Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 ✝ RagnhildurKristín Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1953. Hún lést 5. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Markús Kristjáns- son sjómaður og Steinunn Indriða- dóttir húsmóðir sem bæði eru látin. Ragnhildur átti einn bróður, Indriða Theodór, bónda í Ysta- Koti í Landeyjum. Ragnhildur útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1974. Eftirlifandi eiginmaður er Ægir Vopni og gengu þau í hjónaband árið 1975. Börn þeirra eru: 1) Íris Dögg, fædd 9. september 1976, eiginmaður hennar er Pétur Árnason og eiga þau þrjú börn, Gabríel Snæ, f. 2005, Ægi Loga, f. 2009, og Birtu Dögg, f. 2011. 2) Ólafur Már, fædd- ur 27. mars 1981, eiginkona hans er Hildur Georgs- dóttir og eiga þau tvö börn, Ragnhildi Kötlu, f. 2012, og Eddu Guðrúnu, f. 2016. Ragnhildur hóf störf hjá Olíufélaginu hf., nú N1, árið 1974 og starfaði þar til ævi- loka. Útför Ragnhildar fór fram 26. apríl í kyrrþey að ósk hinar látnu. Þegar ég kynntist Óla mínum datt ég aldeilis í lukkupottinn með tengdaforeldra. Betri tengdaforeldra er ekki hægt að finna. Ragga var frábær tengda- móðir, skemmtileg, hjartahlý og lumaði ávallt á ráðum við öllu. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og tilbúin að hjálpa. Það var aldrei neitt mál, sama hvernig á stóð hjá henni. Eitt skipti þegar stelpurnar okkar voru í pössun hjá þeim þegar við vorum erlendis fengu þær báðar ælupest. Þegar ég heyrði í Röggu var hún ekkert að segja okkur frá því þar sem hún vissi eflaust að þá yrðum við áhyggju- full. Eina sem hún sagði var að stelpurnar væru með einhver ónot í maganum. Það finnst mér lýsa henni svo vel þar sem hún gerði aldrei mál úr neinu og það var aldrei neitt mál. Takk fyrir allt, elsku Ragga. Ég passa upp á Óla okkar. Þín tengdadóttir, Hildur Georgsdóttir. Mig langar að minnast elsku tengdamóður minnar sem nú hefur kvatt okkur allt of snemma. Ég kynntist Röggu fyr- ir tæpum 15 árum þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Ægis í Fannafoldinni. Ég man hvað ég fann strax fyrir mikilli hlýju og útgeislun frá þessari glæsilegu konu. Ragga var dugleg og ósér- hlífin kona sem var alltaf jafn róleg og yfirveguð þó að oft væri nóg að gera. Hún var góðhjörtuð og setti alltaf aðra í fyrsta sæti. Heimili tengdaforeldra minna í Fannafoldinni og síðar í Sein- akrinum var afar glæsilegt en Ragga lagði mikið upp úr því að hafa fínt og fallegt í kringum sig og það sást vel. Garðurinn í Fannafoldinni var til dæmis sérlega fallegur og mikið lagt upp úr að hafa allt sem smekklegast. Góðar minningar frá utanlandsferðum okkar fjöl- skyldunnar koma upp í hugann, það var alltaf gott að vera með Röggu og hún hugsaði vel um alla. Matarboðin á heimili þeirra hjóna eru einnig minnisstæð en það var alltaf gott að skála við Röggu yfir góðum mat og fá besta heimatilbúna ís í heimi í eftirrétt. Ragga og Ægir komu oft í heimsókn til okkar Írisar og krakkanna í útilegur eða sum- arbústað og það var alltaf svo gott að sjá þau. Ragga var barna- börnunum sérlega góð og var alltaf til staðar ef okkur vantaði aðstoð. Það stóð aldrei á henni að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum og þau voru afar hænd að ömmu sinni. Elsku Ragga, það er svo sárt að sjá á eftir þér og við hefðum aldrei trúað því að þú værir farin svona fljótt frá okkur. Eftir sitja góðar minningar sem verða alltaf með okkur. Hvíl í friði, elsku tengdamóðir. Pétur Árnason. Það er orðið nokkuð langt um liðið eða u.