Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 ✝ Gunnar Ólafs-son fæddist í Reykjavík 14. júní 1950 og ólst upp í Vesturbænum. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akranesi 29. apríl 2019 eftir snarpa glímu við krabbamein. Hann var númer þrjú í fimm systkina hópi. Foreldrar hans eru Ólafur Maríusson versl- unarmaður, f. 1921, og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, f. 1924, d. 2003. Elsti bróðir Gunnars er Jón Magni, mjólkurfræðingur á Sel- fossi. Næstur var Ólafur Maríus verslunarmaður, f. 1946, d. 1989. Yngri eru Símon véltæknifræð- ingur, f. 1953, og Hanna, leið- beinandi á leikskóla, f. 1962. Gunnar bjó á Akranesi óslitið frá 1971. Hann var kvæntur Rannveigu Sturlaugsdóttur frá reiðslumaður, f. 1989. Þeirra börn eru Guðrún Lilja, f. 2015, og Sóley Birta, f. 2017. Yngstur er Sturlaugur Agnar flugvirki, f. 1985. Barnabörn Gunnars og Rann- veigar eru átta talsins og barna- barnabarn er eitt. Gunnar var húsasmíðameist- ari og starfaði lengst af sem slík- ur hjá HB&CO á Akranesi og fékkst þar við alhliða uppbygg- ingu mannvirkja og viðhald. Hann starfaði um tíma hjá Ís- landsbanka sem umsjónarmaður húseigna en síðari árin vann hann sjálfstætt við allra handa smíðar ásamt félaga sínum Hall- dóri Ólafssyni. Gunnar var virkur þátttak- andi í Frímúrarareglunni á Ís- landi frá árinu 1983 og gegndi hann þar mörgum trúnaðar- störfum. Gunnar hlaut heiðurs- merki stúkunnar Akurs 1998 og 10. stig reglunnar 2004. Hann var starfandi embættismaður Landsstúkunnar þegar hann lést. Útför Gunnars fer fram frá Akraneskirkju í dag, 8. maí 2019, klukkan 13. Akranesi í 47 ár og börnin eru fimm talsins. Elstur er Ólafur Páll út- varpsmaður, f. 1969. Hans kona er Stella María Ar- inbjargardóttir þjónustufulltrúi, f. 1970. Þau eiga þrjú börn; Tinnu Maríu, f. 1992, Ólaf Alex- ander, f. 1994, og Sturlaug Hrafn, f. 2009. Næstur er Böðvar verkefnastjóri, f. 1973. Hans maki er Sigmundur Sig- urðsson hárgreiðslumeistari, f. 1961. Þriðja í röðinni er Jóhanna Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 1975. Hennar maður er Gísli Páll Oddsson lögfræðingur, f. 1974. Þeirra börn eru Karólína Andr- ea, f. 1999, Oddur, f. 2001, og Rannveig María, f. 2007. Næst- yngstur er Gunnar tæknimaður, f. 1984. Hans kona er Stefanía Sunna Róbertsdóttir mat- Elsku pabbi minn. Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir að þið mamma hittust í Húsafelli fyrir öllum þessum árum og gáfuð mér líf. Það var ekki á stefnuskránni hjá ykkur að verða foreldrar þar og þá, þið voruð ungt fólk að skemmta ykkur, eins og ungling- ar gera og um leið að uppgötva lífið, skref fyrir skref. En svo var ykkur skaffað foreldrahlut- verkið sem ykkur hefur farist vel úr hendi. Fimm börn, átta barnabörn og eitt barnabarna- barn. Það hefur verið frábært að sjá ykkur vaxa, ekki í sundur eins og gerist hjá svo mörgum – held- ur meira og meira saman eftir því sem árin hafa liðið. Og það hefur verið magnað að fylgjast með ykkur berjast saman í þessu stríði sem felldi þig á endanum. Saman í blíðu og stríðu eins og þið lofuðuð hvort öðru fyrir 47 árum. Já og þið voruð meira að segja saman á Facebook. Pabbi minn var góður maður og traustur. Hann gat verið svo- lítið hryssingslegur á yfirborð- inu, en allir sem hann þekktu vissu að það var bara harði ysti skrápurinn. Fyrir