Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 8
8 9. águst 2019FRÉTTIR Benti hún enn fremur á að breyta mætti hegðun fólks með aðgerðum á sviði fjölskyldu­ stefnu, og nefndi sem dæmi að í Þýskalandi hefði fæðingartíðni hækkað úr 1,3 í 1,7 á örfáum árum eftir að norræn stefna í fæðingar­ orlofsgreiðslum var tekin upp. Hámarksgreiðsla 600 þúsund Í samtali við Fréttablaðið í júlí síðastliðnum sagði Ólöf að það sem myndi helst leiða til hækk­ aðrar fæðinga tíðni, hér á landi, miðað við reynslu annarra landa, væri að hækka aft­ ur fæðingar or lofs þakið og að lengja fæðingar or lofið og leitast við að brúa bilið milli fæðingar­ or lofs og leik skóla. Há marks greiðsla í fæðingar ­ or lofi var lækkuð veru lega í kjöl­ far efna hags hrunsins 2008 en hefur nú verið hækkuð og stend­ ur núna í 600 þúsund krónum. Heildar laun voru að meðal tali 721 þúsund árið 2018. Ólafur Þór Gunnarsson, þing­ maður Vinstri grænna og öldrunar læknir, tók í sama streng og Ólöf. Aðspurður hvern­ ig hægt væri að fjölga fæðingum svaraði Ólafur að til dæmis væri hægt að lengja fæðingar or lofið. „Einnig að brúa um önnunar­ bilið frá lokum fæðingar or lofs til leik skóla og gera fólki kleift að sinna börnum, til dæmis þegar þau eru veik. Allt hefur þetta á hrif.“ Nóg að eiga gæludýr „Ég er dálítið hrædd við þá hug­ mynd að þurfa að vera í burtu frá vinnumarkaði í rúmt ár. Ég hef í raun alltaf vitað að ég vilji ekki eignast börn. Ég hef aldrei fundið fyrir þessari þrá,“ segir Ólöf Vignisdóttir, 30 ára forritari í Gautaborg, í samtali við DV en hún er ein af þeim sem hafa tek­ ið meðvitaða ákvörðun um að sneiða hjá barneignum. Hún segir metnað og löngun til að ná frama á vinnumarkaði hafa leikið stórt hlutverk í þeirri ákvörðun. Hún segir stærstu ástæðuna vera frelsið sem fylgi því að vera barnlaus. „Ég á hund og það nægir mér alveg,“ segir Ólöf jafnframt. Hún bætir við að í gegnum gæludýr sé svo sannarlega hægt að svala þörfinni fyrir því að sjá um, og taka ábyrgð á einhverjum öðr­ um en manni sjálfum. „En ég er ekki hrifin af tilhugs­ uninni um að hafa einhvern sem reiðir sig á mig meira og minna allan sólarhringinn. Að hafa ein­ hvern sem er háður mér.“ Ólöf nefnir einnig sem ástæðu að hún greindist með MS­ sjúkdóminn þegar hún var 24 ára gömul. „Sjúkdómsgrein­ ingin er ekki aðalástæðan, það er að segja, ég var ekki beinlín­ is hvött til að eignast ekki börn sjúkdómsins vegna. En það á stóran þátt. Ég myndi ekki vilja taka neina sénsa.“ n Mínar ástæður eru margar. En svo fátt eitt sé nefnt, þá finn ég ekki löngun til að verða foreldri og hef alltaf viljað vera ég sjálf og fylgja mínum áhugasviðum í lífinu. Barneignir eru ekkert öðruvísi en allt annað í lífinu sem maður velur að taka sér fyrir hendur. Karen Guðnadóttir 27 ára, nemi og starfsmaður á elliheimili Ástæðan er líkamleg veikindi. Ég myndi ábyggilega eignast barn ef ég lagaðist, enda er ég með sterkt móðureðli. En, „oh well“. Ég kýs það sem væri betra fyrir mögulegt barn og það er ekki veikt foreldri. Að hunsa veikindin fyrir það sem mig langar væri sjálfselskt og óábyrgt. Vigdís Þorvarðardóttir 27 ára, öryrki Ég kaus að eignast ekki börn einfaldlega af því að mig langar ekki í þau. Ég hef aldrei fundið þörfina fyrir að verða mamma og mér finnst gott að geta stjórnað tímanum mínum sjálf og eytt peningunum mín- um í sjálfa