Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 42
42 9. águst 2019 Lesið í tarot Steinunnar Ólínu: Spáð í stjörnurnar Afmælisbörn vikunnar Ástarörvar hittu Línu og Elmar Á hrifa valdurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir frumsýndi nýjan kærasta fyrir fáeinum dögum. Sá heppni heitir Elmar Örn Guðmunds- son, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Bauhaus og fyrrverandi aðstoðar- framkvæmdastjóri Costco. Talsverður aldursmunur er á par- inu – Lína er 28 ára og Elmar 41 árs, en hvernig eiga þau saman? Lína er fiskur og Elmar er hrútur. Þessi tvö merki geta ver- ið mjög góð hvort fyrir annað, þó að þau virð- ist vera ólíklegt par á yf- irborðinu. Hrúturinn gengur hreint til verks á meðan fiskurinn býr yfir miklu og góðu inn- sæi. Þegar kostir beggja merkja eru settir saman geta orðið kraftaverk og sterkt samband getur myndast. Hrútur er eldmerki og fisk- urinn vatnsmerki. Þess vegna geta þessi tvö merki oft valdið hvort öðru ama í ástar sambandi, en ef þau ná að taka hvort annað í sátt, með öll- um kostum og göll- um, þá verður fram- tíðin björt. n L eikkonan og athafna- konan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hef- ur farið mikinn í pistl- um í Fréttablaðinu undan- farnar vikur. Steinunn liggur ekki á skoðunum sínum og er óhrædd við að gagnrýna allt sem betur mætti fara í samfé- laginu. Steinunn getur státað af glæsilegum leiklistarferli og hún ritstýrði Kvennablaðinu við góðan orðstír um nokkurra ára skeið. Við ákváðum því að lesa í tarotspil leikkonunnar og reyna að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur næst. Steinunni leiðist Fyrsta spilið sem birtist er 4 bikarar sem táknar ákveðna lá- deyðu hjá leikkonunni. Henni finnst hún föst í rútínu og hreint út sagt leiðist. Steinunn er kröfuhörð og tekur því ekki hvaða tilboði sem er. Það hefur ekkert gefandi orðið á vegi hennar síðustu mánuði og þótt það sé gott að vera kröfuharður þá má hún hafa það hugfast að stundum þarf maður að opna augun fyrir tækifærunum. Hún þarf á breytingu að halda. Kynngimögnuð og sterk Næsta spil er 7 stafir en það tengist metnaði, áræðni og ákafa Steinunnar. Hún er ótrú- leg kona, kynngimögnuð og sterk. Þá nær hún að takast á við erfiðleika með kjarki og ástríðu sem aðrir öfunda hana af. Þessir eiginleikar koma sér vel á næstu vikum því Steinunnar bíður einhvers konar fundur sem gæti breytt lífi hennar. Hún þarf að muna að standa föst á sínu og ekki beygja sig fyrir því sem hún trúir ekki á – þá eru henni allir vegir færir. Peningamaður gefur völd Loks er það Sverðkonungur- inn, en hann merkir mann- eskju sem hjálpar Steinunni. Þetta er mikil bisnessmann- eskja og elskar að stjórna. Þetta virðist vera karlmaður frekar en kona. Hann er klár, sjálf- stæður og nýjungagjarn. Hann hjálpar Steinunni að láta ein- hvern viðskiptadraum rætast, en líklegt er að sá draumur verði á listræna sviðinu. Þessi fjársterka hjálparhella mun veita Steinunni mikil völd, ekki aðeins í formi peninga, og mun metnaður þeirra beggja láta þetta viðskiptatækifæri blómstra. n Fjársterkur aðili kemur til hjálpar Svona eiga þau saman Lína Birgitta Fædd: 6. mars 1991 Fiskur n Samúðarfull n Listræn n Blíð n Gáfuð n Píslarvottur n Treystir of mikið Elmar Örn Guðmundsson Fæddur: 28. mars 1978 Hrútur n Hugrakkur n Ákveðinn n Bjartsýnn n Hreinskilinn n Óþolinmóður n Árásargjarn Naut- 20. apríl – 20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogamaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Meyja- 23. ágúst – 22 .sept. Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 11. til 17. ágúst Þú skalt þora að vera hvatvís í þessari viku. Ef þú stekkur á öll spennandi tæki- færi gæti það leitt þig í mikil ævintýri og allt aðra átt. Þetta gildir líka í ástarlífinu. Einhleypir hrútar ættu að þora að fara á stefnumót með ólíklegum maka á meðan lofaðir hrútar ættu að finna upp á nýjum leiðum til að krydda kynlífið. Þú skalt reyna að vera eins mikið í fríi eftir vinnu og mögulegt er. Ekki taka á þig aukaverkefni heldur einbeittu þér að því að gera eitthvað með fólkinu sem þú elskar. Svo er komið að því að þú bjóðir vinahópnum í mat – eitthvað sem hefur setið á hakanum. Drífðu í því! Þú ert að ganga í gegnum mikla umbrota- tíma og allir hafa skoðanir á þeirri leið sem þú hefur valið þér að fara í lífinu. Þú mátt hins vegar ekki hlusta á allar þessar skoðanir því þá missir þú vitið. Hins vegar gæti þetta verið góður tími til að játa eigin veikleika og viðurkenna að þú þarft aðstoð. Vá, vá, vá! Hjá krabbanum er allt að ger- ast í ástarlífinu þessa vikuna. Nú gæti logi verið tendraður sem á eftir að lifa lengi í – ef þú hugsar um hann. Lofaðir krabbar eiga líka mjög spennandi viku í vændum með nóg af rómantík, kertaljósum, góðum mat og nautnakossum. Þú þarft virkilega að fara að einbeita þér að þér sjálfri/sjálfum, elsku ljón. Þú lætur svolítið ganga yfir þig þótt þú sért með bein í nefinu. Vertu örlítið sjálfselsk/ur og skráðu þig til dæmis á kvöldnámskeið til að eyrnamerkja tíma fyrir sjálfa/n þig. Ef þú ert óviss með eitthvað í lífinu skaltu tala um það – ekki bara velkjast áfram í vafa. Þetta er mjög tilfinningarík vika fyrir meyjuna. Það er grunnt á alls kyns tilfinningum sem þú hefur troðið mjög langt niður í einhvern tíma. En nú er komið að skuldadögum og meyjan opnar sig loksins um það sem er að angra hana. Sem betur fer á hún góða að sem nenna að hlusta og vera til staðar. Þú ert í miklu stuði þessa dagana og vilt hafa eins gaman í kringum þig og mögulegt er. Þú skipuleggur teiti fyrir vini og kunningja til að kveðja sumarið og það gengur líka svona vel. Svo færðu mjög góðan hóp af spennandi fólki í kringum þig í vinnunni sem leggur af stað í vegferð sem á eftir að verða mjög gjöful. Þú ert búin/n að ganga með sniðuga við- skiptahugmynd í maganum í talsverðan tíma og nú er loksins komið að því að þú fáir tækifæri til að láta hana verða að veruleika. Þú skalt kýla á það og ekki hugsa þig tvisvar um – þetta gæti orðið til þess að þú græddir fullt af peningum. Það er enginn fullkominn – ekki þú held- ur. Þú hefur ofboðslega miklar áhyggjur af því þessa dagana að þú valdir fólkinu í kringum þig vonbrigðum. Í guðanna bænum ekki hafa áhyggjur af því þar sem það gera sér allir grein fyrir því að þú ert ekki fullkomin/n – þótt þú sért ansi nálægt því. Þú ert að keppast um eitthvað starf sem þig langar mikið í. Því leggur þú gífurlega hart að þér svo fólk taki eftir þér. Þú hvetur einnig fólkið í kringum þig og býrð til skemmtilegt andrúmsloft hvert sem þú kemur. Sambandið við fjölskylduna er afar gott og þú nærð að ná góðu jafnvægi á milli þessarar miklu vinnu og einkalífsins. Fyrir einhleypa vatnsbera verður línan á milli vina og elskhuga ansi þunn. Þetta gæti komið bæði þér og góðum vini þín- um á óvart, en stundum sér vatnsberinn bara ekki skóginn fyrir trjánum. Auðvitað byrjar þú að efast um að þetta sé góð hugmynd en slepptu því og láttu á það reyna. Þér gengur svakalega vel í vinnunni og nærð hverju markmiðinu á fætur öðru. Þetta verður til þess að þig langar að bæta við þig menntun og þú byrjar að skoða hvort það sé raunhæfur möguleiki á næstunni. Þetta gæti verið upphafið að einhverju stórkostlega skemmtilegu og gefandi. Hrútur - 21. mars – 19. apríl n11. ágúst: Bragi Ólafsson, rithöfundur og tónlistarmaður, 57 ára n 12.Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur, 56 ára n 13. ágúst: Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður, 46 ára n 15. águst: Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, 66 ára n 16. águst: Andrés Ingi Jónsson alþingismaður, 40 ára n 17. águst: Björn Ingi Hilmarsson leikari, 57 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.