Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Álið er hluti af lausninni 2019 | Ársfundur Samáls Dagskrá: Staða og horfur í áliðnaði Magnús Þór Ásmundsson stjórnarformaður Samáls og forstjóri Alcoa Fjarðaáls Ávarp Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Verðmætasköpun í hálfa öld Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins Nýsköpun í öryggismálum Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri AMS Fókusinn er á umhverfið Steinunn Dögg Steinsen framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfismála hjá Norðuráli Stefnumótun út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu Hringrásarhagkerfið Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 9.maí frá kl. 8:30 til 10:00. Fjallað verður um stöðu og horfur í áliðnaði á Íslandi og á heimsvísu og rætt um hlutverk áls í að draga úr loftslagsvandanum. Statnett sýnir þjálfunarbúnað í sýndarveruleika og nýr rafbíll frá Jaguar, I-Pace, verður til sýnis, sem er úr frumframleiddu og endurunnu áli. Boðið verður upp á morgunverð kl. 8:00 og kaffi og veitingar að fundi loknum. Fundarstjóri er Sólveig Kr. Bergmann. Skráning fer fram á www.samal.is. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðlegi hafréttardómurinn mun á föstudaginn taka fyrir mál sem stjórnvöld í Úkraínu höfðuðu á hend- ur Rússum eftir að þeir hertóku þrjú úkraínsk herskip með 24 sjóliðum á Svartahafi hinn 25. nóvember síðast- liðinn. Á málið að fara fyrir gerðar- dóm, en þar sem óvíst er hvenær hann tekur til starfa hefur Úkraína óskað eftir því að hafréttardómurinn skipi fyrir um bráðabirgðaráðstafan- ir samkvæmt 5. málsgrein 290. greinar hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna. Úkraínumenn krefjast þess að Rússar afhendi þeim skipin þrjú þegar í stað og að skipverjarnir 24 sem nú bíða réttarhalda í Rússlandi verði leystir úr haldi og málaferlum gegn þeim hætt. Segja Úkraínu- menn að skipin þrjú hafi öll verið í fullum rétti til að sigla þar sem þau voru þegar Rússar tóku þau. Þannig hafi tvö skipanna, Berdyansk og Yani Kapu, verið minnst 12 sjómílur frá ströndinni þegar þau voru tekin og hið þriðja, Nikopol, um 20 sjómíl- ur frá ströndinni. Segir jafnframt í málaleitan Úkraínumanna að bæði skipin og áhafnir þeirra eigi að njóta friðhelgi, en meint brot skipverjanna geta varðað allt að sex ára fangelsi í Rússlandi. Taka ekki þátt í ferlinu Upphaflega ætlaði dómurinn sér að fara yfir málið bæði 10. og 11. maí næstkomandi, en rússnesk stjórn- völd tilkynntu um síðustu mánaða- mót að þau myndu ekki taka þátt í störfum hafréttardómsins í þessu máli. Telja Rússar að fyrirhugaður gerðardómur muni ekki hafa lög- sögu í málinu og þar af leiði að haf- réttardómurinn megi ekki setja á bráðabirgðaráðstafanir líkt og Úkra- ínumenn fara fram á. Þá hafi Úkra- ínustjórn neitað að hefja sáttavið- ræður um lausn málsins áður en því var vísað í dóm. Kemur einnig fram að Rússar úti- loki ekki að þeir taki þátt á seinni stigum fari svo að málið verði rekið áfram á vettvangi hafréttardómsins, auk þess sem þeir ætla sér að skila inn skriflegri greinargerð um af- stöðu sína til dómsins. Rússar viðurkenna ekki lögsögu dómsins  Alþjóðlegi hafréttardómurinn fjallar um úkraínsku skipin AFP Úkraínudeilan Tvö af skipunum þremur sjást hér í haldi Rússa. Ráðherrafundi Norðurskautsráðsins lauk í fyrsta sinn í gær án þess að meðlimir ráðsins næðu saman um orðalag sameiginlegrar yfirlýsingar að fundi loknum. Vildu fulltrúar Bandaríkjanna ekki að minnst yrði á loftslagsmál í yfirlýsingunni. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, lýsti því yfir við upphaf fundarins að í stað sameiginlegrar yfirlýsingar myndu ráðherrarnir gefa út yfirlýs- ingar hver í sínu lagi. Kínverjar gagnrýndu í gær Mike Pompeo, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fyrir ræðu hans í fyrradag, en þar hafði hann gefið til kynna að Bandaríkin þyrftu að stíga upp til þess að mæta ágengri hegðun Rússa og Kínverja og ásælni þeirra í nátt- úruauðlindir. Sagði Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins, Pompeo fara rangt með staðreyndir í ræðu sinni og að málefni norðurskautsins vörðuðu allar þjóðir. AFP Formennska Guðlaugur Þór Þórðarson tók við formennsku í Norður- skautsráðinu af Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands. Loftslagsmál stóðu í vegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.