Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2019, Blaðsíða 14
FRÉTTIR É g staldraði við áhuga­ verða frétt í gær um hótel­ bransann. Í fréttinni var full­ yrt að hótelstjórar væri afar ósáttir við bókunarsíðurnar Book­ ing og Expedia sökum þess hve háar þóknanir síðurnar tækju af hverri bókun. Í sömu andrá er hins vegar tekið fram að hótelstjórarn­ ir séu háðir þessum bókunarris­ um og þurfi að greiða fimmtán til tuttugu prósent af hverri seldri gistinótt í þóknun. „Okkur er stillt upp við vegg,“ var haft eftir einum ónefndum hótelstjóra á Suður­ landi. Hótelstjórarnir eru ansi aum­ ir yfir þessu, enda leikur einn að benda á útlensku risana og segja þá eyðileggja allan bisness. Það er vel þekkt taktík til að fá fólk á sitt band. Það vantar hins vegar svo mikið í þessa sögu hótelstjóranna að það er engu lagi líkt. Fyrir nokkrum árum blés hér út ferðamannabransi og allir og amma þeirra ætluðu að stökkva á mjólkurkúna. Fá sinn tíma á spen­ anum og njóta. Og það heppnaðist hjá ansi mörgum, enda um tíma mun meiri eftirspurn eftir gistingu, afþreyingu, þjónustu og vörum en framboð. Það sem gleymdist hins vegar í öllu havaríinu var markaðs­ setning. Til styttri tíma litið virtist vera mun sniðugra fyrir fyrirtæki í ferðamannabransanum, sérstak­ lega þessi minni, að leggja traust sitt á bókunarþjónustur frekar en að efla innri markaðssetningu og eigin nærveru á hinu stóra al­ neti. Þannig væri hægt að bjóða upp á vörur, þjónustu, afþreyingu, gistingu án þess að eyða krónu í hluti eins og heimasíðu, bæklinga eða markaðssetningu á netinu. Stóru bókunarvélarnar myndu bara sjá um þetta. Á þessum tíma, þegar að góðæri ferðabransans stóð sem hæst, munaði þessa aðila nefni­ lega ekkert um 10, 15, jafnvel 20 prósent í söluþóknun, svo mik­ il var salan. Hótelstjórarnir höfðu vafalaust ekki einu sinni tíma til að skanna Expedia og Booking til að fylgjast með hvar þeirra hótel var í röðinni í leitarniðurstöðum. Það seldist allt upp. Það var held­ ur engin ástæða til að skipulega safna saman netföngum, senda út fréttabréf, bjóða fólki upp á af­ sláttarkóða á bókanir eða reyna að selja þeim afleidda þjónustu, enda margir ferðaþjónustuaðilar ekki með nægilega góða lendingar­ síðu til að vinna svo viðamik­ ið markaðsstarf. Öll framtíðar­ sýn flaug því út um gluggann og örlögin sett í hendurnar á stórum bókunarþjónustum – aðilum sem kunna sitt fag. Svo fór að harðna í ári. Ferða­ mönnum fækkaði og einnig fjölg­ aði þeim ferðamönnum sem kusu að skoða Ísland á sinn eigin hátt, til dæmis með því að sofa í bíln­ um, kaupa sér nesti og ganga sjálf­ ir í staðinn fyrir að bóka sér ferð. Þá föttuðu margir ferðaþjónustu­ aðilar að það væri bogið að vera ekki með heimasíðu. Þeir vildu loksins fara að markaðssetja sig á vefnum. Það er hins vegar dýr og tímafrek vinna sem þarfnast fagmanna í verkið, sökum þess hve harður ferðamannabrans­ inn er. Það er engin skynsemi fólgin í því að kasta þúsundköll­ um í Googleauglýsingar þegar er­ lendir ferðaþjónusturisar kaupa bara upp leitarorðin þín jafnharð­ an sem veldur því að leitarorðin þín kosta allt í einu tífalt meira í dag en í gær. Ef nokkur hundruð þúsund kallar eru hins vegar settir í góða heimasíðu með bókunar­ möguleikum, markaðssetningu á netinu og viðhaldi á vefmiðlum þá getur það borið árangur. En það kostar þolinmæði, sem er oft af skornum skammti á Íslandi. Þetta er því ekki klippt og skor­ ið. Það er galið að halda því fram að erlendir bókunarrisar stjórni hér öllu og það er galið að halda því fram að útlensk stórfyrirtæki séu að ganga af hótelstjórum dauðum. Sannleikurinn er sá að þessar stóru bókunarþjónustur hafa unnið alla markaðsvinnuna sem sum íslensku fyrirtækin hafa ekki tímt að borga fyrir. Hér er eng­ um stillt upp við vegg. Innlendu ferðaþjónustuaðilarnir tóku bara margir það sem þeir héldu vera auðveldu og ódýru leiðina og eru margir hverjir að vakna upp við vondan draum. 