Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 34

Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 §BESS1!Sí©Eí3 Sú dimma raust Kafli úr bók Borgnesingsins Jóns Sigurbjörnssonar leikara Bókaforlagið Iðunn sendi nýver- ið frá sér bókina Sú dimma raust, ævisögu leikarans, óperusöngvar- ans og hrossabóndans Jóns Sigur- björnssonar sem skrásett er af Jóni Hjartarsyni. Jón er fæddur og upp- alinn í Borgarnesi og í bókinni rifj- ar hann meðal annars upp Hér segir frá því þegar Jón Sigur- bjömsson á seinni árum heimsótti skólann í NY þar sem hann stundaði leiklistamám og í firamhaldi af því hvaða störf biðu hans hér heima að námi loknu. bemskubrekin og feril sinn sem mjólkurbílstjóri í uppsveitum Borgarfjarðar. I síðustu viku var Jón á ferðinni á æskustöðvunum og áritaði bók- ina sína í KB Hyrnutorgi. I samtali við Skessuhorn kvaðst Jón hafa verið orðinn dofinn í hendinni og upphíði þá meðal annars ormsm mína við kakkalakka, þau leiðu dýr, í baðkeri á einu hótelinu, þar sem ég stóð á adamsklæðum með gæsahúð af hryllingi og mundaði handklæðið eitt vopna. þegar þeirri vinnu lauk enda var stanslaus röð við borðið nær allan tímann. Kvaðst hann ánægður með viðtökur sinna gömlu sveit- unga á þessari ritsmíð. Hér á eftir fer stuttur kafli úr bókinni: an mig. Og manninum varð starsýnt á þennan drengstaula sem flutti heilu ræðurnar, dinglandi löppunum aftur af trékassahúsinu á bílnum - og spyr: - Við hvem ert þú að tala, góði? Til í slaginn eim og stjömumar. Myndin var tekin á Ijósmyndastofu á 47. strœti í New Þegar ég varð sjötugur, 1992, tók ég mér ferð á hendur vestur til San Diego í Kaiifomíu þar sem Lára dóttir mín var við framhaldsnám. Þá kom ég við í New York á heimleið- inni og ákvað að heimsækja gamla skólann minn sem nú er í allt öðra húsnæði. Eg spurði stúlkuna sem tók á móti mér hvort þau hefðu ekki veggspjald með mynd af útskriftar- hópnum 1948. Hún hélt það nú og mundi meira að segja hvar það var að finna í byggingunni. Það hékk uppi á flennistórum gangi. Það var skrýtið en skemmtilegt að líta á þetta skólaspjald. Fjömtíu og fjögur ár vom hðin. Ég var með yfirskegg á myndinni og töluverða flyksu af hári. Eg benti stúlkunni á myndina af mér. Hún horfði á hana og svo á mig með spum í augum. - Já, það er langt um liðið, sagði hún svo. Við brostum bæði. Síðan bauð hún mér upp á skrif- stofu. Þar beið einn af yfirmöxmum skólans og tók á móti mér. Þeim fannst töluvert til um að þessi gamli nemandi ofan af hjara veraldar skyldi koma til þess að heilsa upp á gamla skólann sinn. Eg var spurður hvort ég vildi ekki sjá umsögnina sem yfir- kennarinn gaf mér á inntökuprófinu. Ég hafði auðvitað síður en svo á móti því og þau drógu hana þama fram í skyndingu. Þessi umsögn var ósköp jákvæð og vinsamleg, en þar stóð meðal annars að ég væri með hreim - og skyldi engan undra. Þetta var einkaskóli og ekki mjög ódýr, en þetta hafðist með því að faðir minn tók lán í sparisjóðnum í Borgamesi út á húsið sitt og sendi mér peninga í gegnum Utvegsbank- aim í Reykjavík, en þar vann gamall félagi minn og vinur úr Karlakór Reykjavíkur, Sigurður Sigurgeirsson (Sigurðssonar biskups). Hann sá um allar yfirfærslur fyrir mig meðan ég var við nám. Hann hafði verið her- bergisfélagi minn í Ameríkuferðinni Þó að ýmsir hefðu efasemdir um þetta nám mitt og þætti það ekki gáfúlegt eða líklegt til þess að nýtast til launaðra starfa höfðu foreldrar mínir aldrei uppi neinar úrtölur eða efasemdir þar að lútandi. Eg held að þau hafi treyst því að ég vissi hvað ég var að gera. Ég lék hins vegar aldrei lokaverk- efhið mitt á prófinu, því að fáðir minn dó um það leyti og ég flýtti mér heim dl þess að vera við jarðar- förina. Það sýndu því allir skilning þó að ég þyrftí að ganga út úr sýn- ingunni, og ég fékk mitt prófskír- teini eigi að síður. Þegar heim var komið biðu mín engin draumahlutverk svo ég réð mig strax til að keyra mjólk og rjóma frá Mjólkursamlaginu í Borgamesi til Reykjavíkur. Ég fékk öflugan bíl til þeirra verka, amerískan Federal, en það vom tiltölulega fáir bílar fluttír inn af þeirri tegund. Hann var fimm gíra með þrískiptu drifi, þannig að það vom eiginlega fimmt- án gírar áffam og þrír aftur á bak, magnaður bíll. Ég fór eina ferð á dag með framleiðsluna til Mjólkursam- söluimar í Reykjavík og tók alltaf varning tíl baka. Þetta urðu oft lang- ir