Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Sagt vera „árás á lýðræðið“  Erdogan ver ákvörðun kjörstjórnar um að láta kjósa upp á nýtt í Istanbúl Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi gagn- rýndu ákvörðun kjörstjórnar landsins frá í fyrra- dag um að láta kjósa upp á nýtt í borgarstjóra- kosningum í borginni Istanbúl, og sögðu hana vera tilraun til þess að breyta niðurstöðunni í trássi við vilja kjósenda og „árás á lýðræðið“. Re- cep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti varði hins vegar ákvörðunina, þrátt fyrir að hún væri gagn- rýnd af ýmsum erlendum ríkjum. Landskjörstjórn Tyrklands ákvað á mánudag- inn að láta endurtaka kosningar til borgarstjóra- embættisins, sem fram fóru 31. mars síðastliðinn, en þar bar Ekrem Imamoglu, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins CHP sigurorð af Binali Yildirim, frambjóðanda Réttlætis- og þróunar- flokksins (AKP), flokks Erdogans. Kjörstjórn hafnaði hins vegar að láta endurtaka kosningar til borgarstjórnarinnar í heild, en þar hlaut AKP meirihluta borgarfulltrúa, þó hann tapaði borg- arstjóraembættinu. Kemal Kilicdaroglu, formaður CHP, gagnrýndi ákvörðun kjörstjórnarinnar harkalega, og sagði þá sem þægju vald sitt frá „höllinni“ þurfa að standa skil á gjörðum sínum einn góðan veðurdag. „Við þiggjum vald okkar frá þjóðinni,“ sagði Ki- licdaroglu. Erdogan sagði hins vegar að kosningin 31. mars hefði verið mörkuð af spillingu og annmörkum, og því væri það „besta skrefið“ fyrir þjóðina að láta endurtaka kosningarnar, en meðal þess sem Er- dogan hefur gagnrýnt er að einungis 13.000 at- kvæði skildu á milli Imamoglu og Yildirim þegar búið var að telja aftur. Imamoglu hét stuðningsmönnum sínum aftur á móti að hann myndi aldrei leggja árar í bát. Þá hefur Necdet Gokcınar, frambjóðandi flokks ísl- amista, sem lenti í þriðja sæti, lýst því yfir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Imamoglu, en Gokcinar hlaut rúm- lega 100.000 atkvæði í kosningnunum. „Ógagnsæ og okkur óskiljanleg“ Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, gagnrýndi ákvörðunina í gær og sagði hana bæði ógagnsæja og óskiljanlega frá sjónarhóli Þjóð- verja. Þá skoraði Evrópusambandið á kjörstjórn- ina að birta rökstuðning sinn fyrir ákvörðuninni án tafar. Tóku Frakkar undir þá áskorun og sögðu brýnt að virða grundvallarreglur lýðræðisins. AFP Mótmæli Stuðningsmenn Imamoglu þyrptust út á götur Istanbúl til að mótmæla ákvörðuninni. Lars Løkke Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, boð- aði í gær til þing- kosninga sem haldnar verða 5. júní næstkom- andi. Sósíal- demókratar, sem nú leiða stjórnar- andstöðublokk- ina, þykja sigurstranglegastir sam- kvæmt skoðanakönnunum. „Ég vil nota allan minn styrk, getu og reynslu til að leiða Danmörku áfram,“ sagði Rasmussen í þing- ræðu sinni þegar hann tilkynnti kosningadaginn, sem jafnframt er stjórnarskrárdagur Danmerkur. Vinstriflokkarnir njóta samtals um 54% fylgis samkvæmt könn- unum, og er Sósíaldemókrataflokk- urinn með um helming þess fylgis. Hægriflokkarnir, sem nú fara með völdin, eru samtals með um 46% fylgi í könnunum og þar af er Venstre, flokkur Rasmussens, með um 19%. Munar þar einna mest um Danska þjóðarflokkinn, sem hefur misst nokkurt fylgi á undanförnum miss- erum. Er það meðal annars rakið til breyttrar stefnu annarra flokka í innflytjendamálum, þar sem meðal annars sósíaldemókratar undir for- ystu Mette Fredriksen hafa tekið upp aðra og harðari stefnu en áður. Boðar til kosninga 5. júní nk. Lars Løkke Rasmussen  Vinstriflokkar með 54% fylgi Hinn fimm ára gamli Ahmad Sayed Rahman frá Afganistan dansar hér á nýjum gervifæti sínum, sem hann fékk á sjúkrahúsi Rauða krossins í höf- uðborginni Kabúl. Rahman missti hægri fót sinn þegar hann lenti í miðri skothríð og fékk byssu- kúlu í lærið. Hann er nú orðinn að stjörnu á sam- félagsmiðlum í Afganistan og víðar eftir að myndband af honum að dansa á nýja fætinum var sett á samfélagsmiðilinn Twitter. Missti fótinn en dansar nú á nýjum gervifæti AFP Afganistan Mike Pompeo, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, hætti við fyrirhugaða heimsókn sína til Þýskalands í gær einungis nokkr- um klukkutímum áður en hún átti að hefjast. Sagði talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins að „aðkallandi verkefni“ hefðu neytt Pompeo til að breyta áætlunum sín- um, og að hann hlakkaði til að heimsækja Þýskaland við fyrsta tækifæri. Þýskir fjölmiðlar sögðu hins veg- ar ákvörðun Pompeos vera móðgun og tákn um að vinasamband Banda- ríkjanna og Þýskalands stæði nú á brauðfótum. ÞÝSKALAND Hætti við heimsókn á síðustu stundu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.