Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Krossadalur, Tálknafjarðarhreppur, 0,21% ehl., fnr. 212-4318, þingl. eig. Sveinbjörn Sverrisson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, mánudaginn 13. maí nk. kl. 10:30. Miðbær, Vesturbyggð, 0,0128% ehl., fnr. 212-3347, þingl. eig. Melkorka Marsibil Felixdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, mánudaginn 13. maí nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 6. maí 2019 Tilkynningar Opið hús / kynningafundur Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breytinga                        !   "  # !$% Breytingin felst í að 7 lóðum fyrir einbýlishús við Fagralund er breytt í 12 lóðir fyrir rað- og parhús. Breyting á Akralundi 8, 10, 12 og 14 felst í að heimila að í hverju húsi má vera 4-6 íbúðir í stað fjögurra. Eftir kynningu á ofangreindum skipulagsbreytingum verða                             !  ofangreindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera    "          #   Sviðsstjóri skipulags-    Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30, allir velkomnir. Söngstund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl.15. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16. Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi kl.13.30. Ljóðalestur, spjall, handavinna og spil. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-16. Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir inni- pútt og 18 holu púttvöll úti. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn kl. 13, það verða grillaðar pylsur og við syngjum inn sumarið. Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl.9, samvera frá Laugarnes- kirkju kl.14. Verslunarferð í Bónus kl.14.40. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.45-11.30. Línudans kl. 10-11.15. Listasmiðja opin kl. 9-12. Hádegismatur kl. 14.30. Tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Hugmyndabankinn opinn kl.9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9-12. Bókband kl. 13-17, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dans með Vitatorgsbandinu kl. 14-15. Kaffisala frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, s. 411 9450. Furugerði 1 Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30. Ganga kl. 13, botsía kl. 14, prjónaklúbbur kl. 14. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Náttúrulífsmyndir, sýning kl. 15. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur, Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9 botsía, opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálning. Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun/kvennabrids, silfursmíði kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 10 bók- menntaklúbbur annan hvern miðvikudag, kl. 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handmennt. Kl. 16 Gaflarakórinn, Hjallabraut 33, kl. 9 fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10, sam- verustund með grunnskólabörnum kl. 10.30 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Gönguhópar frá Borgum kl. 10 í dag, keila í Egilshöll kl. 10 í dag. Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl 10 í Borgum. Logy tísku- sýning með sumarlínuna í Borgum í dag, sala og sýning kl. 13, allir velkomnir. Kaffiveitingar frá kl. 14.30 til 15.30 í Borgum. Langholtskirkja Samvera eldri borgara hefst með helgistund í kirkjunni kl. 12.10, að því loknu er hádegisverður í safnaðarheimilinu. Söngur, spil, spjall og handavinna fram að miðdegiskaffi kl. 14.30. Vertu velkominn ! Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11-11.30, opin trésmiðja kl. 9-12. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, félagsvist kl. 13.30, Bónusbíllinn kl. 14.40, bókasafnshópur kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ragnar Gunnars- son segir frá Keníuferð sinni. Allir velkomnir. Kynningarfundur tillögu að endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða. Kynningarfundur tillögu að endurskoðun deili- skipulags miðbæjar Egilsstaða verður haldinn í fundarsal Egilsstaðaskóla fimmtudaginn 16. maí nk. kl. 16:30 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Skipulags- og byggingafulltrúi Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur kynningar- fund í Menntaskólanum í Kópavogi kl. 17, 8. maí. Dr Andrej Krajovic. Inntökupróf verður haldið í MK í Kópavogi 3. júní klukkan 10. Uppl. kaldasel@islandia.is. og fá. 8201071. með morgun- atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Elsku Helgi minn. Minning- arnar um þig hrannast upp í huga mér. Lítill strákhnokki með fallegu ljósu lokkana og einn kol- svartan lokk. Lokkurinn stóð eins og flagg upp