Morgunblaðið - 08.05.2019, Page 25

Morgunblaðið - 08.05.2019, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 ✝ Sigurður Guð-mundsson fæddist hinn 14. febrúar 1983 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. For- eldrar hans eru Guðmundur Sig- urðsson, f. 2. ágúst 1960, og Gunn- fríður Friðriks- dóttir, f. 11. júní 1958. Stjúpmóðir Sigurðar er Kol- brún Geirsdóttir, f. 29. októ- ber 1954, stjúpfaðir Sigurðar er Antonio Manuel Goncalves, f. 2. janúar 1967. Systkini Sig- urðar eru: 1) Kolbrún, f. 17. mars 1980 gift Karli Kristjáni Davíðssyni f. 11. maí 1977. Barn þeirra er Kolbeinn Friður, f. 20. janúar 2014. Áður átti Kolbrún dótturina Sölku Snæbrá Hrannarsdóttur, f. 15. janúar 2003. 2) Friðrik, f. 7. mars 1989. Sigurður lést laugardaginn 6. apríl á heimili sínu, Lyngmóa 17 í Reykjanesbæ. Sigurður ólst upp og bjó alla tíð í Njarðvíkum og Reykjanesbæ. Hann stundaði nám við grunnskóla Njarðvíkur og út- skrifaðist af tölvunar- fræðibraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja í maí 2009. Hann lagði stund á háskólanám en varð frá að hverfa sökum veikinda. Útförin fór fram í kyrrþey hinn 15. apríl. Siggi hefur kvatt. Ég er búin að þekkja Sigga í rúmlega 20 ár. Á nokkurra ára tímabili hittumst við daglega en svo komu ár þar sem samskiptin voru stopulli eins og gerist og gengur. Siggi var baráttumaður og tók þátt í félagsstarfi er varðaði sjúk- dóm hans. Ég var svo heppin að fá að fara með honum sem einn af aðstoðarmönnum á ráðstefnu í Danmörku. Ferðin var mjög skemmtileg, dásamlegt að sjá Sigga njóta sín og skemmta sér mjög vel. Heimferðin tók á vegna svefnleysis og fleira sem stund- um fylgir ráðstefnum en mikið hlógum við að því þegar frá leið. Ferðin okkar á ráðstefnu á Selfossi reyndi á okkur bæði, ég að keyra bíl sem ég var óvön að keyra austur fyrir fjall, Siggi hvatti mig áfram og á leiðarenda náðum við og hann átti góða daga á ráðstefnunni. Allar bíómyndirnar, sælkera- máltíðirnar, stúdentsprófið og veislan og svo ótal mikið annað úr daglega lífinu geymt í minninga- bankanum. Ég er betri manneskja fyrir að hafa kynnst Sigga; viðhorf hans til lífsins og njóta stórra sem litlu hlutanna sem samt skipta svo óskaplega miklu máli hefur kennt mér svo mikið. Takk fyrir samfylgdina Siggi. Hrefna Höskuldsdóttir. Sigurður Guðmundsson Elsku tengda- mamma mín. Hvernig á ég að geta minnst þín í örfáum ómerkilegum orðum. Sorgin mín er þungbær, en í hjarta mínu lifa svo margar fal- legar og góðar minningar að við þær get ég stutt sjálfan mig til huggunar í sorginni. Ég var á sautjánda ári þegar ég fyrst kom inn á þitt heimili, þá byrjaður með elstu dóttur þinni henni Guðrúnu, í fyrstu feiminn og hlédrægur en þú og allar stelpurnar þínar, þið leyfðuð mér ekkert að láta mér líða illa, því þið tókuð mér opn- um örmum og ég fann strax að í þessum hóp vildi ég eiga heima. Fyrstu árin okkar Gunnu í búskap byrjuðum við inni á þínu heimili en svo breyttust hlutir og þú varst farin að búa inni á mínu heimili eða allt þar til þú fluttir til Reykjavíkur. Þessi tími er svo kær í minn- ingu minni því þarna mynduð- ust okkar sterku bönd sem ríg- héldu alla tíð. Af mörgum góðum stundum þá langar mig að minnast á ferðalagið okkar norður á Strandir þar sem þú og tveir bræður þínir, þeir Georg og Magnús, voruð með okkur í för. Þarna fékk ég að kynnast ykkur í því umhverfi sem ykkur varð alla tíð svo tíðrætt um. Um andlit þitt fór slíkur sælusvipur að mér fannst eins Ásta Minney Guðmundsdóttir ✝ Ásta MinneyGuðmunds- dóttir fæddist 20. desember 1934. Hún lést 31. mars 2019. Útför Ástu Minn- eyjar fór fram 5. apríl 2019. og þarna væri komin unga heima- sætan í Drangavík sem hljóp um grundir og jóðlaði af einlægri snilld. Já, það var eitt af því sem þú varst svo góð í, en veik- indi seinni tíma tóku þennan hæfi- leika frá þér. Í Drangavíkinni fékk ég að heyra svo margar skemmtilegar sögur af ykkur öllum að mér finnst eins og ég sitji á fjársjóð sem má ekki týn- ast. Elsku Ásta, ég er svo þakk- látur fyrir allt og sérstaklega þegar þú af veikum mætti eyddir hluta af þínum síðustu kröftum