Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 EES-samningurinn er eitt stærsta hags- munamál íslensks atvinnulífs og hornsteinn að bættum lífskjörum almennings. Efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar byggist á við- skiptafrelsi sem er grundvallað á EES- samningnum. EES-samstarfið hefur fært Ís- lendingum mikinn ábata á liðnum aldarfjórðungi, lífskjör hafa batnað og at- vinnulífið eflst. Farsælt EES samstarf, sem nú fagnar 25 ára afmæli, tryggir með fjórfrelsinu frjálsa för fólks, vöru, þjónustu og fjármagns um alla Evrópu. Þetta er afar mikilvægt og ekki síst fámennum löndum eins og Ísland sannarlega er. EES-samstarfið nær ekki til nýtingar auð- linda eins og sést af því að það eru Norð- menn sjálfir sem ákveða hvernig nýta skuli olíu- eða gaslindirnar þar. Það eru Finnar og Svíar sem ákveða hvernig skuli höggva skóga hjá sér. Og það eru Íslendingar sem ákveða hvort eða hvernig nýta eigi jarðhitann, vatns- aflið eða vindinn sem stöðugt blæs. Þessar ákvarðanir eru ekki teknar af Evrópusam- bandinu. Samstarfið nær hins vegar til þess að vörur sem eru á markaði þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur um orkunýtingu og tækni- lega staðla á hverju sviði fyrir sig. Gert er ráð fyrir að samkeppni ríki á sem flestum sviðum þar á meðal um orkusölu enda sé það fyrst og fremst til hagsbóta fyrir neytendur. Smám saman hafa kröfur aukist um betri nýtingu orku, aukna notkun endurnýjanlegra orkulinda og um orkusparnað. Jafnt og þétt verða loftslagsmál og orkumál samofnari enda er notkun jarðefnaeldsneytis megin- orsök þeirra loftslagsbreytinga sem við verð- um að takast á við. Íslendingar hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og eru í samstarfi við Evrópulöndin um sameig- inlegar skuldbindingar gagnvart loftslags- samningi Sameinuðu þjóðanna. Hagsmunir Íslands af þessu samstarfi eru mjög miklir og þátttaka í viðskiptakerfi Evrópu með los- unarheimildir tryggir jafna samkeppnisstöðu orkufreks iðnaðar og fleiri fyrirtækja hér á landi og annars staðar á EES-svæðinu. Löggjöf um orku- og loftslagsmál mun halda áfram að þróast og auk löggjafar sem nú er til meðhöndlunar á Alþingi (þriðji orku- pakkinn) eru á döfinni enn frekari breytingar á lögum og reglum sem þessu sviði tengjast. Íslensk raforkulög taka þegar mið af því að Íslendingar hafa innleitt fyrsta og annan orkupakka ESB og hefur sú ákvörðun reynst farsæl hingað til. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál með innleiðingu 3. orkupakkans. Alþjóðleg samvinna á þessu sviði mun auð- velda viðureignina við loftslagsbreytingar og gagnast ekki einungis okkar kynslóð heldur börnum okkar og barnabörnum. Eyjólfur Árni er formaður Samtaka atvinnulífs- ins, Bjarnheiður er formaður Samtaka ferðaþjón- ustunnar, Guðrún er formaður Samtaka iðnaðar- ins, Helgi Bjarnason er varaformaður Samtaka fjármálafyrirtækja, Helgi Jóhannesson er for- maður Samtaka orku- og veitufyrirtækja, Jens Garðar er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, Jón Ólafur er formaður Samtaka versl- unar og þjónustu og Magnús Þór er formaður Samtaka álfyrirtækja. Jens Garðar Helgason Eyjólfur Árni Rafnsson Bjarnheiður Hallsdóttir Jón Ólafur Halldórsson Magnús Þór Ásmundsson