innan hann var hann mjúkur. Ég byrjaði ungur að vinna með honum við smíðar. Hann kenndi mér margt en ég hefði viljað læra meira. Hann var allt- af tilbúinn að koma og hjálpa mér þegar ég kallaði á hann. Kannski tók ég því sem of sjálf- sögðum hlut þegar hann kom helgi eftir helgi og í fríum og hjálpaði mér að innrétta og laga, standsetja heimilin sem ég var að búa minni fjölskyldu á hverj- um tíma. Hann var frábær smið- ur og ótrúlega duglegur að bjarga sér og laga hluti, gera og græja. Hann var frábær kokkur og einstakur höfðingi heim að sækja. Alveg sama hvað hefur verið um að vera, hefðbundið af- mæli eða annar fagnaðarfundur, alltaf hefur verið fullt hús af fólki, fjölskyldu og góðum vinum og vinkonum mömmu og pabba. Venjulegt afmæli var yfirleitt eins og meðal-fermingarveisla og á hátíðum voru oft 30 manns í mat. Pabbi var frímúrari fram í fingurgóma, gekk í regluna rétt rúmlega þrítugur og fann sig vel í því starfi, gegndi ýmsum emb- ættum og eignaðist þar marga góða vini sem hafa fylgt honum alla tíð. Hann var mikill tónlistar- áhugamaður og þegar ég var að alast upp átti hann stærsta plötusafn sem ég hafði séð. Ég sat oft og fletti plötunum hans frá því ég var pínulítill og þegar ég loka augunum og hugsa um plöturnar hans pabba sé umslög- in fyrir mér; Bítlarnir, Rolling Stones, Led Zeppelin, Black Sabbath, Deep Purple, The Doors, CCR, Kinks, Animals og svo framvegis. Ég man svo vel sumarhádegið sem hann spilaði fyrir mig Stairway to Heaven í fyrsta skipti. Ég var líklega 12 ára og var að hlusta á AC/DC á góðum styrk þegar pabbi kom heim í hádegismat. Hann segir þegar hann kemur inn: „Á hvað ertu að hlusta?“ Ég svara: „Á þungarokk.“ „Ég skal spila fyrir þig miklu betra rokk,“ segir hann. Finnur Led Zeppelin IV og setur Stairway to Heaven á fóninn. Ég var nú ekki sérlega upprifin þar og þá en seinna átti Stairway to Heaven eftir að verða mitt uppáhaldslag. Stair- way to Heaven er lagið okkar pabba. Nú er hann farinn upp stigann, ég kem seinna. Takk fyrir allt elsku pabbi – takk fyrir lífið. Ólafur Páll Gunnarsson. Lífið er brothætt og hverfult. Það sem er gott og gaman getur fljótt breyst í nístandi sársauka og sorg. Það eina sem við mann- fólkið getum gert er að vera meðvituð um að ekkert er sjálf- sagt og sjálfgefið í lífinu. Njóta ber og nýta hamingjudagana vel og vera meðvitaður um þegar allt er gott. Þannig geymast dýr- mætu stundirnar best. Sorgin er erfið fylgd en dýrmætar minn- ingar lifa. Ég kom inn í fjölskylduna hjá Gunna og Ranný fyrir mörgum árum þegar þau voru kornung, 30 og 34 ára, og um vorið 1985 var ég orðinn tíður gestur á heimili þeirra. Böddi var 12 ára og Hanna 10, Gunni yngri var nokkurra mánaða og Ranný var ólétt að Sturra. Ein af mínum fyrstu minning- um af þeim heiðurshjónum er þannig að Ranný er ófrísk að Sturra í bláleitum skósíðum ólét- tukjól með Gunna litla sitjandi ofan á bumbunni og Gunni á rauða gamla Plymouth bílnum á Víðigrund 20. Gunni var einstaklega verk- laginn og lét verkin tala. Mikill fagmaður og frímúrari fram í fingurgóma. Vinamargur, snilld- arkokkur, harðduglegur og gíf- urlegur harðjaxl alla tíð og allt fram að síðustu stundu. Stóð sterkur fyrir sína konu, sína heittelskuðu Ranný, á 65 ára afmælisdegi hennar með okkur í sveitinni í sumarhúsi Böðvars og Sigmundar í Gríms- nesi einungis tveimur