til að leggja hönd þína á kinn mína og hvísla til mín þakkar- og varnarorðum til minnar framtíðar. Vinur minn Kristján Hreins- son kom mér til hjálpar og færði mér þetta fallega ljóð ort fyrir okkur: Ástkær tengdamóðir mín til moldar hefur verið borin en himnesk minning hennar skín er horfi ég á gengin sporin. Hún hafði þennan hlýja róm sem hlúði vel að sálarsárum í veröld þar sem vænstu blóm vaxa upp af okkar tárum. Í huga sorgin hefur völd og hjartað skynjar alúð sína. Er þakklátur í kyrrð um kvöld. Nú kveð ég tengdamóður mína. Megi góður Guð ykkur styrkja í sorginni, elsku Guð- rún, Guðmundur, Sóley, Aðal- heiður, Pétur, Harpa, Kristján og aðrir aðstandendur. Jónas Ólafur Skúlason. ✝ Lilja GuðrúnSigurðardóttir fæddist 8. mars 1939. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 24. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Jónasdóttir, f. 1911, d. 1980, og Sigurður Hall- dórsson, f. 1907, d. 1980. Bræður Lilju Guðrúnar: Þorgeir, f. 1934, d. 1971, kvæntur Þórhildi Sæmunds- dóttur, f. 1935, og Jónas, f. 1951, kvæntur Þórönnu Páls- dóttur, f. 1951. Lilja Guðrún giftist árið 1956 Steinþóri Ingvarssyni, f. 1936. Synir þeirra eru Sig- urður Ingvar, f. 1960, börn hans og Örnu Dungal eru Snorri, Atli, Fríður, Hösk- uldur og barnabörnin eru orð- in sjö. Gunnar, f. 1963, synir hans og Guðlaugar Brynjars- dóttur f. 1958, d. 2013, eru Brynjar Þór og Sindri Freyr. Sambýliskona Gunnars er Ágústa Valdimarsdóttir, f. 1963, dætur hennar eru Heið- dís og Andrea og á hún eitt barna- barn. Lilja Guð- rún ólst upp í vesturbænum, gekk í Melaskóla og útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1956. Hún hóf starfs- feril sinn eftir út- skrift á teiknistof- unni hjá Gísla frænda sínum en eftir að syn- irnir fæddust sinnti hún upp- eldi og heimili ásamt því að leggja manni sínum lið í því að byggja upp fyrirtæki sem þau voru með. Árið 1975 fer hún til starfa í Versl- unarbankanum sem síðar varð Íslandsbanki og var þar fram á eftirlaunaaldur ásamt því að þau hjónin báru út Morgun- blaðið í rúm 10 ár. Síðustu ár- in var hún virk í félagsstörf- um var í sundleikfimi og handavinnuhópi á vegum Fé- lags eldri borgara og í nokkr- um klúbbum með kærum vin- um. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, 8. maí 2019, klukkan 13. Er við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær. Þetta vísubrot úr gömlum skátasöng rifjast upp þegar nokkrir vinir settust niður til að minnast margra góðra stunda með Lilju vinkonu okkar sem við kveðjum í dag. Slóðir okkar eru samofnar allt frá bernsku til dagsins í dag. Hvenær samtvinnast slóðir í vef vináttu og kærleika? Svörin liggja hjá hverju okkar og eru eins misjöfn og við erum mörg, en eitt er víst að þessi sterki og órjúfanlegi vefur hefur haldið ut- an um hópinn í tröppugangi lífs- ins. Allt fléttaðist þetta saman þegar við kynntumst í skátunum og áttum saman ógleymanlegar stundir og þar kynntumst við mörg okkar lífsförunautum. Við minnumst margra góðra stunda í skátaskálunum á Hellis- heiði. Síðar tóku við tjaldúti- legur með börnunum okkar og þau eru öll góðir félagar. Við höfum ferðast mikið sam- an, bæði innanlands og utan, okkur öllum til mikillar ánægju. Til marks um samheldni gamla skátahópsins okkar má geta þess að síðustu 12 ár höfum við hist alla föstudaga í kaffi í Kringlunni. Lilja var einstaklega góður vinur og félagi, glaðsinna og hugsunarsöm. Fólk laðaðist að henni því hún var jákvæð og hafði góða nær- veru og átti auðvelt með að kynnast fólki. Hún hafði yndi af handavinnu og prjónaskap og skapaði mörg listaverk sem vöktu aðdáun og gladdi sína nánustu með fallegu handverki Hún eignaðist góðar vinkonur í gegnum prjónaskapinn sem hittust vikulega á Sléttuvegi 13. Hún stundaði einnig sundleik- fimi í mörg ár og átti góða félaga þar sem og í Perlunum sem er hópur kvenna sem á aðstand- endur með alzheimersjúkdóm- inn. Lilja bar hag sona sinna, tengdadóttur og barnabarna mjög fyrir brjósti og þótti svo undurvænt um þau öll. Mjög gott samband var á milli þeirra, svo og bróður hennar Jónasar og konu hans Þórönnu. Lilja hugsaði um Steinþór af einstöku ástríki öll þau ár sem hann hefur verið veikur. Velferð hans var henni allt. Henni var það því mikill hug- arléttir þegar hann var kominn á Droplaugarstaði, því þar vissi hún að hann fengi þá bestu umönnun sem hugsast gæti og gat því, er hún veiktist, verið ró- legri um hag hans. Við vottum ástvinum Lilju okkar dýpstu samúð og kveðjum elsku vinkonu okkar með kvöld- söng skáta og þökkum allar okk- ar ógleymanlegu stundir saman. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Helga, Erla, Anna Fríða, Pálína og Stefán. Lilja Guðrún Sigurðardóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HÓLMFRÍÐAR BERGEYJAR GESTSDÓTTUR. Margrét Kristín Finnbogad. Björn Benediktsson Einar Finnbogason Þórhildur Magnúsdóttir Hafdís Finnbogadóttir Jón Karl Kristjánsson Hörður Finnbogason Unnur Rut Rósinkransdóttir Trausti Finnbogason Cheiryl Cadete barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Syðra-Skógarnesi, lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, föstudaginn 26. apríl. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 11. maí klukkan 13 en jarðsett verður í Miklaholti. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilisins, í síma 432 3180 eða á heimasíðu: brakarhlid.is Sigurbjörg Traustadóttir Hallgrímur Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir Hallfríður Traustadóttir Sigurþór Ólafsson Elva Traustadóttir Georg Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR GUÐBJÖRN BERGSTEINSSON vélfræðingur, Reykjavíkurvegi 52A, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 1. maí. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. maí klukkan 13. Hafdís Maggý Magnúsdóttir Herdís Hjörleifsdóttir Magnús Hjörleifsson Anna Sigríður Alfreðsdóttir Bergsteinn Hjörleifsson Helga Kristín Bragadóttir Hjörleifur Hjörleifsson Laufey Ingibjörg Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVANUR ELÍSSON lögreglufulltrúi, Frostaskjóli 69, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. maí. Útför fer fram frá Neskirkju mánudaginn 20. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Anna Margrét Jóhannsdóttir Einar Orri Svansson Fríða Jónsdóttir Páll Örvar Svansson Erla G. Ingimundardóttir Markús Orri Pálsson Elsku Ása vin- kona, við kynnt- umst þegar þú og fjölskylda þín fluttuð til Vest- mannaeyja frá Neskaupstað þar sem faðir þinn var sýslu- maður. Þú byrjaðir í skóla í bekknum mínum, sem þótti mjög skemmtilegur. Þar voru ansi margir fjörugir og skemmtilegir og létu mikið á sér bera. Við urðum strax miklar vin- konur, alltaf samferða á morgn- ana í skólann og lærðum mikið saman. Það var skemmtilegur tími. Svo fluttuð þið til Hafnarfjarð- ar vegna vinnu pabba þíns. Þú fékkst samt að fermast í Vest- mannaeyjum – rétt hafðir það í gegn. Við vildum ekki sleppa þér og þig langaði að fermast með vinum þínum. Foreldrar þínir voru ekki eins ánægðir, en allt blessaðist þetta að lok- um. Við héldum alltaf vináttunni við Ása. Ég fór til hennar og Ása Kristinsdóttir Gudnason ✝ Ása Krist-insdóttir Gudnason fæddist 14. febrúar 1930. Hún lést 16. apríl 2019. Útför Ásu fór fram í Danmörku 23. apríl 2019. hún kom mikið til mín. Mamma henn- ar var alltaf svo góð mér og ánægð og vildi helst hafa mig í Hafnarfirði hjá þeim. Svo fór ég að læra hjúkrunar- fræði en Ása vildi fara til Kaupmannahafnar að læra. Fljótt hitti hún tilvonandi eiginmann sinn, hann Christian Gudnason, gift- ist og eignaðist fjögur börn og bjó alla tíð í Danmörku og var alltaf ánægð þar. Við héldum áfram að hittast eins oft og við gátum. Bæði kom hún oft til Íslands og ég fór oft út til hennar. Þá var nú gaman. Um tíma bjó hún nálægt strönd og fórum við mikið þangað og syntum og vorum mikið á ströndinni. Í fyrrasumar kom hún út í Eyjar. Ég var mjög hissa því hún var orðin svo veik, en líka mjög glöð. Það var yndislegt hjá okkur og spjölluðum við mikið um gamla og nýja tíma. Ása mín, ég hugsa til þín og sakna þess að geta ekki hringt og spjallað. Þín ávallt vinkona, Þóra Magnúsdóttir (Dídí).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.