Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Hari
Sáttafundur Fulltrúar flugumferðarstjóra og SA komu saman í gær.
Kjaraviðræður Félags íslenskra
flugumferðarstjóra og Samtaka at-
vinnulífsins fyrir hönd Isavia fara
rólega af stað. Flugumferðarstjórar
vísuðu kjaradeilunni til ríkis-
sáttasemjara um miðjan seinasta
mánuð og í gær var haldinn fyrsti
sáttafundurinn í deilunni.
Kári Örn Óskarsson, formaður
Félags íslenskra flugumferðar-
stjóra, sagði fátt markvert að frétta
eftir þennan fyrsta fund. Viðræð-
urnar færu rólega af stað en boðað
væri til næsta sáttafundar á þriðju-
daginn í næstu viku.
Kjarasamningur flugumferðar-
stjóra rann úr gildi um seinustu ára-
mót. Spurður hvort þeir samningar
sem Samtök atvinnulífsins hafa gert
við stéttarfélög á almenna vinnu-
markaðinum að undanförnu, þar
sem áhersla hefur m.a. verið lögð á
breytingar á vinnutíma, greiði fyrir
lausn í viðræðum flugumferðar-
stjóra og SA segir Kári að staða
flugumferðarstjóra sé sérstök þar
sem þeir búa við þær aðstæður að
vinna vaktavinnu.
Í dag er boðaður sáttafundur hjá
Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flug-
freyjufélags Íslands og SA fyrir
hönd Icelandair.
Rólegur gangur í við-
ræðum FÍF og SA
Annar sáttafundur haldinn eftir viku
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019
Styrmir Gunnarsson fjallar á vefsínum um sameiginlega frétta-
tilkynningu utanríkisráðuneytis og
atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytis
frá 22. mars sl. þar
sem segir um 3.
orkupakkann: „Allir
fræðimenn sem að
málinu hafa komið
eru sammála um að
sú leið, sem lögð er
til við innleiðingu sé í fullu sam-
ræmi við stjórnarskrána.“
Hann segir einnig: „Við lesturálitsgerðar lögfræðinganna
Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst
og Stefáns Más Stefánssonar, vökn-
uðu spurningar hjá lesanda um,
hvort álitsgerð þeirra væri rétt
skilin eða túlkuð í ofangreindri full-
yrðingu ráðuneytanna tveggja og
voru þær spurningar viðraðar hér á
þessum vettvangi hinn 4. maí sl.
Þegar frétt mbl.is af þeirri af-stöðu, sem lögfræðingarnir
tveir lýstu á fundi utanríkismála-
nefndar í gær, var lesin og frétt
Morgunblaðsins í morgun um hið
sama er erfitt að komast að annarri
niðurstöðu en að ráðuneytin tvö
hafi annaðhvort misskilið álitsgerð-
ina eða rangtúlkað hana.
Þegar hlustað var á Stefán Má í
Kastljósi í gærkvöldi varð niður-
staðan hin sama.
Nú er komið að því að ráðu-neytin tvö geri hreint fyrir
sínum dyrum. Hvernig geta þau
sett fram þá staðhæfingu, sem fram
kom í fréttatilkynningu þeirra 22.
marz sl. í ljósi álitsgerðar þessara
tveggja lögfræðinga og þess, sem
þeir síðan hafa sagt?
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins,sem áður höfðu lýst efasemd-
um um orkupakka 3 en skiptu síðan
um skoðun hljóta að spyrja sjálfa
sig, hvort þeir hafi verið blekktir.“
Styrmir
Gunnarsson
Voru þeir blekktir?
STAKSTEINAR
Beztu uppskriftirnar okkar bestakryddid.is
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á fi
skinn
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður
Pírata, hefur lagt fram 9 fyrirspurn-
ir til jafnmargra ráðherra um skrif-
stofur og skrifstofustjóra í ráðuneyt-
um þeirra.
Spurningarnar eru 5 talsins:
1. Hvaða skrifstofur eru í ráðu-
neytinu og hvaða skrifstofum stýrir
skrifstofustjóri? Hver eru verkefni
hverrar skrifstofu og hversu margir
starfsmenn starfa undir skrifstofu-
stjóra á hverri skrifstofu?
2. Hversu margir skrifstofustjórar
heyra undir aðra skrifstofustjóra
eða stýra ekki skrifstofu sjálfir?
3. Hvaða aukastörf og hlunnindi
fylgja starfi hvers skrifstofustjóra
og hvert er hlunnindamat starfa
þeirra?
4. Hversu mikla yfirvinnu vinnur
hver skrifstofustjóri að jafnaði á
mánuði, talið í klukkustundum?
5. Hvernig tengjast skrifstofurnar
í ráðuneytinu undirstofnunum þess?
Skriflegt svar óskast, segir þing-
maðurinn. Óvíst er hvort ráðherr-
arnir nái að svara þessum spurning-
um á yfirstandandi þingi, sem á að
ljúka í næsta mánuði.
Björn Leví Gunnarsson hefur ver-
ið þingmanna ötulastur að leggja
fram fyrirspurnir. Þær eru orðnar
yfir 70 á þessu þingi og á þinginu þar
á undan voru þær alls 93. sisi@mbl.is
Vill vita allt um skrifstofustjóra
Björn Leví leggur spurningar fyrir
níu ráðherra Spyr þingmanna mest
Morgunblaðið/Eggert
Björn Leví Áhugasamur um störf
skrifstofustjóra ráðuneytanna.