Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 22
Í þessu voru mannlífi er oft skammt stórra högga á milli. Fyrir tæpum þremur mánuðum kvöddum við í sauma- klúbbnum Þóru Óskarsdóttur og nú er röðin komin að Björgu. Björgu, okkar elskulegu vinkonu, sem til margra ára bauð sínum illvíga sjúkdómi birginn. Hún lét ekki bugast og með einurð, dugn- aði og þrjósku, eins og hún sjálf kaus að nefna sína baráttu, tókst Björg Þorsteinsdóttir ✝ Björg Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 21. maí 1940. Hún lést 22. apríl 2019. Útför Bjargar fór fram 2. maí 2019. henni tímabundið að knésetja þann bölv- ald sem herjaði á líkama hennar. Það var í gegnum dimma og djúpa dali að fara en sífellt tókst henni með ótrúlegum krafti og hjálp góðra manna að hefja sig upp aft- ur og aftur. Alltaf jafn bjartsýn og sterk, en nú var komið að leiðar- lokum, þrótturinn búinn. Við vinkonurnar höfum fylgst að frá unglingsárum, smelltum okkur sjö saman í saumaklúbb á menntaskólaárunum en sumar okkar komu úr Kvennaskólanum þar sem hannyrðir voru í háveg- um hafðar og spruttu mörg lista- verkin fram af liprum fingrum. Það var þó ekki aðalatriðið, heldur þau traustu vináttubönd sem rembihnútur var settur á. Skömmu eftir stúdentspróf tvístraðist hópurinn. Sumar fóru til náms erlendis, aðrar til náms innanlands. Ein festi ráð sitt er- lendis og hefur búið þar síðan. Önnur lést úr bráðum sjúkdómi um fimm árum eftir stúdents- próf. Hinar héldu hópinn og síð- an barst liðstyrkur, þannig að í dag eru fjórar eftir af sauma- klúbbnum. Allar héldum við áfram námi eftir stúdentspróf á ýmsum svið- um og öfluðum starfsréttinda en Björg var sú eina sem lagði á listabrautina og gerði listina að ævistarfi. Allir sem unna listum og þekkja til höfunda verkanna sjá þá ætíð skína í gegnum sína hugarsmíð. Þannig var það með Björgu. Það var unun að fylgjast með hvernig áherslur og viðfangsefni breyttust með árunum og eftir dvöl á ýmsum vinnustofum hér- lendis og erlendis. Ferskur og nýr blær blés um verk hennar í hvert skipti og alltaf kom hún á óvart með nýjum vinnsluaðferð- um og miðlum; grafík-, olíu-, akrýl- og vatnslitamyndum, auk pappírsmyndverka og ljós- mynda. Viðfangsefnin tóku sí- felldum breytingum og báru vott um hina frjóu snilligáfu sem Björg var gædd. Fyrir okkur sem syrgjum í dag lifir minning Bjargar í fallegu sköpunarverk- unum hennar sem prýða einka- heimili, stofnanir og söfn um víða veröld. Með söknuði og þakklæti fyrir staka vináttu til margra ára, með virðingu og ástúð í huga, kveðj- um við Björgu. Blessuð sé minn- ing hennar. Guðnýju, Ragnari Árna, Davíð og Halldóru sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Áslaug Ottesen, Elísabet Magnúsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Kristrún Auður Ólafsdóttir. Kveðja frá félaginu Íslensk grafík Við hjá félaginu Íslensk grafík viljum minnast heiðursfélaga okkar, Bjargar Þorsteinsdóttur grafíklistakonu, sem fallin er frá 78 ára að aldri. Björg var einn af fremstu grafíklistamönnum þjóðarinnar og vel þekktur listmálari. Finna má listaverk hennar í fjölmörgum opinberum söfnum og einkasöfnum á Íslandi og er- lendis. Björg starfaði áralangt með hléum í stjórn félagsins Ís- lensk grafík en félagið var stofn- að 1969 og er því 50 ára á þessu ári. Árið 2014 var Björg gerð að heiðursfélaga Íslenskrar grafíkur. Björg var heiðruð víða fyrir verk sín, hún hélt á þriðja tug einkasýninga og tók þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Það var mikill styrkur fyrir fé- lagið að hafa listakonu eins og Björgu í félaginu, hún