þ.b. 45 ár síðan bróðir minn hann Ægir kynnti mig fyrir kærustunni sinni henni Ragn- hildi Kristínu Ólafsdóttur. Raggý, sem ég kallaði hana ávallt, kom mér fyrir sjónir sem falleg og hæglát stúlka. Kynni okkar urðu nánari með tímanum og ég komst að raun um að hún væri ekki aðeins falleg og hæglát heldur einnig skyn- söm, traust, hrein og bein og skemmtileg. Raggý var bæði list- ræn og flink sem var augljóst t.d. í leirmunum sem hún bjó til, í handavinnu hennar og mjög fal- legu og hlýlegu heimili. Þau hjónin voru einstaklega samhent og hugsuðu af mikilli alúð og um- hyggju um börnin sín og fjöl- skyldur þeirra. Það leyndi sér ekki að barna- börnin sóttust mikið eftir að heimsækja afa og ömmu og vera í návist þeirra. Eitt sameigin- legra áhugamála var golfið og voru sum barnabörnin farin að trítla með þeim um brautirnar. Það var farið að líða að þeim tímamótum þegar um hægist og mögulegt er að fara að sinna áhugamálunum meira, og allt virtist vera eins og best varð á kosið, þegar lífið tók því miður óvænta stefnu. Ægir bróðir minn greindist með alvarlegan sjúk- dóm, og í þeirri erfiðu baráttu, þar sem hún stóð þétt við hlið hans, reið annað áfall yfir þegar Raggý greindist einnig með al- varlegan sjúkdóm. Ég var svo lánsöm að Raggý og Ægir heimsóttu okkur á af- mælisdeginum mínum í mars. Hún leit svo vel út þá, að ég fyllt- ist von um að hún væri ekkert á förum. Raggý barðist af miklum kjarki og æðruleysi fyrir lífi sínu með stuðningi Ægis og fjölskyld- unnar þar til yfir lauk. Þegar eitthvað bjátaði á sagði hún oft: „Við verðum að vera sterk.“ Þau orð þarf nú nánasta fjölskylda og vinir að hafa efst í huga. Elsku Raggý, ég á ótal ynd- islegar minningar um þig, sem ég geymi með mér. Þakka þér kærlega fyrir vináttuna og sam- fylgdina. Megi góður Guð styrkja Ægi og fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Sigurbjörg Ármannsdóttir. Tilvera okkar á þessari jörð er undarlegt ferðalag og ómögulegt að sjá fyrir sér hvað næsti dagur ber í skauti sér. Fallin er frá elskuleg frænka okkar sem okk- ur þótti svo ótrúlega vænt um. Við eigum erfitt með að meðtaka það að þú sért farin frá okkur og að við eigum ekki eftir að njóta samvista þinna áfram. Ragga frænka, eins og hún var alltaf kölluð, var einstök kona, hún var ótrúlega traust, heilsteypt og yfirveguð og það var alltaf gott að leita til hennar með hvað eina sem manni lá á hjarta. Fyrir okkur var hún jafnt sem systir og önnur mamma. Heim- ilið þeirra Ægis stóð okkur mæðgum alltaf opið með afslöpp- uðu og þægilegu andrúmslofti. Hún var myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og voru jóladagsboðin þeirra Ægis orðin fastur liður hjá fjölskyldunni sem verður erfitt að toppa, og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í þá hefð. Tilhlökkunin fyrir þessum degi hjá yngstu meðlimum fjöl- skyldunnar var alltaf mikill og vildi enginn missa af þessari kvöldstund. Þau Ægir voru einstaklega samheldin hjón og óaðskiljanleg í einu og öllu. Þau kunnu þá list að njóta lífsins saman, stunduðu golfíþróttina saman af miklum móð, ferðuðust mikið innanlands jafnt sem utan með sínum góða vinahóp. Hún var einstök kona og fram á síðasta dag var hún enn að betrumbæta nýja heimilið þeirra Ægis í Garðabænum. Umhyggja hennar fyrir sínu fólki var takmarkalaus í orði sem æði fram á síðasta dag. Kynslóðir koma og kynslóðir fara segir í kvæði Matthíasar Jochumssonar „Fögur er foldin“, hið eilífa líf birtist í afkomendum okkar og þar bjó frænka okkar yfir miklu ríkidæmi sem birtist í myndarlegum börnum