Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 25
Sérblaðið2. ágúst 2019 KYNNINGARBLAÐ9
Var orðinn úrkula vonar og
leið illa andlega út af ástandinu
Arnór Hermannsson er einn þeirra sem hafa nýtt sér sér-fræðiþjónustu Kreativ Dental
Clinic og ber tannsérfræðingum
þessarar ungversku tannmeðferðar-
stofu vel söguna. Hann fór til Búda-
pest í október 2017 með konu sinni,
Helgu Jónsdóttur, til þess að ráða
bót á vanda sínum.
„Alltaf meðvitaður um útlit mitt“
Arnór átti ekki sjö dagana sæla enda
vantaði hann nokkrar tennur sem
gerði eðlilegustu hluti eins og að
tyggja og hlæja vandasama. „Mér var
farið að líða mjög illa andlega út af
ástandi mínu og alltaf meðvitaður um
útlit mitt. Ég gat ekki hlegið eðlilega
því það vantaði framtennur, auk þess
vantaði jaxla og það var hreinlega
erfitt að tyggja matinn með þeim fáu
tönnum sem eftir voru. Ég var frekar
slæmt tilfelli og hafði alls ekki efni á
að láta gera þetta á Íslandi. Ég var
því orðinn úrkula vonar um bót á mín-
um málum.“
„Get ekki lýst tilfinningunni“
Það var þá sem Arnór frétti af Kreativ
Dental Clinic. „Ég las grein í dagblaði,
sem leiddi mig síðar á heimasíðu
þeirra. Ég fór til Búdapest í fyrstu
heimsókn í október 2017. Það var
vel tekið á móti mér og eftir skoðun
var orðið ljóst að það þurfti að gera
margt til þess að koma tönnunum
í samt form. Ég þurfti 7 implanta,
slatta af krónum og 2 brýr. Ég get
varla lýst tilfinningunni þegar tann-
læknarnir á KDC færðu mér þær
fréttir að allt þetta væri hægt að
laga. Þetta tæki þó sinn tíma því
góðir hlutir gerast hægt. Og þegar
ég las verkáætlun þeirra með öllum
kostnaði þá varð gleðin ekki minni.
Verðmunurinn var gífurlegur, allt að
50–70% ódýrara en á Íslandi.“
Stórkostlegur árangur
Arnór ber tannsérfræðingum Kreativ
Dental Clinic vel söguna. „Þegar
kom að tannsmíðinni þá gat ég
ekki verið hjá betri smiðum. Kreativ
Dental Clinic hefur fjölda tannsmiða
á sínum snærum og eru þeir allir í
byggingunni. Ég sendi þeim myndir
af mér á ýmsum aldursskeiðum sem
sýndu tennur mínar eins og þær voru
áður en ég missti þær. Þeir notuðu
myndirnar sem viðmið og smíðuðu
tennur út frá þeim. Árangurinn varð
stórkostlegur. Þökk sé snilld þessara
tannsmiða fékk ég tennur sem eru
nákvæmlega eins og þær sem ég
missti. Tannsmíðin hjá Kreativ Dental
var gerð í nokkrum skrefum og eftir
hvert skref var allt mátað og tann-
smiðirnir fóru yfir verkið með mér
og tannlækninum áður en smíðinni
var haldið áfram. Þegar kom að
postulínskrónunum var allt mátað
upp á nýtt og farið yfir lit og lögun
tanna með postulínssérfræðingi
tannsmíðaverkstæðisins og tann-
lækninum mínum. Ef allir eru sáttir
er smíðin kláruð, ef ekki þá er hægt
að gera breytingar áður en lengra er
haldið. Ég hef ekki heyrt um tann-
læknastofu sem er með eigið tann-
smíðaverkstæði af þessum gæðum
innanhúss, heldur senda þær flestar
verk sín á tannsmíðaverkstæði úti í
bæ og koma þau fullkláruð til baka
og þurfa þá að passa. Það er þáttur
tannsmiða Kreativ Dental í mínu ferli
sem ég er hvað ánægðastur með og
var það mjög traustvekjandi að fá að
vera með í öllu ferlinu með tannlækn-
inum og tannsmiðunum. Fátt hefur
glatt mig meira en árangur þessara
tannlæknaferða til Kreativ Dental
Clinic í Búdapest.“
Ég var búin að þjást af flökku-verkjum bæði í efri og neðri kjálka í um 10 ár. Það var búið
að reyna að gera allt fyrir mig og ég
hafði leitað til nokkurra tannlækna
hér á landi. Einnig var komið að því að
ég þyrfti einn til tvo implanta en það
verð sem mér bauðst hér á Íslandi var
of hátt fyrir mig,“ segir Helga Jóns-
dóttir.
