Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 10
10 A lbert Ísleifsson fæddist þann 26. september 1991 klukkan hálf tvö. Hann elskaði að borða plokk- fisk, sinna hestunum sínum, klappa kettinum sínum Jökli. Hann var skapandi og samdi bæði texta og málaði. Aðstandendur lýsa honum sem hjartahlýjum, hjálpfúsum góðum dreng. Hann glímdi þó líka við andleg veikindi og fíknisjúkdóm og eftir langa og stranga baráttu á grýttri lífsleið gafst hann upp og ákvað að deyja. Saga Alberts er saga ungs manns sem kerfið brást. Manns sem eftir langa og harða baráttu var loksins að koma undir sig fót- unum en fékk á sig brotsjó þegar hann reyndi að sækja sér hjálp. Saga Alberts er saga margra, ungra einstaklinga sem láta lífið langt fyrir aldur fram. Manna sem falla milli þilja í kerfinu og fá enga hjálp. Blaðamaður settist niður með Sigrúnu Ólöfu Sigurðardóttur, móður Alberts, sem deilir sögu hans til að benda á brotalöm í kerfinu þegar kemur að einstak- lingum með tvíþættan vanda. Fjörugur ungur drengur Albert bjó fyrstu ár lífs síns í Mos- fellsbæ, hann átti tvo eldri bræður og einn yngri. Hann lagði stund á knattspyrnu með Aftureldingu og stóð sig afburðavel. Móður hans er minnisstætt þegar hún fylgdi hon- um til Vestmannaeyja á mót þar sem hann stóð sig einstaklega vel. „Það var rosalega gaman að sitja þarna í áhorfendaskaranum og hlusta á aðra tala um Albert, hvað hann væri efnilegur. Ég gat ekki setið á mér og sagði: „Þið eruð að tala um hann son minn, hann er ættaður héðan úr Eyjum,“ seg- ir Sigrún. Þegar Albert var níu ára gamall fluttist fjölskyldan til Selfoss og gekk Albert framan af vel í nýjum skóla. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni en varð svo lánsamur að fá góðan kennara sem náði vel til hans. Það var svo eftir að sá kennari hætti sem halla fór undan fæti. Það fór svo að í níunda bekk var Albert vikið úr skóla vegna hegðunarvandamála. Skólakerfið brást „Það var einhver galsi í honum, en ég hef heyrt frá mörgum að hann hafi ekki verið sá versti inn- an veggja skólans,“ segir Sigrún. Þarna byrjaði kerfið að bregðast Albert. „Þegar honum var vikið úr skóla þá fékk hann þarna 7–10 daga þar sem hann átti að vera heima. Þarna var hann ekki orðinn 16 ára gamall. Hann var farið að hlakka til að mæta aftur að þess- um tíma liðnum þegar hringt var í hann og félagsmálayfirvöld á Sel- fossi sögðu honum að hans nær- veru í skólanum væri ekki óskað eftir þann tíma.“ Sigrún veitti því eftirtekt þegar símtalið barst, enda heyrði hún strax að þarna var sonur hennar greinilega ekki að ræða við einhvern vina sinna. „Svo kom hann fram og ég sá bara sorgarsvip á honum. Þá var ekki ætlast til þess að hann kæmi aftur í 10. bekk. Þarna var komið svona fram við hann, skólakerfið sagði bara: nei, takk þú kemur ekki aft- ur hingað.