Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  107. tölublað  107. árgangur  DRAUMASTARF KVIKMYNDA- FÍKILSINS STEFNIR Í HÖRKUKEPPNI TÆKIFÆRI Í VIÐSKIPTUM VIÐ NATO ÚRSLIT SKÓLAHREYSTI 11 VIÐSKIPTAMOGGINNDAGSKRÁRSTJÓRI Á RIFF 36 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Dótturfélag malasíska fjárfestinga- félagsins Berjaya Corporation er við það að ganga frá kaupsamningi á 80% hlut í Icelandair Hotels. Þetta herma heimildir Viðskipta- Moggans. Icelandair Group setti hótelfélag sitt í söluferli á síðasta ári og hugðist selja félagið í heild en mun halda eftir fimmtungshlut í því. Stofnandi Berjaya Corporation er hinn 67 ára gamli Vincent Tan, malas- ískur auðkýfingur sem vakið hefur mikla athygli á síðustu árum í kjölfar kaupa hans á enska fótboltafélaginu Cardiff City. Í febrúar síðastliðnum sendi nýstofnað dótturfélag Berjaya Corporation frá sér tilkynningu til kauphallarinnar í Kuala Lumpur þess efnis að félagið væri að ganga frá ríf- lega 1,6 milljarða króna kaupsamn- ingi á fasteigninni á Geirsgötu 11 í Reykjavík, sem verið hefur í eigu fé- laga Guðmundar Kristjánssonar, for- stjóra HB Granda. Icelandair Hotels hefur á að skipa 23 hótelum víðs vegar um landið. 10 þeirra eru sumarhótel. Þá vinnur félagið að uppbyggingu nýs hótels við Austurvöll. Tan kaupir Icelandair Hotels  Malasískur auðkýfingur að baki risafjárfestingu í íslenskri ferðaþjónustu  Icelandair og dótturfélag Berjaya Corp. við það að ganga frá kaupsamningi MViðskiptaMogginn Morgunblaðið/RAX Fjárfestir Vincent Tan horfir til fjárfestingartækifæra hér á landi. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lögmenn bandaríska flugvélaleigu- fyrirtækisins ALC hafa lýst skaða- bótaábyrgð á hendur Isavia með bréfi sem sent var félaginu í gær. Tengist málið kyrrsetningu farþega- þotunnar TF-GPA sem ALC á en var undir umráðarétti WOW air þar til félagið varð gjaldþrota 28. mars síðastliðinn. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Isavia sé ein- vörðungu heimilt að halda vélinni gegn skuldum sem WOW air stofn- aði til með hagnýtingu þeirrar til- teknu vélar. Isavia hefur krafið ALC um milljarða greiðslu vegna skulda sem hlutust vegna umsvifa alls flugflota WOW air. Í kjölfar úr- skurðar héraðsdóms greiddi ALC Isavia 87 milljónir króna, sem félag- ið telur andvirði þeirrar skuldar sem staðið hafi upp á WOW vegna TF- GPA. Lögmenn ALC segja tjón félags- ins vegna aðgerða Isavia nú þegar nema 400 þúsund dollurum hið minnsta, eða tæplega 50 milljónum króna. Þá bætist við ríflega 1,8 millj- ónir króna á degi hverjum. Lög- mennirnir fullyrða að Isavia hafi aldrei upplýst um nákvæma fjárhæð sem félagið krefji ALC um, né held- ur sundurliðun á kröfunni. Þeir tveir milljarðar sem nefndir hafa verið til þessa í opinberri umræðu varða skuldir WOW air eins og þær voru í lok febrúar síðastliðins. Félagið hélt áfram að safna skuldum gagnvart Isavia nær allan marsmánuð og gætu fjárhæðir í því sambandi num- ið á annað hundrað milljónum króna. »ViðskiptaMogginn Tjónið nú þegar 50 milljónir  ALC hefur lýst skaðabótakröfu á hendur Isavia ohf. Stórt sitkagrenitré, sem sett var upp á Smára- torgi í Kópavogi fyrir síðustu jól, var tekið niður í gær. Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópa- vogs, sagði að tréð hefði verið svo fallegt og haldið barrinu það vel að það fékk að standa fram á sumar. Tréð óx í garði í Kópavogi en varð fyrir skemmdum og þurfti að fjarlægja það. Það var fellt í nóvember 2018 og hefur glatt augu vegfarenda við Smáratorg síðan þá. Morgunblaðið/Hari Síðasta jólatréð í Kópavogi frá síðustu jólum var tekið niður í gær Sérstaklega end- ingargott jólatré  Mikilvægt er fyrir hagsmuni Ís- lands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál með innleiðingu 3. orkupakkans. Þetta er mat átta formanna ým- issa hagsmunasamtaka sem saman rita grein um þetta málefni sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að EES-samstarfið, sem nú fagnar aldarfjórðungs- afmæli, nái ekki til nýtingar auð- linda eins og sjáist af því að Norð- menn ákveði sjálfir hvernig olíu- og gaslindir þeirra séu nýttar og Finn- ar ákveði hvernig skógar þeirra séu höggnir. Slíkar ákvarðanir séu ekki teknar af ESB og það eigi líka við um nýtingu jarðhita og vatns- afls hér á landi. »15 Segja samstarf um orkumál nauðsyn Áfengissala hér á landi hefur ríflega þrefaldast frá árinu 1980. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirt- um tölum Hagstofu Íslands um sölu áfengis hér á landi. Á þessum tíma hefur mynstur í áfengisneyslu breyst talsvert. Árið 1980 var hlut- fall sterks víns af áfengisneyslu landsmanna 71%, árið 2008 var hlut- fallið 21% og í fyrra var það 16%. Bjórneysla hefur aukist talsvert síðan hrunárið 2008, það ár neyttu Íslendingar 899.000 alkóhóllítra af bjór en í fyrra var neyslan komin upp í 1.252.000 alkóhóllítra. Talsverður kippur kom í áfeng- issölu árið 2015, það gerðist á sama tíma og ferðamönnum hingað til lands tók að fjölga, og hefur sú þró- un haldið áfram. »10 Þrefalt meira áfengi 2018 en árið 1980 Morgunblaðið/Júlíus Áfengi Sala þess hefur aukist um- talsvert undanfarna áratugi.  Lítur þú á Eurovision sem hátíð? Heldurðu Eurovision-partí, skreyt- irðu híbýli þín eða klæðistu bún- ingum? Veðjarðu um hvaða lag vinnur? Hvað borðarðu þegar þú horfir á keppnina? Þessara spurninga og margra fleiri er spurt í Eurovision-könnun sem lögð er fyrir á vegum Þjóð- minjasafns Íslands á vefsíðu þess. Framtakið er liður í þeirri starf- semi safnsins að safna upplýsingum um samtímann að sögn Ágústs Ó. Georgssonar, sem er sérfræðingur þjóðháttasafns hjá Þjóðminjasafn- inu. „Við reynum að vera með putt- ann á því sem er að gerast í kring- um okkur,“ segir Ágúst. »4 Morgunblaðið/Eggert Eurovision Hatari er framlag Íslendinga í keppninni sem verður í Ísrael í ár. Eurovision-hefðir Ís- lendinga kannaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.