Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Page 40

Skessuhorn - 23.11.2005, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 ^kUsunuLi hérsnyrtistofa Borgarbraut 1 - Stykkishólmi Sími: 438-1587 Pantið jólaklippinguna í tíma. Opnunartími í desember: Opið alla virka daga frá kl: 10:00-18:00 Opið til kl: 21:00 öll miðvikudagskvöld Laugardagar 3. des opið frá kl: 10:00-16:00 10. desopiðfrákl: 10:00-18:00 17. des opið frá kl: 10:00-20:00 Þorláksmessa opið frá kl: 10:00-23:00 Aðfangadagur opið frá kl: 10:00-12:00 Verið velkomin % Þorláksmessuskata og tindabykkja Saltfiskur Harðfiskur Ýsu- og þorskflök Gellur, kinnar Tangi Grundarfirði ...og margt margt fleira af gómsætu sjávarfangi Nánari upplýsingar og pantanir í síma: 438-6929 og 690-2098 Getum við aðstoðað þig? 4 Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Forprentuð bréfsefni, umslög & eyðublöð Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes 437 2360 - 893 2361 olgeirhelgi@islandia.is ~y Orlofssjóður JBHM OBHM Leitar eftir orlofskostum á Vestur- landi, VestQörðum og Norðurlandi vestra til skiptileigu og/eða leigu. Til greina koma sumarbústaðir, íbúðir í þéttbýli og sérbýli. Einungis koma til greina staðir þar sem hægt er að kaupa umsjónarþjónustu. Eignirnar þurfa að vera í góðu ástandi. Félagasamtök og aðrir sem hafa til umráða eignir sem gætu komið tii greina eru beðnir að hafa samband við Jóhönnu Engilbertsdóttur (johanna@bhm.is), Margréti Þórisdóttur (margret@bhm.is) eða á skrifstofu OBHM í síma 581 2090 fyrir 15. desember næstkomandi. Gamlir og nýir badmintonspilarar velkomnir Skemmtileg og góð hreyfing. Þjálfari á mánudögum. Mánud. 17:30-18:45 fullorðnir Föstud. 18:45-20:00 fullorðnir Laugard. 16:00-17:00 börn og fullorðnir saman íþróttahúsið Borgarnesi A Operukór Hafrtarfjarðar syngur á aðventutónleikum Elín Ósk og Óperukór Hafnarfjarðar með Filharmoniuhljómrveit Sofiu. Hljómsveitarstjóri var Bernharður Wilkinson. Aðventutónleikar Tónlistarfé- lags Borgarfjarðar verða haldnir í Reykholtskirkju laugardaginn 26. nóvember næstkomandi. Samstarf Tónlistarfélagsins, Borgarfjarðar- prófastsdæmis og Reykholtskirkju um tónleika við upphaf aðventu hófst árið 1996 og því verða tón- leikarnir nú þeir tíundu sem þessir aðilar standa að í sameiningu. Blásarakvintett Reykjavíkur lék á íyrstu tónleikunum en síðan hafa m.a. Karlakór Reykjavíkur, Söngsveitin Fílharmónía, Kamm- ersveit Reykjavíkur, Gradualekór Langholtskirkju, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og blásarasveit - Diddú og drengirnir - og Kammerkór Vest- urlands komið fram á aðventutón- leikunum. Gestir okkar að þessu sinni eru Operukór Hafnarfjarðar og undir- leikaramir Peter Maté, píanó og Lenka Matéova, orgel. Elín Osk Oskarsdóttir er stjórnandi Op- erakórs Hafnarfjarðar. Hún er ein fremsta söngkona okkar, hefur sungið fjölda óperuhlutverka inn- anlands sem utan og hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Félagar í Óp- erukór Hafnar- fjarðar eru um 70 talsins. Kór- inn hefur sungið víða á Islandi og í október 2004 hélt hann hátíð- artónleika ásamt Fílharmóníu- hljómsveitinni í Sofiu í Búlgaríu og flutti íslenska tónlist á tónleik- um í Plodvdiv. Eins og nafn kórsins gefur til kynna þá hefur hann einbeitt sér að flutningi óperu- og óperettutón- listar eftir hin ýmsu tónskáld, s.s. Verdi, Mascagni, Johann Strauss og Lehár. Jafnframt hefur kórinn flutt verk eftir íslensk tónskáld. A tónleikunum í Reykholti verð- ur flutt íslensk og erlend aðvenm- og jólatónlist. Einsöngvarar verða, auk Elínar Óskar Óskarsdóttur, þau Þórunn Stefánsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Margrét Grétars- dóttir, Björg Karítas Jónsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Björn Björnsson, Kjartan Ólafsson, Birgir Hólm Ólafsson, Ari B. Gústafsson, Krist- inn Kristinsson, Haraldur Baldurs- son og Stefán Arngrímsson. Öll eru þau félagar í kórnum en hann hefur á að skipa ffábæru liði ein- söngvara. Tónleikarnir í Reykholtskirkju hefjast kl. 16.00. Aðgangseyrir er 2000 krónur fyrir utanfélagsmenn og 1000 krónur fyrir böm og eldri borgara. Að venju verða seldar kaffiveitingar í safnaðarsal í hléi. ('fréttatilkynning) Um þjónustu löggæslu og sýslumannsembætta Nefnd á vegum dómsmálaráð- herra