Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 ✝ Magnús Þránd-ur Þórðarson fæddist í Reykja- vík 2. maí 1952. Hann lést í San Jose, Kaliforníu, 19. mars 2019. Magnús var elstur sjö barna þeirra Önnu Hjaltested, f. 23. maí 1932, og Þórðar B. Sigurðs- sonar, f. 9. júlí 1929. Hann var stúdent frá Versl- unarskólanum og útskrifaður viðskiptafræðingur frá Clare- mont Graduate University. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Helga Þorvarð- ardóttir, f. 16. júlí 1949. Þau giftu sig árið 1975 og eru börn þeirra: 1) Ragnhildur, f. 13. október 1974. Dóttir hennar er Stella Lúna Jóns- dóttir Powers, f. 20. maí 2014. 2) Illugi, f. 23. mars 1976, giftur Mic- helle Kitagawa Magnusson, f. 21. október 1979. 3) Pétur Gautur, f. 31. mars 1980. Þau búa og starfa í Kaliforníu. Magnús og Helga hófu bú- skap í Kópavogi þar til þau fluttu í Stykkishólm árið 1976. Þaðan fluttu þau til Kali- forníu, BNA, árið 1983. Þar hafa þau búið og starfað síð- an. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey. Magnús bróðir minn batt ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans. Kærði sig ekki um það, fór sínar eigin leiðir, hafði sínar eigin skoðanir og samskiptahætti. Hann fór aldrei á milli mála. Við vorum oft sammála, oft ekki. Ég lærði snemma hvort, hvenær, hvernig og hversu lengi væri hægt að taka þátt í þrætum við hann, það var ákveðið list- form. Hann gaf sig seint og reyndi að innrétta mig frá fyrsta degi til síðasta. Var nokk sama þó að ég benti honum á að ég væri með fremur fastmótaða dómgreind svona á sextugs- aldri. Við vorum þó oftar sam- mála en hitt og ég sakna spjalls- ins. Ég leit upp til Magnúsar af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi var hann mjög hávaxinn. Þar að auki fannst mér hann gáfaður, orðheppinn og frekar fyndinn, sem eru eiginleikar sem ég hef gaman af í fari fólks. Hann var gestrisinn og hafði gaman af því að sýna gestum sínum allt það besta sem Kalifornía hefur upp á að bjóða. Síðast en ekki síst dáðist ég að því hvað hann hafði næmt auga og eyra. Frá því að ég var lítil stelpa naut ég þess að láta hann mata mig á tónlist, allt frá Stevie Wonder til Mariu Callas, og móta tónlistarsmekk minn. Ein af mínum uppáhaldsminningum er um okkur systkinin hangandi á húninum á Tower Records í Berkeley snemma á ágúst- morgni 1986, þar sem við biðum þess að búðin yrði opnuð svo við gætum keypt okkur glóðvolg eintök af Gracelandi Pauls Simon. Platan og kassettan spændust upp næstu mánuðina. Magnús var ljósmyndari af vænstu sort. Hann tók stórkost- legar náttúrumyndir og naut þess að þvælast um fjöll og firn- indi með myndavélarnar sínar. Hann hafði ekki síður næmt auga fyrir fólki. Magnús tók hundrað þúsund myndir á sín- um tæpu 67 árum og er hluta þeirra að sjá á heimasíðu hans, thordarsonline.com. Allir þessir kostir lifa áfram í börnunum hans. Gáfurnar, orð- heppnin, fyndnin og gestrisnin, ást á tónlist og hæfileikinn til þess að deila henni með sér, sterk tengsl við náttúruna og gott auga fyrir fegurð hennar og fólksins sem á vegi þeirra verð- ur. Þau búa auk þess yfir þeirri einstöku hlýju og lífsorku sem einkennir móður þeirra, sem stóð keik eins og Kapteinsklett- ur við hlið bróður míns í 45 ár og hlúði að honum síðasta spölinn. Það er sárt þegar fólk þarf að lúta í lægra haldi fyrir banvæn- um sjúkdómi fyrir aldur fram. Það er erfitt að fylgjast með því gerast hægt og bítandi, að syrgja lengi, vitandi að hvorki vísindi né kraftaverk geta kom- ið í veg fyrir hið óumflýjanlega. Magnús bróðir tók vísindalega nálgun á Pokinn sem fór sínar eigin leiðir inni í höfðinu á honum. Hann stúderaði hann og vildi vita á hverju hann ætti von. Sagði þetta súrrealískasta ferðalag sem hann hefði farið í. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja honum á loka- metrunum, þakklát fyrir það sem hann gerði fyrir mig í lífinu, þakklát fyrir mágkonuna sem hann valdi fyrir mig, bróður- börnin sem hann gaf mér og fjölskyldurnar þeirra. Sál mín er full af samúð og kærleika til þeirra, foreldra minna, systk- ina, sem og annarra ættingja og vina Magnúsar bróður míns. Blessuð sé minning hans. Ingveldur Lára Þórðardóttir. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. (Úr Hávamálum) Maggi Þrándur eins og við fé- lagarnir úr körfuboltanum í KR kölluðum hann var mikill að burðum, stór og sterkur og þurfti mikið pláss bæði innan vallar og utan. Hann þótti ekki árennilegur er hann stillti sér upp í miðju varnarinnar og man- aði andstæðingana að reyna við sig. Sannur víkingur sem lét ekki hlut sinn fyrir neinum og mikill vinur vina sinna sem hann hélt sambandi við alla tíð. Hann hafði búið ásamt konu sinni Helgu Þorvarðardóttur og börnum í Kaliforníu í fjölda ára en kom síðast heim fyrir tveim- ur árum og við félagarnir hitt- um hann á úrslitakeppninni þar sem okkar félag KR var að tryggja sér Íslandsmeistaratit- ilinn fjórða árið í röð og urðu þar fagnaðarfundir. Magnús hóf sinn körfubolta- feril í Ármanni en gekk yfir í KR á menntaskólaárunum, föður sínum örugglega til mik- illar ánægju en sá var enginn annar en Þórður B. Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti úr KR. Magnús gekk þarna til liðs við nánast ósigrandi 2. flokk KR og ekki lagaðist það fyrir andstæð- ingana er Maggi kom! Þessi flokkur skilaði svo mörgum snillingum upp í meistaraflokk sem gerðu garðinn frægan í mörg ár og talaði Maggi oft um þessa skemmtilegu tíma. Þá var Maggi valinn í unglingalandslið- ið og lék hann nokkra leiki með því. Eflaust hefði landsliðsferill hans orðið mun lengri ef hann hefði ekki fært sig um set til Stykkishólms þar sem hann vann við sölu á skelfiski hjá Útgerðarfyrirtæki Sigurðar Ágústssonar. Hann var síðan sendur til Bandaríkjanna til að selja skelfisk í nokkur ár eða á meðan hann entist í Breiðafirði. Hann settist síðan á skólabekk þar ytra en starfaði og bjó þar æ síðan. Þess má geta hér að eftir að Maggi flutti ásamt fjölskyldu til Kaliforníu lék hann í mörg á með áhugamannaliði þar um slóðir. Þarf ekki að efast um að „Víkingurinn“ hafi verið erfiður viðfangs í þeirri keppni. Hann fylgdist vel með, bæði háskóla- boltanum og NBA og var eins og margir góðir menn gallharð- ur stuðningsmaður Boston Celtics! Stórt skarð er nú höggvið í vinahópinn og það allt of snemma en eftir stendur minningin um góðan dreng og traustan vin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Helgu og fjölskyldu ásamt foreldrum Magnúsar, Önnu og Þórði og biðjum Guð að styrkja þau og styðja í sorginni. F.h. félaga í körfuknattleiks- deild KR, Einar Gunnar Bollason. Magnús vinur okkar til margra áratuga lést á heimili sínu í San Jose í Kaliforníu 19. mars síðastliðinn. Við félagarnir kynntumst Magga, eins og hann var alltaf kallaður, vorið 1973, í kringum starfsemi æskulýðsráðs í Tóna- bæ. Þar unnum við allir saman, hann sem plötusnúður og síðar forstöðumaður. Eftir að Maggi kynntist Helgu sinni hófu þau sambúð í Þverbrekkunni og stofnuðu fjölskyldu, fluttu síðan í Hólminn árið 