Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Kær minning frá löngu liðnum árum er í huga mér í dag. Það er sól og strekkingur á Seltjarnarnesi. Fólkið á Miðbraut 2 er að búa sig til jarðarfarar og erfis. Nágrannakonan á 4 hefur tekið að sér að gæta yngstu sonanna á heimilinu, þeirra Björns Grétars og Guðmundar Inga. Bræðurnir una sér á teppi í fínu stofunni hennar Jennýjar og ég legg Magnús minn Örn við hlið þeirra. Þeir sprikla þarna eins og fiskar í búri, mikið er lífið skemmtilegt. Bjössi gefur bróður sínum einn á lúðurinn, svona til að hressa upp á partíið. Þegar besta mamma í heimi kemur heim fær hún að vita að allt gekk vel, en hún fær ekki að vita að þríburar eru ekki á óska- listanum hjá nágrannakonunni. Þessi minning er í mínum huga svo skír og björt eins og hún hefði gerst í gær. Minningin um litlu drengina þrjá, rauð- hærðan, dökkhærðan og ljós- hærðan, og nú hefur einn þeirra kvatt. Ég sagði Birni Grétari oft þessa sögu, þá brosti minn mað- Björn Grétar Hjartarson ✝ Björn GrétarHjartarson fæddist 22. febrúar 1967. Hann lést 24. apríl 2019. Útför Björns Grétars fór fram 3. maí 2019. ur og hafði gaman af. Alltaf fékk ég bros og koss á kinn þegar við hittumst og kannski eina gamansögu af Madda mínum. Nú er þessi elska, hann Björn Grétar, far- inn á vinafund og verði honum hvíldin vær. Við Guðmar sendum móður og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ragna Bjarnadóttir. Elsku yndislegi Bjössi frændi. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Ég sakna þín ótrúlega mikið og mun aldrei hætta að sakna þín. Það er svo skrýtið að hugsa út í heim án Bjössa frænda. Þú sem varst alltaf fyrstur í öll afmæli, komst með Machintoshið í jólaboðin, vissir meira en allir aðrir um of- urhetjur og elskaðir að grínast í fólkinu þínu. Ég man eftir einu skipti þegar það var pítsupartí hjá ömmu Jenný og þú kallaðir á okkur krakkana og spurðir: „Hver vill ekki pítsu?!“ Öll öskruðum við „ég“ og þú hlóst svo mikið að okkur. Þessa sögu sagðirðu við hvert tækifæri sem þú fékkst og ég vildi óska að ég fengi að heyra þig segja mér hana bara einu sinni enn. Við tvö áttum margar góðar stundir saman. Hvort sem það voru Malmö-ferðirnar okkar, óvæntur hittingur á Eiðistorgi eða bara við tvö uppi í sófa hjá ömmu að troða í okkur vöfflum og Bjössakexi á meðan „Lois & Clark“ var í sjónvarpinu. Su- perman var uppáhaldsofurhetj- an þín og þú vissir bókstaflega allt um hann. Eins og pabbi seg- ir þá minntirðu okkur oft á kar- akterinn í Rain Man þegar þú byrjaðir að þylja upp bíómyndir, leikara, ártöl og ég veit ekki hvað og hvað. Það var alltaf svo gaman að hlusta á þig tala um hluti sem þér fannst spennandi og þú blómstraðir sérstaklega þegar þú talaðir um ofurhetjur. Ég fór á Avengers Endgame fyrir stuttu. Það var skrýtið að sjá ofurhetjumynd í bíó án þín. Fyrir tilviljun var sætið við hlið- ina á mér autt og mér finnst þú hafa verið hjá mér að dást að myndinni. Tilhugsunin um nær- veru þína var yndisleg. Þú munt alltaf eiga risastóran sess í hjartanu mínu. Þú kitlaðir mig í hvert sinn sem ég knúsaði þig. Þú kenndir mér að stokka spil á skemmti- lega mátann. Þú kenndir mér að elska ofurhetjur. Þú settir plást- ur á sárið sem ég fiktaði alltaf í. En mikilvægast af öllu kennd- irðu mér að hlæja og skemmta mér. Þú gast alltaf fengið fólkið í kringum þig í gott skap. Það er það sem ég elskaði og mun alltaf elska mest við þig. Ef ég hefði vitað að í síðasta skiptið sem ég hitti þig væri það síðasta hefði ég knúsað þig svo fast og sagt þér að ég elska þig. En við getum ekki breytt