Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 16
16 9. águst 2019FRÉTTIR E ggert Skúli Jóhannesson framkvæmdastjóri hefur ítrekað verið sakaður um misferli í viðskiptum. Á árinu 2016 hófst rannsókn á meintum svikum hans úr Ábyrgðarsjóði launa, hann stofnaði Hjálparsamtök bág­ staddra barna sem sættu mik­ illi tortryggni og voru lögð nið­ ur eftir aðeins örfáa mánuði. Blaðamaður kafaði ofan í málið og fann þar möguleg tengsl hans við Fréttatímann, tengsl hans og sonar hans við fyrirtækið Ice X Investments ehf. og einnig hefur gefið sig fram heimildarmaður sem segir Eggert hafa falsað undirskrift hans á pappírum og komið því til leiða að hann er nú einn sakborninga í áðurnefndu sakamáli vegna meintra svika úr Ábyrgðarsjóði launa. Ábyrgðarsjóður launa Grunur leikur á að umtalsvert fé hafi verið fengið af Ábyrgðar­ sjóði launa með sviksamlegum hætti. Upphaflega var greint frá málinu á árinu 2016 í Fréttatím­ anum sem þá var undir ritstjórn Þóru Tómasdóttur og Gunnars Smára Egilssonar. Enn hefur ekki verið gefin út ákæra í mál­ inu sem heimildir DV herma að sé enn til rannsóknar hjá ákæru­ sviði Héraðssaksóknara. Fréttatíminn greindi frá því í ágúst 2016, í frétt sem bar fyrir­ sögnina „Eggert Skúli víða sak­ aður um svik“, að launakröfur frá tveimur fyrirtækjum tengdum Eggerti Skúla Jóhannessyni framkvæmdastjóra hefðu borist í Ábyrgðarsjóð launa. Hlut­ verk Ábyrgðarsjóðs launa er að bera ábyrgð á launum starfs­ manna fyrirtækja sem fara í þrot. Starfsmenn gera kröfur í þrota­ bú vinnuveitanda síns og geta þá fengið launin sín greidd úr ábyrgðarsjóði. Meintir starfsmenn fyrir­ tækja sem tengjast Eggerti Skúla fóru fram á háar greiðsl­ ur úr Ábyrgðarsjóði launa og áttu sumir hverjir að hafa starf­ að launalaust fyrir fyrirtækin í ríflega hálft ár. Heimildir DV herma að málið varði þónokk­ ur þrotabú sem virðast tengj­ ast sömu aðilum og að launa­ kröfurnar hafi jafnvel komið frá meintum starfsmönnum sem aldrei hafi unnið fyrir þessi fyrir­ tæki og kannist jafnvel sjálfir ekki við að hafa lagt fram kröf­ urnar, eins og nánar verður vikið að hér síðar. Blaðamaður hafði samband við embætti Héraðssaksóknara en var greint frá því að ekki væri hægt að veita svör við fyrirspurn­ um sökum þagnarskyldu, en samkvæmt áreiðanlegum heim­ ildum DV hefur málið dregist mikið á langinn sökum þess að illa hefur gengið að ná í einn sak­ borning og ekki vitað með vissu hvar hann heldur sig. Heimildarmaður DV, sem ekki vill láta nafns síns getið, segist í samtali við blaðamann telja Eggert siðblindan og tel­ ur ámælisvert hvað rannsókn málsins hefur dregist á langinn: „Þetta er náttúrulega sameigin­ legur sjóður landsmanna. Núna þurfti virkilega á þessum sjóð að halda og þá er nú allt í lagi að það séu inni einhverjir aurar í þess­ um sjóði, að það séu ekki menn eins og Eggert sem eru búnir að tæma þetta.“ Hjálparsamtök bágstaddra barna Árið 2016 stofnaði Eggert Skúli, ásamt fleirum, Hjálparsamtök bágstaddra barna. Hjálparsam­ tökin vöktu mikla athygli þar sem upprunalega var ómögulegt að rekja hverjir stæðu að baki söfnunum sem samtökin stóðu fyrir. Á daginn kom að Eggert stóð að baki samtökunum ásamt Gunnari Bender veiðimanni sem nokkrum mánuðum fyrr hafði lagt fram háar kröfur í Ábyrgðar­ sjóð launa vegna meintra starfa sinna fyrir fyrirtæki Eggerts. Launakröfum Gunnars var hafn­ að eftir að grunsemdir vöknuðu um að þeir félagar væru í slagtogi að reyna að svíkja fé úr sjóðn­ um, en eins og áður hefur kom­ ið fram eru meint svik Eggerts enn til rannsóknar hjá Héraðs­ saksóknara. Söfnunin þótti það vafasöm að lögregla tók málið til rannsóknar, en ekki hafði verið aflað til hennar tilskilinna leyfa samkvæmt lögum. Í kjölfar umfjöllunar Frétta­ tímans var samtökunum lokað. Á heimasíðu samtakanna var greint frá því að þeim hefði formlega verið slitið, reikning­ um lokað, reikningar greiddir og eftirstöðvum, 68.500 krónum hafi verið ráðstafað til Mæðra­ styrksnefndar. Jóhannes Gísli Eggertsson Sonur Eggerts Skúla, Jóhannes Gísli Eggertsson, virðist tengj­ ast mörgum af sömum fyrirtækj­ unum og faðir hans. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin og hlotið dóma fyrir fjársvik. Í nóvember 2016 var Jóhann­ es Gísli Eggertsson dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir um­ fangsmikil fjársvik úr vefverslun ELKO. Í dómnum kemur fram að Jóhannes Gísli hafi í fjögur skipti, á tímabilinu 17.–21. feb­ rúar pantað vörur, fyrir um eina milljón króna, meðal annars Samsung­snjallsjónvarp og iMac­fartölvu, og síðan sent fals­ aða greiðslukvittun í tölvupósti. Hann hafi síðan nálgast vörurn­ ar í verslun ELKO daginn eftir. Í tvö skipti reyndi Jóhannes Gísli sama leik og freistaði þess að fá vörurnar sendar í pósti auk þess sem hann sendi annan einstak­ ling til þess að sækja vörurnar. Þær tilraunir misheppnuðust. Þetta var ekki fyrsta brot hans, hann hafði áður hlotið þrjá dóma fyrir auðgunarbrot. Fréttatíminn Fréttatíminn var áður í eigu út­ gáfufélagsins Morgundags sem var tekið til gjaldþrotaskipta sumarið 2017. Skömmu síð­ ar birtist Fréttatíminn aftur á netinu í breyttri mynd, en mik­ il leynd hvíldi yfir því hver stæði þar að baki. DV greindi frá því í janúar 2018 að Jóhannes Gísli hefði fest kaup á léninu. Í kjöl­ far fyrirspurna DV var opinber­ að að Fréttatíminn væri í eigu Guðlaugar Hermannssonar fisk­ kaupanda sem þvertók fyrir að­ komu Jóhannesar að fjölmiðlin­ um. Jóhannes hafði þó skrifað frétt á vef Fréttatímans þar sem hann birti myndband þar sem greina mátti rödd hans og þar sem hann titlaði sig sem blaða­ mann Fréttatímans. Guðlaugur hafði því sagt ósatt. Jóhannes sjálfur þvertók fyrir aðkomu sína að miðlinum í fyrstu en viður­ kenndi síðan að starfa þar. Hann hefði óttast að verða dæmdur vegna fortíðar sinnar og kvaðst dreyma um að vera blaðamað­ ur. Jóhannes Gísli neitar allri að­ komu sinni að Fréttatímanum í dag. Á huldu er hverjir skrifa frétt­ ir á vef miðilsins en við rannsókn blaðamanns kom í ljós áhuga­ verð tenging við Eggert Skúla. Þegar leitað er eftir nafni Egg­ erts á netinu má sjá fjölda frétta af vef Fréttatímans þar sem neðst stendur Uppsetning: Eggert Skúli Jóhannesson. Þessi undir­ skrift er þó hulin og sést aðeins ef textinn er valinn sérstaklega. Fréttatíminn hefur einnig bæði skrifað grein og birt aug­ lýsingu fyrir Alheim vefsíðu­ hönnun en lénið alheimur.is er skráð á fyrirtækið Ice X Invest­ ments ehf. sem samkvæmt fyrir­ tækjaskrá er auglýsingastofa. Ice X Investments á fjöldann allan af lénum. Meðal þeirra léna er icelandicinfo.is. Tölvupóstfang tengiliðar er skr áð sparmye@ icetraveler.is en Sparmye AS er fyrirtæki Eggerts Skúla í Noregi sem hefur verið tekið til gjald­ þrotaskipta. Frá því að Fréttatíminn fór aftur í loftið hefur einnig birst viðtal við Eggert Skúla og mynd­ ir af honum frá viðburðum Mið­ flokksins svo eitthvað sé nefnt. Ice X Investments Sonur Eggerts Skúla, Hörður, er einn í stjórn Ice X Invest­ ments í dag. En samkvæmt sam­ þykkt félagsins frá mars 2018 var barnsmóðir Jóhannesar Gísla formaður stjórnar þar til nýlega. Athygli vekur að bæði barnsmóð­ irin og Hörður eru skráð með sama netfang á skjölunum, net­ fang sem tengist veiði, en Eggert Skúli er mikill veiðimaður. Hvorki náðist í Hörð né barnsmóður Jóhannesar Gísla við vinnslu fréttarinnar. Eggert Skúli virðist einnig eiga Pintrest­síðu þar sem hann má finna möppu sem heitir Ice X In­ vestments. Einnig vekur athygli að Ice X Investments, skráð sem aug­ lýsingastofa í fyrirtækjaskrá, og eigandi lénsins alheimur.is, sem hefur auglýst vefsíðugerð, VAFASÖM FLÉTTA EGGERTS SKÚLA n Ítrekað verið sakaður um misferli í viðskiptum n Grunaður um að svíkja úr sameiginlegum sjóði landsmanna og skjalafals n Möguleg tengsl við Fréttatímann „Ráðlegg þér að sleppa þessari birtingu á þessari „frétt“ því að það verða miklir eftirmálar af þessum meiðyrðum og vísvitandi rangri frá- sögn. Erla Dóra erladora@dv.is Skjáskot/ Fréttatíminn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.