Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 37
í»iíí*SSStifWÍííá;í
FIiVIMTUDAGÚR 20. 'ÖÉSEMBER 2001
1Z *
UMSB veitir bama-
skólum sambands-
svæðisins jólagjafir
Sambandsstjóri UMSB, Asdís Helga Bjamadóttir, afhendir fulltrúa Andakílsskóla g/öf-
inajýrir hönd UMSB og Fe'lags aldraóra í Borgarfjarðardölum.
Nú í vikunni sendi Ungmenna-
samband Borgarfjarðar öllum
barnaskólum á sambandssvæðinu,
þ.e. Grunnskólanum í Borgarnesi,
Varmalandsskóla, Kleppjárns-
reykjaskóla, Heiðarskóla og Anda-
kílsskóla, heimildaskrá ásamt sögn-
um með tilvísun til þjóðsagna, sem
snerta Borgarfjörð og borgfirsk ör-
nefni.
Hugmyndin um að safna saman á
einn stað slíkum gögnum kom ffam
hjá sambandsstjóra UMSB, á fundi
með félagi aldraðra í Borgarfjarð-
ardölum í tdleftii af ári aldraðra árið
2000. Félagsmenn tóku þessum
samstarfsvettvangi vel og hófust
þegar handa. Um 90 bækur og rit
voru skoðuð og skráð niður þau ör-
nefni er komu ffam og tengjast á
einn eða annan hátt héraðinu, á-
samt sögnum úr sveitinni og sögum
tengdum örnefnunum. Þessari
samantekt verður haldið til haga og
nú geymt á söffuun skólana þannig
að nemendur geti nýtt sér þau í
þeirri verkefnavinnu sem liggur
fyrir á hverjum tíma. Það er jafn-
framt von Ungmennasambandsins
og Félags aldraðra í Borgarfjarðar-
dölum að fleiri slík félög taki sig
saman og safni slíkum gögnum um
sitt starfssvæði og komi til Ung-
mennasambandsins. Það getur
þannig aðstoðað við að koma þeim
á framfæri með margvíslegum
hætti. Þekking á nágrenni okkar
hvetur til betri umgengni og virð-
ingar við landið, en það ý alltaf að
vera eitt af meginmarkmiðum
ungmennafélaganna. "Landslag
yrði lítils virði, ef það héti ekki
neitt" eins og Tómas Guðmunds-
son orti.
Dæmi um ömefhasögu
skráða af
Þómnni Eiríksdóttur:
Auðunnarlág. Miðja vegu milli
eldra íbúðarhússins á Steinum í
Stafholtstungum og fjárhúsanna
þar, er dálítil lág, sem heitir Auð-
unnarlág. Þar er stór steinn. Hefur
sneið úr honum auðsjáanlega
klofnað ffá og fallið niður. Sögn er
um að lágin sé kennd við vinnu-
mann, sem eitt sinn var á Steinum,
og Auðunn hét. Auðunn hafði ver-
ið að svíkjast um og lagt sig undir
steininn. En þá hrundi stykki úr
steininum ofan á hann og sagan
segir, að hann sé þar enn undir!
Gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár
Þökkum samstarfið á árinu
sem er að líða
Efnalaug
Þ^ottahús
Borgarbraut 55
Borgamesi
s. 4371930
Kaffihúsamenning í Borgames
Kaffi Kot á Brúartorg «
Húsmeði Kaffi Kots við Brúartorg.
Nýtt kaffihús með menningar-
legu yfirbragði verður opnað í
Borgarnesi á Þorláksmessu. Það
eru þau hjónin Hafsteinn Sævars-
son og Halldóra Bergsdóttir sem
eru eigendur kaffihússins sem hefur
hlotið nafhið Kaffi Kot og verður
það staðsett þar sem áður var Borg-
arsport, við Brúartorg. I samtali við
Skessuhorn sagði Hafsteinn að
kaffihúsið yrði reyklaust á matmáls-
tímum en þess á milli yrði gerð
málamiðlun þannig að allir gætu
vel við unað, reykingarmenn og
aðrir. Kaffi Kot mun verða opið
alla virka daga frá 11- 23 og um
helgar frá 11-13. Segist Hafsteinn
vera með margar hugmyndir á
prjónunum og ædar hann að vera
atkvæðamikill í menningarlífinu,
standa fyrir menningaruppákomum
af margvíslegu tagi eins og víns-
mökkun og ljóðalestri. Þá fá fót-
boltabullur þar inni, trúbadorar
munu koma annað veifið í heim-
sókn auk þess sem hann hyggst
stofna matarklúbb sem höfða á sér-
staklega tíl kvenpeningsins. Verða
þau með fullt vínveitingaleyfi og
sælkerakaffi frá Italíu, Illy, sem ein-
ungis einn annar staður hefur á
boðstólum og er sérmalað í sér-
hvern kaffibolla. Bakkelsi og smurt
brauð verður á kaffitímum, súpa og
salat í hádegi og á kvöldin verður
fjölbreytt úrval af léttum réttum í
boði. Verðinu verður stdllt í hóf.
Hafsteinn er lærður þjónn og
hefur starfað við þá iðn meira og
minna síðustu 13 árin. Halldóra ^
kona hans hefur einnig starfað í
veitingageiranum sl. 15 ár og bæði
hafa þau unnið á flestum þekktustu
hótelunum í Reykjavík og víðar.
Hafsteinn er rekstrarfræðingur frá
Bifröst og Halldóra klárar sama
nám næsta vor.
smh
UPPHEIMAR
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Pökkum mjög góðar móttökur
á árinu sem er að líða
*
4
*
€
1