Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 20.12.2001, Qupperneq 46

Skessuhorn - 20.12.2001, Qupperneq 46
* 46 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 §!ESSIÍSi©12M « 4T Maðurinn sem talar með maganum Guðjón Bjarnason í Bæjarstæði Á stéttinni fyrir framan hús Guð- jóns Bjamasonar við Höfðagrund á Akranesi logaði á tveimur kertum í blíðunni sunnudaginn 16. desember síðast liðinn. Þá voru liðin slétt 90 ár ffá því að þessi brosmildi og hjarta- hlýi öldungur kom í heiminn. Guð- jón er jafnan kenndur við Bæjarstæði sem stóð þar sem Suðurgata 103 er í dag. I tíleíni dagsins sóttu liðsmenn Slökkvihðs Akraness sinn gamla for- ingja heim, í fullum herklæðum og með bhkkandi ljósum á öllum bíla- flota liðsins svo fólk dreif að úr öll- um áttum og hélt að stórbruni væri í smáhýsahverfinu að Höfða. "Það var nú ekki ástæða til að kalla út slökkvi- liðið útaf þessum kertum mínum," sagði Guðjón þegar hann tók á mótí gestunum sem hólkuðu af sér gallan- um á stéttinni og gengu í bæinn til að þiggja kafBsopa. Slökkviliðsmaður númer 2 "Þeir halda svona tryggð við mig," segir Guðjón þegar blaðamaður Skessuhoms spyr út í þessa heim- sókn slökkviliðsmannanna. "Það á víst að heita svo að ég sé slökkvihðs- maður númer 2 á Akranesi. Það var árið 1934 sem við vomm settir tveir bflstjórar til að stjóma brunadælunni þegar hún kom. Gísli stóri Sigurðs- son í Bíóhöllinni var númer eitt. Áður en dælan kom var notast við strigafötur og hlaupið með þær og þær handlangaðar og hvað eina og vatnið sótt í brunnana við húsin. Annars vom alhr skyldaðir til að mæta þegar útkallið kom. Tveir menn hlupu um bæinn og kölluðu eldur hér eða eldur þar og þá komu allir sem vom verkfærir til starfa við að slökkva eldinn. Menn vom skyld- aðir til þessara starfa og enginn á launum nema slökkviliðsstjóri en nú fa menn greitt fyrir vinnu. Þegar Gísli veiktist varð ég dælustjóri. Eg tók við slökkvistöðinni 1964 og var ráðinn án þess að pólitík kæmi þar við sögu. Eg hef til allrar hamingju verið blessunarlega laus við pólitík. Eg hætti þá akstri og gegndi þessu starfi formlega tíl 1982 en þá var ég kominn á aldur. Eitthvað gekk þeim póhtíkusunum brösulega að koma sér saman um eftírmann minn og fyrir vikið gegndi ég starfinu hátt í ár í viðbót. Eg fékk á sínum tíma starf sem eldvamareftirlitsmaður og fór hér í hvert einasta hús hér í plássinu til að fylgjast með frágangi eldfæra enda vora kolaeldavélar í mörgum húsum og seinna kynt með olíu. Tvisvar á ári fór ég í timburhúsin. Leikir bemskunnar Það breiðist bros yfir andlit Guð- jóns þegar hann spurður um æslcuár- in á Skaga. "Ég er fæddur 1911 og uppalinn í Bæjarstæði þar sem ég byggði mitt hús seinna meir. Pabbi byggir á lóðinni rétt upp úr alda- mótunum, fyrst torfbæ en síðar hús á hlöðnum gmnni. 1926 var svo byggt ofan á það og ég man að hom- ið á bíslaginu sem var byggt til að komast upp á efri hæðina skagaði út í Suðurgötuna. Það var skrítið hvar þeir létu götuna koma þegar þeir breyttu henni því að þrátt fyrir nóg pláss þama vildu þeir endilega láta hana koma inn á Bæjarstæðislandið og eyðilögðu þar með heilar þrjár byggingarlóðir. Leikvangurinn okkar barnanna var Langisandur og klettarnir og svo kálgarðamir á haustín og veturna. Pabbi áttí árabát og hafði uppsátur í Ivarshúsavör sem hvarf undir bygg- ingar Sementsverksmiðjunnar. Við höfðum kindur og ræktuðum kart- öflur og við þetta vann maður, hey- skapinn og mótekjuna. Um tíu ára aldurinn byrjaði maður svo að vinna við að breiða