Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilkynnt varum vopnahléá mánudags- morgun í átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, sem hófust eftir að um 690 flug- skeytum var skotið frá svæðinu yfir á Ísrael á laugardaginn. Ísraelsher svaraði þeim árásum af fullri hörku líkt og venjan er, og var óttast að fjórðu stóru átökin á milli Palestínumanna á Gazasvæðinu og Ísraelsmanna frá árinu 2008 væru að hefjast. Af því varð þó ekki, og lögðu sérstaklega Egyptar hart að deiluaðilum að gera vopnahlé. Tímasetning átakanna var enda afar óheppileg fyrir múslima, þar sem Ramadan, hinn helgi mánuður þeirra, hófst á sunnu- daginn. Þá var tímasetningin óheppi- leg fyrir Ísraela, en líkt og kunnugt er halda þeir söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva í höfuðborginni Tel Aviv í næstu viku. Henni fylgir mikill fjöldi erlendra gesta, keppenda, blaðamanna, sem og aðdáenda keppninnar. Raunar má leiða líkur að því að eldflaugaárás- irnar hafi einmitt hafist síðast- liðinn laugardag til þess að setja Ísrael í neikvætt ljós þeg- ar meiri athygli en ella beindist að landinu í aðdraganda keppn- innar. Að sögn forvíg- ismanna Hamas- samtakanna, sem ráða lögum og lof- um á Gazasvæðinu, byggist vopnahléið á því að Ísraelar létti á viðskiptaþvingunum sem þeir hafa sett á Gazasvæðið, en á meðal þess sem íbúar svæð- isins vilja er að hömlum af fisk- veiðum sé aflétt og að innviðir, einkum í rafkerfi svæðisins, verði styrktir. Benjamín Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, vakti ekki mikla athygli á sam- komulaginu í gær, en sam- komulagið fékk gagnrýni, meðal annars úr flokki forsætisráð- herrans, fyrir að sýna Palest- ínumönnum linkind, sér í lagi í ljósi þess að þeir hófu eld- flaugaárásirnar. Málið gæti reynst erfitt fyrir hann, enda er hann nú í óðaönn að mynda nýja ríkisstjórn á hægri væng ísr- aelskra stjórnmála í kjölfar þingkosninganna í síðasta mán- uði. Óvíst er hvort vopnahléið getur haldið til lengdar, sér í lagi þar sem báðir aðilar telja hinn ekki hafa staðið við fyrri samkomulög sem gerð hafa ver- ið. Þá er líklegra en ekki, að þar til varanleg lausn finnst á stöðu Gaza-svæðisins, muni skærur á borð við þær um helgina blossa upp með reglulegu millibili. Óvíst er hvort samningur Ísraela og Palestínumanna verður virtur} Viðkvæmt vopnahlé John Bolton,þjóðarörygg- isráðgjafi Banda- ríkjanna, tilkynnti á sunnudaginn að bandaríski flotinn hygðist senda flugmóðurskipið Abraham Lin- coln á vettvang í nágrenni Írans. Markmiðið væri að senda skýr skilaboð til klerkastjórnarinnar í Íran um að árásum á banda- ríska hagsmuni eða bandamenn Bandaríkjanna yrði mætt af fullri hörku. Ekki er vitað til þess að Ír- anar hafi í bígerð árásir á Bandaríkjamenn, en Bolton gaf til kynna að ýmsar viðvaranir hefðu borist um að stjórnvöld í Teheran hygðust grípa til að- gerða fljótlega. Efasemdaraddir hafa þó heyrst sem segja þau orð Boltons lítið annað en yfir- varp, en hvernig sem í málinu liggur er ljóst að sigling flug- móðurskipsins til Mið-Austur- landa er hugsuð sem skilaboð um að klerkastjórnin ætti að halda sig til hlés á næstunni. Slík skilaboð eiga út af fyrir sig rétt á sér, enda hafa Íranar valdið miklum óróa og ýtt undir ófrið á svæðinu, ekki síst eftir að þeim áskotnaðist fé eftir aflétt- ingu refsiaðgerðanna. Hvort klerkastjórnin heldur sig til hlés er í besta falli óvíst og stjórnvöld í Te- heran hafa þegar lýst því yfir að þau íhugi nú gagn- aðgerðir gegn þeirri ákvörðun Bandaríkja- manna að draga sig út úr kjarn- orkusamkomulaginu við Íran. Eitt ár er liðið í dag frá því að Trump Bandaríkjaforseti til- kynnti þá ákvörðun sína, og er jafnvel talið líklegt að Íranar muni sjálfir segja samningnum upp í tilefni dagsins. En þó að Íranar ákveði að ganga ekki svo langt munu þeir ekki una óbreyttu ástandi, þar sem Bandaríkjastjórn hefur nýtt síðasta ár til þess að beita landið síauknum