og barna- börnum sem minnast móður og ömmu af miklum hlýhug um ókomna tíð. Söknuður okkar er mikill, og við mæðgurnar erum óendanlega þakklátar fyrir að hafa átt hana Röggu að og nú bætist elskulega frænka okkar í hóp þeirra sem hugurinn dvelur við milli vöku og svefns. Hugur okkar er jafnframt hjá elskulegum Ægi, börnum og fjöl- skyldum þeirra. Bestu þakkir fyrir allt, elsku Ragga okkar, og hvíl í friði. Bryndís og Ásta. Hún var falleg útfararræðan sem presturinn flutti okkur þeg- ar Ragga vinkona okkar var kvödd. Séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir notaði orð sem við öll þekktum svo vel, við þekktum þessa vinkonu okkar ekki öðru- vísi. Ærleg manneskja er góð lýsing. Í yfir 40 ár höfðum við ferðast saman, innanlands sem utan, við hlógum dátt er við skoðuðum myndir úr fyrstu Amsterdam- ferðinni okkar, Ragga og Una Lilja með gleraugu jafn stór og framrúða í hópferðabíl, húsbíla- ferðin um Norðurlöndin, öll sam- an í einum gömlum Bens, Jama- íka með skrítinni lykt og furðulegum leigubílstjóra, síðan dásamlegar stundir í Horn- bjargsvita, það var svo gott að fá ykkur í heimsókn, alltaf líf og fjör, já og smá Grand með kaffinu. Við eigum bara góðar minn- ingar um þessa yndislegu konu, orð eru svo fátækleg, þetta var allt of stuttur tími. Við bara vonum að þegar kem- ur að þessari ferð, sem við öll svo förum, þá mætum við með sama æðruleysi og hún Ragga gerði, Guð blessi hana. Elsku Ægir, Íris, Óli, tengdabörn og barna- börn, minningin um Röggu mun lifa, góðar minningar endast. Með þakklæti, Ævar, Una Lilja og fjölskyldur. Halló með glaðlegum syngj- andi hljóm heyrðist þegar hringt var í Ragnhildi Kristínu Ólafs- dóttur. Með glaðværð, mildi, háttvísi, ljúflyndi og hjálpsemi markaði hún líf sitt. Vinsældir hennar í hópi samstarfsfólks mótaðist af þessu. Hún var móðir, amma og eiginkona í þeirra orða bestu merkingu, kærleiksrík og umhyggjusöm, fjölskyldan skipti hana öllu. Afkomendurnir bera glöggt merki foreldranna og barnabörn- in fengu hjá henni mikla hlýju. Í samtölum voru hjónin oftar en ekki nefnd saman; Ragnhildur og Ægir. Í 45 ár starfaði hún hjá sama vinnuveitanda, hún var trygg sínum heima sem í vinnu. Korn- ung hóf hún ævistarfið að loknu námi í Verslunarskólanum og eitthvað var það sem þáverandi forstjóri Olíufélagsins, Esso, sá í fari hennar, sem varð til þess að hún var ráðin í ábyrgðarmikið starf svo ung, sem krafðist mik- illar nákvæmni. Þetta var farsæl ákvörðun. Á vinnustað þótti samstarfs- fólki gott að leita álits hennar á ýmsu sem upp kom. Undirritaður kynntist Ragn- hildi sem vinnufélaga fyrir 32 ár- um. Hún var meira en vinnu- félagi, hún var sannur vinur, góðhjörtuð og hjálpsöm. Alltaf var Ragnhildur til stað- ar í verkum og vináttu enda vina- hópurinn stór. Í hugann koma samtöl og at- burðir sem ég og fjölskylda mín minnumst með hlýhug og þakk- læti, þar reyndist Ragnhildur okkur afar vel. Ragnhildur var alla tíð ein- staklega hraust, hreyfði sig mik- ið og ræktaði líkama sinn vel. Á síðari árum stundaði hún golf af kappi sem var sameiginlegt áhugamál hjónanna og naut mik- illar útiveru. Ragnhildi þótti gaman að ferðast og kynnast nýj- um löndum og siðum. Ragnhildur var einstaklega handlagin og var fagurkeri eins og kom fram í öllu handbragði hennar, m.a. í fagur- lega gerðum leirmunum. Hún hafði næmt fegurðarskyn og fal- legt handbragð á öllu, enda vand- virk svo af bar. Ragnhildur kaus að ganga hljóðlega um lífsins veg og var afskaplega hógvær og hafði ekki uppi neikvætt umtal um annað