út saltfiskinn á reitun- um hjá Haraldi Böðvarssyni. Svona gekk þetta til í leikjum og störfum, við lékum parís, feluleiki, fallin spýta, útilegumannaleik, sýslumann og böðull og hvað það nú var sem við höfðumst að. Við máttum leika okkur í kálgarðinum í Bæjarstæði og þar lékum við fótbolta en knötturinn var gerður með því troða út með heyi rakaðan og verkaðan hrútspung. Ekki máttum við leika á túnunum. Þannig vora nú fyrstu fót- boltamir á Skaga áður en reimuðu leðurboltarnir komu. Garðurinn var harðtroðinn efrir sparkið og þræl- dómur að stinga hann upp á vorin." Símskeytasendill og skátaforingi 14 ára varð ég sendill á símstöð- inni á Söndum og stöðvarstjórinn vildi endilega að ég fengi síma. A skiptiborðinu var pláss fyrir 60 núm- er en á þessum tíma vom ekki nema um helmingurinn af þeim í notkun. Eg fékk númer 60 og það hangir enn við númerið mitt í dag. Bæjarstæði var í þá tíð efsta húsið á Skaga." Skátafélagið var stofnað 1926 og í því félagi átti Guðjón eftir að eiga langan og farsælan feril. "Félagið er stofnað um vorið en ég geng ekki í það fyrr en um haustið, í október, á- samt Hans Jörgenson sem er nýfall- inn frá. Jón Hallgrímsson var for- inginn okkar til dauðadags en þá tók ég við sem félagsforingi og var það í ein fjórtán ár. I samvinnu við kven- skátana byggðum við Skátahúsið og báram möl og sand í pokum af Langasandi í bygginguna. Skátahús- ið þótti fulllangt fyrir utan bæinn. Við fómm fótgangandi í fyrstu útí- legumar að Innri Holtum og upp að Garðaseli og Akrafjalli. Á reiðhjól- um fóram við lengst í Leirárlaug til að komast í heitt vam að synda og tvisvar fómm við í Hreppslaug og tjölduðum í Meyjarlundi í Hafiiar- skógi. Seinna fór ég svo að keyra krakkana og sótti þau svo aftur. Við fómm meira að segja á Bjúkkanum á Þingvöll á skátamót. Og aldrei var neitt tekið fyrir ferðimar - sem bet- ur fer. Fyrsti bíllinn - og aukin umsvif Ég tók bflpróf árið 1930. Þá fékk maður ekki ökuskírteini fyrr en 20 ára. Ég var þó reyndar byrjaður að keyra áður. Veturinn áður var ég með verslun Haraldar Böðvarssonar í Sandgerði en það atvikaðist þannig að Ingólfur Jónsson verslunarstjóri hans varð bráðveikur og vantaði Harald mann til að hlaupa í skarðið. Haraldur kemur niður í beiminga- skúr eftir áramótin og spyr hvort ég vilji taka verslunina. Ég fer heim og tala við mömmu en pabbi var á sjó. Mamma segir að Haraldur ráði þessu, ég sé hjá honum og hún fer að tína saman fatnað og annað í koffort sem þá tíðkaðist að nota í ferðalög. Þar var ég um veturinn og kom síð- an heim um sumarið og vann við að byggja Haraldarbúð og þá fæ ég þessa dellu að vilja læra á bfl. Ég lærði hjá Magnúsi Gunnlaugssyni en varð síðan að bíða þar tíl aldrinum var náð. En það var hægt að keyra án þess að hafa skírteini ef maður átti bílinn. Því var það ég keypti fyrsta bílinn minn, sem var vörabfll, Ford 29 módel, af Gísla stóra sem veiktíst af berklum og fór á Vífilsstaði. Ég kaupi hann af Gísla á 150 krónur - og ég áttí fyrir honum. Ég fékk und- anþágupappíra ffá dómsmálaráðu- neytinu og sýslumanninum um að ég mætti keyra og tveimur dögum eftír afrnælið mitt, þann 18. desem- ber fékk ég svo ökuskírteini. Tveim- ur ámm áður hafði ég verið í Reykjavík og lært þar reiðhjólavið- gerðir í Eminum og fór í framhald- inu út í innflutning á reiðhjólum frá Þýskalandi og Danmörku og flutti einnig inn grammófóna og sauma- vélar meðfram. Þetta hafði ég með akstrinum. Fyrsti bjúkkinn Fyrsta fólksbílinn eignast ég 1934. Það var Bjúkki og