þrýstingi. Þannig hafa flestar refsiaðgerð- ir sem felldar voru úr gildi með samkomulaginu verið settar á aftur, auk þess sem Bandaríkin hafa lagt fast að öðrum þjóðum að eiga ekki viðskipti við Írana. Óvíst er um framhaldið, og veltur það að miklu leyti á því hvað Íranar kjósa að gera. Þar sem írönsk stjórnvöld telja ekk- ert að framferði sínu á und- anförnum misserum verður að telja líklegt á næstunni að Ír- anar ýti áfram undir ófrið og að samskipti Írans og Bandaríkj- anna verði enn um sinn við frostmark. Stjórnvöld í Teheran hóta gagnaðgerðum}Skilaboð til Írans Ú tgjöld til heilbrigðismála á Ís- landi nema ríflega 240 millj- örðum króna á hverju ári sem er fjórðungur útgjalda ríkisins. Við ráðstöfun þeirra fjármuna þarf ríkið sem kaupandi heilbrigðisþjónustu að hafa skýra stefnu um hvaða þjónustu skuli kaupa og ráða ferðinni í þeim efnum. Heil- brigðisráðherra hefur það hlutverk að marka stefnu í heilbrigðismálum, forgangsraðaða verkefnum og tryggja fjármögnun þeirra. Nú liggur fyrir þinginu heilbrigðisstefna sem mun endurspegla framtíðarsýn og áherslur í heilbrigðisþjónustunni til næstu 10 ára og vera stofnunum heilbrigðiskerfisins leið- arvísir. Ekki síst Sjúkratryggingum Íslands sem fara með það mikilvæga hlutverk að ann- ast kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd rík- isins. Undanfarnar vikur hefur í umræðum um biðlista í heilbrigðiskerfinu borið á því viðhorfi að semja skuli við einkaaðila um aðgerðir til að ná niður biðlistum og hefur verið vísað í rétt sjúklinga til að sækja heilbrigðisþjón- ustu út fyrir landsteinana. Í þeirri umræðu hefur því verið haldið fram að viljaleysi til að semja við einkaaðila um slíkar aðgerðir muni leiða til þess að til verði tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi. Hér gætir nokkurs misskiln- ings. Tvöfalt heilbrigðiskerfi þýðir alla jafna að vissir einstaklingar hafi ráð á því að kaupa sér tryggingar eða hreinlega greiða sjálfir úr eigin vasa þjónustu sem er veitt af einkareknum heilbrigðisstofnunum. Á sama tíma leiti allur almenningur til opin- berra heilbrigðisstofnana, sem vegna fjár- sveltis veita jafnvel lakari þjónustu en einka- aðilar. Slík tvöföld kerfi þekkjum við frá Bandaríkjunum og jafnvel Bretlandi þar sem stjórnvöld hafa valið að treysta einkaaðilum fyrir grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Í þeim löndum sem hafa farið þá leið að halda grunnstoðum heilbrigðiskerfisins í op- inberum rekstri og fjármagnað af skattfé myndast ekki jarðvegur fyrir tvöfalt heil- brigðiskerfi. Þar hafa allir jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag, enda sé það skráð í landslög. Dæmi um slík lönd eru Norðurlöndin. Það er stefna mín og lögbundin skylda að stofna ekki til samninga um veitingu heil- brigðisþjónustu sem vega að stoðum hins opinbera þjón- ustukerfis. Í greinargerð með 40. grein laga um sjúkra- tryggingar nr. 112/2008 segir: „Þannig er ekki unnt að tína út ábatasömustu þjónustuþættina ef það þýðir að opinber stofnun missi hæfni til að veita þjónustu á hag- kvæman og öruggan hátt.“ Það er því með því að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið sem við tryggjum gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og komum í veg fyrir að hér verði til tvöfalt heilbrigðiskerfi með tilheyr- andi skaða fyrir íslenskt samfélag. Svandís Svavarsdóttir Pistill Stöndum vörð um heilbrigðisþjónustuna Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tímabundið átaksverkefnigegn ólöglegri heimagist-ingu á landsvísu, svonefndHeimagistingarvakt, sem sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu var falið í júlí í fyrra, virðist hafa skilað verulegum árangri. Alls hafa embættinu borist yfir þrjú þús- und ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu að því er fram kem- ur í umsögn sýslumanns við frum- varp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Fyrirhugaðar og álagðar stjórnvaldssektir