fortíð- inni. Núna ertu á betri stað með Hirti frænda og afa Hirti, örugglega með Superman- skikkju á öxlunum, svífandi um loftin. Hvíldu í friði, elsku hjartans Bjössi frændi. Ég elska þig endalaust og mun sakna þín að eilífu. Þín bróðurdóttir, Jenný. Látinn er Björn Grétar Hjartarson, mágur minn og vin- ur, og skilur hann eftir stórt skarð í fjölskyldunni. Bjössi var ótrúlega góður og hrekklaus maður og þegar ég horfi til baka fyllist hjarta mitt þakklæti og hlýju sem ylja mun um komandi ár. Bjössi var með eindæmum nákvæmur maður og skipti þá ekki máli hvort það var að mæla út stærðir á myndum fyrir ramma, tilgreina hvað klukkan var eða fræða okkur hin um leikarana sem léku ofur- hetjurnar, leikstjóra, Star Wars eða James Bond. Ég skelli hreinlega uppúr í hvert sinn sem ég lít á klukku núna og sé að hún er 17 mínútur yfir, mig langar að segja Bjössa að hún sé 15 mínútur yfir því hann myndi snarlega leiðrétta mig og brosa svo og hlæja að vitleysunni í mér. Við Bjössi kynntumst fyrir 20 árum og áttum okkar góðu stundir en líka slæmu. Slæmu stundirnar reyndust þó oft vera af hinu góða því Bjössa fannst ekki þægilegt að stíga út úr hin- um svokallaða þægindaramma en þegar hann gerði það varð hann ótrúlega stoltur af sjálfum sér. Það gaf mér gríðarlega mik- ið að sjá Bjössa styrkjast og efl- ast í hvert sinn sem hann reyndi nýja hluti enda fékk hann mikla athygli og hvatningu því hann gerði alla hluti virkilega vel. Bjössi gat orðið mjög fúll út í mig fyrir afskiptasemina og röflið en þegar við græjuðum nýja klippingu, keyptum ný gleraugu, pökkuðum og fluttum á Eiðistorgið gekk það svo vel og allir urðu svo ánægðir að ég hélt að þessi tæplega tveggja metra maður yrði að þremur metrum, slíkt var stoltið. Bjössi var uppáhald allra í fjölskyldunni og einnig hjá vin- um okkar. Það var alltaf hægt að setjast með honum og ræða kvikmyndir en hann var Google- ið okkar varðandi allt sem sneri að ofurhetjumyndum, Star Wars og James Bond. Ef maður var í vafa um leikara, leikstjóra eða sýningarár var hann fljótur að leiðrétta mann og oft fylgdi ít- arlegur fróðleikur til viðbótar. Verst er að ég man ekki hvaða leikari var besti Súpermanninn en ég veit að nú hlær hann Bjössi að mér og segir: „Þarf ég að segja þér þetta einu sinni enn, ætlarðu aldrei að muna þetta, stelpa.“ Bjössi var ekki maður margra orða og kvartaði sjaldan. Það sýndi sig og sannaði þessar síð- ustu vikur enda var hann orðinn mjög veikur þegar hann fór á sjúkrahúsið. Við erum svo þakk- lát fyrir þessa síðustu daga sem við áttum með honum, hlátur- inn, grínið og vangavelturnar um framtíðina. Ég veit að hann fylgist með okkur og hann verð- ur með okkur á Tenerife í sumar en það síðasta sem ég lofaði hon- um var að græja sæti fyrir hann. Hvíl í friði, elsku vinur, minn- ing þín yljar og hverfur aldrei úr hjörtum okkar. Þín Sigríður (Sigga). Okkur setti hljóðar þegar við fréttum að Björn Grétar væri fallinn frá. Við ólumst öll saman upp á Seltjarnarnesi og fórum í gegn- um Mýrarhúsaskóla og Valhúsa- skóla. Síðustu ár hittumst við á förnum vegi hér á Nesinu Það var alltaf gott að hitta Björn Grétar, því það sem ein- kenndi hann var yfirvegun, ró og kærleikur. Með honum stóð tíminn í stað og minningar voru rifjaðar upp. Eftir spjallið þakk- aði maður fyrir að hafa hitt skólabróður sem minnti á allt sem maður á að vera þakklátur fyrir. Hann lifði svo sannarlega í núinu og kenndi okkur hinum að það er það sem skiptir máli þeg- ar upp er staðið. Hans skilaboð til okkar voru að njóta lítilla hversdagslegra þátta hins dag- lega lífs. Góður drengur er nú farinn. Hvíl í friði kæri vinur. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ástvina Björns Grétars. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Anna Sigurborg, Berglind, Hildur Sigrún, Kristín, Margrét, Margrét Steiney, Regína og Theódóra. ✝ Brynja Ingi-mundardóttir fæddist í Reykja- vík 22. júní 1942. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Grund 28. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Jónína Svava Tóm- asdóttir, hár- greiðslukona og húsmóðir, f. 29. okt. 1911, d. 10. feb. 1965, og maður henn- ar, Ingimundur Eyjólfsson prentmyndasmiður, f. 23. nóv. 1910, d. 13. feb. 1968. Brynja þeirra eru Ólafur Örn Jónsson, f. 18. ágúst 1966, kona hans er Guðrún Arna Björnsdóttir, f. 7. apríl 1972, þeirra dóttir er Jó- hanna Brynja, f. 23. des. 2003, og Kjartan Ingi Jónsson, f. 12. sept. 1971, dóttir hans er Nanna Líf, f. 13. ágúst 2004. Sambýlismaður Brynju til þrjátíu ára er Sigurður Jóns- son, f. 10. nóv. 1938. Brynja starfaði í gullsmíða- verslun Guðmundar Þorsteins- sonar í Bankastræti og eftir að drengirnir fæddust og voru komnir á leikskóla hóf hún að vinna hjá Ásgeiri í Sjóbúðinni. Síðustu tuttugu og fimm árin starfaði Brynja sem læknarit- ari hjá Sigurði Jónssyni sam- býlismanni sínum og Guð- mundi Elíassyni í Domus Medica. Brynja var jörðuð í kyrrþey 6. maí 2019. var þriðja af sex systkinum, öll fædd í Reykjavík, elst er Ingibjörg, f. 1. maí 1935, Örn, f. 14. sept. 1938, Drífa, f. 28. ágúst 1945, Sig- urlaug, f. 1. nóv. 1947, og Hrafn, f. 11. apríl 1957. Brynja gekk í Laugarnesskóla en lauk gagnfræðaprófinu á heimavistarskólanum á Laug- arvatni. Brynja giftist Jóni Þ. Ólafs- syni 1965, þau skildu. Synir Í dag kveð ég þig, elsku Brynja frænka, þín verður sárt saknað! Það var svo sárt að fylgjast með þér í veikindum þínum. Það er margs að minnast, það fyrsta sem upp í hugann kemur er jarðarberjamjólkin í þríhyrning- unum sem ég fékk alltaf hjá þér og jarðarberjakakómaltið. Öll símtölin ef eitthvað bjátaði á hjá mér og góðvild þín, þú vildir allt fyrir alla gera. Ég ætla að muna þig hlæjandi og glaða í Sumarlandinu! Ég gæti endalaust rifjað upp minningar, þá duga ekki 3.000 stafabil og ég er lélegur penni. Minning mín um þig lifir í hjarta mér. Elsku Siggi, Kjartan Ingi, Ólafur Örn og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Blessuð sé minning þín, elsku Brynja. Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug. Sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt Sem lífið gefur. Og ég þó látin sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (höf. ók.) Þín frænka, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir. Hún Brynja, kær vinkona mín, er látin og langar mig að minnast hennar með ljóði eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. Innileg samúð til fjölskyldunn- ar. Herdís P. Pálsdóttir. Brynja var þriðja í röð sex systkina. Oft er sagt að miðju- barnið sé félagslegt fiðrildi og upptekið af því hvað sé sann- gjarnt. Sú lýsing átti vel við Brynju. Brynja mágkona var fáguð, glæsileg, þrautseig, mannvinur mikill, hjálpsöm, blíð og nagli. Brynja fór einn vetur í skóla á Laugarvatni og þann vetur fædd- ist yngsti bróðir hennar, þar kynntist hún fyrri eiginmanni sín- um og einni bestu vinkonu sinni, henni Ellý. Þær töluðu saman um langt árabil alltaf á sunnudags- morgnum. Brynja mat hana mik- ils sem manneskju og vin. Henni var mikið í mun að son- um hennar gengi vel að fóta sig í lífinu. Ólafur Örn, eldri sonurinn, þurfti að gangast undir margar aðgerðir sem lítill drengur og hún