Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari kemur fram á Menningu á miðvikudögum á há- degistónleikum í Salnum í dag sem hefjast kl. 12.15. Á tónleikunum mun hann ekki aðeins syngja heldur einnig leika á langspil. Á efn- isskránni eru Breið- firðingavísur, íslensk, frönsk og ensk þjóð- lög, lög eftir Jórunni Viðar en einnig spuni Eyjólfs. Að lokum leikur og syngur Eyjólfur Ferðalok eftir Atla Heimi Sveinsson sem lést nýverið. Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir. Eyjólfur leikur á langspil og syngur Fjölhæfur Eyjólfur Eyjólfsson með langspilið við höndina. Höfundakvöld með Pivinnguaq Mørch verður haldið í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. „Mørch er einn hinna ungu grænlensku höfunda sem hafa skipað sér sess í grænlenskum bókmenntum með vel skrif- uðum, krefjandi og samfélagsgagnrýnum verkum. Hann flytur lesendur sína inn í heim sem þeir hafa fram að því aðeins rennt grun í,“ segir í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að fyrsta verk Mørch, smá- sagna- og ljóðasafnið Arpaatit qaqortut (Hvítu hlaupaskórnir) er tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Verkið er sagt fjalla um áskoranir daglegs lífs þar sem ljóðmælandi og sögumaður ferðast milli ólíkra stemninga og atburða í lífi fullorðins manns. Julia Isaksen stýrir umræðu sem fer fram á ensku og grænlensku. Streymt er frá viðburðinum á vef Norræna hússins. Allir eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis. Höfundakvöld með Pivinnguaq Mørch Pivinnguaq Mørch Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar. Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Líkt og flestir kvikmyndaunnendur hreifst ég mjög ungur af kvikmynd- um,“ segir Giorgio Gosetti, dagskrár- stjóri Vitrana á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, þegar hann er spurður að því hvenær áhugi hans á kvikmyndum hafi vakn- að. Hann segist hafa hrifist af fram- úrstefnulegum myndum heimalands síns á áttunda áratugnum og sem ungur maður stofnað kvikmynda- hátíð ásamt tveimur vinum sínum í heimabæ þeirra í nágrenni Feneyja. Árið 1979 bauðst honum svo einstakt tækifæri, að stýra verkefnum fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum, eina þá virtustu í heimi. Gosetti hefur setið í dagskrárnefnd RIFF til fjölda ára og segir ekki hlaupið að því að sníða dagskrá fyrir viðamikla hátíð á borð við RIFF. Kemur sér þá vel að hafa mann svo hokinn af reynslu en af mörgum störfum Gosetti má nefna að hann stýrir Feneyjadögum, dagskrá á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Ferilskrá þessa glaðbeitta Ítala er löng og tilkomumikil, hann hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 1989, starfar nú sem menningar- blaðamaður fyrir ítölsku fréttaveit- una ANSA og störf hans tengd kvik- myndum eru orðin æði mörg. Hann hefur bæði skrifað um kvik- myndir og starfað við kvikmynda- tvíæringinn í Feneyjum og gegnt stöðu aðstoðarstjórnanda alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar þar í borg. Um nokkurra ára skeið var Gosetti yfirmaður kynningarmiðstöðvar ítalskrar kvikmyndagerðar, Filmi- talia, og hann hefur einnig stýrt kvik- myndahátíðinni í Róm, Rome Film Festival, svo nokkur störf séu nefnd. Himinlifandi að vera boðið Gosetti segist hafa verið himinlif- andi þegar Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð honum að gerast dagskrárstjóri Vitrana fyrir átta árum. Vitranir er keppnisflokkur RIFF og hlýtur ein kvikmynd úr honum aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Gosetti segir vissu- lega mikið samstarf felast í því að sníða dagskrá Vitrana hverju sinni og oft snúið að sníða draumadagskrána. Stundum sé ekki mögulegt að sýna ákveðnar kvikmyndir, t.d. þegar þær á að sýna á svipuðum tíma á öðrum hátíðum, t.d. þeirri í San Sebastian. Gosetti segir einnig þurfa að líta til einkenna RIFF, karakters hátíðar- innar, hvort tilteknar kvikmyndir henti henni og passi við hana. En hver er karakter RIFF, að hans mati? „Tja, hann er mjög sér- stakur og kallast á við karakter Ís- lendingsins, að mínu mati, sem er mjög forvitinn og með opinn huga. Að vissu