Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Nú er til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að marka skýra stefnu í málefnum fiskeldis. Margir hafa lesið eða heyrt um að áður en fiskeldisleyfi er veitt skal meta burðarþol viðkomandi svæðis. Burðarþol (e. carrying capa- city), sem hljómar tiltölulega einfalt, er í raun flókið samspil margra þátta sem teknir saman svara spurning- unni: «Hve mikið eldi er hægt að hafa á ákveðnu svæði án þess að valda óafturkræfum skaða». Yfirleitt er talað um fjóra höfuðþætti, eða flokka þátta, sem eru: 1) eðl- isfræðilegir þættir, s.s. hafstraumar, súrefni og hitastig, 2) fram- leiðslutengdir þættir, s.s. fóður og innviðir, 3) vistfræðilegir þættir, s.s. þörungablómi og líffræðilegur fjöl- breytileiki og 4) samfélagslegir þætt- ir s.s. búsetuskilyrði og atvinnutæki- færi. Áhættumatið sem unnið var af Hafrannsóknastofnun er í raun einn hluti burðarþolsmatsins en hefur verið sett fram sem sérstakt skjal. Það er gert með það fyrir augum að á sem bestan hátt sé hægt að vernda villtan íslenskan lax. Slíkt mat er mikilvægt, um það geta allir verið sammála, en til að slíkt mat nýtist stjórnvöldum við úthlutun starfs- leyfa þarf það einnig að taka til greina þær mótvægisaðgerðir sem mögulegar eru og líkur á að hafi áhrif á matið. Þetta er lykilatriði. Eðlilegt er að Hafrannsóknastofnun leiði slíka faglega vinnu og þá í samvinnu við fagaðila frá öðrum vísindastofn- unum og fyrirtækjum. Slíkt samstarf skilar sér í vandaðri ráðgjöf og breiðri sátt um uppbyggingu fisk- eldis. Í breytingartillögunum er lagt til að skipuð sé samráðsefnd (2.gr.b), að virðist til höfuðs vísindalegri vinnu Hafrannsóknastofnunar og samstarfsaðila. Hlutverk slíkrar nefndar sem í sitja fulltrúar hags- munaaðila á ekki að vera að rýna vís- indaleg vinnubrögð Hafrann- sóknastofnunar og samstarfsaðila, heldur að koma sjónarmiðum hags- munaaðila á framfæri sem hluta af heildarráðgjöf til stjórnvalda. Það eru jú stjórnvöld sem á endanum bera ábyrgð á og veita starfsleyfi fyr- ir fiskeldi. Í þessu felst góð stjórn- sýsla þar sem vísindamenn sinna vís- indalegu hlutverki, hagsmunaðilar koma með sjónarmið út frá rekstr- arlegum forsendum og stjórnvöld sinni stjórnsýslunni. Það er því kjörið tækifæri fyrir ríkisstjórn Íslands að móta öfluga stefnu í fiskeldi til að tryggja vöxt greinarinnar með það fyrir augum að bæði umhverfi og íbúar landsins geti átt sér lífvænlega framtíð. En hvert er svo framhaldið þegar burðarþol ákveðins svæðis hefur ver- ið metið og áhættumat liggur fyrir? Hér komum við að þætti sem alltof margir misskilja og rugla gjarnan saman við burðarþolsmatið, en hér er átt við lögbundna vöktun eldis- starfseminnar. Á meðan burðarþol er í dag reiknað út frá hámarkseldi mið- að við magn súrefnis, þá er vöktun mun ítarlegri og tekur tillit til upp- söfnunar lífræns efnis (sem sumir kjósa að kalla skít) undir og í ákveð- inni fjarlægð frá eldiskvíum auk þess Eftir Þorleif Ágústsson og Þorleif Eiríksson » Til að stefnumörkun í fiskeldi sé raunhæf er mikilvægt að njóta ráðgjafar vísindamanna, bæði Hafrannsókna- stofnunar sem og ann- arra, enda getur engin ein stofnun haft á