hefur nýlega skilað tillögum að breyttri skipan lögreglumála í landinu. Eðlilegt er að huga að skipan sýslumannsembætta og lög- reglumála í landinu ekki síst með tilliti til breyttra samgangna og búsetumynsturs. Lagt er upp með mörg fögur markmið eins og að efla almenna löggæslu og hraða rannsóknum sakamála. En til þess að svo megi verða þarf að fækka umdæmum og skera verkefni af sýslumönnum að mati nefndarinn- ar. Sýshimenn eru umboðsaðilar ríkisins í héraði Löggæslan og starfsemi sýslu- manna er einn mikilvægasti þáttur í almannaþjónustu landsmanna og þessi embætti eru þjónustustofn- anir og umboðsaðilar ríkisins í héraði auk þess að fara með lög- reglustjórn. Nærþjónusta þessi skiptir því íbúana miklu máli. Þá ber og til að líta að opinber störf sýslumannsembætta og lögreglu skipta hin minni samfélög gríðar- lega miklu varðandi fjölbreytni at- vinnulífs. Dómsmálaráðherra hef- ur boðað að flutt verði 12-15 sér- greind störf og verkefni til Blönduóss og byggð upp við sýslu- mannsembættið á staðnum. Því fagna ég og tel að þarna hafi verið tekið myndarlega á sem vonað er að framhald verði á við önnur sýslumannsembætti. Vafalaust má flytja stærri hluta af eftirlitsstofn- unum til Sýslumannsembættanna en sá iðnaður þenst út og vex eins og gorkúlur á haug á Suðvesmr- horninu. Nauðsynlegt er að fá strax fram hugmyndir og áætlanir stjórnvalda um frekari flutning verkefna til sýslumannsembætt- anna út um land. Hlutverk lögreglunnar er víðtækara en elta þjófa og ökuníðinga Starfsemi lögreglumanna tengist ekki eintmgis löggæslumálum, elta uppi þjófa og þá sem brjóta umferð- arlögin, sem mér finnst tillögumar taka um of mið af. Lögreglustjórar fara með yfirstjóm leitar- og björg- unarstarfa á landi. Þjónusta lögregl- unnar að minnsta kosti út vun land er ekki síður tengd fjölþættri aðstoð m.a. leiðsögn við hinn almenna borgara, fræðsla og forvamarstarf, aðstoð í erfiðri færð, slys eða örmur neyðartilvik, sjúkraflumingar og björgunarstörf og svo ótal margt annað. Þar skiptir nálægð þjónust- unnar ekki síst máli fyrir strjálbyggð, fámenn, landstór eða samgöngulega eingraðar byggðir. Það er einkum við þessi landstóru dreifbýlu sveitar- félög sem ríkið ber sérstakar skyldur í forsjá löggæslumála. Og það er nú einmitt þegar aðstæður em erfiðast- ar sem þörfin er mest. Stöndum með sýslu- mönnum í Búðardal á Patreksfirði og Hólmavík Nefndin gerir tillögur um að lög- reglan í Búðardal fari tmdir Borgar- nes. Sömuleiðis að lögreglan á Hólmavík fari þangað. Einnig er gert ráð fyrir að löggæsla í Reyk- hólahreppi fari undir Borgames. Þá er gert ráð fyrir að lögreglan á Pat- reksfirði fari undir sýslumanninn á Isafirði. Ansi verða nú sýslumenn- irnir strípaðir á þessum stöðum þeg- ar lögreglan hefúr verið tekin frá þeim. Hætt er þá við að embættin sjálf og umsýsla þeirra fari fljótlega sömu leið. Með sýslumenn á staðnum er þó langnærtækast að þeir verði áffam lögreglustjórar en hafi samvinnu sín á milli og við nágrannaembættin. Patreksfjörður og ísafjörður era í innbyrðis vegasambandi aðeins ör- fáa mánuði á ári. Umdæmi Hólma- víkurlögreglu spannar nokkur hundmð kílametra og vegimir lok- ast oft vegna veðra. Er ekki séð að öryggi íbúanna aukist við að færa lögreglustjóm Strandamanna suður í Borgames, en um 200 km em frá Borgarnesi til Hólmavíkur og á fjórða hundrað km norður í Ames- hrepp. Dalamenn skora á dómsmálráðherra og þingmenn Á þriðja hundrað íbúa Dalasýslu hafa nú sent skriflega áskorun til dómsmálaráðherra og alþingis- manna um að verja og efla sýslu- mannsembættið í Búðardal með nýj- um verkefnum. Þar er „mótmælt fyrirhuguðum áædtmum stjómvalda að flytja lögreglustjóm í Dalasýslu frá sýslumanninum í Búðardal og til sýslumannsins í Borgarnesi." Er ein- dregið tekið undir þá áskorun. Eg tel hinsvegar að vel megi skoða sameiningu löggæslu á Reyk- hólum og Búðardal og setja þar a.m.k. tvo lögreglumenn undir stjórn sýslumannsins í Búðardal. Tillögur að breyttri skipan sýslu- manns og lögreglumanna sem nú er verið að kynna þarf að skoða mun nánar enda segir í skýrslunni: „Síð- ast en ekki síst er mikilvægt að breið samstaða skapist um þær tillögur að breytingum sem hrint verður í fram- kvæmd.“ Jón Bjamason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.