fyrrverandi ráð- herrabíll. Ég vann um tíma hjá Steindóri og hann vildi selja mér bíl en ég vissi að þeir vom allir mikið keyrðir sem hann vildi selja en svo fór ég frá Steindóri og var hér heima. Ég ffétti síðan af þessum bfl, hann hafði staðið um árs skeið og ég keypti hann, fékk víxil í Sparisjóðn- um upp á tvö þústmd kall. Spari- sjóðsstjórinn Ami Böðvarsson setti það sem skilyrði að bróðir minn elsti, Sigtryggur, skrifaði uppá ásamt Jóni Hallgrímssyni. Þar með átti Sparisjóðurinn ekki að tapa þótt ég yrði gjaldþrota. En svo gekk þetta allt saman upp hjá mér, ég hafði hjólaviðgerðirnar og keyrsluna - og svo kom herinn og þá fékk ég offiserana í Hvalfirðinum, þeir leigðu af mér Bjúkkann og ég hafði það bara mjög gott. Ég gat ekki arrisserað hinum bílnum og seldi hann. Með offiserana fór ég á milli kampanna hér á Vesturlandinu, maður fór nokkuð reglulegar ferðir á Kjalames, í Borgames og Bröttu- brekku. Ég fékk fasta vinnu með vömbflinn hjá þeim við að flytja vör- ur. Þá losuðu skipin vöramar hérna á Akranesi og þurftí að keyra í Hval- fjörðinn. Seinna lagði ég svo vöm- bflnum og sneri mér að því ein- göngu að keyra fólksbflinn. Ég var í leiguakstri yfir 30 ár. Fyrst þegar ég var að fara á milli Reykjavíkur og Akraness var ég svona á sjötta tíma ef ekkert kom uppá, ef maður festi sig ekki og ekk- ert bilaði. Vdpurnar vora margar og oft sat maður fastur. Þá varð maður að tjakka bflinn upp og rogast með grjót að fylla undir og svoleiðis. Svo batnaði þetta smám saman og þegar kom þar að ég var ekki nema fjóra tíma suður þá fór ég að fara til baka sama dag. Ég man ekki árið sem fyrstí bfllinn kemur á Akranes en það var Þórður Asmundsson og Bjami Olafsson sem kaupa fyrsta bflinn til Akraness. Sá bfll var með keðju aftur á öxul. Og þrír pedalar: Low, high. Og bremsa. Sveinbjöm Oddsson sem var þekkt- ur verkalýðsleiðtogi var bflstjóri á þessum bfl. Næsmr til að eignast bfl er Þórður Þorsteinn Þórðarson á Hvítanesi og svo bættust við bílar, Magnús Gtmnlaugsson var með eina sex á tímabili og útgerðarmennimir fóm að fá sér bfla, Haraldur, Þórður og Siggi í Tungu og Mangi á Hóla- völlum. Ætli það hafi ekki verið komnir héma 10 til 11 bflar þegar ég kaupi Fordinn 1930. Þetta var mikil vinna. En maður var ungur og gat unnið. Allt flutti maður. Möl, sand, hey, mó, fisk og fénað. Mér þénaðist vel og stofnaði fjölskyldu en á stríðs- árunum gegnum við Ingibjörg í það heilaga. Svo fékk ég mér annan Bjúkka og átti þá tvo slíka og hafði strák til að keyra með mér. Heymartækið úr Familie Joumal Á fjórða áratugnum byrjaði Guð- jón að tapa heym og hann hefur frá því á stríðsárunum gengið með heyrnartæki. Hljóðnemann ber hann framan á bringunni og þaðan liggur þráður í lítið tæki sem lagt er við höfuðkúpuna fyrir ofan hægra eyrað. Þegar Guðjón talar í síma leggur hann tólið að bringunni til heyra í viðmælanda sínum. "Þetta er maðurinn sem talar með maganum segja börnin þegar þau sjá mig tala í síma. Einu sinni fékk ég að hringja á bæ hjá góðri konu og lagði símtólið að hljóðnemanum á bring- unni. Hún gekk þá að mér og tók af mér símtólið og bar upp að eyranu og sagði: "Þú átt að gera svona!" Ég verð fyrst var við að eitthvað er í ólagi árið 1937. Þá fer ég á al- heimsskátamót í Hollandi ásamt þrjátíu öðmm Islendingum. Eftír mótið ferðuðumst við um Evrópu og skoðuðum meðal annars heims- sýninguna í París. Þar sáum við heiminn á heimssýningunni. Við Fyrsti bíllinn: Ford árgerð 1929.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.