1976 og þaðan til Kaliforníu árið 1983. Sambandið og vináttan hélst áfram og þrátt fyrir mikla fjarlægð lagði Maggi mikla áherslu á að sambandið rofnaði ekki. Samskiptamátinn á fyrstu árunum voru bréfa- skriftir og stöku sinnum símtöl. Með tilkomu netsins gjörbreytt- ust samskiptin, fyrst textaskila- boð á MSN og síðar á Skype. Töluðum við saman að jafnaði einu sinni í viku, í það minnsta. Við heimsóttum þau oft til Kali- forníu í gegnum árin og ekki skorti gestrisnina hjá þeim. Það var farið í skemmri og lengri ferðir, var Maggi ótæmandi upplýsingabanki og skemmti- legur leiðsögumaður sem keyrði um alla Kaliforníu án þess að líta nokkrum sinnum á vega- kort. Fyrir tilstilli Magga var ákveðið árið 2003 að hittast á miðri leið og fagna 30 ára vin- arafmæli okkar félaganna í New York. Maggi sá um að skipu- leggja dagskrána, þar var aldrei dauð stund sem var full af fróð- leik um söfn, mat og drykk. Við hittumst aftur árið 2013 í Bost- on, til að halda upp á 40 árin, og fórum í bíltúr sem endaði eftir 2.300 km. Það fór ekki framhjá okkur í öllum þeim ferðum sem við fór- um með Magga, bæði í Ameríku og á Íslandi, að hann var mikill áhugaljósmyndari, myndir hans skipta þúsundum. Á síðasta ári hélt fjölskyldan honum til heið- urs sýningu í San Francisco, á völdum myndum hans, fyrir vini og samferðamenn. Maggi hélt úti þessari síðu: www.thordar- sonline.com. Við heimsóttum hann þrisvar sinnum eftir að hann greindist og nú síðast í febrúar, rúmum mánuði áður en hann dó, og átt- um með honum ómetanlegar stundir, ekki síst á uppáhalds- kaffihúsi hans, Crema Coffee, í San Jose. Maggi tók örlögum sínum af æðruleysi, vissi strax frá upp- hafi greiningar sjúkdómsins að það varð engu breytt. Við kveðjum kæran og traustan vin. Hvíl í friði. Ágúst Gunnarsson, Þórarinn Sigurgeirsson og fjölskyldur. Í dag, 2. maí, hefði vinur minn Magnús Þrándur orðið 67 ára, ef illvígur sjúkdómur hefði ekki kvatt hann af lífsins braut. Við kynntumst fyrir rúmum fimm- tíu árum, þegar við hófum nám í Verslunarskóla Íslands vetur- inn 1966/67 og tókst fljótlega með okkur góð vinátta. Á námsárunum í Verslunar- skólanum vorum við Maggi mjög nánir og átti ég því láni að fagna að verða heimagangur á heimili hans og kynnast vel for- eldrum hans, þeim mektarhjón- um Önnu og Þórði, sem bæði lifa son sinn, og stórum systkina- hópi, en Maggi var þeirra elst- ur. Stóð mér heimili þeirra alltaf opið, sem var kærkomin fylling í stað fjarlægra foreldrahúsa í Bolungarvík. Er ég þeim hjón- um ævarandi þakklátur fyrir þá væntumþykju og umhyggju, sem ég naut frá þeim á þeirra heimili, óþroskaður unglingur. Á þessum árum var einmitt mik- ið umrót á þeirra heimilishög- um, þar sem þau voru að flytja með tíu manns í heimili úr Eikjuvogi á Langholtsveg, með stuttri millilendingu í Fells- múla, en létu sig ekki muna um að hafa einn aukagemling oft inni á heimilinu. Maggi var afburðanámsmað- ur og jafnvígur í öllu námi og virkur í félagslífi. Það árið, sem okkar árangur átti að sjá um út- gáfu Verslunarskólablaðsins, tók hann að sér ritstjórn blaðs- ins og lauk því verki með mikl- um sóma og gerði um leið mjög metnaðarfullar breytingar á blaðinu, sem urðu síðar leiðar- vísir komandi ritstjórum blaðs- ins. Kom sér þá vel, hversu góð- ur penni Maggi var, auk þess að hafa mikinn áhuga á ljósmynd- un, sem varð síðar hans helsta áhugamál í lífinu og list í hans höndum. Á námsárunum æfði og keppti Maggi í körfubolta og var eins og faðir hans óforbetran- legur KR-ingur