Helga heyrði fyrst um Kreativ
Dental Clinic á Facebook og las síðar
blaðaviðtal við Grím Axelsson, um-
boðsmann Kreativ Dental Clinic á
Íslandi. „Forvitni mín vaknaði eftir
þennan lestur og þarna eygði ég von
um að ég og eiginmaður minn, Arnór
Hermannsson, gætum fengið tann-
læknaþjónustu á viðráðanlegu verði.
Eftir símtal við Grím og eftir að hafa
skoðað heimasíðu tannlæknastof-
unnar, sem er á íslensku, þá var lagt á
ráðin og undirbúin ferð til Búdapest.“
Óttinn sem reyndist ástæðulaus
„Það sem skipti sköpum í ákvörðun
okkar var að hafa íslenskan umboðs-
mann og íslenska vefsíðu. Þetta var
strax allt mjög traustvekjandi, því
það sem ég óttaðist mest var hversu
ókunnug ég var í Búdapest. Myndi ég
rata á hótelið? Hvernig kæmist ég
fram og til baka frá tannlæknastof-
unni?“ Þessi ótti reyndist algjörlega
ástæðulaus og öll sú þjónusta sem
Kreativ Dental Clinic veitti átti eftir að
koma Helgu verulega á óvart. „Það
gekk allt fyrst og fremst út á velferð
okkar allan tímann.“
Var mjög hrædd við tannlækna og
tannlækningar
„Ég fór í fyrstu skoðun í október 2017.
Þegar við hjónin lentum í Búdapest
tók Kreativ Dental strax á móti okkur
við þjónustuborð sitt á flugvellinum.
Bílstjóri tannlæknastofunnar beið
eftir okkur og keyrði okkur á hótelið.
Bílstjórinn sá einnig um að koma okk-
ur til og frá tannlæknastofunni. Svo
rann upp fyrsti dagurinn hjá tann-
læknunum. Ég kveið þessu hræðilega
því ég er eins og flestir; mjög hrædd
við tannlækningar.“
Loks kom ástæðan fyrir flökkuverkj-
unum
„Eftir myndatökur og skoðun þá
útskýrði tannlæknirinn hvað þyrfti
að gera fyrir mig. Þarna kom í ljós
ástæðan fyrir þessum flökkuverkjum
sem höfðu þjakað mig í 10 ár! Ég var
með sýkingu í beini undir/yfir rótfyllt-
um tönnum og ekkert annað í stöð-
unni en að fjarlægja þær. Það var
gert en þá kom í ljós að ein tönnin var
sérfræðingstilfelli og þurfti skurð-
aðgerð til að ná henni. Þá var ekkert
verið að bíða. Mér var fylgt strax í
aðra byggingu við hliðina og þar beið
teymi eftir mér og málið klárað.“
„Tilfinningin er dásamleg“
Þá var fyrsta áfanga af þremur lokið
hjá Helgu. „Nú þurfti ég að fara heim
til Íslands og sárin að gróa, svo hægt
væri að setja implant. Allt í allt tók
þetta átján mánuði og eru orðnir þrír
mánuðir síðan ég lauk mínu ferli. Í dag
er dásamleg tilfinning að vera búin
að fá tannheilsuna aftur. Mitt tilfelli
var ekki flókið ferli eins og hjá mörg-
um sem ég kynntist þarna úti, en það
var þó aðeins á valdi sérfræðinga að
finna og leysa vandamálið og það
gerðu þeir svo sannarlega á Kreativ
Dental Clinic. Tíu ára verkjasögu minni
lauk þar.“
Helga Jónsdóttir var þjökuð í tíu ár