Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 32
MORÐKVENDI Í MELBOURNE 32 9. ágúst 2019 SAKAMÁL B ernska Mörthu Needle var lituð ofbeldi og illri meðferð. Martha fæddist skammt frá Morgan í Suð- ur-Ástralíu árið 1863. Hún var að sögn blíðlynt barn, en sinni henn- ar fór ekki varhluta af því ofbeldi sem einkenndi heimilislífið. Ung að árum fór Martha að sýna merki um andleg veikindi, en það kom þó ekki í veg fyrir að hún gengi í hjónaband. Sautján ára að aldri giftist hún Henry Needle í Norð- ur-Adelaide og 1882 fæddist þeim hjónum dóttir, Mabel. Ári síð- ar fæddist Elsie og árið 1885 kom May í heiminn og sama ár flutti fjölskyldan til Richmond í úthverfi Melbourne. Dauðinn knýr dyra Þann 23. febrúar, 1885, dó Mabel eftir stutt veikindi og sagði Martha að líf hennar hefði „virst dofna“. Síðar innheimti Martha líf- tryggingu Mabel, 100 pund, and- virði hátt í 100.000 Bandaríkjadala á núvirði. Liðu nú nokkur ár, en 4. október, 1889, knúði dauðinn dyra í ann- að sinn. Þá dó Henry úr einhverj- um óskilgreindum og dularfullum sjúkdómi og má geta þess að hann var líftryggður fyrir 200 pund. Elsie fylgdi föður sínum árið 1890 og síðar sama ár dó May. Læknar voru ráðvilltir og kunnu engar skýringar á öllum þessum dauðsföllum. Martha eyddi nán- ast öllu tryggingarfénu í veglegan fjölskyldugrafreit sem hún vitjaði tíðum. Ástarsamband og andlát Vinur Mörthu frá Adelaide, Lou- is Juncken, höndlaði, með bróð- ur sínum Otto, með hnakka í Richmond. Árið 1893 tók Martha, sem þá hafði breytt viðbyggingu húss síns í gistiheimili, upp sam- band við Otto. Þegar þar var kom- ið sögu voru þeir bræður leigjend- ur hjá Mörthu. Bræðrum Ottos, áður nefnd- um Louis og Hermanni, sem bjó í Adelaide, hugnaðist ekki sam- dráttur Mörthu og Ottos og gerðu þeir hvað þeir gátu til að hindra fyrirhugaða trúlofun þeirra. Árið 1894 veiktist Louis og and- aðist í kjölfarið. Var talið að tauga- veiki hefði dregið hann til dauða. Arsenik í ælunni Í júní, 1894, fór Hermann frá Adelaide til Melbourne til að ganga frá málum Louis heitins. Hann fékk eðlilega gistingu á gisti- heimili Mörthu og eftir að hafa innbyrt máltíð sem hún útbjó fyrir hann fékk hann heiftarlega verki. Hermann jafnaði sig þó fljótt, en næsta dag endurtók sagan sig eftir að hann hafði borðað morgunverð. Liðu nú tveir dagar og Hermann varð fullfrískur, en þá, að máltíð lokinni, sem Martha hafði framreitt, fékk hann slæma krampa, svo slæma að hann kastaði upp. Hermanni leist ekki á blikuna og lét sækja lækni. Lækn- irinn, Boyd, tók sýni úr ælunni og viti menn, rannsókn leiddi í ljós að hún innihélt arsenik. n Martha hagnaðist ekki persónulega á ódæðum sínum n Tryggingaféð notað í fjölskyldugrafreit n Hélt fram sakleysi sínu allt til enda Árla morguns 1. mars, 2008, ruddust tveir ungir menn inn á heimili Caffey-fjöl- skyldunnar í Alba í Texas og skutu á allt sem hreyfðist. Morðhrinan kostaði tvö ung börn og móður þeirra lífið. Heimilisfaðirinn, Terry Caffey, var skotinn mörgum skotum, en náði við illan leik að skríða frá heimilinu áður en ódæðismennirnir báru eld að því. Íbúar í Alba voru slegnir vegna ódæðisins og ekki bætti úr skák þegar lögregla upplýsti að Erin, dóttir Caffey-hjónanna, stóð að baki morðunum. Erin var formlega ákærð í mars 2008 og taldi lögregla að ástæðuna fyrir morðunum hefði mátt rekja til ósættis Erin og foreldra hennar, V innufélögum Jennifer A. Dalton, í Damascus í Maryland í Bandaríkjun- um, var ekki rótt að morgni föstudags- ins 25. september 2009. Jennifer, sem bjó í Mt. Airy, vann hlutastarf á dýralækninga- stofu í Damascus og hafði hvorki mætt til vinnu né tilkynnt forföll. Það var mjög ólíkt henni. Vinnufélagar hennar hringdu í hvort tveggja heimasíma Jennifer og farsíma, en án árangurs. Enginn á lífi Að kvöldi þess sama dags kom í ljós að fyrir því var ærin ástæða; Jennifer Dalton var ekki lengur í tölu lifenda. Reyndar var enginn úr fjölskyldunni á lífi. Heimilis- faðirinn Charles Dalton eldri, eiginkona hans Jenni- fer, og tvö börn þeirra, Charles Dalton yngri, 14 ára, og Emmaline, 7 ára, höfðu öll verið skotin til bana. Tíðindin komu nágrönnum og vinum í opna skjöldu, enda gat enginn ímyndað sér að nokkur vildi vinna Dalton-fjölskyldunni mein. Morð og sjálfsmorð í Mt. AiryÁ vettvangiÓhugnanleg sjón mætti lögreglu. Öll fjölskyldan vegin – Heimilishundurinn slapp ekki Martha Needle Ólst upp við fátækt og slæma meðferð. Systursonur Mörthu Alexander Newland Lee fylgdi fordæmi frænku sinnar. May og Elise Tvær dætra Mörthu í kringum 1889.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.