fólk. Oft hljómaði setningin frá henni þegar sagðar voru sögur með sérstökum áherslum, „já segðu“, oft fylgdi bros eða hlátur með, full af gleði og kímni, en þannig var jafnvel okkar síðasta samtal um miðjan mars. Ragn- hildur átti oft í erlendum sam- skiptum þegar undirritaður var fjarverandi vinnustaðnum í fríi eða vinnu. Þau komu því ekki á óvart um- mælin sem bárust þegar starfs- menn í stóru erlendu fyrirtæki fengu fréttirnar: „Hún var alltaf svo mild og hlý og gott að tala við hana, auk þess hafði hún ein- staka þjónustulund og var fljót að finna lausnir.“ Jafnaðargeðið og traustið var einstakt og gaf manni innblástur og virðingu, hversu dýrmætur kostur það er í samskiptum manna í milli. Að leiðarlokum drúpum við höfði með þökk og virðingu. Guð blessi fjölskylduna og minningu Ragnhildar Kristínar Ólafs- dóttur. Magnús Ásgeirsson. Ragnhildur Kristín Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma er góð við mig og leikur oft við mig. Ég elska að vera með henni. Ragnhildur Katla Ólafsdóttir. . Þegar ég hugsa um Petu ömmu mína koma margar myndir upp í hug- ann. „Þú gerðir mig að ömmu,“ sagði hún stundum við mig og mér fannst eins og það hefði verið mikilvægt hlutverk. Fyrsta minningin er frá því hún og afi pössuðu mig, líklega tveggja ára gamla, úti í Noregi. Magnús móðurbróðir minn, rúm- um fimm árum eldri, var með í för og fólk hélt eðlilega að hún væri mamma okkar beggja, enda var hún aðeins 46 ára og afar ungleg í fasi. Peta amma var alltaf tignarleg og glæsileg til fara. Ég á minn- ingar um að horfa með aðdáun á hana túbera hárið og leggja það óaðfinnanlega áður en hún fór úr húsi. Elnet-hárspreyið minnir Petrína Helga Steinadóttir ✝ Petrína HelgaSteinadóttir fæddist 27. septem- ber 1926. Hún lést 25. apríl 2019. Út- för Petrínu fór fram 3. maí 2019. mig á ömmu og mér finnst ennþá að myndin utan á spreybrúsanum sé af henni. Amma var fyrir- mynd í svo mörgu. Hún hafði lært á klassískan gítar eft- ir nótum og plokk- aði svo fallega á hann. Það eru eng- ar ýkjur, að þegar barnabörnin gistu settist hún með gítarinn á rúmstokkinn og söng kvöldsöngva áður en bæn- irnar voru beðnar. Seinna heyrði ég að hún hefði kennt á gítar í Fósturskólanum áður en ég fæddist. Ég man eftir henni sitja við pí- anóið í Hvassó því hún hafði tekið píanótíma þegar börnin hennar voru hætt að læra á hljóðfærið. Seinna bjó ég hjá þeim í Hvassó og æfði mig á þetta píanó. Henni þótti best þegar ég æfði Bach en var lítið fyrir Bartók. Hún sagði að ég mætti setja fínu útsaumuðu púðana ofan á píanóbekkinn á meðan ég æfði mig með því skil- yrði að ég gengi frá þeim aftur nákvæmlega eins og þeir voru. Ég kunni vel að meta þessa reglusemi og snyrtilegu um- gengni sem hún kenndi mér. Hún var alltaf öguð og lagði hart að sér í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og þannig var hún ómetanleg fyrirmynd. Amma var skarpgreind og hefði getað lagt svo margt fyrir sig ef hún hefði ekki fæðst á þeim tíma sem konum var ekki ætlað að sinna öðru en móðurhlutverk- inu. Hún lagði því allt í húsmóð- urstarfið og gerði það óaðfinnan- lega en sinnti einnig félags- störfum af mikilli natni. Störf hennar í þágu KFUM og K og Kristniboðssambandsins voru öll í sjálfboðavinnu og lítið skráð af öllu því óeigingjarna starfi sem hún vann á þeim vettvangi. Myndin af Petu ömmu í huga mínum er af sterkri og duglegri konu sem vílaði fátt fyrir sér. Hún hafði lítið fyrir að læra nýja hluti allt til síðasta dags. Amma gat lesið og talað ensku, dönsku og norsku þrátt fyrir