vílaði ekki fyrir sér að bera hann á höndum sér í skólann. Eins lagði hún mikið upp úr því að þeir kæmu vel fram við menn og málleysingja. Eftir að sonar- dætur Brynju fæddust var hún alltumlykjandi að hjálpa til meðan heilsa og aðstaða leyfði, það voru kirkjuferðir, bakstur, göngutúrar og skyldfólkið heimsótt, já, Brynja lagði mikla rækt við fólkið sitt og fólkið hennar var ekki bara skyldfólkið það voru nágrannar, vinnufélagar, vinirnir, allir voru hennar. Brynja var nagli, keyptur var bíll á heimili hennar og fyrrver- andi manns hennar, þar var það hún sem fór undir húddið, skipti á dekkjum og nefndu það. Brynja gekk í öll störf heima fyrir, mál- aði, hélt garðinum við enda bar heimili hennar og Sigurðar Jóns- sonar, sambýlismanns hennar til 30 ára, þess vitni. Brynja og Sig- urður tóku húsið gersamlega í nefið og þótt fengnir væru iðnað- armenn til margra verka þá þurfti að rífa niður, bera, henda,mat- reiða ofan í mannskapinn og að ekki sé talað um þrifin, sem voru endalaus í stóru húsi. Brynja hjálpaði líka til á heimili elstu systur sinnar en þangað flutti Hrafn, yngsti bróðir Brynju, eftir að móðir þeirra lést og hjálp- aði við heimilisþrifin. Krakkarnir komust ekki upp með annað en draga rúmin og annað lauslegt fram. Þau elskuðu samt Brynju systur og frænku. Brynja var læknaritari síðustu tuttugu og fimm starfsárin, bæði hjá Sigurði Jónssyni sambýlis- manni sínum og Guðmundi Elías- syni. Hún bar mikla umhyggju fyrir sjúklingum, starfsfélögum og vildi greiða úr öllu sem mest hún mátti. Ekki var fólk þó alltaf með það á hreinu hvort það væri að tala við lækninn eður ei. Mikil vinkona Brynju hin síðari ár sagði okkur að Brynju hefði hún kynnst sem sjúklingur og þær smullu bara saman og þvílík umhyggja sem Brynja bar fyrir sjúklingun- um. Einn var gallinn á Brynju minni, hún var ekki nógu mikill vinur sinn. Fólk gat gengið ansi nærri henni ef því var að skipta og samt rétti hún hinn vangann. Brynja var allt í senn, elskandi, vinnusöm, gleðigjafi, nærveran góð og þjónandi. Við fjölskyldan nutum alls þessa frá elsku Brynju. Við viljum þakka starfsfólki Hlíðarbæjar, þar var Brynja í dagvistun, starfsfólki Markarinn- ar þar sem Brynja var í hvíldar- innlögnum og að lokum starfsfólki Grundar fyrir elskulegheitin í garð Brynju. Elín Ágústsdóttir. Brynja Ingimundardóttir Elskulegur sambýlismaður minn, faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR ALFREÐ VILHJÁLMSSON, Vatnsnesvegi 28, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu laugardaginn 13. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðlaug Sigríður Kristjánsdóttir Vilhjálmur G. Vilhjálmsson María Jakobsdóttir Anna María Vilhjálmsdóttir Heiðar Örn Vilhjálmsson Berglind Júlía Kristjönudóttir barnabörn og barnabarnabörn Fallega eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LÚLLA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki á Ljósheimum, Selfossi, góða umönnun og hlýhug. Ingólfur Bárðarson Guðlaug Erla Ingólfsdóttir Hulda Ingólfsdóttir Óskar Lúðvík Högnason Bára Ingólfsdóttir Stefán Guðjónsson Linda Ingólfsdóttir Garðar Már Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRNÓLFUR GRÉTAR HÁLFDÁNSSON frá Hóli, Bolungarvík, síðast til heimilis á Smyrlaheiði 1, Hveragerði, lést á Landspítalanum 23. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurborg Elva Þórðardóttir Halldór Svanur Örnólfsson Hálfdán Freyr Örnólfsson Elísabet Courtney Dagný Hrund Örnólfsdóttir Hjálmar Sigurjónsson Eva Ösp Örnólfsdóttir Óskar Ingimar Gunnarsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.