dögum áð- ur en hann kvaddi, en þar áttum við fjölskyldan afar dýrmætar síðustu stundir með Gunna. Yndisleg hjón, samhent og samrýmd á einstakan hátt. Gift í heil 47 ár. Fyrirmyndarfólk, traustir bakhjarlar, og hjálpsemi stendur upp úr. Undanfarnir mánuður hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Gunna. Elsku Ranný, við mun- um öll passa þig. Saman hafið þið Gunni skapað ykkur gott net af yndislegum vinum og eigið trausta, stóra og góða fjölskyldu sem mun öll standa sterk með þér. Fyrir ykkur öll, kæra fjöl- skylda, langar mig að láta þessi orð fylgja sem mér þykir svo undur vænt um, orð sem mamma mín sendi mér einu sinni skriflega fyrir u.þ.b 20 árum: Gæt þessa dags Því hann er lífið sjálft og í þessum degi býr allur veruleikinn og sann- leikur tilverunnar, unaður vaxtar og grósku, dýrð hinna skapandi verka, ljómi máttarins því gærdagurinn er draumur og morgundagurinn hugboð, en þessi dagur í dag, sé honum vel varið umbreytir hann hverjum gær- degi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma. Gæt þú því vel þessa dags (Úr sanskrít) Hvíl í friði, Gunni minn, megi Guð og góðir fylgja þér. Takk fyrir samferðina. Þín tengdadóttir, Stella María Arinbjargardóttir. Gunnar Ólafsson stóð sína plikt í lífinu með miklum sóma allt til hinstu stundar. Í okkar fjölskyldu var hann ævinlega kallaður Gunni hennar Rannýj- ar, því svo samofin voru þau hjón allt frá því að örlögin leiddu þau saman þegar þau voru enn krakkar. Saman hafa þau borið gæfu til að leiðast í gegnum ólgusjó lífsins í kærleik og með reisn. Lífið er óútreiknanlegt leynd- armál sem tekur á sig margar og óvæntar myndir og raunveru- leikinn skýtur oftast öllum skáldsögum ref fyrir rass. Það sannast rækilega á lífshlaupi Gunnars. Oft freistast maður til að ætla sem svo að allt sé í stórum dráttum fyrirfram skráð og ákveðið, svo sé bara spurn- ingin hvernig unnið er úr að- stæðum. Gunni var einmitt sér- fræðingur í að vinna úr erfiðum aðstæðum. Hann var gæddur mörgum góðum kostum. Hann hafði þægilega nærveru og það sem okkur líkaði best var hvað hann var hreinn og beinn. Við vissum nákvæmlega hvar við höfðum hann. Hann var enginn smjaðrari, gat jafnvel látið hvína svolítið í sér og sagði hlutina um- búðalaust. Í kringum slíkt fólk er andrúmsloftið hreint og ekk- ert látið liggja í loftinu óuppgert. Hann var mikil félagsvera og þau Ranný lögðu mörgum góð- um málum lið. Frímúrarareglan á Akranesi á þeim hjónum margt að þakka. Hjá Ranný og Gunna voru flest tækifæri nýtt til að slá upp veislum á merkisdögum fjöl- skyldunnar. Þau voru samhent í því sem öðru. Hann er stór hóp- urinn sem hefur fengið að njóta gestrisni þeirra í áranna rás. Alltaf pláss fyrir fleiri og aldrei þrot né endir á glæsilegum veit- ingum. Fjölskyldan er stór og vinahópurinn tryggur og óvenju fjölmennur. Með sanni hægt að segja vinmörg og vinföst. Gunni var þúsundþjalasmiður og naut sín vel í starfi sem húsa- smíðameistari. Hann var myndarlegur maður á velli og sí- starfandi og ekkert virtist benda til að alvarlegur sjúkdómur hefði búið um sig í líkama hans. Þvert á móti var hann Ranný sinni skjól og vörn í glímu hennar við veikindi. En fljótlega eftir ára- mót kom í ljós að hann var mjög alvarlega veikur og ekkert mannlegt gat stöðvað framgang sjúkdómsins. Hann var ekki kvartsár maður og því má ætla að hann