leyti eruð þið bíóunnendur, dug- leg að fara í bíó en þó ekki bíófíklar. Hafa ber í huga að RIFF er rótgróin hátíð sem vekur athygli út fyrir land- steinana og sýnir vel hversu skrítið land Ísland er. Allt sem er nýtt, snjallt, vitrænt og vinsælt fær að njóta sín á hátíðinni,“ segir Gosetti. Hátíðin hafi vaxið að gæðum með ár- unum og fest sig í sessi sem mikil- væg, alþjóðleg kvikmyndahátíð. Kvikmyndagerðarmenn vilji gjarnan sýna verk sín á RIFF og taki sýning- arboðum fagnandi. Ekkert ákveðið fyrirfram Gosetti er spurður að því hvort ákveðið þema sé í mótun fyrir RIFF í ár og segist hann oft hafa fengið þá spurningu. Svarið sé alltaf á sömu leið, að ekki sé gengið út frá neinu þema en þegar dagskráin sé full- kláruð megi oft greina rauðan þráð í umfjöllunarefnum myndanna. „Eitt helsta markmið kvikmyndahátíða er að sýna hvernig kvikmyndagerð breytist og þróast,“ segir Gosetti en þegar leitin hefjist að kvikmyndum sé aðeins eitt markmið, að finna þær vönduðu. „Þetta er eins og málverk, þegar það er fullklárað áttar maður sig á því að ákveðnir litir tengjast, eiga eitthvað sameiginlegt.“ – Hversu margar kvikmyndir held- urðu að þú horfir á árlega? „Ég held að ég horfi sjálfur á um 500-600 myndir,“ svarar Gosetti og bætir við að þeir sem hann starfi með þurfi líka að horfa á mörg hundruð kvikmynda á ári. En verður hann aldrei þreyttur á því að horfa á kvik- myndir? „Nei, það er sönn ánægja en auðvitað sér maður líka margar léleg- ar,“ segir Gosetti og hlær. Avengers ekki fyrir RIFF Og svo eru það kvikmyndirnar sem Gosetti hrífst af en henta alls ekki RIFF. „Avengers er frábær mynd en hæfir ekki RIFF, að mínu mati,“ seg- ir hann sposkur og á þar væntanlega við nýjustu myndina um ofurhetju- hópinn þekkta, Avengers: Endgame. „Ég er aðdáandi Avengers-mynd- anna,“ segir Gosetti og bendir á að líkt og aðrar kvikmyndir geti ofur- hetjumyndir komið ánægjulega á óvart og verið heillandi ævintýri. – Það er enda hægt að njóta kvik- mynda af ólíkum ástæðum … „Já, auðvitað og ég er allt í senn venjulegur áhorfandi, dagskrárstjóri og samningamaður,“ segir Gosetti. Kona fer í stríð meistaraverk – Hvað gerir kvikmynd góða? Gosetti hlær. „Þetta er erfið spurn- ing. Það er blanda nokkurra gæða- þátta: hins óvænta, tilfinningar fyrir samtímanum, fagmennsku og sterks umfjöllunarefnis,“ svarar hann og bætir við þeirri skilgreiningu að kvik- mynd sé draumur sem varpað er á tjald eða skjá. – Áttu þér uppáhaldskvikmynd? Gosetti virðist vera nokkuð hissa á þessari spurningu og spyr á móti: Í allri kvikmyndasögunni? Já, svarar blaðamaður. „Vá, mér detta þrjár myndir í hug,“ segir Gosetti og telur upp: „Kvikmynd Orson Wells, Touch of Evil … kvikmynd Sergio Leone, Once Upon a Time in America eða The Good, the Bad and the Ugly og svo er það … Kona fer í stríð sem ég tel vera meistaraverk. Hún var ein óvæntasta kvikmynd ársins í fyrra og ég er ekki bara að segja þetta af því þú ert íslenskur,“ segir Gosetti og hlær við. Mikilvæg hæfileikasmiðja Gosetti segir RIFF mikilvæga há- tíð fyrir kvikmyndageirann og nefnir þar einkum Talent Lab, fjölþjóðlega kvikmyndasmiðju fyrir hæfileikafólk sem haldin verður 1.-5. október. „Þar er virkilega hægt að uppgötva hæfi- leikafólk og upplifa sanna ástríðu fyr- ir kvikmyndalistinni. RIFF er í ein- stakri aðstöðu til að þróast og verða mikilvægur vettvangur fyrir fagfólk, hátíðin er ekki bara til þess gerð að sjá ólíkar kvikmyndir og kynnast ólíkum kvikmyndagerðarmönnum.“ Gosetti segir að lokum mikilvægt að vera ungur í anda til að fá notið kvikmynda til fulls. „Maður má ekki vera gamall í anda,“ segir hann, léttur í lund. Frekari upplýsingar um RIFF má finna á vef hátíðarinnar, riff.is. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Í sólskinsskapi Giorgio Gosetti með Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF, í sólinni í Cannes fyrir átta árum. Draumastarf bíófíkilsins  Giorgio Gosetti, dagskrárstjóri Vitrana á RIFF, segir gæði aðalatriðið þegar kemur að vali kvik- mynda á hátíðina  Tilviljanir valda því að þemu verða til  Mikilvægur vettvangur fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.