Morgunblaðið - 08.05.2019, Síða 35

Morgunblaðið - 08.05.2019, Síða 35
ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!  Hjónin Borja González og Ana Maria Vidal eru tekin við sem aðal- og aðstoðarþjálfarar kvennaliðs Aftureld- ingar í blaki eftir að hafa þjálfað meistaraflokka Þróttar í Neskaupstað undanfarin ár. Ana Maria mun auk þess að vera aðstoðarþjálfari hafa um- sjón með allri styrktarþjálfun blak- deildar Aftureldingar. Piotr Kempisty verður áfram þjálfari meistaraflokks karla og mun hann spila með liðinu.  Daníel Þór Líndal Sigurðsson, 17 ára piltur sem búsettur er í Belfast á Norður-Írlandi, lenti í öðru sæti í U18 flokki á breska unglingameist- aramótinu í skylmingum sem haldið var um síðustu helgi. Daníel er fæddur í London árið 2001 en báðir foreldrar hans eru íslenskir og hefur hann keppt fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mót- um.  Stefán Darri Þórsson er snúinn aft- ur í Safamýri til liðs við handknatt- leikslið Fram. Stefán Darri lék síðast fyrir Fram, uppeldisfélag sitt, fyrir þremur árum en hann hefur í vetur leikið með Alcob- endas, botnliði efstu deild- ar Spánar. Áður var Stefán Darri hjá Stjörn- unni 2016-2018. Hann skrifaði undir samning við Fram sem gildir til ársins 2022 og samkvæmt til- kynningu frá Fram er frekari frétta að vænta af leikmanna- málum á næstunni. Eitt ogannað „Þessi leikur allur var bara of mikið. Þetta var yfirþyrmandi. Við spil- uðum við mögulega besta lið heims. Það að vinna var erfitt, en ég skil ekki hvernig þeim tókst að halda markinu líka hreinu. Þetta er ótrú- legt,“ sagði sigurreifur Jürgen Klopp eftir stórkostlegt afrek Liver- pool á Anfield í gærkvöld þegar liðið sló út Barcelona með 4:0-sigri, í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liverpool er nú komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð, og þetta verður í níunda sinn alls sem liðið leikur til úrslita í keppni þeirra bestu í álfunni. Liver- pool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleiknum í Madrid hinn 1. júní. Barcelona mætti með 3:0-forskot til Englands, gegn liði sem var án Mohameds Salah og Robertos Firm- inos vegna meiðsla og missti Andy Robertson einnig meiddan af velli, en fór heim með skottið á milli lapp- anna eftir 4:0-tap og furðuleg mistök í markinu sem að lokum réð úrslit- um. Divock Origi skoraði fjórða mark Liverpool rúmum tíu mínútum fyrir leikslok með auðveldu skoti úr teignum eftir ótrúlega kænsku Trents Alexander-Arnolds, sem tók hornspyrnu þegar leikmenn Barce- lona héldu að hann væri á leið frá hornfánanum til að leyfa liðsfélaga að taka spyrnuna. „Þetta var bara innsæi. Maður sá tækifæri,“ sagði Alexander-Arnold um markið mikilvæga, sem var mark númer tvö hjá Origi í leiknum: „Þetta snýst miklu frekar um liðið [en mörkin mín]. Við spiluðum svo vel. Við vissum að þetta yrði einstakt kvöld. Við vildum berjast fyrir hina meiddu liðsfélaga okkar, og við börðumst svo vel,“ sagði Origi. Þáttur Georginios Wijnaldums var einnig mikill en Hollendingurinn skoraði tvö mörk á tveimur mínútum þegar Liverpool komst í 3:0 snemma í seinni hálfleik, eftir að Wijnaldum hafði komið inn á fyrir Robertson. Á þeim langa tíma sem enn var til stefnu tókst Barcelona varla að skapa sér færi, en liðið hafði farið illa með nokkrar afar álitlegar sókn- ir í fyrri hálfleik. sindris@mbl.is „Þetta er ótrúlegt“  Magnaðir Liverpoolmenn í úrslit  Kænska bakvarðarins gerði útslagið AFP Sniðugur Xherdan Shaqiri faðmar Trent Alexander-Arnold sem lagði upp tvö mörk í sigri Liverpool. Seinna markið kom úr afar sniðugri hornspyrnu. Íslenska drengjalandsliðinu í knatt- spyrnu nægir jafntefli gegn Portúgal í Dublin á föstudaginn til að komast í átta liða úrslit Evrópukeppninar í flokki U17 drengja sem þar stendur yf- ir. Þeir töpuðu 1:2 fyrir Ungverjum í gær, þar sem Mikael Egill Ellertsson, leikmaður SPAL á Ítalíu, jafnaði fyrir Ísland en Ungverjar skoruðu sig- urmarkið úr vítaspyrnu í uppbót- artíma. Sigurinn á Rússum, 3:2, í fyrsta leik þýðir að Ísland er með betri markatölu en Portúgal fyrir leik lið- anna í lokaumferðinni en Portúgal vann Rússland í gær, 2:1. vs@mbl.is Strákarnir þurfa stig gegn Portúgal Ljósmynd/SPAL Skoraði Mikael Egill Ellertsson gerði mark Íslands í gær. Þrír Íslendingar verða í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins GOG næsta vetur. Í gær greindi félagið, sem er í baráttu um danska meist- aratitilinn, frá komu Viktors Gísla Hallgrímssonar, hins 18 ára lands- liðsmarkvarðar úr Fram. Óðinn Þór Ríkharðsson kom til GOG frá FH í fyrra og Arnar Freyr Arnarsson kemur til félagsins frá Kristianstad í sumar. Allir hafa þeir verið í landsliðinu og allir léku þeir með Fram veturinn 2015-2016, þó að Viktor hafi þá reyndar ekki verið byrjaður í meistaraflokki. Íslenskt þríeyki hjá GOG í haust Morgunblaðið/Hari Bless Viktor Gísli Hallgrímsson kveður Fram og heldur utan. Eftir að hafa lent 2:0 undir í ein- vígi sínu við Víkinga eru HK-ingar búnir að knýja fram oddaleik í ein- vígi liðanna um sæti í efstu deild karla í handbolta. HK vann með tveggja marka mun þegar liðin mættust í Digranesi í gærkvöld, 28:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13. Oddaleikur liðanna fer fram í Víkinni á föstudaginn klukkan 18. HK sló út Þrótt á leið sinni í einvíg- ið við Víkinga, sem þurftu ekki að spila til að komast í umspilið við HK eftir að hafa endað ofar í 1. deildinni í vetur að loknum jöfnum slag við Þrótt og HK. Á það má benda að HK-ingar hafa bætt heil- um átta leikjum við tímabilið hjá sér, eftir að hafa leikið 18 leiki í deildinni. Bjarki Finnbogason var marka- hæstur hjá HK með átta mörk í gær og Blær Hinriksson kom næst- ur með sjö. Hjá Víkingum voru Einar Marteinn Einarsson og Hjalti Már Hjaltason markahæstir með fimm mörk hvor. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Enn von Jón Heiðar Gunnarsson, Elías Björgvin Sigurðsson og Þorvaldur Snær Sigurðarson fagna sigrinum á Víkingi í Digranesi í gærkvöld. HK bjó til úrslitaleik um sæti í efstu deild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.