alla tíð. Þegar við höfðum báðir stofn- að fjölskyldur var áfram mikill samgangur milli okkar Maju og þeirra Helgu og Magga og barna okkar. Eigum við Maja og okkar börn margar og góðar minningar frá þessum tíma. Er sérstaklega minnisstæð fyrsta hringferðin okkar um landið, sem við fórum með Helgu og Magga og eldri börnum beggja, sem reyndist hið mesta ævin- týri, enda ferðabúnaðurinn fá- brotinn og í minnsta lagi, svo sem sjá má á myndum frá ferð- inni, sem við skoðuðum nýlega. Meðan Maggi og Helga bjuggu á Íslandi voru þau lengst af búsett í Stykkishólmi, þangað sem við heimsóttum þau oft. Ár- ið 1983 fluttu þau til Kaliforníu, þar sem Maggi hafði tekið að sér að byggja upp sölufyrirtæki fyrir íslenskan skelfisk. Hefur fjölskyldan búið þar síðan. Eðli- lega urðu þá mikil tímamót í samskiptum fjölskyldna okkar, þótt síminn hafi bætt þar úr að hluta. Við Maja höfum nokkrum sinnum farið í heimsókn til þeirra til San Francisco og alltaf hitt þau, þegar annað hvort eða bæði hafa komið í heimsókn til Íslands, sem raunar hefur verið alltof sjaldan í gegnum þessi 36 ár sem þau hafa verið búsett í Kaliforníu. Við Maja og fjölskylda okkar sendum Helgu og fjölskyldu þeirra Magga, svo og Önnu og Þórði og fjölskyldunni allri okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Einar Benediktsson. Magnús Þrándur Þórðarson HINSTA KVEÐJA Í Hávamálum segir: Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. Þessum eiginleikum var Magnús Þrándur gæddur í ríkum mæli. Hvíl í friði, kæri vinur. Þórður Valdimarsson. Elskulegur eiginmaður og faðir, HÖSKULDUR SVEINSSON arkitekt, sem lést 25. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 10. maí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarfélagið Göngum saman, reikningur 0301-13-304524, kt. 650907-1750. Helena Þórðardóttir Sveinn Skorri Höskuldsson Sólveig Lóa Höskuldsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, VIGDÍS GUÐFINNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 9. maí klukkan 15. Marta Loftsdóttir Gunnar Jóhannsson Svava Loftsdóttir Ásmundur Kristinsson Pétur Guðfinnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENS MEINHARD BERG frá Funningsfirði í Færeyjum og áður búsettur í Giljahlíð, lést í Brákarhlíð þriðjudaginn 30. apríl. Útförin fer fram laugardaginn 11. maí klukkan 14 frá Reykholtskirkju. Jónína K. Berg Jóhannes Berg Sólveig Jónasdóttir Jón Bjarnason Pálína F. Guðmundsdóttir Sigurbjörg Ösp Berg Svanhildur Helga Berg Gunnar Már Vilhjálmsson og langafabörn Elskulegur frændi okkar, EIRÍKUR SIGURÐSSON veðurfræðingur, Stórholti 17, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 2. maí. Útför fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. maí klukkan 11. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Sigríður Markúsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR BREIÐFJÖRÐ FREYSTEINSSON, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð 5. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. maí klukkan 10.30. Ragnheiður Dóra Árnadóttir Gail Breiðfjörð Press Jeffrey Press barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI RAGNAR ÁSMUNDSSON, Seljavegi 9, Selfossi, lést föstudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. maí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Hjartavernd. Jónína Gísladóttir Gísli Hjaltason Anne Merethe Vennesland Ásmundur Páll Hjaltason Guðrún Egilsdóttir Hlynur Hjaltason Anna Kristín Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.