Morgunblaðið - 08.05.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.05.2019, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 20. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. maí SÉRBLAÐ HANDBOLTI Grill 66-deild karla Umspil, úrslit, fjórði leikur: HK – Víkingur ...................................... 28:26  Staðan er jöfn, 2:2, og liðin mætast í oddaleik á föstudag í Víkinni kl. 18. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: SönderjyskE – Holstebro ................... 29:28  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE.  Vignir Svavarsson hjá Holstebro er frá keppni vegna meiðsla.  Staðan eftir 4 umferðir af 6: Skjern 6, Aalborg 6, SönderjyskE 4, Holstebro 3. Úrslitakeppnin, 2. riðill: Skanderborg – GOG............................ 32:30  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk fyrir GOG.  Staðan eftir 4 umferðir af 6: GOG 8, Bjerringbro/Silkeborg 5, Skanderborg 4, Århus 2. Frakkland Antibes – Nanterre ............................. 70:86  Haukur Helgi Pálsson skoraði 2 stig og tók 2 fráköst fyrir Nanterre á þeim 11 mín- útum sem hann spilaði. Austurríki Átta liða úrslit, þriðji leikur: Flyers Wels – Klosterneuburg........... 73:87  Dagur Kár Jónsson skoraði 8 stig, tók 4 fráköst og átti 4 stoðsendingar fyrir Wels á 34 mínútum.  Klosterneuburg vann einvígið, 3:0. Svíþjóð Þriðji úrslitaleikur: Södertälje – Borås .............................. 79:76  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 7 stig og átti 2 stoðsendingar á 18 mínútum fyrir Borås.  Staðan er 3:0 fyrir Södertälje. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Boston – Milwaukee ......................... 101:113  Staðan er 3:1 fyrir Milwaukee. Vesturdeild, undanúrslit: Houston – Golden State ................... 112:108  Staðan er 2:2. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – Fylkir..................... 18 Meistaravellir: KR – Valur.................. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar (1:2) 18.30 Í KVÖLD! SELFOSS/GARÐABÆR/ KEFLAVÍK Guðmundur Karl Jóhann Ingi Hafþórsson Skúli B. Sigurðsson Breiðablik sýndi mátt sinn og megin þegar liðið mætti á Selfossvöll í gær og sigraði 4:1 í 2. umferð Pepsi Max- deildar kvenna í knattspyrnu. Blikar eru því með fullt hús stiga en Selfoss er enn í leit að sínum fyrsta sigri. Blikaliðið var ekki árennilegt í gær- kvöldi með mikil gæði sóknarlega og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur komna í byrjunarliðið. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða, skoraði strax á 8. mínútu og lagði svo upp mark númer tvö. Berglind var mikið í boltanum, sérstaklega framan af leiknum, og var stöðugt ógnandi og lítur út fyrir að vera í góðu formi. Þær unnu líka vel fyrir liðið, Agla María Albertsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem voru duglegar að koma sér upp í hornin, aftur fyrir vörn Selfoss og skapa hættu með fyr- irgjöfum. Selfyssingar náðu að loka meira á þessa umferð upp vængina í seinni hálfleiknum. Baráttan á miðjunni var skemmtileg þar sem Hildur Antonsdóttir fór mik- inn fyrir Blika á móti hinni léttleikandi Grace Rapp og hinni grjóthörðu Þóru Jónsdóttur. Hildur hafði betur í kvöld; skoraði þriðja mark Blika og fiskaði vítaspyrnuna í því fjórða. Blikalestin mætti á fullri ferð í leik- inn en um leið og hann róaðist héldu þær vínrauðu sjó og vel það. Varn- arleikurinn hefur verið aðal Selfyss- inga og því óvenjulegt að sjá þær gefa fjögur mörk. Fullt hús eftir keimlíka sigra Stjarnan er með fullt hús stiga eftir tvo keimlíka 1:0-heimasigra. Sá síðari kom í gær gegn HK/Víkingi. Hin 16 ára gamla Jana Sól Valdimarsdóttir skoraði sigurmarkið á 73. mínútu, ell- efu mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður í sínum þriðja leik í meistaraflokki. Markið hjá Jönu var afar huggu- legt. Hún sneri af sér varnarmann áður en hún lagði boltann glæsilega í fjærhornið. Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins, þar sem HK/ Víkingur var sterkari aðilinn stærst- an hluta seinni hálfleiks. Eins og í fyrsta leiknum gegn Selfossi gekk Stjörnunni frekar illa að skapa opin marktækifæri, en að sama skapi gáfu heimamenn fá færi á sér. Úr varð mikil stöðubarátta á miðjunni, þar sem Stjarnan hafði undirtökin í fyrri hálfleik en HK/Víkingur í þeim síð- ari. Mexíkóska landsliðskonan Ranae Cuéllar hefur ekki verið áberandi í fyrstu tveimur leikjum sínum hér á landi og þarf Stjarnan meira frá henni. Að sama skapi þurfa kant- mennirnir að þjónusta hana betur. Stjarnan vinnur væntanlega ekki lið á borð við Val eða Breiðablik án þess að sóknarleikurinn verði sterkari. HK/Víkingur náði fínum spilköflum í gær, en það vantaði odd á spjótið og fengu sóknarmennirnir ekki úr miklu að moða. Það þarf að taka sókn- arleikinn fyrir á æfingum hjá báðum liðum. ÍBV tök völdin í seinni Keflavík spilaði sinn fyrsta heima- leik í efstu deild í langan tíma þegar liðið mætti ÍBV í gærkvöldi. Fyrir- fram mátti allt eins búast við hörku- leik þar sem bæði lið töpuðu naum- lega í fyrstu umferðinni þrátt fyrir að hafa spilað ágætlega. Ekki var fram- an af leik að sjá mikinn getumun á liðunum en þegar leið á seinni hálf- leik tóku Eyjakonur völdin í leiknum, skoruðu úr þeim færum sem þær fengu og sigruðu verðskuldað. Ef eitthvað er hefði ÍBV hæglega getað bætt við en liðið fór illa með nokkur kjörin færi í leiknum. Kefla- vík gerði hins vegar vel og sýndi gestum sínum litla gestrisni. Heima- konur fengu vissulega sín færi í leiknum og á 26. mínútu hefðu þær líkast til viljað VAR-tæknina á Nettóvöllinn sinn þegar boltinn virt- ist fara yfir línuna eftir hornspyrnu. Það var vissulega kraftur í þessu Keflavíkurliði en bæði reynsluleysi og svo að því er virtist þreyta hrjáðu liðið eftir því sem leið á leikinn. Þetta setja þær inn á reikning í reynslu- bankanum fræga og nokkuð ljóst að þær eiga eftir að gera eitthvað meira en að stríða andstæðingum sínum í sumar. ÍBV-liðið, leitt af Cloé Lacasse í þetta skiptið, gerði nákvæmlega það sem þurfti til; stóðst ákefð og baráttu Keflavíkur og vann sem fyrr segir leikinn verðskuldað. Blikalestin á fullri ferð  Berglind mætti af miklum krafti í byrjunarlið Breiðabliks sem skoraði fjögur á Selfossi  Annar 1:0-sigur hjá Stjörnukonum  ÍBV hafði betur gegn Keflavík Morgunblaðið/Eggert Atgangur Diljá Ýr Zomers sækir að marki HK/Víkings í gær þar sem Stjörnukonur náðu að innbyrða 1:0-sigur. Keflavík – ÍBV 0:2 0:1 Cloé Lacasse 55. 0:2 Clara Sigurðardóttir 84. MM Cloé Lacasse (ÍBV) M Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflav.) Natasha Anasi (Keflavík) Katla María Þórðardóttir (Keflav.) Emma Kelly (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV) Dómari: Gunnar Freyr Róbertss., 7. Stjarnan – HK/Víkingur 1:0 1:0 Jana S. Valdimarsdóttir 73. I Gul spjöldMaría Sól Jakobsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni), Kristrún Kristjánsdóttir og Tinna Óð- insdóttir (HK/Víkingi) M Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni) Sóley Guðmundsdóttir (Stjö.) Edda M. Birgisdóttir (Stjörnunni) Keflavík – ÍBV 0:2 Stjarnan – HK/Víkingur 1:0 Selfoss – Breiðablik 1:4 Viktoría V. Guðrúnardóttir (Stjö.) Jana S. Valdimarsdóttir (Stjö.) Halla M. Hinriksdóttir (HK/Vík.) Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Vík.) Karólína Jack (HK/Víkingi) Dómari: Steinar Berg Sævarsson, 8. Selfoss – Breiðablik 1:4 0:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 4. 0:2 Alexandra Jóhannsdóttir 27. 1:2 Darian Powell 34. 1:3 Hildur Antonsdóttir 42. 1:4 Agla María Albertsd. 82. (víti) I Gul spjöldHólmfríður Magnúsdóttir og Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari (Selfossi), Agla María Albertsdóttir og Þorsteinn Halldórsson þjálfari (Breiðabliki). M Grace Rapp (Selfossi) Þóra Jónsdóttir (Selfossi) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki) Alexandra Jóhannsdóttir (Brei.) Dómari: Bríet Bragadóttir, 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.