dagar, enda hvorki Hvalfjarðar- göng né Borgarfjarðarbrú - og mal- arvegir hvarvema. Ég hélt annars uppteknum hættí við aksturinn, samdi heilu atriðin í bílnum og lék á móti ímynduðum mótleikara. Ég var líka tekinn til við að kyrja og söng við raust. Ég var oftast einn í þessum ferðum, það skal tekið ffam. Ég bauð ekki farþeg- um upp á þennan fyrirgang. Annars var mér víst snemma tamt að tala við sjálfan mig. Ég áttí þetta til sem krakki. Þegar við bræður vor- um með móður okkar í vegavinnu, líklega 1930, stóð mig einhver að því að sitja uppi á húsinu á vömbíl og þusa einhver lifandis ósköp við sjálf- - Við sjálfan mig. - Og finnst þér þú skemmtilegur? segir hann. - Skemmtilegri en þú. Ég hafði ekki mikinn frítíma með- an ég var í þessu bílstjórastarfi. Ferð- irnar vora alla daga nema sunnu- daga, og reyndar stöku sinnum helgidagana líka. Þrátt fyrir það hlotnaðist mér alveg nýr og óvæntur frami þetta sumar. Það var búið að stofina danshljóm- sveit heima sem hét Danshljómsveit Borgamess. I henni vom þrír gamlir vinir mínir. Þeir vom famir að leika út um allar koppagrundir og fengu mig til að syngja með hljómsveit- inni. Þá gerðist ég sem sagt dægur- lagasöngvari í fyrsta og eina skiptið á ævinni. Það stóð bara þetta sumar og þá vom dansleikir aðeins á laugar- dagskvöldum. Leifi Grönfeldt spil- aði á píanó, Steini Helga á klarínett. Hann varð seinna ffammámaður í karlakómum Fóstbræðmm. Sigurð- ur Már Pétursson spilaði á tromm- urnar. Þeir vom hljómsveitin, ég kom bara inn í þetta sem aukageta. Þetta var auðvitað óraffnagnað band og það var enginn hljóðnemi fyrir söngvarann, engin hljóðmögnun, enda vom þetta lítil hús sem við vor- um að spila í og manni var engin vorkunn að láta heyra í sér. York árið 1947. Þetta var því æði erilsamur tími hjá mér. Ég fór af stað snemma á morgnana, klukkan sjö yfirleitt, og svo söng ég með strákunum um helgar. Ég var sex mánuði á bílnum og það gekk ágætlega, bilaði bara einu sinni. Þar með lauk embættis- ferli mínum sem mjólkur- og vöm- bílstjóra. Um haustið setti ég svo upp mitt fyrsta leikrit í Borgamesi. Eg setti raunar upp tvö verk sem vom leikin þar þennan vetur, 1948- 1949. Það fyrra var „Hreppstjórinn á Hraunhamri" eftir Loft Guð- mundsson. Sýningamar vom í sam- komuhúsinu sem var haff til allra nota. Við fómm með „Hreppstjórann" til Stykkishólms og sýndum í sam- komuhúsinu þar. Þar bmgðust ljósin um miðja sýningu. Við fengum þá lánaða gaslukt og hengdum hana upp í stofunni á Hraunhamri og lék- um við þá lýsingu út sýninguna og þótti varla tiltökumál. Það varð að tjalda því sem til var. Hitt leikritið var verk sem hafði getið sér orð í Reykjavík hjá Leikfé- laginu, ,A útleið" effir Sutton Vane, en það fékk ekki mikla aðsókn í Borgarnesi. Ég er hræddur um að grínið hafi ekki þótt nógu mikið enda ekkert gamanverk, nema síður sé. En mér þótti þetta verðugt verk- efni og þykir enn. Upp úr áramótum 1949 var byrj- að að æfa „Hamlet" hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lárus Pálsson lék aðal- hlutverkið. Leikstjórinn var danskur, Edwin Tiemroth, skólabróðir Lárusar, og hefur sjálfsagt komið hingað þess vegna sem gestur Leik- félagsins. - Nema hann vill fá trngan leikara í hlutverk Hórasar. Það er hringt í mig og ég beðinn að taka það að mér. Lárus vissi náttúrlega af mér. Ég hafði verið í skólanum hjá honum. Það var ekki dónalegt að hefja fer- il sinn með þessu hlutverki. Gunnar Eyjólfsson lék Laertes. Hildur Kalman var Ofelía og Haraldur Bjömsson lék Pólóníus. Hamlet var frumsýndur um vorið og sýningamar urðu þrettán. Síðan hef ég alltaf htið á töltma þrettán sem happatölu. Ég er alltaf að rekast á þá tölu í lífi mínu í sambandi við ýmsa merka atburði og ef það er ekki sú tala sjálf, þá er það einhver tala sem hún gengur upp í, eins og 65 til dæmis. Ég ók lengi á númerinu 13965 (13-39-65 þrisvar sinnum þrettán - fimm sinnum þrettán). Það vom happasælir bílar. Hjátrú mun þetta heita. I „Leynimel 1 i", áriö 1968, gafst tækifieri til þess aí rijja upp gamla takta. Myndin er tekin á æfingu: Borgar Garöarsson, Siguröur Karlsson, Guðmundur Pábstm, Kjartan Ragnarsson - og harmónikuleikarinn úr Borgamesi. (Borgarskjalas. Rvk. Ljósm.: Oddur Olafsson.) Það var þegar ég hafði hárið: I leiguakstri við Skorradalsvatn í Borgarfirði sumarið 1943.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.