Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 30
PRESSAN30 9. ágúst 2019 Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is U ndir sífreranum í Alaska eru lífverur í mjög söltu vatni og vekur sú stað- reynd vonir um að líf sé að finna á Mars. Þar leita vél- menni að lífi en hér á jörðu niðri eru það vísindamenn af holdi og blóði sem reyna að öðlast skilning á hvernig líf getur orðið til og þrif- ist á öðrum plánetum. Til að geta rannsakað aðstæður lífs, sem minnir á aðstæður á Mars, neyðast þeir oft til að stunda rannsóknir á afskekktum stöðum hér á jörðinni okkar. Djúpt undir yfirborði Alaska í Bandaríkjunum hefur banda- rískum vísindamönnum nú tek- ist að finna lifandi bakteríu sem er talin vera um 50.000 ára. Vísinda- mennirnir boruðu sig í gegnum sífrerann og um fimm metra und- ir honum fundu þeir saltvatn sem er þrisvar til fimm sinnum saltara en sjór. Saltinnihaldið er um 14 prósent en það þýðir að vatn- ið frýs ekki, jafnvel þótt hitastig- ið fari langt niður fyrir frostmark. Það minnir eiginlega á vatnið sem er í Dauðahafinu, er frekar eins og fín og þunn olía en vatn. Sumar örverur eru þeim hæfileik- um gæddar að geta lifað við skil- yrði sem þessi þar sem vatnið er mjög kalt og mjög salt. Saltvatnið og lífverurnar, sem lifa í því, eru algjörlega einangraðar frá um- heiminum og öðrum lífverum vegna sífrerans. Af þessum sök- um eru þessi vötn mjög áhugaverð til rannsókna en þar geta vísinda- menn rannsakað þróun lífvera í gegnum tíðina. Þarna eru lífverurnar í algjörri einangrun og því hægt að sjá hvernig þær hafa þróast við slík skilyrði. Helsta hættan sem steðj- ar að við rannsóknir sem þessar er að nýjar bakteríur berist nið- ur í vötnin með borum vísinda- mannanna. Reynslan af borunum í sjáv- arbotnin sýnir að bakteríur, sem lifa í umhverfi eins og söltu vötn- unum, deila sér mun hægar en bakteríur á yfirborði jarðar. Bakt- eríur fjölga sér með því að deila frumum sínum, en hraði þess ferl- is fer eftir hversu góð vaxtarskil- yrðin eru á hverjum stað. Jafnvel þótt fruma deili sér ekki þá þurfa bakteríurnar orku og næringu því þær þurfa að lagfæra það tjón sem verður á erfðaefni þeirra og prótínum. Ákveðin líkindi Með því að rannsaka þessar ör- verur og umhverfið, sem þær lifa í, geta vísindamenn lært mikið um hvað þurfi að vera til staðar til að líf geti þróast. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsóknunum í Alaska, segja að þar hafi bakteríur þrifist vel í saltvatninu. Þar séu mjög virk samfélög örvera sem hafi þróast í eldgömlum salt lögum. Það kom vísindamönnunum mjög á óvart hversu margar bakteríur voru í þessum samfélögum að því er segir í fréttatilkynningu frá þeim. Vísindamennirnir segjast hafa uppgötvað að ákveðin líkindi séu með Mars og jörðinni þrátt fyrir að eðlisfræði-, líffræði- og efnafræði- legar aðstæður séu mjög mismun- andi. Á síðasta ári tilkynnti banda- ríska geimferðastofnunin NASA að fljótandi vatn hefði fundist í jarðvegi á Mars. Fram kom að vatnið væri mjög salt, miklu salt- ara en höfin hér á jörðinni. Þetta mikla saltmagn er nauðsynlegt svo vatnið geti flotið í þeim mikla kulda sem er á Mars. Þetta sama á einmitt við í Alaska. Af þessum sökum telja vísindamenn sig geta lært mikið um Mars með því að rannsaka sambærilegt umhverfi á jörðinni. Þeir hafa ekki enn birt vísindagrein um rannsóknir sínar í Alaska en þær þykja þó ansi áhugaverðar en svipaðar rann- sóknir hafa verið gerðar áður. Til dæmis árið 2003 í Síberíu, en þar er einn elsti sífreri jarðarinnar. Þar fundust bakteríur í söltu vatni sem er talið vera 150.000 ára gamalt. n Grafa djúpt í sífrerann í Alaska í leit að lífi á Mars n Vísindamenn segja að ákveðin líkindi séu með Mars og jörðinni Ákveðin líkindi Rauða plánetan hefur löngum verið manninum hugleikin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.