Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 48
5. júlí 2019
27. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Þetta er
segin saga!
9. ágúst 2019
32. t l l 1 . r r i i i r r.
Netavisen gefur 9,1
af 10 mögulegum
Stærsta sviðs-
listahátíð í heimi
Bestu
k a up in
2019 *
• 181 hestöfl
• 420 Nm
• Dísel vél
• Byggður á grind
• Millikassi með
læsingu og lágu drifi
• 7 manna
• 7 þrepa sjálfskipting
• Sjálfstæð fjöðrun að aftan
SSANGYONG REXTON
Birt m
eð fyrirvara um
m
ynda- og textabrengl. *Sam
kvæ
m
t 4x4 M
agazine
Verð frá:
6.990.000 kr.
B e s t u k a u p i n 2 0 1 9 *
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
benni.is
K
rummi hefur verið iðinn
við kolann síðustu ár í tón-
listinni en hann steig fyrst
fram á sjónarsviðið með
hljómsveitinni Mínus. Eftir það
lá leiðin til hljómsveitarinnar Le-
gend, en einnig hefur hann unnið
með fólki á borð við Daníel Ágúst
úr GusGus í hljómsveit sem kall-
ast Esja og nú nýverið með kær-
ustu sinni, Linnea Hellström, og
Frosta Gringo í bandinu Döpur.
Krummi hefur nú snúið sér alfarið
að eigin efni en í haust sendir
hann frá sér sína fyrstu sólóplötu
í gegnum Öldu Music. Fyrsta lag-
ið sem hann kynnir til leiks nefn-
ist Stories To Tell og er samsuða
af kántrí, blús, folk, rokki og róli.
Sjálfur segist Krummi þrá að finna
innri ró og platan sé tilraun til
þess. „Þetta lag fjallar um að trúa
á eigin getu og skoða vandlega það
viðhorf sem maður hefur til sjálfs
sín og þess sem maður gerir og
hvernig það hefur áhrif líðan og
hegðun. Með laginu langar
mig að opna mig fyrir þessu
góða í lífinu og upplifa innri
ró. Leyfa frjálsu flæði lífs-
ins að vera við stjórnvölinn
og skrifa mínar eigin lífs-
ins sögur. Þiggja og hafna
án eftirsjár. Vatn er líf og líf-
ið er lyf. Hvort það sé gott
eða slæmt lyf er undir okkur
komið.“
Vatn er líf og lífið er lyf
U
ppistandarinn Snjólaug
Lúðvíksdóttir er um
þessar mundir stödd í
Edinborg þar sem hún
tekur þátt í stærstu sviðslista-
hátíð í heimi. Þar kemur hún
fram 24 sinnum og segir hún
hátíðina fara vel af stað. „Þetta
er frumraun mín á vegum
Fringe Festival og í fyrsta
sinn sem uppistandari held-
ur eigin sýningu sem er lengri
en 50 mínútur. Ég er í samstarfi
við fyrirtæki að nafni Gilden
Balloon sem er langstærsta
grínbatteríið hér í Skotlandi. Ég
stoppa hér í 26 daga og er með
sýningu nánast á hverju kvöldi.
Það getur verið stressandi en
hefur gengið vel ef frá er talin
ein sýning þar sem aðeins þrír
áhorfendur mættu í salinn.
Ætli það sé ekki eitthvað sem
allir uppistandarar verða að
ganga í gegnum.“
N
ú styttist í að sjón-
varpsþáttaserían
Beforeigners verði
frumsýnd hér á landi
en norskir áhorfendur fengu
smjörþef af seríunni fyrir stuttu.
Leikkonan Ágústa Eva Erlends-
dóttir fer með stórt hlutverk
í þáttunum og segir á Face-
book-síðu sinni vera pínu foj
að Norðmenn hafi séð seríuna
á undan henni. Íslenskir áhorf-
endur geta þó beðið spennt-
ir því Netavisen í Noregi gefur
þáttunum 9,1 af 10 möguleg-
um en þetta er í fyrsta skipti
sem HBO framleiðir sjónvarps-
þátt á Norður landatungumáli.
Þættirnir verða sýndir um heim
allan en alls fóru þrjú hund-
ruð leik konur á Norðurlönd-
um í prufu fyrir hlutverkið sem
Ágústa Eva hreppti. Hún segir
norskukunnáttu sína vafalaust
hafa hjálpað, en hún er jafn-
framt fimur slagsmálahundur
eftir að hafa æft bardaga íþróttir
um langa hríð. Sagan gerist í
Noregi og er að sögn Ágústu
Evu ádeila á flóttamann a-
vandann. Í þáttunum er töluð
fornnorska sem líkist íslensku
en Ágústa Eva segir seríuna
vísindaskáldsögu sem hefjist
þegar fólk frá víkingatímanum
birtist upp úr sjónum og hefur
líf með nútímafólki.