Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 9. águst 2019 YFIRHEYRSLAN Sara Mjöll Magnúsdóttir er ungur og upprennandi djasspíanóleikari og tónskáld sem hefur verið áber- andi í djasstónlistarsenu Reykjavíkur undanfarin misseri. Hún hefur komið fram víða um borgina sem og á hátíðum svo sem Jazzhátíð Reykjavíkur og Jazzhátíð Austurlands. Hún hefur einnig starfað sem píanó- kennari við skólann Tónsali síðastliðin ár. Í haust leggur Sara Mjöll land undir fót og hefur nám í djasspíanóleik við William Paterson University í New Jersey í Bandaríkjunum. Hvar líður þér best? Á sólarströnd eða uppi í sófanum hjá mömmu og pabba. Hvað óttastu mest? Að allur heimurinn breytist í frauðplast. Hvert er þitt mesta afrek? Að halda áfram þegar á móti blés. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Líklega þegar ég spilaði djass fyrir fáklætt fólk úti í fimm stiga frosti í Nauthólsvík í janúar. Gigg- ið var bara 20 mínútur en seinustu 5 mínúturnar, þegar fingurnir höfðu breyst í ísmola, voru þær erfiðustu sem ég hef upplifað við píanóið. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Konan sem elskaði jazz og hataði frauðplast. Hvernig væri bjórinn Sara Mjöll? Hann væri bara Einstök White Ale með nýjum miða, má það ekki? Besta ráð sem þú hefur fengið? Ég trúi því að Katrín Tanja crossfit- drottning hafi verið að tala beint til mín þegar ég heyrði hana segja í viðtali: „ef maður gerir það sem maður elskar og gefur allt í það, þá mun allt fara vel að lokum“. Þetta varð ákveðin mantra fyrir mig enda alveg satt. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að þrífa niðurfallið á sturtunni. Besta bíómynd allra tíma? Stella í orlofi. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég dáist að fólki sem hefur hæfileikann til að draga það besta fram í öllum. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki bara að hætta í vinnunni, flytja úr samfélagi þar sem ég fæ nóg að gera og flytja til annars lands þar sem ég þekki engann og elta drauminn. Annars keypti ég líka verðbréf árið 2007 þegar ég var 13 ára. Good times. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Þetta gerði daginn minn“. Ljótasti beinþýddi frasi sem til er. Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér? Þegar einhver býður mér köku eða eitthvert bakkelsi. Hvað er á döfinni hjá þér? Á döfinni er að undirbúa flutninga til Bandaríkjanna, spila nokkur gigg, von- andi fara í eina útilegu og hafa það gott með vinum og vandamönnum. Hafdís Huld eignast dreng T ónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir og eiginmaður hennar, Al- isdair Wright, eignuðust dreng þann 23. júlí síðastliðinn. Þetta er annað barn þeirra hjóna, en fyrir eiga þau dóttur- ina Arabellu, sex ára, sem var að vonum spennt að verða stóra systir. Undir þessa fallegu mynd, sem Hafdís Huld birti á samfélagsmiðli sínum, skrif- ar hún: „Our gourgeus baby boy born on July 23rd. seeing Arabella holding her brother and singing him lullabies is the most beautiful thing I can imagine. Life is good.“ n María Birta leikur nunnu L eikkonan María Birta Bjarnadóttir greindi á dögunum frá því að hún færi með hlutverk nunnu í sýningunni Atomic Saloon sem gengur fyrir fullu húsi í Edinborg í Skotlandi. „Frum- sýningin var geggjuð!!! Ég er svo glöð að ég er svífandi um á bleiku skýi. Hlakka til að sýna í kvöld og á morgun og hinn og hinn og hinn…“ Með færslunni lætur leikkonan fylgja að ferða- lagið hafi verið frábært og hún hafi aðeins fengið hné í and- litið og fengið óteljandi hnefa- högg víða um líkamann meðan á ferlinu stóð. n T ónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti á dögun- um mynd af nýjasta húð- flúri sínu en hann hef- ur komið nöfnum barna sinna fyrir í lóðréttri röð niður eftir hryggjarsúlu sinni. Alls á Bubbi sex börn en fyrr í sumar eignað- ist hann jafnframt sitt fyrsta afa- barn sem fékk þó ekki að fljóta með í nafnalengjuna. Þrátt fyr- ir að vera maður margra orða var Bubbi að þessu sinni stutt- orður því myndina merkti hann einfaldlega með myllumerkinu: „Nöfnin“. n Börnin á baki Bubba Sara Mjöll Magnúsdóttir Nýjasta húðflúr Bubba. Skjáskot: Instagram. Lífið er gott. Skjáskot: Instagram Geggjuð frumsýning! Skjáskot: Instagram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.