herð- um sínum alræðisvald þegar kemur að svo mikilvægum málaflokki. Þorleifur Eiríksson Þorleifur Ágústsson er fiskalífeðlis- fræðingur. Þorleifur Eiríksson er dýrafræðingur. hag@norceresearch.no the@rorum.is Samvinna vísindaaðila og stjórnvalda er lykill að vel heppnuðu fiskeldi sem fjölbreytni lífríkisins er skoðuð og mat lagt á breytingar. Mikilvægt er að vöktun sé unnin af óháðum fagaðila, ekki síst í ljósi þess að eldisaðilar bera ábyrgð á því að vöktun sé framkvæmd og því óeðlilegt að sami aðili geri burð- arþolsmat og sinni svo vöktun. Það er því slæmt að í nýrri tillögu um breytingar á fiskeldislögum (6.gr. b) sé lagt til að Hafrannsóknastofnun sinni bæði mati á burðarþoli og vöktun. Slíkt mun skapa hagsmuna- árekstra og valda því að mikilvægi óháðra rannsókna sé kastað fyrir róða og öðrum fagaðilum, hvort sem um er að ræða háskóla eða einkafyr- irtæki, sé meinuð þátttaka í rann- sóknum er tengjast lífríki Íslands. Til að stefnumörkun í fiskeldi sé raunhæf er mikilvægt að njóta ráð- gjafar vísindamanna – bæði Haf- rannsóknastofnunar sem og ann- arra, enda getur engin ein stofnun haft á herðum sínum alræðisvald þegar kemur að svo mikilvægum málaflokki. Með þessu móti mun nást fram meginmarkmið laga um fiskeldi, sem er að skapa skilyrði til upp- byggingar fiskeldis og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu og tryggja verndun villtra nytjastofna. Þorleifur Ágústsson Vegurinn til upprisu lífsins getur sann- arlega verið þyrnum stráður. Jafnvel háll, þungur og torfær. Hann getur verið brattar brekkur hvers kyns vonbrigða og áfalla vegna sjúkdóma eða slysa, marg- víslegra sorga, höfn- unar, einmanaleika, óréttlætis eða brotinnar sjálfs- myndar. Og ekki síst vegna ósættis í samskiptum og óuppgerðra mála sem plaga og lama hug okkar og jafnvel löngun til þess að vera. Ljósið vinnur á myrkrinu En ljósið kom í heiminn. Frels- arinn Jesús. Ljósið sem er lífið sjálft. Hann sem er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Hann sem er upprisan og lífið. Hann sem sagði: Sá sem trú- ir á mig mun lifa þótt hann deyi. Hann er andi kærleikans í þessum heimi. Er einn fær um að gefa frið í hjarta sem æðri er öllum mann- legum skilningi. Hann er andi fyr- irgefningar og sátta. Hann sem sætti heiminn við sig. Tók á sig afbrot okkar, brenglaðar hugsanir og syndugar gjörðir. Hann sem einn er fær um að af- rugla okkur. Því reynslan sýnir að við ráðum eitthvað svo skelfing illa við okkur sjálf. Hann sem er vorið, vonin og nýtt upphaf. Hann sem einn megnar að gefa líf í fullum blóma um eilífð. Sá sem fylgir honum mun aldrei að eilífu deyja. Andaðu á okkur upprisukrafti þínum Þess vegna erum við mörg sem viljum fá að biðja þig um að anda á okkur þínum heilaga góða anda svo að líf okkar mætti bera ávöxt þér til dýrðar, fólki til blessunar og sjálfum okkur til heilla. Guð kærleikans og lífsins, frið- arins og ljóssins, miskunna þú okkur. Veit okkur þá náð þína að þiggja það að fá að vera farvegir kærleika þíns og friðar, fyrirgefn- ingar og fagnaðarerindis þíns um sáttina, vorið og vonina, ljósið og lífið. Veit okkur að njóta stund- arinnar í ljósi eilífðarinnar. Hjálp- aðu okkur að lifa hverja stund með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því ham- ingjan felst í því að vera með him- ininn í hjartanu. Takk fyrir lífið! Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Upprisan og lífið Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Veit okkur að njóta stundarinnar í ljósi eilífðarinnar. Hjálpaðu okkur að lifa með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Flugfélag Íslands, síðar Flugleiðir og nú Icelandair, hefur lengi verið eitt af óskabörn- um Íslands. Fyrir- tækið hefur verið uppi- staðan í þeim vef er tryggir okkur góðar samgöngur út í heim. Það hefur einnig verið góður landkynnir og sýnt vel með störfum sínum að það vill vera traust fyrirtæki og til fyrirmyndar um margt. Ég hef oft dáðst að störf- um þess. Hótel þess hafa tekið þessa sömu stefnu og kallað á traust þeirra sem hafa notið þjónustunnar. Í stefnu þeirra, sem birt er á vef Icelandair Hotels, segir m.a.: „Við viljum hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi.“ Þau eru græn hótel, gera sér grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart umhverfinu og hafa fengið ISO 14001 umhverf- isvottun. Þau segja: „Umhverfisvit- und okkar teygir sig einnig í nær- umhverfi okkar, en Icelandair hótelin hafa öll fengið viðurkenn- ingar fyrir lóðina og umhverfi sitt.“ Hótelin segjast vilja skapa „vettvang menningarlegrar samræðu í sam- félaginu“. Með því vilja þau sam- félagsábyrgð í verki. Nokkur Icelandair-hótelanna tengjast einnig Hilton-keðjunni, hót- elum í fremstu röð, sem hafa afar sterk orð um menningarlega ábyrgð í sínum codex ethicus, ekki síst þar sem álitamál koma við sögu. Hótelið, sem nú á að reisa að hluta til í Vík- urkirkjugarði, á að verða í þeirra hópi. Þegar ég hugsa um bygginguna þar og ber vinnubrögð Lindarvatns, framkvæmdaaðilans sem Icelandair á helmingshlut í, saman við sam- félagsábyrgð og menningarlega vit- und Icelandair Hotels, þá skil ég ekki hvernig félag með svo göfug áform, sem ég hef lýst, getur talið sig þekkt fyrir það sem þar hefur gengið á. Ráðist er á elsta minningar- og menningarreit í höfuð- borginni, Víkur- kirkjugarð. Fyrst er fengið leyfi til fornleifa- rannsókna og það síðan, í bága við öll lög og regl- ur, nýtt til að tæma hótelgrunninn af líkamsleifum forfeðra okkar sem þar lágu. Með þessu segja forsvarsmenn Lindarvatns í þekkingarleysi sínu engan kirkjugarð þarna lengur. Heitir þetta að sýna samfélagslega eða menningarlega ábyrgð? Verði þetta lýðum ljóst mundi ég í sporum eigenda óttast að það yrðu fleiri en ég og mínir líkar sem ekki myndu hafa slíkan gististað í for- gangi. Icelandair eða Icelandair Hotels hafa aldrei komið sjálf inn í þá um- ræðu sem verið hefur um Víkurgarð og örlög hans. Ég kalla á þátttöku fyrirtækjanna í þessari umræðu og þá ekki síst skýringu á hvernig bygg- ing hótels á slíkum stað samræmist göfugum sjónarmiðum óskabarna Ís- lands. Orðstír Icelandair Hotels Eftir Þóri Stephensen Þórir Stephensen » Verði þetta lýðum ljóst mundi ég í sporum eigenda óttast að það yrðu fleiri en ég og mínir líkar sem ekki myndu hafa slíkan gisti- stað í forgangi. Höfundur er fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.