“ Albert bauðst að fara í sér- stakan sveitaskóla, en honum þótti það afar lítillækkandi. Hann reyndi þó að sýna lit, mætti í ein- hver skipti, en gafst að lokum upp, niðurbrotinn og upplifði höfnun frá skólakerfinu. Sambandsslit reyndust erfið Á þessum tíma var Albert í sam- bandi við stúlku og ákaflega ástfanginn. Hann fékk leyfi til að fara í Fjölbrautaskóla Suður- lands og fór þangað með kærustu sinni. „Svo slitnaði upp úr sam- bandinu. Þá sá ég bara strákinn minn hverfa. Hann var mjög sár, reiður og svekktur. Þarna upplifði hann aðra höfnun,“ segir Sigrún. Þegar þarna var komið leið Albert illa á sálinni og leitaði leiða til að deyfa sársaukann. Þá leið fann hann í fíkniefnum. „Ég fann það bara, þarna átti ég orðið erfitt með að tala við hann og nálgast hann á margan máta, og þannig var það meira og minna í mörg mörg ár þangað til nú í sumar. Eftir þessi sambandsslit. Þá gerðist eitthvað innra með honum, ég fann það eig- inlega um leið. Og þetta varð leið til að deyfa sársaukann. Það var bara kannabis, til að byrja með.“ Fíknin tekur völdin Svo fór að fíknin tók öll völd í lífi Alberts, þó svo að rofað hafi til einstaka sinnum. Þannig liðu árin. Hann átti nokkur góð skeið á þeim árum, meðal annars eftir að hann leitaði til Götusmiðjunnar og svo árið 2016 þegar hann fór í lang- tímameðferð í Krýsuvík. Þar segir Sigrún að hann hafi blómstrað. „Hann var svo falleg- ur. Heilbrigður. Hann var þar í sex mánuði. Hann fékk stundum helg- arpassa og við keyrðum fram og til baka; og skjótast með hann hing- að og þangað.“ Fíknin reyndist þó alltaf ná yfir- höndinni aftur. Fíkniefnaheimur- inn er harður og þeir sem glíma við fíknisjúkdóma komast gjarn- an í kast við lögin með einum eða öðrum hætti. Albert var þar engin undantekning og þurfti að sitja af sér fangelsisdóma. Þegar Albert átti góð tímabil gegndi hann ýmsum störfum, yfir- leitt sem verkamaður. Hann vann við virkjanir, smíðaði palla og lagði hellur svo eitthvað sé nefnt. „Undir flestum kringumstæðum þá eru þessir ungu menn, af góð- um heimilum, að ná sér á strik svona að nálgast þrítugt. Ég eig- inlega þorði ekkert að láta mig dreyma um það,“ segir Sigrún. Batinn þrautin þyngri Albert varð edrú snemma á þessu ári. Hann kom sér fyrir í leiguher- bergi og fékk fjárstuðning frá Fé- lagsþjónustunni. Hann var dug- legur að fara í ræktina, átti í góðum samskiptum við sína nánustu og hlakkaði til framtíðarinnar í edrú- mennskunni. Hann var þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri og ætlaði sér að nýta það. Hann mætti reglulega á AA-fundi, stund- um tvisvar á dag og leit í kringum sig eftir vinnu. En enga fékk hann vinnuna. Engin vildi ráða óvirkan fíkil. Albert dó þó ekki ráðalaus. „Hann sagði mér svo frá því núna í sumar að hann langaði svo að fara í endurhæfingu hjá Virk. Hann var mjög spenntur fyrir því og sótti um af fullum áhuga. Ég sagði hon- um frá því að þarna hefði hann aðgang að sálfræðingum og þess háttar,“ segir Sigrún klökk: „Hann fékk neitun. Neitun!“ Sigrún skildi ekki af hverju sonur hennar fékk neitun og hafði samband við sér- fræðing hjá Virk. Sérfræðingur- inn hvatti Albert til að sækja aft- ur um, því umsókn hans hlyti að hafa misfarist. En aftur fékk Albert neitun. VIÐTAL 9. ágúst 2019 n Brotinn niður af kerfinu þar til hann gafst upp n Boðaður fyrir dóm án þess að vita hvers vegna ÉG SKAMMAST MÍN FYRIR SAMFÉLAGIÐ OG KERFIÐ „Hann fór af því að hann ákvað að fara. Hann gafst upp. Erla Dóra erladora@dv.is Æskan: Albert var fjörugur og glaðlyndur drengur. Albert Ísleifsson var listrænn og fjölhæfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.