var ekki bara góður listamaður heldur var hún víðsýn og hafði mikla reynslu og verkkunnáttu sem skilaði sér vel til ungra grafík- listamanna sem litu upp til hennar. Það var mikið áfall fyrir okkur félagsmenn og aðra vini þegar Björg veiktist alvarlega, hún var samt sem áður virk í allri sinni listsköpun og sýndi mikla þraut- seigju, en hún starfaði við list- sköpun sína óslitið til æviloka. Það er félaginu þungbært að sjá á eftir slíkum listmanni sem Björg var en fallegu verkin henn- ar og minningin um einstaka per- sónu og listamann mun lifa áfram um ókomna tíð, skarð hennar er vandfyllt. Við hjá félaginu Íslensk grafík viljum þakka Björgu fyrir sam- ferðina og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd félagsmanna ÍG, Elísabet Stefánsdóttir, formaður. 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 ✝ Valdimar Sig-fús Helgason fæddist í Reykja- vík 12. mars 1933. Hann lést á heimili sínu 14. apríl 2019. Foreldrar hans voru Þorsteina Helgadóttir, f. 7. ágúst 1910, d. 18. maí 1991, og Helgi Ásgeirsson, f. 13. júní 1908, d. 1980. Systkini Valdimars eru: 1) Kristþór Borg, f. 1929, d. 2008, 2) Birgir, f. 1931, d. 2011, 3) Kristín Sigríður, f. 1936. Sam- feðra eru Ásthildur og Bryn- dís. Valdimar var giftur Englu Margunni Kristjánsdóttur, f. 13. mars 1936, d. 7. október 2013. Þau eignuðust sex börn sem eru: 1) Sigrún Valdimars- dóttir, f. 13.3. 1955 í Reykja- vík, maki Walter Schmitz, 2) Kristín Valdimarsdóttir, f. 10.11. 1956, maki Magnús Magnússon, börn þeirra eru: vinna fyrir sér og hjálpa til við heimilishaldið hjá móður sinni, sem af miklum dugnaði og út- sjónarsemi ól þau systkinin ein upp á kreppuárunum í Reykja- vík. Framan af vann hann ýmsa verkamannavinnu en um 16 ára var hann kominn á sjó- inn og var á ýmsum togurum og síldarbátum. Fyrsta búskaparár sitt bjuggu Valdimar og Engla í Reykjavík, en skortur á hús- næði í höfuðstaðnum varð til þess að þau fluttu til Hríseyjar þar sem auðveldara var að eignast húsnæði. Í Hrísey vann Valdimar alla almenna verkamannavinnu en eignaðist síðan sinn eigin bát sem hann gerði út. Hann ætlaði samt allt- af aftur til Reykjavíkur og 1969 fluttist fjölskyldan aftur suður. Fyrstu árin bjó fjöl- skyldan í Eyjabakka en síðar byggði Valdimar hús í Grjóta- seli og bjuggu þau Engla þar allt til æviloka. Valdimar vann lengst af í Breiðholtsskóla, hann hætti þar störfum um sextugt og fór þá í byggingaframkvæmdir og rekstur. Útför Valdimars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. apríl 2019, klukkan 13. Halldóra Margrét, Valdimar Þorbjörn og Magnús Finnur. 3) Kolbrún Ásdís Valdimarsdóttir, f. 24.5. 1958. Börn hennar eru: Valdi- mar Þór, Kristján Jökull, Íris Kol- brún og Anna Sig- rún Margunnur. 4) Hörður Valdimars- son, f. 26.6. 1962. Börn hans eru: Anna Margrét, Arnar Þórður og Kristín. 5) Gunnar Grétar Valdimarsson, f. 6.3. 1964, maki Ingibjörg Sigurðardóttir, börn þeirra eru: Gunnar Grétar, Sigurður Patrekur, Valdimar Vatnar, Þorsteinn Hringur og Tinna. 6) Erna Valdimarsdóttir, f. 21.11. 1965, maki Þórður Geirsson, börn þeirra eru: Sólveig, Marg- unnur Oddrún og Geir Krist- inn. Barnabarnabörnin eru 13. Valdimar ólst upp í Reykja- vík hjá móður sinni og systk- inum. Hann fór snemma að Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Margs er að minn- ast á þinni viðburðaríku ævi en þú hefur verið sem klettur í lífi okk- ar. Við systkinin eigum eftir að sakna þess að koma heim í Grjótasel og ræða við þig um alla hluti. Lengi vel var engin mikil- væg ákvörðun tekin án þess að hafa þig með í ráðum. Þú hafðir skoðanir