hafi þjáðst meira og lengur en hann lét í ljós. Hann var sannarlega algjör nagli í raun og veru. Þegar dómurinn kom fyrir örfáum vikum að nú væri stutt eftir var stefnan tekin á að njóta þess sem best sem dagarnir geta boðið upp á undir slíkum kringumstæðum. Það var mikill lærdómur fyrir okkur sem fylgdumst með síð- ustu vikunum hans Gunna, hvernig hann og fjölskylda hans ákváðu að gera sem best úr hverjum degi. Nýta stundina og njóta saman. Nú eru þessar stundir orðnar að fjársjóði minn- inganna sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Elsku Ranný, þú og þín sam- heldna fjölskylda hafa verið hetjurnar hans Gunna í þessu ójafna stríði. Við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og varð- veita. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ingibjörg og Haraldur. Í dag kveðjum við Gunnar Ólafsson. Mætur og góður vinur er fallinn frá eftir snörp veikindi og ríkir nú sorg og söknuður. Viljinn var mikill hjá Gunna vini okkar að taka þátt í lífinu lifandi fram á síðustu stundu, vitandi um veika stöðu sína. Æðruleysið og hógværðin í veikindunum voru ótrúleg. Á síðustu átta dög- um í lífi hans naut Gunni páska- helgarinnar, afmælis Rannýjar þann 27. apríl, með sínum nán- ustu í sumarbústaðnum hjá Bödda syni þeirra og Simba, og á miðvikudegi milli helganna mætti hann í sínu fínasta pússi á fund hjá frímúrurum, glaður að geta þar hitt frímúrarabræður. Að vera í návist við sína nán- ustu og vini gaf Gunna kraft og ánægju. Áfram lifa ljúfar, góðar og ómetanlegar minningar. Þrátt fyrir mikinn trega og söknuð finnum við fyrst og fremst til þakklætis fyrir að hafa átt hann að vini og félaga í næstum fimm áratugi. Eftir standa minningar um ákveðinn, fróðan og skemmtileg- an gleðigjafa sem var sælkeri og matmaður. Þegar Gunni og Ranný buðu til veislu, stórrar eða smárrar, var hann í essinu sínu. Hann tók sig vel út með flotta svuntu og reiddi fram stór- steikur, skötuveislur eða eðal svínakótilettur í raspi. Enginn fór svangur frá þeim hjónum. Stóra gæfan var ást þeirra hjóna, Gunni og Ranný voru eitt. Heimili þeirra var félagsmiðstöð, alltaf allir velkomnir, hvort það voru ættingjar, vinir, börnin okkar eða vinir barnanna. Það var aldrei neitt mál að bæta stól- um við matar- eða kaffiborðið og eiga góða stund með öllum sem droppuðu inn. Að hafa átt margar og góðar samverustundir með þeim Gunna og Ranný á lífsleiðinni er svo ómetanlegt þegar horft er til baka, í fyrstu öll svo ung að kaupa fyrstu íbúðina í rauðu blokkinni. Við bættust svo ferða- lög erlendis, ferðir í sumarbú- stað þeirra í Hópinu, tónleikar og öll fórum við að byggja okkur hús á sama tíma. Það var auðvelt og notalegt að vera í návist Gunna og við munum sakna sárt góðs vinar. Takk fyrir tímann sem með þér áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð yfir kveðjuna hér, þinn orðstír mun lifa um ókomna daga, indælar minningar í hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Innilegar samúðarkveðjur, elsku Ranný, Óli Palli, Böddi, Hanna, Gunni og Sturri, tengda- börn, barnabörn, langafabarn og aldraður faðir. Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Marteinn Einarsson og börn. Það er okkur bæði ljúft og skylt að skrifa þessi kveðjuorð til vinar okkar sem kvaddi þetta líf allt of fljótt. Við minnumst Gunnars sem góðs vinar og nágranna til fjölda ára. Hann var einstakur að því leyti að hann bauð til vinafagn- aðar og kallaði fólk í mat eða hnallþóruveislur svo miklar og fjölmennar að sú gamla í Kristnihaldinu með sínar 17 sortir hefði bliknað við hliðina á Gunna. Það var reyndar hans siður að elda nógu mikið, það gátu jú allt- af orðið 10 manns fleiri og 10 manns til eða frá skipti ekki máli hjá honum. Jólin voru alveg sérstök, þá eldaði hann gjarnan tvö svína- læri og þá voru fengin afnot af ofni í næsta húsi. – En nú er veislunni lokið. Þetta er til marks um það hvað hann hélt þétt utan um fjöl- skyldu og vini. Þetta voru gæða- stundir sem við minnumst með trega En hann Gunni var svo miklu meira en þetta. Hann var gæða- maður og undir hrjúfu yfirborði leyndist hjarta sem ekkert aumt mátti sjá og var til staðar fyrir fólk sem átti undir högg að sækja. Sjálf erum við full þakklætis fyrir svo ótal margt sem hann var okkur. Hann stóð þétt við bakið á okkur, bæði í sorg og gleði. Það hefur verið erfitt bæði fjölskyldu og vinum þessa síð- ustu mánuði í lífi Gunna. Það varð fljótlega ljóst að þessi bar- átta yrði ójöfn sem hún og varð. Það var þó ljós í myrkrinu hvað hann var sjálfur æðrulaus og þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Það er ekki hægt að minnast Gunna án þess að tala um Ranný, en hún hefur verið klett- urinn í lífi hans og þá sérstak- lega þessa síðustu mánuði. Ung hittust þau og bundust. Við tóku ár barnauppeldis og húsbygg- inga og það var oft fjör á stóru heimili. En þarna voru allir alltaf velkomnir ungir sem aldnir. Það var aldrei amast yfir krakka- skaranum á Víðigrundinni. Gunni og Ranný áttu vináttu þeirra allt fram á þennan dag. Sérstakar kveðjur og þakklæti frá börnum okkar. Ég á svo góðan mann, sagði vinkona okkar um hann Gunna sinn þegar fyrir dyrum stóð ut- anlandsferð í haust og hún átti erfitt með gang og ljóst að hún yrði að vera í hjólastól. Já, hún átti góðan mann, hann munaði ekki um að keyra hana í hjólastól til þess að hún kæmist í ferðina. Kæri vinur. Hjartans þakkir fyrir þessa vegferð sem við höf- um fetað saman. Þín verður sárt saknað. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu þinni, Rannýju, Óla, Bödda, Hönnu, Gunna, Sturra og öldruðum föður og fjölskyldu allri. Minnig þín mun lifa í hjört- um okkar. Hinsta kveðja. Rún Elfa og Jón Sigurðsson. Gunnar Ólafsson Við viljum minn- ast Ingibjargar Gísladóttur með ör- fáum orðum. Ingibjörg, sem var kölluð Inga í daglegum sam- skiptum, var félagskona í FHR, Félagi heilbrigðisritara, en hún gekk til liðs við félagið strax að loknu námi við FÁ. Inga var sannur félagsmaður, mætti á nær alla fundi og aðrar uppákomur hjá félaginu. Má þar nefna ferðalög bæði innanlands Ingibjörg Gísladóttir ✝ IngibjörgGísladóttir fæddist 8. apríl 1948. Hún lést 15. apríl 2019. Ingi- björg var jarðsett 3. maí 2019. og utan og var hún hrókur alls fagnað- ar. Ekki má gleyma að nefna jólafund fé- lagsins er fé- lagskonur komu með veitingar en Inga kom með kjöt- bollur er þóttu hið mesta lostæti. Inga naut virð- ingar innan félags- ins. Þökkum við henni samfylgdina til marga ára. Gengin er mæt og góð kona. Sendum eiginmanni og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir. Guðríður Guðbjartsdóttir, fv. form. FHR, Anna María Sampsted, fv. varaform. FHR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.