rannsókn Héraðssak- sóknara. Í kjölfar umfjöllunar Fréttatímans árið 2016 fékk rit- stjórinn, Þóra Tómasdóttir, hót- anir. Í kjölfar gjaldþrots Frétta- tímans tóku nýir eigendur við en eins og rakið er hér í umfjöllun- inni virðast Eggert Skúli og Jó- hannes einhverja tengingu hafa við miðilinn. n Skjáskot/ Fréttatíminn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.