að vera ekki langskólagengin og lærði auðveldlega á nýja tækni. Heimabankinn var ekkert mál og sömuleiðis var hún snillingur með fjarstýringar. Ég gapti bara þegar ég sá hana læra á augna- bliki á rafstýrða hægindastólinn sinn eftir nírætt og henni fannst ekkert tiltökumál að setja disk með bíómynd í tæki og finna textann sjálf með fjarstýring- unni. Það þurfti ekki að kenna henni neitt. Síðasta myndin af Petu ömmu er frá páskadegi þegar ég fékk að mata hana, þessa sjálfstæðu og sterku konu. „Nú hefur þetta snúist við, amma, einhvern tím- ann varst það þú sem mataðir mig.“ Hún svaraði æðrulaus: „Já, það er nú líkast til.“ Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna’ á himinvegi. (Friðrik Friðriksson) Helga Rut Guðmundsdóttir. Nú hefur elsku amma Peta kvatt þennan heim. Ég er svo þakklát fyrir allt það sem hún var mér og fyrir það sem hún gaf mér. Ég á margar dásamlegar minningar um ömmu frá því var ég var barn, heima hjá henni í Hvassaleitinu og á ferðalögum um landið. Þegar ég var fjögurra ára fluttum við fjölskyldan norð- ur á land og þá breyttust heim- sóknirnar til ömmu og afa þannig að þegar við komum í bæinn þá bjuggum við hjá þeim um tíma og svo komu þau til okkar og stund- um kom amma ein og var þá hjá okkur í nokkra daga. Þannig eignuðumst við margar dýrmæt- ar samverustundir. Ég var oft í búðarleik hjá ömmu þegar ég var lítil. Amma tók vel eftir þessum áhuga mín- um og leyfði mér snemma að af- greiða með sér á basar KFUK og í versluninni Stramma þar sem hún vann um tíma. Eitt skiptið var útsala og þá var ég nýbúin að læra prósentureikning og fór að sýna henni einfaldar leiðir til að reikna afsláttinn. Ég met það mikils þegar ég hugsa til baka hvað amma sýndi mér mikla virð- ingu og traust. Hún tók ábend- ingum mínum fagnandi og hrós- aði mér fyrir og það þótti mér afar vænt um. Amma og afi buðu okkur barnabörnunum nokkrum sinn- um með sér í sumarbústað sem Eimskipafélagið átti á Reyni- völlum og þaðan á ég margar góðar minningar. Ferðalagið austur var nokkuð langt en þau gáfu sér góðan tíma til að stoppa á leiðinni til að skoða fallega staði og borða gómsætt nesti úti í nátt- úrunni, sem amma hafði útbúið af kostgæfni. Þannig kynntist ég fyrst helstu náttúruperlum Suð- urlands með ömmu og afa, eins og t.d. Jökulsárlóninu og á þeim tíma voru engir aðrir ferðamenn þar, bara við og lónið. Amma var myndarleg hús- móðir, hafði gengið í húsmæðra- skóla og það var gaman að fylgj- ast með henni í eldhúsinu og við hannyrðir. Skemmtilegast fannst mér að baka hjónabands- sælu með henni. Hún bjó til fjall úr þurrefnunum með holu efst þar sem við settum vökvann og svo mátti ég blanda öllu saman með fingrunum, það þótti mér mikið ævintýri. Það allra besta var að amma leyfði mér alltaf að borða smá af deiginu. Ég hugsa alltaf til ömmu þegar ég baka hjónabandssæluna hennar og það mun ég gera áfram. Amma mun lifa áfram með okkur í öllum dýrmætu minningunum sem við eigum um hana, ein sterk minn- ing um ömmu er þegar hún sá nýfædd börn í fyrsta skipti, þá sagði hún með svo fallegri röddu „mikið lifandi undur“ og það kemur einnig upp í huga minn þegar ég sé nýfædd börn. Ég minnist þess með sérstakri hlýju hvernig amma spilaði á gít- ar og söng mig í svefn með laginu „Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður“. Peta amma mín átti lifandi trú á Guð og tilheyrði barnaskaran- um hans. Nú er hún komin heim til afa og Magga frænda. Blessuð sé minningin um elsku ömmu Petu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.