á öllu og aldrei skorti þig umræðuefni. Þú hafðir brennandi áhuga á þjóðmálum og gangi heimsmála, það var fátt sem var ekki hægt að ræða við þig um. Al- veg fram á síðasta dag hafðir þú áhuga á því sem hæst bar í um- ræðunni. Þriðji orkupakkinn og hlýnun jarðar var það síðasta sem þú hafðir áhyggjur af. Þú hafðir óbilandi trú á Íslandi og öllum þeim möguleikum og gjöfum sem þetta land veitti börnum sínum. Ef við bara gætum verið sann- gjörn og skipt gæðunum bróður- lega. Pabbi var mikill jafnaðarmað- ur og tók virkan þátt í verkalýðs- baráttunni á sínum yngri árum. Hann ólst upp hjá móður sinni sem var ein með fjögur börn á kreppuárunum og mótaði það hans sýn á lífið. Steina amma, móðir hans, var dugleg og úr- ræðagóð og er öruggt að hann hefur erft þessa þætti hennar. Pabbi tók þátt í öllum heimilis- störfum með mömmu. Hann stytti gardínur, skreytti ferming- arkökur, hjálpaði til við sultugerð og svo svæfði hann yngri börnin með sögum á kvöldin. Pabbi var femínisti löngu áður en það orð var notað á íslensku. Hann sagði alltaf „allt sem strákar geta geta stelpur gert betur“. Pabbi var ekki langskólageng- inn, þrátt fyrir það gat hann hjálpað okkur með heimanám mestalla skólagöngu okkar. Hann lagði ríka áherslu á að við systk- inin menntuðum okkur. Tónlist og menntun áttu hug hans og mikið var hann ánægður þegar barnabörnin völdu að læra á hljóðfæri og þá sérstaklega þegar hann sjálfur gat æft þau því hann hafði lært á fiðlu. Pabbi var mikill útivistar- maður og margar eru ferðirnar sem farið var með kaffi og brauð upp í móa þegar við bjuggum í Hrísey. Þá eru ótal margar tjald- ferðir sem við systkinin fórum með ykkur mömmu en þið vilduð vera á ferðalagi allt sumarið. Þú vildir sitja úti í björtu sumarnótt- inni með veiðistöng eða bara að njóta náttúrunnar. Þú sagðir allt- af „maður á ekki að sofa á sumr- in“. Þið mamma urðuð svo glöð þegar þið fenguð lóðina í Grjóta- seli og byggðuð þar flott einbýli. Þið voruð mestu jólabörnin í fjöl- skyldunni; um hver jól var húsið skreytt hátt og lágt og var það sérstaklega pabbi sem gerði það því hann var einstaklega laginn. Pabbi trúði á að æfingin skap- aði meistarann og var hann sífellt að bæta sig í einhverju. Hann fór eftir fimmtugt að læra á píanó og æfði sig alla daga að spila. Svo voru það leikfimisæfingar og gönguferðir. Þegar þrekið fór að þverra varð hann bara að vera duglegri að æfa sig. Flesta daga í öllum veðrum gekk hann upp að tjörninni í Seljahverfi og kom færandi hendi með mat fyrir fuglana. Þú varst endalaust bjartsýnn og hafðir óbilandi trú á lífið. Takk, elsku pabbi, við eigum eftir að sakna þín og þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Sigrún, Kristín, Kolla, Hörður, Gunnar og Erna. Elsku langafi. Nú kveð ég þig með miklum söknuði, elsku langafi minn, jafn- framt miklu þakklæti fyrir góðar minningar sem við áttum saman. Ég var mikill heimakiðlingur hjá ykkur ömmu meðan ég bjó á Íslandi. Enda mjög stutt að fara til ykkar, einungis nokkur hús á milli. Alltaf voruð þið tilbúin að passa mig þegar mamma var í skólanum og fannst þér mjög gaman að hafa mig. Ég var auga- steinninn þinn og spiluðum við alltaf saman á fiðlu í hverri ferð sem ég kom til Íslands. Þú varst alltaf svo stoltur af mér hvað ég var kominn langt í fiðlunáminu mínu. Þú kenndir mér Maístjörn- una á fiðlu og þykir mér óendan- lega sárt að nú hef ég engan til að hlusta á mig, það er enginn eins og þú. Nú kveð ég þig með miklum söknuði í hjarta. Þinn gleðigjafi, Kolbrún Thelma. Elsku afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta