Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 Nissan Titan XD PRO4X Breyttur/upphækkaður Nissan Titan XD PRO 4X. Litur: Dökkgrár, svartur að innan. Stórglæsilegur bíll! Með nýrri 5,0L V8 Cummins Diesel og Aisin sjálfskipting. ATH! Kominn á 33,2” dekk og 18” felgur og upphækkaður. 375 HÖ, ný loftsía frá AFE og tölvu-tune! VERÐ 12.840.000 m.vsk 2019 GMC 3500 Sierra SLT, 35” breyttur Litur: Summit white, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel, 35” breyttur. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, Z71-pakki heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) o.fl. VERÐ 11.640.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, td hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 8.490.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white / svartur að innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 431 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 11.790.000 m.vsk aij@mbl.is Kraftur er að komast í strandveið- ar, en veiðar mátti hefja á fimmtu- dag. Magnús Jónsson, trillukarl á Sauðárkróki, aðstoðarsáttasemjari og fyrrverandi veðurstofustjóri, lét vel af upphafi vertíðar þegar rætt var við hann í gær. „Við fórum út klukkan þrjú í nótt og komum til hafnar klukkan rúmlega sjö með dagskammtinn,“ segir Magnús. „Það er að ganga mjög góður þorskur inn í botn Skagafjarðar og við vorum ekki nema fimm mínútur að sigla á mið- in. Þarna er fiskurinn aðallega í rauðátu og smásíld, en líka í ung- loðnu. Það er sérstakt að strandveið- arnar byrji svona vel á þessu svæði, því okkar upphaldstími er í júlí og ágúst. Það verður hins veg- ar tæpast róið á miðvikudag og fimmtudag vegna veðurs. Það stjórnar sókninni og við liggur að það þurfi ekki sérstaka veiðistjórn- un.“ segir Magnús sem er formað- ur Drangeyjar, Smábátafélags Skagafjarðar. Í aflanum í gærmorgun voru yfir 60% af fiskinum meira en fimm kíló. Á mánudag var hlutfall stór- fisks heldur lægra, en þá var farið út klukkan fjögur um nóttina og komið inn rétt fyrir hádegi. Skemmtilegt og gefandi Magnús er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og segist vera „Lýt- ingur í báðar ættir“. Hann reri fyrst frá Króknum með föður sín- um fyrir réttum 60 árum. Magnús er rúmlega sjötugur að aldri og segir strandveiðarnar skemmti- legar og gefandi meðan menn hafi getu til. Hann lét af störfum sem veður- stofustjóri 2008 og byrjaði á strandveiðum 2012. Hann var í hlutastarfi sem aðstoðarrík- issáttasemjari árin 2010-2016. Í vetur var hann síðan tilnefndur í tólf manna hóp aðstoðarsáttasemj- ara. Hann segir að komi símtal frá ríkissáttasemjara muni hann örugglega bregðast jákvætt við. Magnús rær á Maró SK 33, ým- ist einn eða við annan mann. „Við eigum bátinn ég og gamall og góð- ur vinur minn sem ég kynntist í menntaskóla, Róbert Magnússon, prófessor í rafmagnsverkfræði í Bandaríkjunum, sem rær með mér í einn mánuð á ári. Nafnið á bátn- um er sótt í nöfn okkar félaganna, tveir stafir úr hvoru nafni, og svo er hægt að leika sér talsvert með þetta orð, en margir hvá þegar þeir heyra það fyrst,“ segir Magnús. Fimm mínútna sigling á miðin í botni Skagafjarðar  Kraftur að komast í strandveiðar  Í mörgum hlutverkum Vertíð Magnús Jónsson undir stýri á Maró SK 33 í Skagafirði í fyrrasumar. Búið var að gefa út 379 leyfi til strandveiða í fyrrakvöld, en 219 bátar höfðu landað afla. Á sama tíma í fyrra höfðu 323 leyfi verið gefin út. Eins og áður róa flestir á A-svæði sem nær frá Arnarstapa í Súðavík. Í síðustu viku var aðeins heimilt að róa á fimmtudeginum, 2. maí, og var mestur meðalafli á D-svæði, frá Höfn í Hornafirði til Borgarness. Þann dag setti veður víða strik í reikninginn og því biðu margir fram yfir helgi. Þetta er 11. ár strandveiða og á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski. Ekki er tiltekinn heilarafli fyrir veiðisvæði eða mánuði og er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í 12 veiðidaga innan hvers mán- aðar frá mánudegi til fimmtudags, en þó ekki á rauðum dögum. Nú er heimilt að skila inn strandveiðileyfi innan strandveiðitímabilsins og fá al- mennt veiðileyfi sem nýtist það sem eftir stendur af