Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 ✝ MatthildurKristensdóttir fæddist 4. ágúst 1943 á Hverf- isgötu 7 í Hafn- arfirði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ 27. apríl 2019. Foreldrar Matt- hildar voru hjónin Kristens Adolf Reinholdt Sigurðsson skip- stjóri og síðar kaupmaður í Hafnarfirði, f. 22. apríl 1915, d. 21. október 1974, og Sólveig Hjálmarsdóttir húsmóðir, sem starfaði við verslun og þjón- ustu, f. 10. desember 1916, d. 23. febrúar 2006. Matthildur á tvo yngri bræð- ur, Hilmar, f. 17. júlí 1947, og Erling, f. 15. maí 1953. Þeir búa báðir í Hafnarfirði. Matthildur ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Barna- skóla Hafnarfjarðar og tók gagnfræðapróf frá Flensborg. Hún var kraftmikil og spilaði Fyrsta hjúskaparárið bjó Matta á Hellissandi í heima- byggð Sæbergs. Fjörðurinn dró hana þá til sín og þau bjuggu sér heimili í Fögruk- inn. Á búskaparárunum í Hafnarfirði ráku þau fiskbúð. Jafnhliða verslunarstörfum sinnti Matta heimilinu. Þegar börnin voru orðin sex stofnaði Sæberg útgerð og þau fluttu til Hornafjarðar og bjuggu þar í sjö ár. Matta starfaði þá við fiskvinnslu og verslunarstörf hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga. Þegar Sæberg hætti á sjó fluttu þau til Reykjavíkur með stuttri við- komu í Garðabæ og festu síð- an rætur í Fljótaselinu. Þau tóku við rekstri matvöruversl- unarinnar Nesval á Seltjarn- arnesi. Þetta var sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem flest börnin unnu með þeim. Þegar Matta og Sæberg hættu verslunarrekstri luku þau starfsævi sinni sameiginlega í sendibílaakstri. Þau voru kom- in á sjötugsaldur þegar þau fengu lóð í Lambaseli og byggðu einbýlishús. Þau bjuggu þar á meðan heilsan leyfði. Útför Matthildar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. maí 2019, klukkan 13. handbolta með FH og æfði með fim- leikafélaginu Björk. Matta, eins og hún var einatt kölluð, giftist Sæ- bergi Guðlaugs- syni frá Hellis- sandi 22. apríl 1965. Sæberg fæddist 14. febr- úar 1940 og lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 3. nóvember 2017. Þau eign- uðust sex börn: Viðar, f. 3. október 1963, Hjálmar, f. 18. ágúst 1965, maki Heiða Rún- arsdóttir, Sólveig Reinholdt, f. 10. júní 1967, maki Hrólfur Sumarliðason, Kristín Rein- holdt, f. 13. júlí 1968, maki Arnold Björnsson, Arnar, f. 8. júní 1969, maki Yrsa Eleonora Gylfadóttir, og Súsanna Rein- holdt, f. 5. febrúar 1976, sam- býlismaður Sævar Jósep Gunn- arsson. Barnabörnin eru ellefu og tvö barnabarnabörn eru komin í hópinn. Í dag fylgjum við elskulegri móður okkar síðasta spölinn með söknuð í hjarta. Margir vilja meina að við veljum okkur for- eldra og að við veljum okkur þá foreldra sem geta veitt okkur mestu hjálpina í gegnum verkefni lífsins. Ef það er málið þá völdum við rétt. Elsku mamma, þú varst okkar suður, austur, norður og vestur, okkar vegvísir í lífsins ólgusjó. Þú sagðir okkur aldrei hvað við áttum að gera við líf okk- ar heldur studdir okkur í því sem við ákváðum að gera. Þú leyfðir okkur algjörlega að stjórna ferð- inni en greipst inn í ef þér fannst við ekki vera að ráða við það sem við vorum að gera. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig, elsku mamma, en við erum svo innilega þakklát fyrir allt sem þú gafst okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur, þú varst vön að taka á móti okkur með bros á vör og útbreidd- an faðminn. „Nei ertu komin, gull- ið mitt“ sagðir þú alltaf og straukst barnabörnunum um vangann, alveg eins og þú gerðir alltaf þegar við vorum lítil. Glað- værð og hlýja einkenndu þig í einu og öllu og segja barnabörnin að þú varst eins og ömmur eiga að vera. Þú varst mikil kjarnakona, sterk, hörkudugleg, glaðlynd, blíð og fróð. Þú varst mikill húmoristi, settir upp þinn sposka svip og allt- af var stutt í brosið og skemmti- lega hláturinn sem svo sannarlega smitaði út frá sér. Þú varst hrókur alls fagnaðar og þótti þér ekki leiðinlegt að eyða gæðastundum með vinum og ættingjum, hlæja og rifja upp gömlu góðu dagana. Veislurnar, saumaklúbbarnir eða aðrir mannfögnuðir á þínu færi voru hver öðrum glæsilegri, þú galdraðir fram hinar flottustu kræsingar á mettíma. Þú varst hinn mesti snillingur í eldhúsinu og bjargaðir ófáum veislunum fyr- ir okkur systkinin með kökum, brauðréttum og öðru kruðeríi. Fyrir um átta árum var móðir okkar greind með Alzheimer- tengdan sjúkdóm sem ágerðist með tímanum. Hún gerði sér grein fyrir að minnið var eitthvað farið að stríða henni en barðist á móti straumnum eins og henni einni var lagið. Hún náði að leika á okkur í þónokkurn tíma, skipti um umræðuefni eða sló á létta strengi og hló sínum dillandi hlátri. Alz- heimer-tengdir sjúkdómar ræna mann ekki bara nútíð og framtíð, heldur einnig fortíð. Allar minn- ingar og tilfinningar, ástvinir og annað sem við varðveitum í huga okkar hverfur inn í minnisleysið. Mamma mundi samt alltaf eftir okkur systkinunum, sagði nafnið okkar, brosti, kyssti okkur og strauk okkur um vangann. Þó svo að sjúkdómurinn hefði náð tökum á henni vorum við mjög þakklát fyrir það að hún þekkti okkur allt til endaloka og sýndi okkur ást og hlýju. Elsku besta mamma, það er svo margt sem við getum þakkað þér fyrir, þú hefur kennt okkur svo margt, ert stór áhrifavaldur og ein besta fyrirmyndin í lífi okkar sem mun fylgja okkur út lífið. Góða ferð inn í sumarlandið, elsku mamma, og takk fyrir allt. Viðar, Hjálmar, Sólveig, Kristín, Arnar og Súsanna. Elsku amma. Mikið sem við eigum eftir að sakna þín og kveðjum við þig með tárin í augunum. Við vorum svo heppin að eiga þig að, elsku amma, þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Við eyddum mörgum góðum stundum saman, þú varst alltaf já- kvæð, glöð, brosmild og sjaldan sem við sáum þig ekki hlæjandi. Það voru ófá skiptin sem við systkinin vorum í pössun í ömmu og afa húsi og þegar við hugsum til baka að þá erum við sammála um það að þú bakaðir bestu brún- kökurnar og lagterturnar í heim- inum. Minningin um að sitja við eldhúsborðið í Lambaselinu hjá ömmu og afa og gleypa í okkur kökur með kaldri mjólk eftir lang- an skóladag er sú besta og mun ylja okkur í langan tíma. „Elsku gullin mín, eruð þið komin“ voru kveðjurnar sem við fengum þegar við komum í ömmu og afa hús og gáfu þau okkur kossa og knús. Einnig hafði amma ótrúlegan hæfileika við að hughreysta okkur þegar okkur leið ekki vel eða þeg- ar við meiddum okkur eitthvað sagði hún alltaf „þetta grær áður en þú giftir þig“ gaf okkur knús og við hlupum sátt af stað aftur. Þú varst eins og ömmur eiga að vera og erum við svo þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Amma, við elskum þig og góða ferð. Gullin þín, Matthildur Inga og Kristófer Fannar. Elsku besta fallega systir mín, Matthildur Kristensdóttir, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ laugardaginn 27. apr- íl. Matthildur fæddist á Hverfis- götu 7 í Hafnarfirði 4. ágúst 1943. Foreldrar hennar voru Kristens Adolf Sigurðsson, skipstjóri og kaupmaður, og Sólveig Hjálmars- dóttir húsmóðir. Matthildur var elst þriggja systkina, hin eru Hilmar, f. 1947, og Erlingur, f. 1953. Hinn 22. apríl 1965 giftist Matt- hildur Sæberg Guðlaugssyni ætt- uðum frá Hellissandi, eignuðust þau sex börn. Þau eru: Viðar, Hjálmar, Sólveig, Kristín, Arnar og Súsanna. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin tvö. Matthildur ólst upp í Hafnar- firði, Fyrst á Suðurgötu 68, Öldu- slóð 5 og Vesturbraut 9. Matt- hildur og Sæberg hófu búskap á Hellissandi 1964 og bjuggu þar í eitt ár, eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð, bjuggu þar í átta ár, fluttu síðan til Hafnar í Horna- firði, bjuggu þar í sjö ár. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur og bjuggu þau þar þar til hún lést. Matthild- ur var hamhleypa til vinnu og ótrúlega dugleg og ósérhlífin. Hún sá vel um sína, var umhyggjusöm, kvik í snúningum og snörp í svör- um, fær og flink sem fyrrum, upp- örvandi og létt í lund. Matthildur var börnum sínum góð fyrirmynd, og vakti tiltrú tengdabarna sinna, og barnabörnin hrifust af henni. Hún gladdist enda yfir því að sjá lífið dafna vel í kringum sig. Matthildur var ljúf og elskuleg manneskja að eðlisfari en hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lét heyra í sér ef henni mislíkaði eitthvað í fari fólks sem og eitthvað í þjóðfélagsmál- um. „Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ Í helgri bók stendur að „eitt sinn skal hver deyja“. Hið ókomna hér á jörð er okkur hulið, þó er einn sá útgangspunktur, sem hver og einn getur gengið út frá, en það er að einhverju sinni kemur að vistaskiptum, en hve- nær og með hvaða hætti vita hins vegar fæstir. Sumum er kippt af leiksviði lífsins á besta aldri og í fullu fjöri, aðrir búa við heilsu- brest fram í háan aldur, sjálfum sér ónógir, já, hún er torskilin lífs- gátan og tilgangurinn með ver- unni hér á jörð hulinn. Þegar tuttugasti og sjöundi dagur aprílmánaðar gekk í garð kom sláttumaðurinn mikli og klippti á síðasta lífsneistann hjá elskulegri systur minni, og lauk þar erfiðu helstríði hjá henni eftir fimm ára legu á hjúkrunarheimili. Það vill gjarnan verða við fráfall náins ættingja og leiðarlok að maður verður lágvær og langsótt getur verið í orðanna sjóð hvað draga skuli fram að lokum! Matthildur var með eindæmum glaðsinna og hrókur alls fagnaðar að þá væri gerður einhver daga- munur frá hversdagsleikanum og aldrei undi hún sér betur en í hópi glaðra ættingja og vina. Matthild- ur spilaði handbolta með FH á yngri árum og einnig æfði hún fimleika með Björkunum. Nú þegar leiðir skilur þá er margs að minnast og söknuður djúpur, því ekki fer hjá því, þótt aðdragandi sé að kveðjustund og kemur því engum á óvart, þá verð- ur ekki hjá því komist að eitthvað brestur innra með manni þegar yfir lýkur. Hilmar Kristensson. Nú er hún fallin frá, vinkona okkar og skólasystir, eftir erfið veikindi. Hún barðist hetjulega við sjúkdóm sinn og tók örlögum sínum af æðruleysi. Alltaf var hún brosandi, í góðu skapi og sérstaklega hláturmild. Hún var skemmtileg kona og harðdugleg. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, hún giftist mjög ung og eignaðist fljótt mörg börn. Auk þess að reka stórt og mikið heimili tók hún að sér ýmis erfið störf og rak fyrirtæki með manni sínum. Hún var sannkölluð hversdags- hetja, hörkutól og dugnaðar- forkur, var alltaf tilbúin að hjálpa og gleðja aðra og taldi ekkert eftir sér. Við erum allar jafnaldra og hóf- um flestar skólagöngu á sama tíma í Barnaskóla Hafnarfjarðar og við höfum haldið hópinn frá sjö ára aldri. Við útskrifuðumst allar sem gagnfræðingar frá Flensborg sama árið. Eftir útskrift héldum við á vit ævintýranna við nám og störf, en alltaf var sterkur þráður sem tengdi okkur saman og við stofnuðum fljótlega saumaklúbb og hittumst vikulega fyrstu árin. Mikið var rætt, skrafað og hlegið þegar við hittumst og í þá daga var mikið prjónað og saumað. Á þessum árum kynntumst við eiginmönnum okkar, hófum bú- skap og eignuðumst börn. Við höf- um tengst þessum fjölskyldum miklum vináttuböndum og eign- uðumst góða vini fyrir lífstíð. Við misstum af Matthildi í nokkur ár á meðan fjölskyldan hennar dvaldi á Hornafirði, en sem betur fer kom hún aftur í vinahópinn, kát og hress með sama góða skapið. Við vinkonurnar höfum farið í nokkrar utanlandsferðir saman og fyrsta ferðin okkar var til Parísar, og seinna til Barcelona, í þær ferð- ir fór Matthildur með okkur. Auk þess höfum við farið í sumar- bústaði og gert okkur glaðan dag með ýmsu móti. Við höldum hóp- inn ennþá og söknum vinkonu okkar mjög mikið. Nú þegar komið er að leiðarlok- um kveðjum við einstaka konu, við þökkum Matthildi fyrir allar góðu samverustundirnar og minning- arnar sem við höfum átt saman. Hvíldu í friði, elsku Matthildur. Við vottum börnum, tengda- börnum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Auður, Áslaug, Guðrún, Hrefna, Kristín, Ragna og Svanhildur. Matthildur Kristensdóttir Elsku mamma, nú þegar leiðir skilur (í bili alla vega) fara um hugann margar minn- ingar um þig og hluti sem við gerðum saman. Þú hafðir mjög gaman af því að vera með okkur krökkunum og nutum við mikils góðs af því að eiga svona góða mömmu eins og þig, það vil ég meina að hafi verið forréttindi fyrir okkur. Oft fórstu með okkur að veiða í Rangánni, og einnig var oft glatt á hjalla í litla sum- arhúsinu sem þið pabbi komuð ykkur upp úti á Rangá. Svo þegar barnabörnin (ljós- in þín eins og þú kallaðir þau oft) komu nutu þau þess að eiga svona góða ömmu sem allt vildi fyrir þau gera, hvort sem það gat verið að fá eitthvað gott að borða eða jafnvel að prjóna einhverja flík. En varð- andi handavinnu og prjónaskap varst þú mikill snillingur og liggur eftir þig handverk um allt land og jafnvel utan land- steinanna líka. Í seinni tíð eftir að ég fluttist suður þá var það alltaf mikil til- hlökkun þegar ákveðið var að heimsækja þig og að sjálfsögðu voru móttökurnar alltaf hlýjar og góðar. Oft fékkstu mig til að keyra þér í búð og þá nutu gjarnan barnabörnin sem þér þótti svo vænt um góðs af því að lauma einhverju góðgæti í körfuna hjá ömmu sem aldrei sagði nei við þau. Einnig var alltaf gaman að hringja í þig og spjalla og var þá oft margt skrafað. Erindið gat verið frá því að spyrja um eldamennsku eða þá bara spjalla um daginn og veginn, m.a. vorum við að plana að gera flatbrauð í næstu heimsókn, en það verður víst að bíða aðeins. Oft spjallaði Björn Gunnar við ömmu sína líka. Heldur finnst mér það skrýtið að geta ekki lengur hringt í þig til að spjalla, en þetta er víst lífsins gangur. Katrín Dögg, Karen Sif og Björn Gunnar eiga margar góð- ar minningar um ömmu sína, t.d. talaði Björn Gunnar stund- um um að hann vildi heimsækja ömmu og leika við hana en það fannst honum mjög gaman þeg- ar amma sagði honum sögu og tala nú ekki um ef hún fór með hann salíbunu í lyftistólnum sínum sem hún gerði oft til að gleðja strákinn sinn. Efst er í huga mínum hversu góð þú varst við allt og alla, ávallt settir þú aðra í fyrsta sæti áður en þú hugsaðir um sjálfa þig, samanber þegar við vorum að heimsækja þig á spít- alann síðustu dagana, þá hugs- aðir þú frekar um að gefa Birni Gunnari að borða en að borða sjálf. Ekki var nú lífið alltaf dans á rósum hjá þér, en þegar horft er til baka þá dáist ég að því hvað þú tókst öllu af miklu æðruleysi og dugnaði og alltaf varst þú kletturinn sem hægt var að leita til. Kveðjustundin er erfið, mamma mín. Þó veit ég að þú ert á góðum stað og vel hefur verið tekið á móti þér. Ég veit að pabbi, litli bróðir, Gunnhild- Helga Hallsdóttir ✝ Helga Halls-dóttir fæddist á Rangá 2 í Hróars- tungu 10. mars 1944. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 6. mars 2019. Foreldrar Helgu voru Gunnhildur Þórarinsdóttir og Hallur Björnsson. Útför hennar fór fram frá Egilsstaðakirkju 23. mars. 2019. ur amma og Hallur afi ásamt bræðrum þínum hafa tekið vel á móti þér. Elsku mamma mín, amma og langamma hvíldu í friði. Guð blessi þig og varðveiti. Kveðja, Axel Kristinn Gunnarsson, Sandra Björk Björnsdóttir, Katrín Dögg Axelsdóttir, Björn Gunnar Axelsson, Karen Sif Axels- dóttir og langömmustelpan Orhidea Dögg. Elsku, fallega amma mín. Það er ofboðslega erfitt að kveðja þig. Hjartað í mér slær þungum slögum þegar ég hugsa um hvað hefur gerst og hvað allt er breytt. Þegar þú fórst úr þessari tilvist missti ég mikið og ég verð að upplifa og læra inn á það með tímanum. Ég veit að ég á eftir að bíða eftir vikulega símtalinu frá þér, eða standa sjálfa mig að því að hringja í þig. En núna tölum við saman á annan hátt. Þeir vita ekki af hverju þeir misstu sem ekki náðu að kynn- ast þér. Því er ég svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér og rækta okkar samband, ekki bara sem amma og barnabarn heldur sem vinkonur. Hlýjan frá þér er enn til staðar, jákvæðnin, minning- ar um þétt og löng faðmlög. Ég lærði svo ótalmargt af þér í gegnum okkar samskipti og samtöl og er enn að læra. Þú varst dygðug manneskja, varst það hér í þessu lífi og ert það enn. Æðrulaus, skilningsrík, rétt- lát, full visku og vináttu. Þú hefur gefið mér trú og fengið mig til að hugsa um þessa ver- öld og aðra. Ég á þér svo ótal- margt að þakka. Þegar ég horfi til baka og hugsa til þín sé ég ekkert nema opinn faðminn og breiða brosið og ég heyri orðin „Ertu komin, ljósið mitt?“ Eftir að ég flutti til Akur- eyrar komum við Arnar svo gott sem mánaðarlega austur því tíminn með þér var mér og okkur báðum svo dýrmætur. Þú varst svo lífsglöð og það var svo gaman að gera eitthvað með þér. Þegar ég, þú og Eyþór fór- um á Seyðisfjörð. Þegar ég, þú og Heiðar fórum á Vopnafjörð. Þegar ég, þú, afi og mamma fórum á Fáskrúðsfjörð. Þú varst alltaf til í bíltúra. Svo þegar við tvær eyddum heilli helgi í að horfa á alla þættina af Sigla himinfley. Ég naut þess að eiga með þér gæða- stundir og nýtti ég mér þær eins og ég gat. Síðasta sumarið sem ég vann fyrir austan kom ég oft við hjá þér eftir vinnu og við fengum okkur smá ís í skál. Þú passaðir að það væri alltaf til ís í frystinum og jarðarber í dós. Og þvílíka veislan sem það var ef okkur áskotnaðist ábrystir. Þetta er bara dropi í haf minninga sem ég á með þér. Ég heillaðist alltaf af því hversu bókelsk þú varst og hvernig þú gast munað allar þessar vísur. Og hvernig þér vannst allur þessi prjónaskapur úr hendi. Það voru nú meistaraverkin, enda gifti ég mig í peysu eftir þig. Þú varst reyndar bara heillandi manneskja yfir höfuð ef út í það er farið. Það geislaði alltaf af þér og þú varst með svo góða nær- veru. Þú varst alveg einstök. Ég sakna þín. Takk fyrir allt. Þín, Helga Sjöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.