nema í dag tæpum 84 milljónum kr. ,,- Upplýsingar um 420 fasteign- ir í eigu einstaklinga og lögaðila send- ar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarf- semi - 64 áskoranir sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum nr. 85/2007,“ segir m.a. í upptalningu um árangur og stöðu verkefnisins. Gríðarlegt umfang heimagist- ingar og skráning eigna á Airbnb er enn á ný í umræðunni eftir að birtar voru fyrir helgi niðurstöður rann- sókna á áhrifum Airbnb á húsnæð- ismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrrnefndu frumvarpi sem er til meðferðar í atvinnuveganefnd er m.a. að finna ákvæði sem er ætlað að stuðla að enn frekara eftirliti með skammtímaleigu o.fl. og gert er ráð fyrir ríkari heimild til innheimtu stjórnvaldssekta vegna brota á reglum um rekstrarleyfisskylda gist- istarfsemi. Á þriðja þúsund skráningar og 301 vettvangsheimsókn Frá því að átak sýslumanns hófst hefur fjöldi skráðra heimagist- inga nær tvöfaldast. Í lok árs 2017 voru 1.056 skráðar heimagistingar en þeim hafði fjölgað í 2.022 um seinustu áramót. Þá hefur sýslumaður stað- fest 1.307 skráningar það sem af er þessu ári og á embættið von á enn frekari aukningu þegar líður að sumri. „Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gisti- stöðum hafi fækkað um meira en 30% frá því að átakið hófst,“ segir í um- sögn hans. Fram kemur að fulltrúar emb- ættisins hafa farið í 301 vettvangs- heimsókn vegna eftirlits með heima- gistingu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Suðurnesjum. 61 máli hefur lokið með stjórnvaldssekt en 59 mál verið send áfram til ákæru- sviðs lögreglu. Til samanburðar voru 54 mál send lögreglu á öllu árinu 2017. Þessu til viðbótar hafa upplýs- ingar um 420 fasteignir í eigu ein- staklinga og lögaðila verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi. Í nýrri umsögn Félags fyrir- tækja í hótel- og gistiþjónustu, sem telja frumvarpið vera skref í rétta átt, er lagt til að skráning heimagistingar verði eingöngu leyfð fyrir eina fast- eign og ekki megi leigja út fleiri en 30 daga á ári. Bendir félagið á að núgild- andi regla um að heimilt sé að leigja út tvær fasteignir, hafi dregið veru- lega úr framboði á eignum í útleigu til lengri tíma og hækkað leiguverð. Verði frumvarpið samþykkt get- ur sýslumaður lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án tilskilins leyfis en skv. núgildandi lögum þarf hann að senda slík brot áfram til lögreglu- stjóraumdæmanna átta. Sýslumað- urinn á höfuðborgarsvæðinu segir brýnt að fjármagn fylgi þessu verk- efninu. ,,Að öðrum kosti er hætt við að ástandið færist aftur til fyrra horfs dragi úr sýnileika eftirlits.“ 3.000 ábendingar um ólöglega heimagistingu Morgunblaðið/Ómar Hús Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu áætlar að óskráðum og leyfis- lausum gististöðum hafi fækkað yfir 30% frá því að átakið hófst í fyrra. Færa á verkefni vegna leyfis- skyldrar gististarfsemi skv. frumvarpinu frá lögreglu undir verksvið sýslumanna og sýslu- maðurinn á höfuðborgarsvæð- inu ákveði stjórnvaldssektir. Skiptar skoðanir eru á því. Sýslumaðurinn á Suðurlandi telur að sektarheimild ætti að vera á hendi hvers og eins emb- ættis líkt og útgáfa sjálfra rekstrarleyfanna enda hafi þau besta yfirsýn. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra leggur áherslu á að stjórnsýsla verði ekki flutt úr héraði í meira mæli en nú er orðið. Þá þurfi líka að hraða smíðum á nýju leyfisveit- ingakerfi embætta. ,,Núverandi leyfisveitingakerfi er löngu úr- elt og vart nothæft auk þess sem óljóst er hver rekur/ þjónustar kerfið.“ Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra segir óvíst hvort hægt verði að framfylgja rannsókn- arskyldu með fullnægjandi hætti á öllu landinu ef einu embætti verður falið að ákveða stjórnvaldssektir um land allt. Skiptar skoðanir UMSAGNIR SÝSLUMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.