Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 3

Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 3
gBiSSlíIg©BH FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 3 Nýtt skólahús mun rísa á Bifröst Byggt fyrir 800 millj- ónir á tveimur árum s Framtíðin er okkar segir Runólfur Agústsson rektor viðskiptaháskólans Bjöm Bjamason Síðastliðinn þriðjudag tók Björn Bjarnason menntamálaráðherra fyrstu skóflustunguna að nýju skólahúsi fyrir Viðskiptaháskólann á Bifröst við hátíðlega athöfn. Þá voru teknar í notkun 20 nýjar íbúð- ir fyrir nemendagarða skólans og síðast en ekki síst tilkynnt um byggingu nýs leikskóla fyrir há- skólaþorpið. Gífurlegar framkvæmdir hafa átt sér stað á Bifröst og hvert húsið á fætur öðru hefúr risið til að hýsa bæði nemendur og starfsfólk. Heildarfjöldi nemenda á Bifröst er um 270 en íbúar eru um 400. Gert er ráð fyrir að eftir tvö ár verði í- búafjöldi á Bifröst um 600 og því má búast við enn frekari fram- kvæmdum á svæðinu. Ef hinsvegar eru teknar saman þær framkvæmd- ir sem átt hafa sér stað að undan- förnu og þær sem þegar eru fyrir- hugaðar lætur nærri að heildar- kostnaður við þær sé um 800 millj- ónir. "Hér er um að ræða einhverja þá stórfelldustu fjárfestingu sem átt hefúr sér stað í menntun á lands- byggðinni," sagði Runólfur Agústs- son rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst í samtali við Skessuhom eftír at- höfiúna í gær. "Verið er að byggja upp menntunar- og þekkingarþorp þar sem áætlað er að um 600 manns búi, nemi og starfi innan tveggja ára. Þessi mikla fjárfesting byggir á sterkri fjárhagslegri stöðu Viðskipta- háskólans, skýrri kennslufræðilegri sérstöðu og gæðum í námi, góðri aðsókn og því áliti sem rúmlega 80 ára saga skólans hefúr skapað hon- um," segir Runólfúr. Ríkisábyrgð Nýja skólahúsið á Bifföst verður 1.100 fermetrar á tveimur hæðum og mrm hún hýsa aðalfyrirlestrarsal skólans og ýmiskonar vinnurými fyrir nemendur og starfsmenn. Arki- tektar hússins em þau Steve Christ- er og Margrét Harðardóttir á arki- tektastofúnni Stúdíó Granda. Kosmaður við byggingu skóla- hússins er um 200 milljónir og er framkvæmdin fjármögnuð með láni frá Norræna fjárfestingabankanum og innlendum bönkum. Þá veitír Byggðastofnun ríkisábyrgð vegna lántökunnar. Nemendagarðar og starfsmannaíbúðir hafa verið fjár- magnaðar að stómm hluta með lán- um frá Ibúðarlánasjóði og við at- höfnina á Bifröst í gær kom fram að sú lánveiting næmi nú þegar um 500 milljónum. Kristinn Gunnarsson formaður stjórnar Byggðastofnunar sagði aðekki væm fordæmi fyrir aðkomu byggðastofnvmar að uppbyggingu sem þessari enda hefði hún fyrst og fremst sinnt verkefnum sem tengj- ast atvinnumálum. Sagði hann helstu rökin vera þau að þeir sem smnduðu nám á landsbyggðinni væra líklegri til að setjast þar að. Þá sagði hann ýmis samfélagsleg áhrif einnig mikil af slíkum stofnunum. Samfélagsleg áhrif "Samfélagsleg áhrif starfsemi af þessari stærð era gríðarleg," segir Runólfur. "Eg held að Borgfirð- ingar margir vanmeti stórlega þátt háskólanna tveggja í atvinnulífi héraðsins, en hvarvetna er háskóla- starfsemi talin mjög arðbær fyrir sitt næramhverfi. Þessi efling Bif- rastar mun styrkja Borgarbyggð og Borgarfjörðinn á svipaðan hátt og stóriðjan á Grundartanga hefur styrkt Hvalfjarðarsvæðið. Háskól- arnir Bifröst og Hvanneyri eru helstu vaxtarbroddar héraðsins og munu á næsm áram verða enn mik- ilvægari Borgfirðingum og reyndar Vestlendingum öllum. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíð- inni. Það sem við höfum sannað hér á Bifröst er að landsbyggðin er ekki dæmd til að lifa á framfram- leiðslu. Það er hægt að byggja upp arðbær þekkingarfyrirtæki úti á landi. Framtíðin er okkar," segir Runólfur. GE ATHUGIÐ Þorláksmessuskatan veröur á sínum staö í Matstofunni, Borgarnesi. Tökum gjarnan viö pöntunum í síma 437 1220 Matstofan, Borgarnesi Um leið og Áburðarverksmiðjan hf. þakkar frábærar viðtökur og ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða, óskar hún viðskiptavinum sínum, íslenskum bændum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og góðrar uppskeru á nýju ári. Hlökkum til samstarfsins á komandi árum. Áburðarverksmiðjan hf. Gufuncsi -128 Reykjavík Sími 580 3200 - Fax 580 3209 - www.aburdur.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.