Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 9. ágúst 2019 2001– Palestínumaður réðst á Sbarro-veitingastað í Jerúsalem og myrti 15 manns. Á þessum degi, 9. ágúst 1173 – Bygging klukkuturns við dómkirkjuna í Písa hófst. 1945 – Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgina Nagasaki. 1969 – Leikkonan Sharon Tate var myrt í útverfi Los Angeles af fylgjendum Charles Manson. 1974 – Afsögn Richards Nixon Bandaríkjaforseta gekk í gildi og Gerald Ford varaforseti tók við. tilefni til skrúðgöngu á Íslandi Íslendingar eru góðir ýmsu en það ríkir aldeilis skortur á skrúðgöngum og tilefnisgöngum. Á Gleðigöngu Hinsegin daga ríkir gleðin í hinni tærustu mynd, rétt eins og Druslugangan þar á undan kemur punkti sínum glæsilega til skila. Göngurnar búa yfir svo mikilli samstöðuorku að ómögulega komast sumir hjá því að velta fyrir sér hvaða önnur tilefni væri hægt að nýta til skrúðgöngu. Afmæli Wintris - málsins Ísland fór á hliðina þegar kom í ljós að ákveðnir Íslendingar áttu í hlut í Panama-skjölunum alræmdu. Til að minna almenning á þennan skandal væri ekki svo galið að hefja skrúðgöngu frá húsi Sigmundar Davíðs og taka langa göngu upp að Alþingishúsi til að fagna mótmælunum sem áttu sér stað árið 2014. Æskilegt væri að mæta með pappíra til að dreifa um allar götur og klæðast felulitum, jafnvel huliðsskikkjum. Hrunið Það voru svo sannarlega mikil kaflaskil hér á landi í október 2008. Til að minn- ast þess ætti almenningur að ganga um götur með sparibauka, potta og pönnur og láta rækilega í sér í sér heyra. Hentugasta nálgunin væri sennilega að ganga hring í kringum miðbæ Reykjavíkur, sem frekara tákn um að við gætum verið á góðri leið með að stefna í annað hrun. Síðustu orðin „Auðvitað þekki ég þig. Þú ert eiginkona mín og ég elska þig.“ Þetta sagði bandaríski leikarinn John Wayne þegar hann sneri sér að eiginkonu sinni, skömmu áður en hann lést. Heilbrigðari lífsstíll Nú í ár er heill áratugur liðinn síðan stórrisakeðjan McDonald‘s kvaddi Ísland og kom þannig landinu í ákveðna sérstöðu. Fólk á það til að grínast með að jafnvel þriðja heims lönd bjóði upp á sveittu McBorgarana og sé þá Ísland komið langt undir þann stall. Þetta er alls ekki rétt. Þvert á móti eiga Íslendingar að sjá þetta sem tilefni til hollara mataræðis. Því ekki þá að þramma frá Suðurlands- braut til Austurstrætis (þar sem matstaðirnir voru upphaflega til húsa) með blaðlauk og spergilkál við hönd? Hægt er að kyrja: „Ísland og matur! Keðjuna McBurt!“ Íslandsvinum fagnað Fólk setur að sjálfsögðu á sig sína flottustu gervi- mottu og fagnar lostanum eins og hann leggur sig og yfirburðum landans til að eignast nýja „Íslandsvini“ eins og þeir kallast. Í kringum sumarið 2002 kom hinn góð- kunni Ron Jeremy til Íslands. Þá þýðir vissulega ekkert annað en að landsmenn safnist saman með gervi- mottu framan í sér og söngli eitthvert þemalag í fagn- aðarskyni vegna víðfrægra Íslandsvina. Langsóttari hlutir hafa nú gerst. Jafnlaunavottunin Þann 1. janúar 2018 tóku gildi lög um breytingu stöðu um jafnan launarétt karla og kvenna. Megin breytingin var sú að nú er fyrirtækjum og stofnunum skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyrir sömu og jafn verðmæt störf. Jafnlaunastaðallinn er svo sannarlega skref í réttu áttina og þótt nýársdagur- inn sé ekki heppilegasti dagurinn til að rífa fólk á lappir og marsera með bros á vör, má vel vinna með þá hugmynd ef heitt kakó eða kaffi verður í boði. „Ég er ekki stoltur af þessu“ Í slenskur karlmaður, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson, 35 ára, bíður um þessar mundir dóms í Missouri-fylki í Bandaríkjun- um vegna ofbeldis í garð eigin- konu sinnar (e. domestic assault 2nd degree). Hann er ákærð- ur fyrir að hafa í tvígang ráðist á eiginkonu sína og valdið henni líkamsmeiðingum. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Hafsteinn Ingvar er fyrrver- andi knattspyrnumaður, en hann hefur spilað með liði Keflavíkur og Reyni, auk þess sem hann hef- ur spilað með Grindavík, Njarð- vík og Víði. Hefur hann verið bú- settur í Kansas undanfarin ár. Þann 26. júlí síðastliðinn ákvað kviðdómur í Jackson-sýslu að gefa skyldi út ákæru á hendur Hafsteini. Hann er ákærður fyrir ofbeldi af annarri gráðu og er ákæran í tveimur liðum. Rankaði við sér á jörðinni Fram kemur í ákæru að þann 13. júní síðastliðinn „hafi hinn ákærði með ásettu ráði valdið fórnarlambinu líkamsmeiðingum með því að taka það kverkataki.“ Þá er Hafsteinn einnig ákærð- ur fyrir að hafa valdið eiginkonu sinni líkamsmeiðingum með því að berja höfði hennar í glugga. Brotin varða tveggja til sjö ára fangelsi. Í lögregluskýrslu kemur fram að þann 13. júní síðastliðinn hafi borist tilkynning um átök á ónafngreindu bílaplani í Kansas- -borg. Þegar lögregla mætti á svæðið tilkynnti eiginkona Haf- steins að hann hefði beitt hana ofbeldi. Tjáði hún lögreglu að komið hefði til rifrildis á milli þeirra hjóna þar sem þau voru stödd á bílastæði á ónefndum stað í borginni. Sagðist hún hafa rifið gleraugu Hafsteins af hon- um og hent þeim í burtu, þvert yfir bílastæðið. Sagði hún Haf- stein hafa brugðist við með of- beldi, en hún sagðist ekki muna restina af atburðarásinni. Sagð- ist hún muna eftir að hafa rankað við sér þar sem hún lá á jörðinni. Þá sagði hún Hafstein hafa ráðist aftur á hana stuttu síðar. Öskur og læti Fram kemur í lögregluskýrsl- unni að kona hafi verið vitni að árásinni. Umrædd kona tjáði lög- reglu að hún hefði verið á leið heim úr vinnu þegar hún heyrði hávær öskur úr bíl á bílastæði. Sagðist hún hafa séð Hafstein sitja í ök- umannsætinu, með báðar hend- ur utan um háls eiginkonunnar sem sat á jörðinni við hliðina á bílnum, ökumannsmegin. Kon- an sagðist hafa kallað í átt að Haf- steini sem hafi brugðist við með að sleppa kverkatakinu og setj- ast síðan í aftursæti bílsins. Eig- inkona Hafsteins settist því næst í ökumannsætið og ók á brott. Vitnið sagðist hafa keyrt af stað og komið þá aftur að bílnum og þá heyrt öskur koma innan úr hon- um. Greip hún þá kúbein og gekk að bílnum þar sem hún sá Haf- stein slá höfði eiginkonu sinnar í bílrúðuna, ökumannsmegin. Undir áhrifum Fram kemur lögregluskýrslunni að eiginkona Hafsteins hafi ver- ið með mar á vinstra auga og að áverkar hafi verið á hálsi hennar, sem bendi til að hún hert hefði verið að hálsi hennar. Var Haf- steinn umsvifalaust handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Við yfirheyrslur sagði hann að komið hefði til rifrildis á milli þeirra hjóna vegna þess að eiginkona hans hefði ver- ið að senda skilaboð á ónefnd- an einstakling. Hafsteinn sagð- ist hafa innbyrt áfengi og verið drukkinn þegar þetta átti sér stað. Þá kemur fram í skýrslunni að þegar Hafsteinn var spurður hvað hefði átt sér stað hefði hann svar- að: „Við vorum að ræða saman. Ég var reiður af því að ég var undir áhrifum. Einhverra hluta vegna þá hafði ég ekki stjórn á tilfinningum mínum og þetta *** gerðist. Ég er ekki stoltur af þessu.“ Samkvæmt opinberum gögnum var Hafsteinn Ingv- ar fluttur í Jackson County Det- ention Center en þar eru vistaðir fangar sem bíða dóms. n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Hafsteinn Ingvar Rúnarsson bíður dóms í Kansas vegna ofbeldis gagnvart eiginkonu sinni Hafsteinn ingvar Rúnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.