en jafn- framt þakklæti fyrir þær góðu og ljúfu minningar sem við áttum saman. Vorum við tíðir gestir á heimili ykkar enda bara þrjú hús á milli okkar. Afi var glaðlyndur, hafði góða nærveru, var hjálpsam- ur, með sterkan persónuleika og ákveðnar skoðanir á hlutunum. Jólin voru alltaf minnisstæð hjá afa og ömmu því húsið þeirra var eins og höll hver jól. Afi var mesta jólabarnið í fjölskyldunni enda byrjaður að skreyta í nóvember hvert ár. Allt var skreytt hátt og lágt og jólatréð fagurlega skreytt. Öllum gamlárskvöldum var eytt með afa og sprengdum við flug- elda saman. þegar ég, Íris, var einungis sex ára gömul fórum við til San Fransisco öll saman ég, mamma, amma og afi að heimsækja Sig- rúnu frænku og vissi hún ekki að ég og mamma kæmum með. Ömmu og afa fannst það mjög spennandi að hafa okkur með. Afi hjálpaði mér mjög mikið að læra bæði í stærðfræði og landafræði. Eitt skiptið þegar afi hjálpaði mér var ég efst í bekknum með 9,7 og var hann afar stoltur af mér. Í janúar ætlaði ég að vera rosa- lega klár og fræða þig um hjartað hvernig blóðið streymir til hjart- ans og hvernig þú ættir að losna við bjúg af fótum, þetta vissir þú allt um og gott betur og útskýrðir fyrir mér hvernig hjartað virkaði. Mér þótti mjög vænt um það hvað þú varst náinn henni Kolbrúnu Thelmu, enda hjálpaðirðu henni mikið á fiðlu og mikið þér að þakka hvað henni gengur vel á fiðluna. Elsku besti afi minn, ég bý í Danmörku og er að læra það sem mig hefur alltaf dreymt um og er það mikið þér að þakka að ég gat látið draum minn rætast og hefur þú alltaf haft óendalega mikla trú á mér. Eitt sem Önnu Sigrúnu er minnisstæðast er þegar við löbb- uðum saman hringinn í kringum dalinn. Þú varst alltaf búinn að skræla epli og banana til að taka með í nesti því ég var alltaf svo svöng. Við stoppuðum alltaf á bekknum til að syngja, borða nestið okkar og fræddir þú mig um hvað fjöllin heita. Þú varst einnig mjög duglegur að hjálpa mér í stærðfræði. Ég man að fyrir ári þegar við flugum saman til Danmerkur hafðir þú svo miklar áhyggjur af mér og Kolbrúnu Englu að þú vildir að við færum í hjólastól til að ég þyrfti ekki að halda á henni. Þegar við vorum kominn inn í vél talaðirðu við flug- freyjurnar um að við yrðum að fá þrjú sæti, svona hugsaðirðu alltaf vel um barnabarnabörnin. Minningarnar streyma um hjarta okkar, öll ferðalögin um Ís- land, veiðiferðirnar – stóru fisk- arnir sem við veiddum saman og stundirnar í berjamó. Minning- arnar eru ótal margar og erum við systur afar þakklátar að hafa ver- ið svona nánar þér enda miklir heimalningar á heimili ykkar. Afi var rosalega barngóður og ljómaði þegar barnabörnin komu til hans og í seinni tíð þegar barnabarnabörnin komu. Alltaf gat maður leitað til þín enda varstu helsta fyrirmyndin okkar. Sama hvað bjátaði á tókstu alltaf vel á móti okkur og fannst lausnir í stað vandamála. Elsku besti afi minn, takk fyrir allt, við kveðjum þig með miklum söknuði. Þínir augasteinar, Íris Kolbrún og Anna Sigrún Margunnur. Elsku afi. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þín verður sárt saknað. Fyrir ári áttum við góðar þrjár vikur sam- an á Spáni. Við fengum okkur göngutúr á hverjum degi og átt- um gott spjall í sólinni. Á mínum yngri árum þá var ég mikið hjá ykkur ömmu, þú hjálp- aðir mér meðal annars í landa- fræði og varst alltaf að kenna mér að vera jákvæður. Þú varst fyr- irmyndin mín, kenndir mér á lífið. Þegar ég var yngri ferðuðumst við mikið saman, meðal annars fórum við oft að veiða saman. Afi, ég mun sakna þín. Þinn, Kristján. Elsku besti afi minn, nú