mig. Ég er mjög mikill „introvert“ og sæki ekki mikið í fé- lagsskap annarra, það hefur án efa áhrif líka. Mér finnst dálítið frá- hrindandi hvað sumir foreldrar virðast helteknir af þessu hlutverki sínu, ég tengi alls ekki við það, hef alls engan áhuga á því og finnst tíma mínum svo mikið betur varið í aðra hluti. Óbein áhrif sem hafa samt heilmikið að segja líka eru tengd umhverfisvernd og alltof mik- illi fólksfjölgun, mér finnst frábært að geta lagt mitt af mörkum þar. Eins er ég í áhættuhóp fyrir fæðingarþunglyndi og er með undirliggj- andi kvíða, og finnst gott að geta hlúð að mér í friði þegar ég þarf á því að halda. Ingunn Oddsdóttir 34 ára, sérfræðingur Það er nógu helvíti dýrt að reyna að standa einn á eigin fótum, hvað þá að sjá fyrir annarri manneskju. Ég sé dæmið bara alls ekki ganga upp þar sem ég vil heldur ekki maka, þannig spila fjármál risa stóran rullu. Einnig finnst mér þessi heimur orðinn mjög ljótur og mig langar ekki að fæða barn inn í þennan heim, bara til að kljást við sístækkandi vandamál, hvort sem þau eru líkamleg, andleg eða fjárhagsleg. Svo má ekki gleyma offjölgun fólks í heiminum, sem er gríðarlegt vanda- mál sem stækkar óhugnanlega hratt. Einnig finnst mér bara ótrúlega gott að vera ein og ég get ekki ímyndað mér að deila heimili mínu með öðrum þegar ég hef eignast það, hvað þá að geta ekki gert það sem ég vil hvenær sem ég vil. Sigurrós Eggertsdóttir 23 ára Ég sé bara ekki fyrir mér að ég yrði hamingjusamur einstaklingur sem foreldri. Það fyllir mig kvíða að hugsa til þess að bera ábyrgð á barni 24/7 og lífsstíllinn sem fylgir því að eiga barn er eitthvað sem ég er mjög sátt við að sé mér framandi. Hef bara hvorki löngun né þörf fyr- ir að bæta börnum við líf mitt. Anna Björg 40 ára, ráðgjafi. Mig langar ekki til að eignast börn af því að ég vil geta stjórnað mínu eigin lífi án þess að þurfa að taka tillit til barns og hvað sé best í stöð- unni fyrir barnið. Ég er líka kennari og vinn með börnum og ungling- um. Það dugar mér alveg að vera með þeim á vinnutíma. Ég hef líka engan áhuga á að fæða barn inn í heim sem á sér enga framtíð. Ég er með mikinn loftslagskvíða og það hræðir mig svakalega að hugsa til þess að eiga barn sem þyrfti að upplifa jörðina skrælna upp beint fyr- ir framan augun á sér. En svo hef ég velt því fyrir mér hvað ég myndi gera ef ég yrði óvart ólétt. Þá er ég ekki viss hvort ég myndi geta eytt því. María Skúladóttir 26 ára, kennari. Persónulega ákvað ég að sleppa þessu af því mér fannst þetta í og með hálfgerður þrældómur. Ég kærði mig ekki um að vinna myrkranna á milli til að koma upp börnum. Fjárhagshlutinn er því stór þáttur og forréttindi að vera laus við að þurfa að hugsa um fleiri en sjálfa mig hvað það varðar. Einnig finnst mér þetta mikið álag á líkamann, meðganga og brjóstagjöf, er alveg sátt við að hafa sleppt þessu á þeim grunni. Svo núna, þegar ég er orðin eldri er ég enn sáttari, því mér finnst bara ábyrgðarmál að búa til börn eins og ástandið er í heim- inum. Ég nýt lífsins í botn, á minn tíma sjálf alla daga. Bara frelsið í þessu er svo dýrmætt fyrir mig. Hallgerður Hauksdóttir 50 ára. DV leitaði til fleiri einstaklinga sem hafa af mismunandi ástæðum kosið að lifa barnlausu lífi og spurði: „Hver er ástæðan fyrir þessari ákvörðun?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.