fiskveiðiárinu. Ellefta ár strandveiða 12 VEIÐIDAGAR Í MÁNUÐI – ALLS 11.100 TONN Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúum landsins heldur áfram að fjölga vegna aðflutnings erlendra ríkisborgara. Á fyrsta fjórðungi fluttu um 1.400 fleiri erlendir ríkis- borgarar til landsins en frá því. Að- fluttir í þeim hópi voru þá 2.330 en brottfluttir voru 940. Slíkur fjöldi aðfluttra á einum ársfjórðungi telst mikill í sögulegu samhengi. Samtímis fluttu um 130 fleiri ís- lenskir ríkisborg- arar frá landinu en fluttu þá til landsins. Hinn 1. apríl sl. bjuggu 358.780 manns á Íslandi og er það metfjöldi. Til samanburðar voru landsmenn 317.630 talsins í byrjun kreppuársins 2010. Það er fjölgun um 40 þúsund manns. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, hefur spáð því að fjölskyldur erlendra ríkisborgara sem hafa komið hingað vegna vinnu myndu síðar flytja til landsins og sameinast. Sú spá er mögulega að rætast. Viðmælendur Morgunblaðsins hafa á síðustu misserum tengt að- flutning erlends vinnuafls við aukin umsvif í ferðaþjónustu og bygging- ariðnaði. Án útlendinga yrði skortur á fólki í þessum greinum. Aðflutningur erlendra ríkisborg- ara á fjórðungnum vekur því athygli í ljósi samdráttar í ferðaþjónustu. Flugfélagið WOW air dró mikið úr starfsemi sinni í desember, fækkaði þotum úr 20 í 11 og sagði upp á fjórða hundrað manns. Jafnframt fækkuðu fyrirtæki sem þjónustuðu WOW air starfsfólki, ekki síst á Keflavíkur- flugvelli. WOW air hætti svo starf- semi í lok mars og voru áhrifin af því ekki komin fram á fyrsta fjórðungi. Störfum mun fækka Fram kemur í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka að störfum á Íslandi fjölgaði um 46 þúsund árin 2011-2018, og var þriðjungur þeirra, eða um 17 þús. störf, í ferðaþjónustu. „Í kjölfar gjaldþrots WOW Air bárust Vinnumálastofnun 1.450 um- sóknir um atvinnuleysisbætur. Af [þeim] voru 740 umsóknir frá starfs- mönnum flugfélagsins og má ætla að meginþorri annarra sé vegna starfa innan ferðaþjónustunnar sem megi rekja óbeint til gjaldþrots WOW Air. Frá gjaldþroti flugfélagsins hefur störfum innan ferðaþjónustunnar því væntanlega þegar fækkað um 5%,“ sagði þar m.a. Útlit sé fyrir frekari uppsagnir. Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing- ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir samdrátt í ferðaþjónustu munu leiða til fækkunar starfa. Hjöðnun á vinnumarkaði „Þessi hjöðnun sem nú er að eiga sér stað á vinnumarkaði er líkleg til þess að draga úr innflæði á erlendu vinnuafli og gæti stuðlað að auknum brottflutningi íslenskra ríkisborgara út fyrir landsteinana. Samkvæmt könnun Gallup um við- horf 400 stærstu fyrirtækja landsins eru hlutfallslega fleiri fyrirtæki sem vilja fækka starfsfólki en fjölga og það gefur vísbendingu um að vænta megi frekari hjöðnunar á vinnu- markaði. Um fjórðungur fyrirtækja vill fækka starfsfólki á næstu sex mánuðum en aðeins 14% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki,“ segir Elvar Orri um horfurnar í atvinnulífinu. Áfram er straumur til landsins Búferlafl utningar frá Íslandi 2000 til 2019* Aðfl uttir umfram brottfl utta Íslenskir Erlendir 2000 62 1.652 2001 -472 1.440 2002 -1.020 745 2003 -613 480 2004 -438 968 2005 118 3.742 2006 -280 5.535 2007 -167 5.299 2008 -477 1.621 2009 -2.466 -2.369 2010 -1.703 -431 2011 -1.311 -93 2012 -936 617 2013 -36 1.634 2014 -760 1.873 2015 -1.265 2.716 2016 -146 4.215 2017 352 7.888 2018 -65 6.621 2019* -130 1.390 +6 +5 +4 +3 +2 +1 0 -1 -2 -3 -4 .000 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19* Samtals Íslenskir Erlendir 2000-2019* -11.753 45.543 2005-2008 -806 16.197 2009-2011 -5.480 -2.893 2012-2019* -2.986 26.954 2015-2019* -1.254 22.830 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar 8.240 *Til og með 31. mars 2019 (fyrstu 3 mánuðir ársins) Fyrstu 3 mán. 2019 Heimild: Hagstofa Íslands  Tæplega 1.400 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins en frá því á fyrsta fjórðungi ársins  Með því hafa nærri 23 þúsundum fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því síðan 2015 Elvar Orri Hreinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.