Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 35
KYNNING
„Hverri kistu fylgir
ákveðin tilfinning“
Litla trésmiðjan, líkkistuvinnustofa og trésmiðja var stofnuð á Akureyri í janú
ar árið 2010. Flestar kisturnar
eru seldar í gegnum Útfarar
stofu Kirkjugarða Akureyrar, en
einnig selur Litla trésmiðjan út
fyrir Akureyri. Fólk kemur til Litlu
trésmiðjunnar til að skoða og segir
eigandi hennar það alltaf góða
tilfinningu.
„Ég er aðallega að smíða lík
kistur,“ segir Sigurður Óli Þórisson,
trésmiður og eigandi Litlu trésmiðj
unnar. „Einnig smíða ég glugga og
opnanleg fög í eldra húsnæði og
stundum hurðir. Svo eru húsgagna
viðgerðir hluti af starfseminni, bæði
á nýjum og svo eldri húsgögnum.“
Sigurður Óli flutti 17 ára til
Akureyrar, lærði húsasmíði og fékk
meistararéttindi og hefur unnið við
trésmíðar meira og minna allt sitt
líf, eins og hann segir sjálfur. Eftir
hrun hannaði hann, ásamt Sæ
mundi Friðfinnssyni, líkkistuna sem
fyrst var framleidd hjá Tréborg á
Akureyri. Árið 2010 ákvað Sigurður
Óli að halda einn áfram með lík
kistusmíðina og hefur hann starfað
við það síðan.
Umræðan um andlát orðin opnari
frá því sem áður var
„Það er opnari umræða í dag,
andlát og útfarir voru lítið rædd á
almannafæri áður fyrr. Nú er fólk
opnara fyrir þessum hlutum. Það
er betra að það sé þannig. Eftir
fæðingu verður dauðinn ekki umf
lúinn. Hins vegar eru endalokin ekki
alltaf tímabær því miður.“
Íslensk hönnun smíðuð af
kostgæfni
Líkkisturnar eru aðallega smíð
aðar úr MDFplötum og spraut
aðar hvítar. „Í gamla daga voru
líkkisturnar svartar, þá voru þær
bikaðar. Síðan urðu þær hvítar,
en ég hef einnig sprautað þær í lit
eftir óskum hverju sinni. Við hönnun
fórum við aftur í tímann með form
ið og fólki finnst vel hafa til tekist.
Maður er ánægður og stoltur,“ seg
ir Sigurður Óli. „Maður er einn að
vinna við smíðina, þannig að hún
er íslenskt handverk og hönnun,
ekki verksmiðjuframleiðsla. Ég vinn
hverja kistu alveg frá upphafi til
enda, ég smíða krossa, alla fylgi
hluti og bólstra kistuna. Gæða
eftirlitið er þannig, að þegar ég er
orðinn ánægður með handverkið
má afhenda kistuna. Ein kista er
gott dagsverk. Stærri kistur eru
meiri vinna og því aðeins dýrari.
Samt stenst Litla trésmiðjan allan
verðsamanburð. Innflutningur er
stærsti keppinauturinn.“
LITLA TRÉSMIÐJAN:
Litla trésmiðjan er að Austursíðu 2, Akureyri.
Síminn er 898-7686 og heimasíðan er kistur.is.