Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 31
PRESSAN 319. ágúst 2019 Er Teboðshreyfingin öll? n Hreyfingin hefur verið langt til hægri á hinu pólitíska litrófi H in bandaríska Teboðs­ hreyfing hefur verið áber­ andi í bandarískum stjórn­ málum undanfarinn áratug og hefur haft mikil áhrif. Hreyfingin varð til 2009 og var í upphafi hreyfing íhaldsmanna meðal almennings. Hún mótmælti og barðist gegn opinberum hjálp­ arpökkum til bankanna í kjölfar fjármálakreppunnar en pakkarnir voru fjár magnaðir með ríkisfé. En Teboðshreyfingin færði fljótt út kvíarnar og fór að berjast gegn fóst­ ureyðingum, Obamacare­sjúkra­ tryggingakerfinu sem var að mati hreyfingarinnar ekkert annað en tilraun til að innleiða sósíalisma í Bandaríkjunum. Einnig barðist hreyfingin fyrir trúfrelsi og rétti fólks til að bera vopn. Nafn hreyf­ ingarinnar er dregið af atburðum í Boston 1773 þegar sköttum Breta á te var mótmælt þar í borg. Það var fyrsta skrefið að sjálfstæði Banda­ ríkjanna frá bresku krúnunni. En nú telja margir stjórnmála­ skýrendur að dagar hreyfingar­ innar séu taldir. Eitt af því sem ýtir undir þá kenningu er að ný­ lega tókst Bandaríkjaþingi að ná samkomulagi um fjárlög til næstu tveggja ára. Um sjald­ gæfa þverpólitíska samstöðu er að ræða, en hún kemur í veg fyrir að starfsemi alríkisstofnana stöð­ vist eins og hefur ítrekað gerst á undanförnum misserum þegar þingið og forsetinn hafa ekki get­ að komið sér saman um fjárlög. En þessi þverpólitíska samstaða markar að öllum líkindum einnig endalok Teboðshreyfingarinn­ ar. Hreyfingin hefur verið langt til hægri á hinu pólitíska litrófi og staðið langt til hægri við marga liðsmenn Repúblikanaflokksins en hreyfingin er, eða kannski öllu heldur var, einn vængur flokksins. Samkomulagið um fjár­ lögin gengur þvert á boðskap Teboðshreyfingarinnar sem barðist fyrir lægri sköttum, lægri opinberum útgjöldum og jafnvægi í ríkisfjármálum. Stærsti sigurinn í sögu hreyfingarinnar er hið svo­ kallaða Budget Control Act, sem er skuldaþak, sem var sett 2011. Nú hefur þessu skuldaþaki ver­ ið kastað út í hafsauga án mikilla átaka og ekki er að sjá að frekar verði rætt um það fyrr en eftir forsetakosningarnar á næsta ári. Af þessum sökum segja margir að Teboðshreyfingin heyri sögunni til. Brian Riedl, hjá hægrisinnuðu hugveitunni Manhattan Institu­ te, segir að fjárlögin hafi verið „síðasti naglinn í líkkistu Teboðs­ hreyfingarinnar“. Clarence Page, stjórnmálaskýrandi hjá Chicago Tribune, tekur í sama streng og segir hreyfinguna steindauða. Rand Paul, einn þekktasti meðlim­ ur hreyfingarinnar í öldungadeild þingsins, hefur lýst því yfir að „Te­ boðshreyfingin sé ekki lengur til“. Mikill útgjaldahalli Þegar Donald Trump barðist við Hillary Clinton um forseta­ embættið hét hann því að koma jafnvægi á fjármál ríkisins inn­ an fimm ára. Opinberlega er ára­ fjöldinn nú orðinn 15. Hann lofsamaði Teboðshreyfinguna og sagði Repúblikana vera veika fyr­ ir þegar þeir koma til Washint­ on til að taka sæti á þingi. Þeir lofi hinu og þessu en standi ekki við neitt. Hann sagði það ekki gerast hjá honum. En eitthvað gengur honum illa að efna loforðið um jafnvægi í ríkis­ fjármálum. Skuldir alríkisins nema nú 22.000 milljörðum dollara og hækka með hverri mínútu. Skuld­ irnar aukast hraðar en þær hafa nokkru sinni gert þegar efnahags­ lífið hefur verið í uppsveiflu eins og nú. Frá því að Trump tók við völdum hafa skuldirnar aukist um 2.000 milljarða dollara. Aðallega vegna skattalækkana á atvinnu­ lífið en ekki var gripið til neinna mótvægisaðgerða vegna þeirra. Á næsta áratug munu nýju fjárlög­ in ein hækka skuldirnar um 1.700 milljarða dollara. Það er því erfitt fyrir Repúblik­ ana að halda því fram að flokk­ urinn sýni ábyrgð þegar kemur að ríkisfjármálum, segir Peter Schiff, forstjóri Euro Pacific Capital fjár­ festingarfyrirtækisins. Þessi þróun í skuldamálum og útgjöldum rík­ isins er birtingarmynd þess að aðeins 15 prósent af kjósend­ um Repúblikana flokksins styðja niðurskurð í útgjöldum til félags­ og heilbrigðismála til að lækka skuldir ríkisins. Af þessum sök­ um heyrist lítið frá harðasta kjarna stuðningsmanna Trump um skuldirnar. Hann hefur sjálfur lagt sitt af mörkum til að beina athygl­ inni frá þessu með því að beina áherslum Repúblikana að mál­ um sem má telja til popúlískrar íhaldsstefnu. Trump skrifaði undir fjár­ lögin í síðustu viku. Samkvæmt þeim fær herinn meira fé að kröfu Repúblikana en Demókrat­ ar kröfðust meira fjármagns til vinsælla verkefna á landsvísu og fengu það í gegn. Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins og áður einn af mestu áhrifa­ mönnum Teboðs hreyfingarinnar, sagði fjárlögin vera sigur fyrir Trump og sagði Demókrötum að kenna að skuldir ríkisins vaxa. n Brian Riedl Donald Trump

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.