Helgi Jóhannesson Guðrún Hafsteinsdóttir Helgi Bjarnason Samstarf um orku- og loftslagsmál er nauðsyn » Það er mikilvægt fyrir hags- muni Íslands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál með inn- leiðingu 3. orkupakkans. Eftir Eyjólf Árna Rafnsson, Bjarnheiði Hallsdóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Helga Bjarnason, Helga Jóhannesson, Jens Garðar Helgason, Jón Ólaf Hall- dórsson og Magnús Þór Ásmundsson Sé rétt á málum haldið geta legið mikil – jafnvel stórkostleg tækifæri í fiskeldi fyrir okkur Íslendinga. Við höfum tækifæri til að byggja upp öfluga at- vinnugrein af skynsemi og á grunni bestu vís- indalegrar þekkingar. Eða við getum unnið óbætanleg spjöll á náttúrunni með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum. Stefnt er að því að Alþingi afgreiði á vorþingi tvö frumvörp sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi. Annað frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á gildandi lögum um fiskeldi, þar sem markaður er skýrari rammi um vaxandi at- vinnugrein. Markmiðið er, eins og segir í greinargerð, að „styrkja laga- umgjörð og stjórnsýslu fiskeldis og með því að ýta undir að fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi“. Það á að gæta „ýtrustu varúðar við uppbyggingu fiskeldis“ og byggja ákvarðanir á ráð- gjöf vísindamanna. Með síðara frum- varpinu verður tekin upp gjaldtaka af fiskeldi í sjó sem „grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstr- arleyfa til sjókvíaeldis njóta takmark- aðra réttinda til hagnýtingar auð- linda“. Gjaldið sem innheimt verður tekur mið af alþjóðlegu markaðs- verði. Til að ýta undir eldi á ófrjóum laxi og eldi í lokuðum kvíum verður gjaldið helmingi lægra. Fjórföldun á tíu árum Í tölum Hagstofunnar kemur fram að á síðustu tíu árum hefur magn slátraðs eldisfisks nær fjórfaldast en rúmum 19 þúsund tonnum var slátr- að á síðasta ári. Mest er aukningin í laxeldi. Rétt tæpum 300 tonnum var slátrað árið 2008 en 13.500 tonnum á liðnu ári. Gríðarleg aukning í fram- leiðslu endurspeglast í verulegri fjölgun starfsmanna. Frá 2008 til 2017 nær 2,7-faldaðist fjöldi starfs- manna fiskeldisfyrirtækja, fór úr 164 í 435 manns. Tekjur fyrirtækja í fisk- eldi námu 19,3 milljörðum árið 2017 – tvöfalt meiru en árið 2015 og meira en sex-falt meiru en 2008. Heildarútflutnings- verðmæti hefur nær sjö- faldast. Mest munar um mikinn vöxt á útflutn- ingi á eldislaxi. Árið 2008 var verðmæti út- flutnings um 500 millj- ónir króna en 8,8 millj- arða á síðasta ári. Öllum má því vera ljóst að hagsmunirnir sem eru í húfi við upp- byggingu fiskeldis eru miklir. Við sem viljum fara varlega og leggjum áherslu á að byggt sé á vís- indalegri þekkingu, verðum að við- urkenna að möguleikarnir eru miklir, hvort heldur er í landeldi eða sjókvía- eldi. Takist vel til getur fiskeldi orðið styrkasta stoð margra sveitarfélaga til framtíðar. Okkur Íslendingum hættir hins vegar oft til að pissa í skó- inn okkar – það verður hlýtt stutta stund en síðan sækir kuldinn aftur að okkur og er hálfu verri en áður. Í sátt við náttúruna Það er mikilvægt að þegar stutt er við uppbyggingu á fiskeldi í sjó og nýjar leikreglur mótaðar sé það gert í sátt. Að tekið sé tillit til allra hags- muna, ekki síst náttúrunnar sjálfrar. Fiskeldi og náttúruvernd geta farið ágætlega saman en þá verða ákvarð- anir um sjókvíaeldi að vera í sam- ræmi við ráðgjöf vísindamanna og bestu þekkingu á hverjum tíma. Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um fiskeldi er hægt að leggja grunn að því að nýta tækifærin sem vissu- lega eru fyrir hendi án þess að fórna öðrum hagsmunum. Komið er til móts við ólík sjónarmið – annars veg- ar þeirra sem stunda fiskeldi og hins vegar þeirra sem standa vilja vörð um náttúruna. Sjókvíaeldi í opnum kvíum er langt í frá áhættulaus starfsemi (jafnvel þótt litið sé fram hjá því að notaður sé kynbættur laxastofn af norskum upp- runa sem er erfðafræðilega frábrugð- inn íslenskum laxastofnum). Þessu hafa aðrar þjóðir fengið að kynnast. Hugsanleg erfðablöndun getur brotið niður náttúrulega laxastofna í ís- lenskum ám, sjúkdómar og laxalús geta magnast með óafturkræfum, skelfilegum afleiðingum fyrir náttúr- una. Um leið er mikilvægum stoðum kippt undan búfestu í öðrum sveitum landsins. Og enn vitum við lítið sem ekkert um hvort og hvaða áhrif sjó- kvíaeldi hefur á uppeldisstöðvar nytjastofna hér við land. Nýting veiðihlunninda er mikilvæg í mörgum sveitum og er forsenda byggðafestu. Þingmenn verða að hafa þetta í huga þegar þeir móta lagaum- gjörð um fiskeldi. Þeir verða að virða sjónarmið veiðiréttarhafa sem byggja afkomu sína að stórum hluta á veiði- réttartekjum. Fjárhagslegir hags- munir bænda eru samofnir byggða- festu og lífvænlegum sveitum. Spila ágætlega saman Ég er ekki andstæðingur sjókvía- eldis en ég er sannfærður um að til langrar framtíðar farnist okkur best – og þá ekki síst þeim sveitarfélögum sem vilja nýta tækifæri til atvinnu- uppbyggingar – að fara varlega í sak- irnar. Við þurfum að stórauka rann- sóknir en um leið ýta með skipulegum hætti undir nýjungar í fiskeldi og auka fjárhagslega hvata til að stunda fiskeldi á ófrjóum fisk eða í lokuðum kvíum. Það er hægt að tryggja að til verði öflug sjálfbær atvinnugrein sem hefur vernd lífríkisins að leiðarljósi. Með þeim hætti er ég sannfærður um að ágæt sátt verði um uppbyggingu fiskeldis á Íslandi. Atvinnulífið og náttúruvernd geta spilað ágætlega saman. Ég hef ítrek- að haldið því fram í ræðu og riti að náttúruvernd sé efnahagslegt mál, að það séu efnahagsleg verðmæti fólgin í því að tryggja vernd náttúrunnar. Til framtíðar er skynsamleg nýting og náttúruvernd ein forsenda þess að ferðaþjónusta blómstri. Stjórnkerfi fiskveiða er eitt merkasta framlag okkar Íslendinga til náttúruverndar og ætti að vera fyrirmynd annarra þjóða í sjálfbærri nýtingu auðlinda. Í sátt við menn og náttúruna Eftir Óla Björn Kárason Óli Björn Kárason »Hægt er að tryggja að til verði öflug sjálfbær atvinnugrein sem hefur vernd lífrík- isins að leiðarljósi. At- vinnulífið og náttúru- vernd spila vel saman. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. Framleiðsla eldisfisks á Íslandi 2008-2018 Þúsundir tonna af óslægðum fiski 12 10 8 6 4 2 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Hagstofan Lax Bleikja Regnbogasilungur Aðrar tegundir Morgunblaðið/Einar Falur Laxveiði Laxveiðimaður þreytir einn vænan í Norðurá í Borgarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.