9. ágúst 201914 Spurning vikunnar Ferðamenn svara: Af hverju komstu til Íslands? „Til að ferðast um landið“ Ines Terrier DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Sandkorn „Vegna landslagsins“ Emilie Grg „Til að fara í stóra ferð um mögnuðustu eyju heimsins með frönskum unglingum“ Priscilla Peres Kata fattar „Hótelstjórarnir eru ansi aumir yfir þessu, enda leikur einn að benda á útlensku risana og segja þá eyðileggja allan bisness. Eldri borgarar í bobba Í vikunni hefur mikið verið fjallað um kaup á íbúðum Félags eldri borgara (FEB) að Árskógum. En þrátt fyrir að kaupendur hafi samið um kaupverð, þinglýst kaupsamningi og staðið við sitt samkvæmt samningnum þá krafðist FEB aukagreiðslu vegna kostnaðar aukningar sem hafði átt sér stað vegna mistaka FEB við útreikning. Meginregla íslenska samningarétt- arins er að samninga skuli halda, því kom þessi viðbótargreiðsla illa við kaupendur sem voru settir afarkostirnir að greiða, eða falla frá kaupunum. FEB hefur borið því við að án þess að velta kostnaðar aukningunni á kaupendur, þá muni félagið fara í þrot. Hér er því sú óþægilega staða komin upp að kaupendur að Árskógum eiga að gjalda milljónir vegna mistaka annarra, þrátt fyrir að hafa lagalegan rétt sín megin. Og þrátt fyrir að hafa lagalega réttinn sín megin þá hefur þriðjungur kaupenda fallist á hækkað verð. Hvort ætli það sé vegna tryggðar þeirra við FEB og skiln- ings á aðstæðum eða einfaldlega vegna þess að án þess að greiða fá þeir ekki afhent og eru þar af leiðandi á götunni? Þó svo að íbúðirnar séu með hækkuðu verði enn undir markaðsvirði þá verður að hafa það í huga að kaupendur ganga til samninga út frá ákveðnum forsend- um og út frá annarri krónutölu. Þó svo verðið hafi verið lágt þá er ekki gefið að allir eigi aukagreiðsluna til, enda lífeyris greiðslur oft ekkert fagnaðarefni. „Til að uppgötva ísinn“ Nicolas Barthollet Vondur draumur ferðaþjónustunnar Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Breyttir tímar Ferðamenn koma og fara en fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að vera með markaðsplön sín á hreinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra upplýsti í vikunni að aukinn áhugi erlendra auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttind- um. Katrín er þarna bara um átta árum of sein að gera sér grein fyrir að áhugi erlendra auðmanna eigi líklega ekki rætur að rekja til náttúrufegurðar Íslands eða væntanlegrar búsetu í sveitinni. Miklar umræður áttu sér stað um kaup erlendra aðila á jörðum með vatnsréttindum á Íslandi þegar auðkýfingurinn Huang Nubo reyndi að festa kaup á Grímsstöðum á Fjöllum árið 2011. Jörðinni fylgdu vatnsréttindi og einnig var þar möguleiki á að bora fyrir jarðvarma. Einnig hafði fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mælt gegn því að útlendingar hefðu sama rétt til jarðakaupa og Íslendingar. Í Þjóðviljanum 1991 var haft eftir Ólafi: „Ég mun aldrei samþykkja samning sem felur í sér að útlendingar geti keypt Laxá í Aðaldal eða Hvamm í Dölum.“ Það eru því væntanlega ekki nýjar fréttir að erlendir fjársterkir aðilar hafi sóst í jarðir hérlendis, eða að eftirsóknin eigi rætur að rekja til vatnsréttinda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.