úr hvirflinum og gránaði á unga aldri. Glaðvær fjörkálfur, fyndinn, orðheppinn og með eindæmum stríðinn, sérstaklega í minn garð á tímabili. Oft varð heitt í kol- unum okkar á milli vegna stríðni þinnar, flogist á og orðaskak en auðvitað féllumst við alltaf í faðma í lokin. Þú fékkst fljótt brennandi áhuga á bílum, vél- búnaði og dundaðir löngum stundum í bílskúrnum við að gera upp bíla. Nákvæmur, fjölhæfur og vandvirkur til allra verka. Árið 1987 urðu kaflaskil í þínu lífi, þegar þú varðst fyrir slysi þar sem þú lást á milli heims og helju í tvær vikur. Þegar þú komst til meðvitundar og gast aðeins tjáð þig á blaði skrifaðir þú: „Ég er eins og olíuhreinsistöð með allar þessar slöngur og tæki.“ Alltaf með kímnigáfuna á réttum stað til að létta á þínu fólki. Þegar ég heimsótti þig kvöldið fyrir andlát þitt var mjög af þér dregið en andinn sterkur. Við systkinin göntuðumst með þér og Helgi Lárusson ✝ Helgi Lárussonfæddist 26. mars 1964. Hann lést 18. apríl 2019. Útför Helga fór fram 3. maí 2019. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Minningarkapellu Jóns Steingríms- sonar á Kirkju- bæjarklaustri. hlógum saman. Þér var líka mjög í mun að við læsum yfir erfðaskrána og hvernig þú vildir hafa allt í kringum jarðarförina þína, vegna þess að þér var umfram allt um- hugað um börnin þín þrjú sem þú varst ákaflega stolt- ur af enda öll vel gerðar manneskjur. Þú varst ekki hræddur við að deyja. Sagðir við okkur að það hefðir þú prufað tvisvar sinnum. Aldrei hefði þér liðið eins vel á ævinni, þar sem þú gekkst inn í björt ljósgöng og fannst ólýsan- legan frið. Dauðastríð þitt tók að- eins fimm vikur. Þú mættir ör- lögum þínu af æðruleysi, styrk og umhyggju fyrir þínum nánustu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem bróður. Þú hefur kennt okkur systkinunum svo mikið með æðruleysi þínu. Það er sterkur strengur á milli okkar systkinanna og nú hefur stórt skarð verið höggvið með fráfalli þínu. Þú munt alltaf vera í hjarta okkar. Starfsfólki lyflækninga- deildar sjúkrahússins á Akureyri ber ég mínar bestu þakkir fyrir alúðlega umönnun í hvívetna. Elsku bróðir, nú hefur þú fengið hvíldina og ert genginn inn í fallegu ljósgöngin þín og friðinn. Ég er viss um að amma Lauga hefur staðið þar í farar- broddi með opinn faðminn til að taka á móti þér. Hvíl í friði elsku- legur, minningin um góðan dreng lifir. Vertu sæll að sinni, þig signi ljósið bjarta. Þín systir, Vala Lárusdóttir. Um þessar mundir eru tólf ár liðin síðan við Ágúst Þór Árnason áttum fyrst samleið sem gestir á fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar – báðir gengum við inn í félagsskapinn í kjölfarið, ég strax um vorið 2007 en Ágúst Þór að afloknu sumar- leyfi, vildi líklega stúdera hópinn örlítið betur. Þá þekkti ég Ágúst Þór aðeins í gegnum sína rösklegu framgöngu á fundum hér í bænum, á vett- vangi þjóðmála og í fjölmiðlastarfi eins og reyndar flestir aðrir, því Ágúst Þór tjáði skoðanir sínar svo eftir var tekið – bæði fumlaust og ákveðið. Vildi vera í eldlínunni, þorði að fara á móti straumnum í fræði- mennsku, var líklega ekki allra, sem var í raun mesti styrkleiki hans bæði sem persónu og fræði- manns. Við urðum fljótt vinir í gegnum félagsstarfið hjá Rótarýklúbbi Eyjafjarðar – Ágúst Þór stýrði mjög fimlega umræðunni á fund- um okkar, hafði bæði næmt innsæi fyrir öllu því sem skipti máli, gerði hversdagslega um- Ágúst Þór Árnason ✝ Ágúst ÞórÁrnason fædd- ist 26. maí 1954. Hann lést 11. apríl 2019. Útför Ágústs Þórs fór fram 26. apríl 2019. ræðu mun innihalds- ríkari og kom oft með gesti með sér til fundarins sem höfðu bæði áhrif í sam- félagslegri umræðu og höfðu ríkulega til mála að leggja. Ástríða hans fyrir bættu samfélagi og manngæska skein í gegnum allar hans vangaveltur og pæl- ingar. Ágúst Þór hafði mjög háleit markmið fyrir okkar fámenna en góðmenna klúbb – skipulag hans á forsetastóli síðustu árin miðað- ist aldrei við annað en stækka hann og efla þó að á móti blési. Hafði bæði góð markmið um gestakomur og fundahaldið – en þó ekki síður um matinn. Það var mikið og þungt reiðar- slag þegar okkar góði félagi veikt- ist og sorglegt hversu snörp bar- áttan varð. Ég mun sakna mjög vinar í stað – góðra umræðna um þjóðfélagsmál af öllu tagi en ekki síður um kvikmyndir, því ástríða okkar fyrir þeim var sameiginleg. Við félagar í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar kveðjum góðan fé- laga okkar og vin með virðingu og þökk fyrir gott samstarf og vin- áttu síðustu tólf árin og vottum fjölskyldu hans og vinum innilega samúð. Blessuð sé minningin um Gústa. Stefán Friðrik Stefánsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.