kveð ég þig í síðasta skiptið. Margar gleðilegar minningar koma upp í hugann. Þú varst alltaf góður við okkur systkinin. Ég man eftir því þegar við vorum lítil og komum í heimsókn í Grjótó til þín og ömmu, þá fórstu oft í leikinn „stigur hún/hann við stokkinn“ og öll börn í fjölskyldunni sóttust eft- ir að fara í þennan leik og hlusta á vísuna með. Á yngri árum fór ég með ykkur ömmu í ferðalag og gisti í fellihýs- inu ykkar, sem var mjög skemmtilegt, við fórum einnig að veiða, þú hjálpaðir mér að læra að sippa og við gerðum margt fleira skemmtilegt. Þegar ég var átta ára veiktist pabbi alvarlega og ég og bróðir minn vorum send til ykkar ömmu en þá bjugguð þið í Danmörku. Í garðinum ykkar voru falleg blóm og tré sem afi elskaði að hugsa um, enda varst þú mikill náttúru- unnandi. Í garðinum var líka tjörn með skrautfiskum og ég man eftir því að ég datt ofan í tjörnina og varð rennandi blaut. Afi varð nú ekk- ert hress með mig þá og kallaði mig klaufabárð og hafði miklar áhyggjur af hvort fiskarnir í tjörninni væru á lífi. Afi var góður kennari og hjálp- aði mér oft með stærðfræði, bæði þegar ég var yngri og á unglings- árunum. Ég var einnig að læra á fiðlu og bróðir minn á píanó og þú leið- beindir okkur systkinunum þegar við vorum að æfa okkur og þú komst á alla tónleika sem við spil- uðum á en þú elskaðir að hlusta á tónlist og spilaðir sjálfur á fiðlu þegar þú varst ungur. Ég man eftir jólunum í Grjótó, en afi hafði gaman af því að skreyta húsið hátt og lágt og að koma inn til ykkar var eins og að koma inn í ævintýraveröld. Þú varst algjör snillingur að skreyta jólakransa og körfur. Eftir að amma dó eyddir þú aðfangadags- kvöldunum hjá okkur. Við eigum eftir að sakna þín mikið, elsku afi minn, en nú ertu kominn til ömmu og ég veit að þú átt eftir að passa hana vel eins og þú alltaf gerðir meðan hún var á lífi. Margunnur Oddrún Þórðardóttir og Geir Þórðarson. Sunnudagsmorgunninn 14. apríl var fallegur morgunn þang- að til ég fékk hringingu frá móður minni. Á línunni var sorgarrödd sem færði mér þær fréttir að Valdi afi væri dáinn. Þó svo að afi hafi verið 86 ára gamall er maður aldrei búinn undir að missa þá sem maður elskar og hafa verið hluti af lífi manns síðan maður fæddist. Valdi afi var hraustur og skýr alveg fram á síðasta dag þó að margt hafi verið farið að bila eins og gerist hjá flestum sem ná þess- um háa aldri. Minningarnar streyma fram. Minningar um afa og Englu ömmu. Það myndi fylla heilt blað að skrifa þær allar hér. Afi og amma bjuggu í Grjóta- seli svo það var stutt að fara í heimsókn fyrir okkur systkinin, einn stuttur göngutúr. Oft gat maður farið heim til þeirra til að sníkja gotterí vegna þess að ef eitthvað var á útsölu var keypt heilt tonn sem myndi nú duga út ævina. Amma og afi áttu líka mörg barnabörn og það þurfti að eiga nóg til að gefa öllum nammi, þannig var það réttlætt hversu miklar birgðir af ódýru góðgæti voru keyptar. Sumir myndu jafnvel segja að afi hafi verið nískur en þeir sem til hans þekkja vita að hann var það alls ekki heldur mjög gjafmildur, en sparsamur, til að eiga nóg fyrir sig og sína. Við fjölskyldan kveðjum góðan afa og leyfum minningunum að lifa. Þökkum afa fyrir það góða sem hann kenndi okkur og fyrir að vera afi okkar. Við vottum börnunum hans, Sigrúnu, Kristínu, Kolbrúnu, Herði, Gunnari og Ernu, ásamt systur afa og barnabörnum og barnabarnabörnum okkar dýpstu samúð. Megi minningarnar verma hjartað. Halldóra Magnúsdóttir, Valdimar Magnússon, Finnur Magnússon. Valdimar Sigfús Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.